Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 8
36 Föstudagur 11. desember 1981 HdlrjFirpn^fl irinn ■ ■ ■ Kærkomin á kaffiboröiö - eggjandi a ostabakkanum og makalaus viö matseldina. °SM,oB6,k eru flokkaðir á þann hátt, að þeir gefa hugmynd um málfar, sem er greinilega markað frá málfari grannbyggðanna, þrátt fyrir þann skyldleika, sem sameinar þá”. — Hverjar eru orsakimar fyrir því, að mállýskur ná að myndast? ,,Það er venjulega landslagið, sem getur haft áhrif. Há fjöll, djúpir dalir og firðir hafa sin áhrif á mállýskumyndun, og einnig miklir skógar og eyðisand- ar. Hér á landi er enginn vafi á, að stór vötn skipta miklu máli.” Jón Aðalsteinn nefndi, að Hér- aðsvötn skiptu Skagafirði og töl- uðu moin um „austan og'vestan vatna”.Þá sagði hann, að enginn vafi væri á, að Markarfljót og Þverá hefðu verið eins og mörk á milli framburðar og orðaforða. Annað nefndi hann, sem ekki skiptir lithi máli, en það eru verslunarsvæðin, sem landinu var skipt í á ti'ma einokunarversl- unar Dana. Urðu landsmenn þá að versla á ákveðnum svæðum. Fata úti á snúru Við skulum að gamni líta á nokkur dæmium mállyskumun á Islandi, og fyrst huga að orðum og orðanotkun. Sagnorðið að þjóhleypa.sem þýðir að fresta, er mjög staðbundið orð á Suöur- landi. Það þekkist eitthvað i Ar- nes- og Rangárvallasýslu, en mjög vel i V-Skaftafellssýslu. Döndullkemur frá Svarfaðardal og er heitiyfir reykta rúllupyslu. Af svipuðum toga er grjúpán, sem merkir bjúga, og er þetta orð nú einkum þekkt i Skaftafells- sýslum. Liklega vita allir landsmenn nú hvað átt er við með orðinu fata. En það hefur ekki alltaf verið svo. Eitt sinn kom Skaftfellingur nokkur til Eyrar- bakka og dvaldi þar um nokkurt skeið. Þegar hann var nýkominn þangað bað húsfreyjan á heimil- inu hann um að fara út og sækja fötu. Maðurinn fór út á snúru, en þar var þá enginn þvottur. Hélt hann, að konan hefði meint föt, þvi að i' hans sveit notuöu menn aldrei annað orð en skjólu.Hafði hann aldrei heyrt fötu nefnda á nafn. Skaftfellingar notuðu einnig hríðarveður um rigningu. Orðið neip, sem merkir bilið milli fingranna, annarra en þum- alfingurs og visifingurs, er sér- vestfirskt. Annars staöar er notað orðið greip, sem fyrir vestan á einungis við um bilið milli þumals og visifingurs. Eyfirðingar þekkja ekki grjúp- án, en þess í stað hafa þeir orðið sperðill, sem er einhvers konar bjúga. Norðlendingar hafa einnig sérstaka merkingu orðsins bjálfalegur.Þar þýðirþað veiklu- legur, og segir sagan, aö eitt sinn er landsþekktur maður kom norð- ur.hafi hann veriö spurður hvers vegna hann værisvona bjálfaleg- Ful stúl-ka hley-pir Sör-la milli veðardrömba Fróðleikskorn um mállýskur á íslandi Islendingar guma gjarna af þvi að vcra ein fárra þjóða, sem hefur varð\eitt tungumál sitt litið breytt frá upphafi byggðar i land- inu. Þrátt fyrir þessa varðveislu málsins, er ekki laust við, að i aldanna rás hafi verið einhver munurá orðum og orðnotkun, svo og framburði milli einstakra iandshluta. Það er hins vegar spurning hvort þessi munur sé, eða hafiveriðþað mikill, að hægt sé að tala um mállvskur á lslandi, en samkvæmt skilgreiningu orða- bókar Menningarsjóðs er mál- lvska „ (veigamikil) afbrigöi I máli, orðafari, bundin við af- markað svæðilanda, t.d. sérstaka byggð eða landshluta, eða ákveð- inn hóp manna”. Mállýskur eru algengt fyrir- bæri meöal ýmissa grannþjóða okkar, og þarf ekkiað fara lengra en til Sviþjóöar til að finna mjög mikinn mun á tali manna. Einna mestur mun þessi munur vera i kringum vatnið Siljan, þar sem ibúar hafa orðið að notast við rik- ismál til þess að skilja mann úr næsta byggðarlagi. Það liggur i augum uppi, að ástandið á Islandi er ekki svona slæmt, en er samt hægt að tala um mállýskur hér? Þeirri spurn- ingu var beint til Jóns Aðalsteins Jónssonar, ritstjora Orðabókar Háskólans. „Það er til fjöldi staðbundinna orða, ogþegar þau þekkjast ekki á öðrum svæðum, má tala um mállýskuorð, en þarna er um stigsmun að ræða fremur en eðl- ismun. Hér á landi tala menn saman og skilja hver annan þrautalaust, nema þegar einstöku orð koma fyrir,” sagði Jón Aðal- steinn. Hann sagði, að þegar hafður væri i huga sá munur, sem væri á máli manna i Noregi og Sviþjóð, væri eðlilegt að tala um að ekki væru til mállýskur hér. Hann sæi hins vegar ekki annað en að um mállýskur væri að ræða, þegar framburður segði til um hvaðan menn væru. t greinum islenskar mállýskur, sem birtist ibókinni Þættirum is- lenskt mál, segir Jón Aðalsteinn, aö samkvæmt skilgreiningu franska málfræðingsins Mar- ouzeau á mállýskum leiki li'till vafi á þvi, að mállýskur séu á ís- landi. En Marouzeau þessi segir, að orðið mállýska tákni „hinn sérstaka búning, sem tungumál hefur fengið á takmörkuðu svæði”, og skilgreinir mállýsku sem „nokkra sérstaka þætti, sem

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.