Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 1

Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 1
HVAÐ eftir Gunnar Gunnarsson Lögreglusagan er i sjálfu sér ekki ómerkara skáldskaparform en sonn- etta. Innan þessarar bók- menntagreinar rikja ströng lög, flóknar reglur, sem aöeins þeir hæf ustu og æföustu í hópi reyfarahöf- unda ráða við. Reyfarahöfundar? — Oröiö reyfari er afar vill- andi i umfjöllun um lög- reglusögur ellegar þá tegund afþreyingarbóka, sem á isiandi kallast stundum glæpasögur. Lögreglusaga, reyfari, glæpasaga —öll þessi nöfn ganga hér yfir þá tegund bókmennta, sem fjallað er um í grein hér á eftir. En á islandi eru hugtök yfir lög- reglusögur — þar sem gáta er leyst — afarmikiö á reiki og fæstum lesendum kannski Ijóst, við hvað er átt. Og flestir eru senni- lega þeirrar skoöunar, aö reyfari sé bara bull og geti i besta lagi veriö soldiö spennandi bull. Stundum heyrir maöur gamal- reynda lögreglumenn fussa yfir lögreglusögum, segja að þetta sé allt með þeim ólíkindum að ekki sé eyðandi á það tíma, þá sé nú betra að lesa ævisögur. En þar hafa þeir heldur betur rangt fyrir sér. Það viII nefnilega svo til, að það eru akkúrat höfundar lögreglusagna, sem hafa skapað hina flóknu að- ferðafræði lögreglurann- sókna og búið til þau dæmi sem notuð eru þegar ný- liðum er kennt að hugsa rökrétt. Nóg um það — köfum nú i bókmenntirnar. ER LÖGREGLUSAGA? Fljótlega gerði kvikmyndaheimurinn sér mat úr sög- unum um Sherlock Holmes og arftaka hans á sviði lögreglusagna. Reyndar voru það ekki Bretar sem byrjuðu að filma eftir sögum ACD, heldur voru það Amerikanar. Fyrsta Holmes-myndin hét „Sherlock Holmes baffled" og var. gerð 1903. Danir voru svo fljótir til, en Nordisk film gerði „Sherlock Holmes in deathly danger" árið 1908 með Holger Madsen í hlut- verki Holmes. Síðan varð þróunin ör og Ameríkanar áttu frumkvæðið. Humphrey Bogart varð hin mikla hetja hvita tjaldsins ásamt mörgum fleiri. Hér til hliðar er hann í „The maltese falcon" ásamt Green- street og Peter Lorre. Með Bogartskeiðinu tala menn ákveðið um evrópskan stíl og amerískan, þegar lög- reglusögur og myndir eru annars vegar. ,, Baskervillehundurinn" nefndist ein frægasta saga A. Conan Doyle um Sherlock Holmes og dr. Watson. Hér er það Peter Cushing, sem er í hlutverki Holmes, en margir f rægir leikarar áttu eftir að glíma við þann merkilega einkaspæjara allra tíma. Piparjómfrú Agöthu Christie, Miss Marple, ersérstæður póstur í einka- spæjarahópnum. Hún er þekktust á hvíta tjaldinu í líki AAargareth Rutherf ord sem hér sést ásamt Robert Morley í myndinni Murder at the Gallop.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.