Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 9
37 halllJF^rpnc^tl irinn Föstudagur H. desember 1981 „Röddunar- fram- burðurinn á undanhaldiM segir Valdimar Gunnarsson mennta- skólakennar i á Akureyri. „Ég býst viö að harð- mælið svokallaða standi einna þéttast fyrir, en að röddunarframburðurinn sé á undanhaldi. Við reynum þó að þæfast við með kö- kurnar okkar. Ég held að það haldist miklu lengur”, sagði Valdimar Gunnars- son menntaskólakennari á Akureyri, þegar hann var spurður hvernig norð- lenskunni vegnaði. Valdimar sagði, að- spurður, að i þéttbýli bæri meira á þessum norðlenska framburði hjá eldra fólki, en i sveitunum væri minni munur á máli kynslóöanna. Um ástæðurnar fyrir þvi, að þessi séreinkenni væru á undanhaldi, sagði Valdi- mar, að það væri spurning um meirihluta og að lang- oftast heyrðu norðlending- ar annan framburð i fjiS- m®lum, útvarpi og sjón- varpi. Þar væri þó meira um harðmæli. — Gera skólarnir á svæðinu eitthvað til að við- halda þessum séreinkenn- um? „Mérerekki kunnugt um það yfirleitt, en ég býst við, að það sé frekar ýjað i þá áttina. Ég þykist heyra það i þeim skóla, þar sem ég kenni, að þeir eru dálitið hreyknir af þessum fram- burði sem hafa hann”, sagði Valdimar. Hann taldi það æskilegt, að til væri einhver stefna i þessum málum. Eiga kennarar að gera eitthvað til að halda i þetta og er ætlast til þess af þeim, eða á að láta hlutina ráðast eins og nú er gert? „Hardur nordan gardur” útdauður Rætt við Gunnar Ragnarsson skóla- stjóra í Bolungarvík. „É g kann enga vest- firsku. Ég held að það sé ekkert til, sem heitir vest- firska lengur. Hún er þó kannski eitthvað til hjá eldra fólki”, sagði Gunnar Ragnarsson, skólastjóri i Bolungarvik, þegar Helgarpdsturinn spurði hann hvernig vestfirskunni vegnaði. Gunnar sagði að það væri eitthvað um þennan sér vestfirska framburð i langur, gangur, svangur, o.s.frv.,en hann væri mjög á undanhaldi. Þó sagðist Gunnar hafa tekið eftir þvi, að menn sem hefðu alist upp fyrir vestan hefðu haldið i þennan framburð, og nefndi hann til Sigurð Bjarnason frá Vigur sendiherra og Jón Baldvin Hannibalsson ritstjóra. „Ég er nú alinn upp við þennan framburð að ein- hverju leyti i Arnarfirðin- um, en ég týndi honum niður þegar ég fór héðan. Ég held, að þetta sé eitt- hvað blandað hjá mér. Það getur vel veriö að ég segi langur gangur stundum”, sagði Gunnar. Eitt einkenni i fram- burðaráherslum sagði Gunnar, að væri mjög i áberandi fyrir vestan, en það er áhersla orðsins ofanf, þar sem áherslan er á i-ið, en ekki á of. Þá sagðist Gunnar muna eftir karli i' Arnafirðinum, frá þvi hann var strákur, og sagði gamli maðurinn nordan og hardan. Þennan framburð mætti hins vegar telja útdauðan. Bo-gi og sti-gi lifa góðu lífi á Hornafirði Rætt við Stefán Ólafsson móðurmáls- kennara. ,,Ég hef engar rannsókn- ir til að styðjast við, sem marktækar eru. Við höfum gert smá athugun á Höfn, en það er ekki hægt aö draga þá ályktun að það sé einkennandi fyrir allt byggðarlagið eða sýsluna. Eftir því, sem manni skilst, eru ýmis einkenni á meira undanhaldi hér heldur en t.d. i sveitunum. Við athuguðum sérstak- lega tvö atriði. Annars veg- ar einhljóðaframburðinn (bo-gi i staðinn fyrir bogi) og hins vegar hv- og kv-. Þetta var eingöngu gert á meðal skólabarna og virð- ist einhljóðaframburðurinn lifa nokkuð góðu lifi, en hv- og kv- virðast vera að hverfa meðal unglinga. Það voru þrir krakkar af milli 60 og 70, sem höfðu hreinan hv- framburð, en allmörg voru með það á reiki. Hins vegar halda sennilega milli 50 og 60% einhljóðaframburðinum”, sagði Stefán ólafsson móð- urmálskennari við Gagn- fræðaskólann á Höfn i Hornafirði, þegar hann var spurður hvernig sérein- kennum Hornafjarðar- svæðisins vegnaði. En Stef- án tók það skýrt fram, að hér hafi ekki verið um vis- indalega könnun að ræða. Hún var framkvæmd af nemendum sjálfum undir leiðsögn kennara. Um rn framburðinn sagði Stefán, að hann heyrði hann meðal eldra fólks, en aldrei hjá yngri kynslóðinni. Hins vegar segðu kollegar hans i sveit- unum i kring, aö ástandið væri ekki jafn slæmt og j hann vildi vera láta, en þeir drægju ályktun af allt öðr- um hópi, þ.e. nemendum úr | sveitunum. Ekki sagðist Stefán vita ástæðuna fyrir þvi, aö þessi framburður væri á undan- haldi, þvi yrðu meiri mál- visindamenn en hann að svara. En hann benti á það, að i eyrum glymdi allur annar framburðuren þessi. Honum þætti merkilegt hvaö einhljóðaframburöur- inn væri sterkur, og hann sagði, aö i þessari könnun hefðu þau orðið vör við það, að börn, sem flyttu til stað- arins ung að árum.tækju þennan framburð upp. Gerið þið eitthvað i skól- unum til að viðhalda þessu? „Ekki neitt kerfisbundið. Sjálfurhefég tekiðuppein- hljóðaframburöinn alveg ákveðið.” — Hvers vegna? „Vegna þess að mér finnst hann fallegri, og ég vildi reyna að leggja mitt af mörkum til að halda þessu við, en hitt gengur mun verr”, sagði Stefán Ólafsson að lokum. ^mdíTíínrÍinárt ur. En maður þessi var þá nýstig- inn upp úr veikindum. Þá munu Norðlendingar hlæja, þegar þeir heyra orðið lognbylur.þvi' að hjá þeim er alltaf rok i byl. Um mestan hluta landsins nota menn orðið bænadagar yfir skir- dag og föstudaginn langa. A Aust- fjörðum tala menn hins vegar að jafnaði um lægri helgar, eða lág- helgar. Þó þekkjast bænadagar, einkum sunnan til, i Djúpavogi og þar suður af. Þingeyingar hafa afturá mótinotað skíndagshelgar um þessa daga. Telur Jón Aðal- steinn Jónsson i áðurnefndri grein, að þetta siðasta dæmi varpi nokkru ljósi á þann mál- lýskumun, sem enn verður vart i orðaforða islenskunnar. Það atriði, sem mönnum kemur kannski fyrst i' hug, þegar þeir heyra nefndan mállýskumun á Is- landi.er liklega hinn mismunandi framburður eftir landshlutum: sunnlenska, vestfirska, norð- lenska, o.s.frv. Sá maður, sem hefur rannsak- að þetta itarlegast.er Björn Guð- finnsson prófessor, en rannsóknir sinar framkvæmdi hann á árun- um 1941 - 43. Hann ferðaðist um allt land og lét skólabörn á aldrin- um 10 -13 ára lesa texta, þar sem ætla mætti, að þau hljóðfræðilegu fyrirbrigði kæmu fyrir, sem ein- kenndu þann landshluta eða byggðarlag. Samkvæmtrannsóknum Björns eru aðalmállýskuflokkarnir átta. Fyrst skal telja svonefnt harð- mæli — linmæli. Eins og öllum er kunnugt, er meðharðmæli átt við það þegar stafirnir p,t,k i orðum eins og ta-pa, lá-ta og a-ka, eru bornir fram sem p,t,k, en ekki sem b,d,g, eins og i linmæli. Harðmælissvæðið er á Norður- landi, frá vestari kvisl Héraðs- vatna að Sandvikurheiði fyrir norðan Vopnafjörð. Hvergierþað þó algert, en mest i Eyjafirði. Beggja vegna harðmælissvæðis- ins eru svo blendingssvæði, þar sem framburður er bæði harður og linur. Annar er sá framburður, sem er einkennandi fyrir Norðurland, en hann er að segja stul-ka og mjól-k i' staðinn fyrir stúlka og mjólk. Þessi framburður nefnist raddaður framburður og er hann sterkastur i Eyjafirði, en þar næst i Þingeyjarsýslum. Honum bregður þó viðar fyrir. Harðmælið er talið standa nær upprunalegum framburði en lin- mælið, og raddaði framburðurinn er talinn vera upprunalegur, þar sem hann er enn allsráðandi i grannmálum okkar. Annar upprunalegur framburð- ur, sem helst á Suöurlandi r\ á mjög undir högg að [35 sækja fyrir nýrri Sr'

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.