Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 7
helgarpásturinn Mállýskur r\ framburði, sem á uppruna sinn fyrir norðan og hefur r breiðst mjög Ut. Erþar átt við hv-og kv- framburðinn. 1 hv-framburði gera menn skýran greinarmun á hv og kv i upphafi orða, segja hvalirog kvalir.en ekki eingöngu kvalir. Kjarni hv-svæðisins er i Ves tur-Sk af taf ells sýslu. A Vestfjörðum hefur varðveist forn framburður, sem horfinn er annars staðar, og er hann kallað- ur einhljóðaframburður á undan ng og nk. Er hör átt við það, er menn segja langur, löng,o.s.frv. i staðinn fyrir lángurog iaung. Um austurhluta Suðurlands og syðsta hluta Austfjarða lifir framburður, þar sem menn segja lo-jiog sti-ji (logi ogstigi) i stað- inn fyrir lojji og stijji, og er hann eldri. Homfirðingar hafa sérstakan framburð á rl og rn. Segja þeir stjar-na og Sör-li, á meðan aðrir segja stjardnaog Sördli. Þennan framburðer helst að finna i Aust- ur-Skaftafellssýlu, en hann er til syðst á Austfjörðum, en þá mjög blandaður. Telst enginn vafileika á því, að þessi framburður er upprunalegur, enda sömu hljóð i grannmálum okkar. Loks skal svo nefna fiámælið, sem sumir kalla hljóðvillu, og þykir ekki skemmtilegt. Þar rugla menn saman i og e, og ö og u, segja leður, dögur, viður, fulur eða eitthvað i þá veru, i stað þesss að segja liður, dugur, veður, föl- ur.o.s.frv. Flámælið er til á þrem svæðum. Stærst þeirra er um mestan hluta Austurlands og Austur-Skaftafellssýslu, að öræf-1 um undanskildum. Annað svæði er á Suðurnesjum og það þriðja i HUnavatnssýslum. Á undanhaldi Þeir Höskuldur Þráinsson og Kristján Arnason málfræðingar eru um þessar mundir að kanna hvort einhver breyting hafi orðið á framburði landsmanna frá þvi ér Björn Guðfinnsson gerði sina könnun, en i samtali við Helgar- póstinn sagði Kristján, að þeir væru ekki komnir það langt, að niðurstöður lægju fyrir. Við höfum nú séð nokkur dæmi um mállýskueinkenni i islensku, en þá vaknar sú spurning hvers vegna ekki sé meira um þau, þegar tekið er tillit til þess, sem áður var sagtum forsendur fyrir þvi, að mállýskur nái að myndast. Vist eru hér mikil vatnasvæði, há fjöll, afskekktir firðir o.s.frv. Landnámsmenn komu viða að og dreifðust um landið. Það kom i veg fyrir, að ákveðin mállýska náði að festa rætur i sérstöku byggðarlagi þegar i upphafi byggðar landsins. Er þetta talin fyrsta ástæðan fyrir því að mál- lýskumyndun varðekki meiri en raun ber vitni um. önnur ástæðan er talin stofnun Alþingis, en þar hittust menn úr öllum lands- hlutum og ræddu saman. t þriðja lagi höfðu prestar þeir, sem settust að i sveitunum áhrif i þá áttað draga úr mállýskumyndun. Loks skal svo geta þess, að búferlafhitningar voru tiðari hér en annars staðar i álfunni,- þar sem lénsskipulagið njörvaði menn niður á einn stað. En eru þessi staðbundnu sér- kenni i orðanotkun og framburði á undanhaldi? Jón Aðalsteinn Jónsson: „Það er ekki nokkur efi á þvi, að þessi staðbundnu orð eiga i vök að verjast. Það auglýsir eng- inn maður grjúpán lengur.” Astæðurnar fyrir þessu taldi Jón Aðalsteinn vera aukin áhrif fjöl- miðla og að sjálfsögðu bættar samgöngur. Það gæfi auga leið, Hægt er aö vera á hálum is þótt hált sé ekki á vegi. Drukknum manni er voöi vís víst á nótt sem degi. FP-10/C Fyrir U-MATIC, VHS og BETAMAX tæki FP-20/SI Fyrir U-MATIC og mjög góð VHS og BETAMAX tæki 3x2/3" SATICON 500 línur S/N 50dB næml. 150 lux. m/ 1,5" viewfinder Axlarpúöi Hljóðnemi Handfang m/start/stop f. VTR og VTR kaball 1H leiðrétting (vertical) Altaska og NlOxl 1RM2 Zoomlinsa KR: 123.490 Þetta eru aðeins 4 gerðir af 22 gerðum litvéla sem við bjóðum, á verði frákr. 8.000 tilkr. 900.000 Við bjóðum geysi mikið úrval af fylgihlutum með vélunum, svo sem batteribelti, fjarstýringar, ýmsar gerðir af linsum, 5 og 7” viewfindera, mixera, sync generatora o.fl. Einnig bjóðum við FP-21/C Fyrir U-MATIC og 1 " tæki 3x2/3" SATICON 580 linur S/N 53dB næml. 40 lux. m/ 1,5" viewf inder Millistykki f. þrífót AC spennugjafi ÍH leiðrétting (vertical) Áltaska og AlOxll BRM37 Zoomlinsa KR: 195.600.- f FP—21/D Sama útfærsla og C en með 14xlOBRM37 Zoomlinsu KR:207.010.- ATH.: Verö miöaö viö gengi 11. nóvember Hitachi Denshi, Ltd. 1" SATICON 450 línur S/N 49dB næml. 80 lux. m/ 1,5" viewfinder. Millistykki f. þrífót. AC spennugjafi. ÍH leiðrétting (vertical) (Betri myndupplausn). Áltaska og G6x20RM7 Zoomlinsa FP 10/D Sama útfærsla og C en með lOxZoomlinsu FP— 10/F Sama útfærsla og C en með lOxZoomlinsu og 2H leiðréttingu KR: 69.300,- KR: 84.100.- KR: 96.200.- F —21/E Sama útfærsla og C en með 14xl0BRM37 Zoomlinsu og 2H leiðréttingu. KR: 229.500,- 3/4" U-matic beranlegog stúdíó útfærslur. og 1" myndsegulbönd, beranleg og studio útfærslur. Lit/ð v/ð og beríd saman myndgæði hinna mismunandi gerða myndavéla og fá/ð nánarí upplysingar GP-6M fyrir VHS og BETAMAX tæki 2/3" SATICON 260 linur S/N 46dB næml. 60 lux. m/ 1,5" viewfinder Handfang m/start/stop f. VTR og zoom stýr- ingu 6XZoomlinsa. KR: 17.600.- EINKA- UMBOÐÁ ÍSLANDI: >F Radíóstofan ht Slmar: 2-83-77 1-13-14 1-41-31 Þórsgötu 14 að hringvegurinn hefði sin áhrif á tungutak i' öræfum, t.d. ,,En það er ekki hægt að neita þvi, að þetta er ótrúlega lifceigt, og ég hvet menn til að halda sinum sérkennum, hvort sem það er i' orðaforða eða öðru. Mér finnst skemmtilegt að geta hitt mann á förnum vegi og geta sagt til um hvaðan hann er”, sagði Jón. Kristján Arnason var sammála þvi, að þessi sérkenni væru á undanhaldi. ,,En ég er ekki frá þvi að norð- lenski framburðurinn, harð- mælið, sé býsna fastur i sessi á svæðum eins og Akureyri og kannski i Þingeyjarsýslum”, sagði hann. — Telur þú mikilvægt, að menn varðveiti þessi séreinkenni sin? „Ég veit ekki hvort ég mundi telja það mjög mikilvægt, en það geturverið gaman að þeim.Þetta eru viss sérkenni og það má kannski segja, að málið verði auðugra að sumu leyti, að það bjóði upp á fleiri valkosti. Allar breytingar,sem verða i þá átt, að gömul mállýskueinkenni hverfa, eru breytingar á málinu. Og þeir, sem ekki vilja breytingar á mál- inu, hljóta þá að vera á móti þessum breytingum”, sagði Kristján Arnason að lokum. Jg_ LANCOM E Snyrtivörur í sérflokki

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.