Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 10
38 Föstudagur 11, desember 1981 ho/fjf^rpn^fl irínn Bændasamfélag undir erlendri stjórn, stríðsgróði, velferð, verðbólga. Þannig mætti í fáum orðum lýsa íslensku þjóðfélagi frá byrjun aldarinnar til okkar daga. I bændasamfélaginu f yrir seinni heimsstyrjöldina — eða þá fyrri ef því er að skipta — voru þó ekki allir Islendingar bændur né hugsuðu eins og kotungar. Meðal þeirra voru stórhuga framkvæmdamenn, sem hugsuðu stórt og settu á fót öf lug fyrirtæki. Sum þeirragengu vel lengi vel, en duttu síðan uppfyrir. Ofá fyr- irtæki hlutu þau örlög, þegar næsta kynslóð tók við stjórninni, og eru nefndar margarskýringará því að þannig fór önnur fyrirtæki héldu áfram að blómstra og gengu jaf nvel í endur- nýjun lífdaga þegar þar urðu kynslóðaskipti. Nöfn þessara fyr- irtækja eru okkur sem nú lifum gamalkunnug og tengja samtíðina við fortíðina. En hverjir sitja þar við stjórn- völinn? Hverjir tóku við fyrirtækj- unum af feðrum sínum og halda nöfnum þeirra á lofti? Helgarpósturinn hafði tal af þremur þeirra og forvitnaðist um hagi þeirra og fyrirtækja þeirra. Mennirnir bakvið gömlu nöfnin: „Þetta er alveg sérstakt ár, þaB er alveg fullt af afmælum”,segir Ólafuró-Johnson. mölun og framleiöslu á kaffibæti, sem fyrir misskilning var oftastkallaður„export’.’Sú framlei&sla lag&ist ekki niður fyrr en fyrir fáum árum. Þar að auki eru fyrirtækin Kjörval i Mosfellssveit og Kjöt og fiskur i eigu Kaaber, það siðamefnda i félagi við Einar Bergmann og fjölskyldu hans. Það voru tveir ungir menn, þeir Ólafur - Johnson og Ludvig Kaaber, 25 og 27 ára gamlir kunningjar og vinir, sem stofnuðu fyrirtækið. — Um þetta leyti komst tsland i sima- samband viðönnur lönd, og þeir sáu hvilika möguleika það skapaði til að fá upplýsingar um verð nógu viða til að gera hagstæð inn- kaup. Stofnun fyrirtækisins má þvi tengja opnun sæsimastrengsins, segir Ólafur Johnson yngri. — Nú er enginn Kaaber i stjórn fyrir- tækisins. Hvað varð um hann? — Arið 1918 bauðst honum bankastjóra- staða við Landsbankann, og það segir sig sjálft, að það áttiekki saman að eiga fyrir- tæki og vera bankastjóri. Þess vegna seldi hann pabba sinn hlut, segir Ólafur. Onnur breyting á fyrirtækinu varð sú, að Ólafur Johnson eldri hélt til Bandarikjanna eftir að fyrri heimsstyrjöldin skall á, að beiðni rfkisstjórnarinnar til innkaupa á ymsum nauðsynjavörum til landsins. Á meðan hann var fjarverandi tók Arent Claessen við stjórninni, en hann hafði verið við fyrirtækið frá árinu 1912, en þegar Ólafur Ó. Johnson, O. Johnson og Kaaber: Sæsímastrengurinn skapaði tækifærið O. Johnson & Kaaber er liklega fyrirtæki sem hvert m annsbarn á islandi hefur heyrt um. Það er ekki að undra, þvi það er orðið 75 ára, varstofnað iseptember 1906, og því er þriðja kynslóð frá stofnun þess nú komin til vits og ára og sú f jórða að vaxa úr grasi. Það er þó ekki nema önnur kynslóð sem situr við stjórnvölinn. Forstjóri fyrirtækis- ins er ólafur ó. Johnson, sonur ólafs John- son eldra. — Þetta er eiginlega alverg sérstakt ár, það er alveg fullt af afmælum. Fyrirtækið varð 75 ára 23. september, faðir minn hefði orðið 100 ára i ár hefði hann lifað, og sjálfur varð ég fimmtugur segir forstjórinn við Helgarpóstinn. Þrátt fyrir háan aldur fyrirtækisins eru ekki að sjá á því ellimörk. Það annast inn- flutning á nánast allri m atvöru sem nöfnum tjáir að nefna og auk þess vörum eins og lyfjum, önglum, kemiskum efnum, plasti, einangrun, húsgögnum og vefnaöarvöru svo eitthvað sé nefnt. Auk þess hafa verið stofnuð nokkur systurfyrirtæki, og eru Heimilistæki stærst þeirra. Þar annast Rafn Johnson, sonur Friðþjófs fyrrum forstjóra Kaaber og bróður ólafs yngra, alla verslun með raf- magnsvörur. Annað systurfyrirtæki var stofnað 1924 til að annast kaffibrennslu og - styrjöldinnilauk gerðisthann meðeigandi. Arið 1935 var félaginu breytt i hlutafélag, en þá urðu einnig eigendur einn af sonum Ólafs, Friðþjófur, og Jean Claessen, sonur Arents. Auk þess var Magnús Andrésson einnaf forstjórum þess, en hann hafði unnið hjá 0. Johnson & Kaaber frá þvi hann var 14 ára gamall, byrjaði sem sendill. — Hvenærkomst þú svo inn í fyrirtækið, Ólafur Johnson yngri? — Minn ferillhér hófst árið 1952. Þá hafði ég verið i Bandarikjunum frá þvi i striðs- byrjun. Faðir minn var nefnilega aftur sendur til að afla Islandi nauðsynjavara vestanhafs, ásamt fulltrúa frá SIS. Einnig rak hann skrifstofu fyrir Innflytjendasam- bandið. Ég var ekki nema átta ára þegar ég flutt- ist vestur með foreldrum minum, en var löngu ákveðinn i þvi að flytjast heim aftur, þegar af þvi varð, árið 1952. Foreldrar minir voru áfram, en það sem varð til þess að ég kom hingað einmitt þá, var að Frið- þjófur bróðir minn var orðinn alvarlega veikur og lést árið 1955. Eftir að Ólafur yngri kom heim, 22 ára gamall, var hann fyrstsölumaður, en siðan tók hann við rafmagns- og vefnaðarvöru- deildum fyrirtækisins en _k tók við forstjóra- Loftur Jónsson, JL-húsiö: Frá síldarsöltun til vöruhúss JL-húsið með slagorðinu „allt undir einu þaki” er ekki gamalt fyrirtæki. En fyrir- tækið Jón Loftsson h/f er mun eldra og má segja að það eigi upptök sín í útgerð og sildarsöltun Jóns heitins Loftssonar á Siglufirði fyrir meira en 50 árum. Umsvif hans i Reykjavík hófust hér I Reykjavik um 1930 með heildsölu og síðar árið 1937, þegar hann stofnaði Vikurfélagiö h/f og hóf aö framleiða vikurplötur til ein- angrmiar, milliveggjaplötur og holsteina til húsagerðar dr vikri „undan jökli” a Snæ- fellsnesi, og jafnframt flytja vikurinn út. En Jón Loftsson lét ekki þar við sitja. Hann hafði byrjað í innflutningsverslun sem var um tima i Austurstræti 14 og hóf byggingu húsasamstæðu þeirrar við Hring- braut 121 þar sem JL-húsið er nú. Þar þró- uðust umsvifin yfir i bílainnflutning jafn- framt innflutningi ýmissa vara og fram- leiðslu á byggingarefni. Arið 1972 opnaði sonur hans, Loftur Jónsson JL-húsið meö byggingavörudeild, teppadeild, baðdeild, raftækjadeild og húsgagnadeildir. Fyrir rúmu ári bættist matvörudeild við og jafn- framteru komin uppútibú frá JL-húsinu i Borgarnesi og áður i Stykkishólmi. — Pabbi heiönn byrjaði að framleiða milliveggjaplötur i kjallara Háskólabygg- ingarinnar þegar hann vann við hana og steypti allar plötur i húsið. Siðan þróaðist þetta upp 1 það aðhann fór að byggja hérna við Hringbrautina og flutti hingað eftir strið segir Loftur Jónsson, sem nú hefur skrif- stofu sina á fjórðu hæð stórhýsisins. —Þá var fjárhagsráð I gangi og það varð að fá leyfi fyrir öllum sköpuðum hlutum. Meðal annars varð pabbi að leigja Reykja- vikurbæ eina og hálfa hæð undir gagn- fræöaskóla i' vissan tima til að fá fjár- festingarleyfi fyrir þakinu og halda áfram með bygginguna, segir Loftur. — Hvernigkomstþú inn ifyrirtækiö? Var það ákveðið snemma að þú tækir við? — Ég byrjaði strax 12 ára gamall að sendast á sumrin og hef alltaf verið viöloð- andi hér siðan. Sjálfsagt hefur gamli maðurinn óskað eftir þvi að ég tæki við þótt hann legði aldreihart að mér. Sjálfur hafði ég raunar óbeit á aðstöðuleysi atvinnulifs- ins um tima þótt ég tæki ákvörðun um það þegar hann dd, árið 1958, að taka við fyrir- tækinu. Áður hafði ég lokið Verslunarskólanum og hafði lokið tveggja ára framhaldsnámi við viðskiptafræðiskóla i Englandi. Þegar að því kom að ég tók við vissi ég út á hvað þetta gekk og ákvað bara að taka þetta yfir, en á þessum tima var þetta allt minna i sniðum, segir Loftur Jónsson. Jón Loftsson hafði farið út i bilainnflutn- ing strax i' striðinu. Hann fékk umboð fyrir Nash og setti upp verkstæði og varahluta- verslun. Seinna sameinuðust Nash og Hud- son og út úr þvikom Rambler um 1960. — Þá settiég dálitinn kraftibilasöluna og það má segja að Rambler hafi orðiö tisku- bill. Vegna þess hvað Ramblerinn seldist vel buðu þeir hjá Chrysler mér að taka að mér umboðið fyrir þá bila og eftir það endurvakti ég ásamt mági minum, Vökul, sem pabbi stofnaði á sinum tima með frænda mínum sem siðan settist að I Bandarikjunum. Um 1970var ég búirm að fá nóg af bilainn- flutningi, hafði eiginlega ofnæmi fyrir bil- um. Bilasala er algjör harðstjóri. Hún er eitt það versta I viðskiptalifinu, þar eru svik á alla kanta, segir Loftur. Þegar hér var komið sögu var stærsti hluti húsnæðisins við Hringbraut leigður út til ýmissa aðila en það var þá i eigu allra systkinanna sex. — Það var ósköp litill arður af þessu,þetta fór mest I sjálft sig. Ég sá að dæmið gekk ekki upp með alltof marga i kringum þetta. Stuttu eftir andlát pabba hafði ég fengið mínum hluta skipt út úr dánarbúinu og keypti siðan systur minar út árið 1973, þeg- ar Þórarinn bróðir minn hafði lokið lög- fræðiprófi. Nú rek ég JL-húsið en Þórarinn ^em er tiu árum yngri, tók við nýju fyrirtæki i haust, JL-byggingarvörur, sem hann er aðaleigandi að, ásamt Kristjáni Eirikssyni sem hefur starfað við félagið i 40 ár. Þannig reka þeir bræður líklega eitt allra stærsta vöruhús landsins, þegar allt er lagt saman. Og enda þótt það hafi þróast úr heildsölu, iðnaði og bilasölu i alhliða vöru- hús framleiðir k. Jón Loftsson h/f ennþá Jón Loftsson byrjaöi að salta sild á Siglu- firÖK nú rekur Loftur Jónsson eitt stærsta vöruhús landsins með útibú i tveimur kaup- túnunt. eftir Þorgrím Gestsson myndir: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.