Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 14
42 Föstudagur 11. desember 1981 hp»lrjr^rpn<^fl irínrt • „ChristopherNeil-Smitha^störCum-. "™*» *«*"8 ' eta illir andar í alvöru tekið sér bólsetu í mönnum eða er þetta ins eins konar fyrirsláttur vegna geðrænna truflana? Þeim gar ótrúlega ört, sem telja að særingameistara sé þörf, og þeir i ekki allir í Hollywood. Órar eða djöfulleg staðreynd? Kanntu særingar, aö reka út illa anda? Eöa veistu ekkert umfram þaö sem sýnt var i kvikmyndinni frægu, „Særinga- manninum”, þar sem ofsinn, illir árar og dularfullir helgisiöir sátu i fyrirrúmi? Láttu þér þá ekki bregöa: Mjög liklega býr einhver særingamaöur i hverfinu þinu. baö gætiallteins veriö vingjarnlegi, virðulegi presturinn i næstu götu. En mörgum finnst þaö forneskjuleg hugmynd aö unnt sé aö reka út illa anda og þar á meöal eru margir guöfræöingar. Don Cupitt, guöfræöideildarforseti i Cam- bridge, segir: „Særingar hurfu með siö- bótinni. Ég vara menn viö þessum upp- vakningi og mér finnst aö kirkjan eigi ekki aö skipta sér af neöanjarðartrúar- brögöum. Timi særinga er liöinn og þær eru hættulegar. Þeirri hugmynd er lætt inn hjá fólki aö þaö ráöi sér ekki sjálft, heldur illir andar. Þetta spillir þeirri vis- indalegu hugmynd sem menn hafa gert sér.” En er ekki eölileg krafa aö menn geti leitaö halds og trausts hjá kirkjunni á sama tima og áhugi fer vaxandi á dulræn- um efnum og æ fleiri velta fyrir sér svartagaldri eöa spiritisma: Þótt gifur- legar framfarir hafi oröiö á sviöi tækni og visinda siðustu öld er ofrausn að ætla aö mannskepnan geti skýrt öll fyrirbæri sem veröa á vegi hennar. Coggan, erkibiskup á Englandi, hélt þessu fram fyrir fáeinum árum. Hann sagði aö i heiminum rlktu ill öfl, kirkjan þyrfti að hjálpa til aö koma þeim fyrir kattarnef og hvert biskups- dæmi ætti aö eiga sinn særingamann. \ Miöillinn og andalæknirinn Inger Wilson: „Fólk ver engum tima I aö þroska sál sina”. 1 hópi þessara særingamanna er séra Christopher Neil-Smith, sóknarprestur i Hampstead. Hann hefur framiö meira en 3000i særingarathafnir og telur særingar mikilvægan þátt I nútímalifi. Hann álitur aö atburöir eins og þeir, sem lýst var I „Særingamanninum”, geti i raun gerst, og hann lofar hiö raunsæislega yfirbragö myndarinnar. „Þaö gerist meö ýmsum hætti aö illir árar hlaupi I menn. Þeim er hættast sem eru langt niöri eöa leggja stund á svarta- kukl. Vitisengill nokkur, sem ég heimsótti I fangelsi taldi að i sér heföi tekiö bólsetu andi sem krefðist þess aö hann yrði mannsbani, og hann óskaöi eftir aö þessi andi yröi burtrekinn. Ég tókst verkiö á hendur og maöurinn losnaöi úr álögum sinum.” Séra Neil-Smith segir söguna af æöstu gyöjunni í einhverjum svartagaldurssöfn- uöi: „Hún reyndi aö ná valdi á hjarta minu. Ég fékk óþægilegan hjartslátt með- an á særingunni stóö þvi hún fékk einhver andleg öfl I liö meö sér. En þegar ég tók kross I hönd missti hún meövitund. Vigöu vatni var stökkt á hana og hún komst til meövitundar. Særingin haföi heppnast.” En geta illir andar náö tökum á þeim sem aldrei hafa fengist viö kukl? t bók sinni, „Særingamaöurinn og sjúklingur hans”, fullyrðir sr. Neil-Smith aö hver sem villist af götu kristninnar veröi mót- tækilegur fyrir illum áhrifum. Oft veröa menn ekki sjálfir varir viö aö þeir eru haldnir illum anda en þeir öölast ekki innri ró hvernig sem þeir reyna aö blekkja sig. Fólk, sem háö er áfengi eöa fiknilyfjum, getur lika veriö haldiö illum árum. Ekki hafa allir prestar, sem fást við særingar, jafneindregna skoöun á þessum málum og sr. Neil-Smith. Sr. Harold Wilkins var opinber særingamaöur South- wark-biskupsdæmis i nokkur ár. Hann játar aö hann trúi þvi ekki aö illir andar geti tekið sér bólstaö i fólki. „Viö getum ekki alfarið hafnaö þessum möguleika”, segir hann. „En þau fjögur og hálft ár, sem ég fékkst við þetta, varð ég einskis sllks var. Ég leit ekki svo á aö ég væri aö reka djöfsa út úr brjóstum fólks heldur væri ég aö aöstoða þá sem ættu viö innri erfiöleika aö striöa.” Sr. Wilkins bætir viö: „Flestir þeirra sem þurfa á hjálp að halda, hafa orðiö fyrir áhrifum af bókum eöa kvikmyndum. Heföu þeir ekkert lesiö um þetta væri ekk- ert aö þeim. Imyndunaraflið er geysi- Sterkt. Dulspekin er hættuleg og þeir, sem stunda andaglas eöa miöilsfundi, geta átt von á ýmsu.” Kona er nefnd Thelma Hewlett. Fyrir nokkrum árum fékk hún lækningu hjá sr. Neil-Smith. „Faöir minn dó I þessu húsi og ég var hjá honum á banastund. Ég er viss um aö ég sá eitthvaö fara úr likama hans og held aö þaö hafi veriö illur andi þvi rétt á eftir hófust vandræöin. Ég tók að heyra raddir innra með mér og hélt ég væri að sturlast. Raddirnar þögnuöu aldrei og mér leiö afar illa. Þetta var alltaf sama fólkiö, tvær konur og karl og þau töluöu alltaf viö mig. Karlinn var áreiöanlega faöir minn. Hann tönnlaðist á þvi aö hann vildi fá eigur sinar aftur. Þeg- ar éghitti sr. Neil-Smith fyrst sagöi hann: „Ég held aö faöir þinn stjórni þessu.” Mér fannst ég ekki ráöa hugsunum min- um sjálf. Ég varb ekki ofsafengin enerfiö á skapsmunum og slæm á taugum. Þetta gat ekki gengiö svona til lengdar. Ég fór til læknis og hann sendi mig til sál- fræöings. Sá sendi mig I sjúkrahús I alls konar rannsóknir og útskrifaði mig með þessum oröum: „Þaö er ekkert að þér lik- amlega eöa andlega. Viö getum ekkert gert”. Þá las ég um sr. Neil-Smith og hafði samband viö hann. Hann er svo næmur og virtist strax finna hvaö amaði að mér. Viö gengum til kirkju. Ég kraup og hann iagði hendurnar á höfuð mér. Hann kvaöst verða var viö titring þegar andarnir hröktust út en ég fann ekkert, aöe,ins til mikillar gleöi. En þvi miöur voru andarnir svo sterkir aö þeir komu aftur nokkru siö- ar. Presturinn hafði sagt að slikt gæti gerst og hann rak þá út aftur. Nú eru mörg ár siðan ég varö þeirra siðast vör.” En þaö eru ekki allir þeirrar skoðunar að prestarnir einir eigi að annast þessi störf, m.a. Inger Wilson, miðill og hug- læknir I Surrey. „Ég var kornung þegar hæfileikar min- ir uppgötvuöust en þeir fengu aldrei aö njóta sin þá þvi að foreldrar minir voru strangtrúaöir. En bóndi minn hvatti mig til dáöa. Ég gekk i Sálarrannsóknarfélag Stóra-Bretlands þar sem ég hlaut átta ára þjálfun. Almenningur leggur svo litla rækt viö andlega iðkun aö þegar eitthvað bjátar á vita fáir hvernig á aö bregðast við. Sumir eru næmari fyrir góðum eða ill- um öflum en aðrir og hér skipta kvik- myndir og sjónvarp geysimiklu máli. Heföu aöstandendur „Særingamannsins” vitaö hverjar afleiöingar myndin hefur haft i för meö sér hefðu þeir aldrei gert hana. Margir hafa komið til min illa á sig komnir eftir að hafa séð myndina. Ég hef talað viö fólkiö og leitt þvi fyrir sjónir aö þaö hafi látið neikvæö öfl taka völdin og reynt að fá það til að hugsa um eitthvað jákvætt og fagurt. Eitt sinn óskuðu hjón eftir aöstoö minni. Þau voru nýflutt I gamalt, fallegt hús. Þar tóku strax að gerast hin furöulegustu at- vik. Eitt sinn komu þau aö eldavélinni á hvolfi. ööru sinni munaöi minnstu að stórslys yröi þegar klæðaskápur hvolfdist yfir barnarúm. Þegar ég kom inn I húsið beindist at- hygli min strax aö stiganum. Ég sá fyrir mér gamlan mann sitjandi í fornfálegum hjólastól uppi á stigapalli. Ungur maöur kom aftan að honum og hrinti honum nið- ur stigann. Ég heyröi gamla manninn segja: „Farðu út, faröu út úr minu húsi.” Ég reyndi að sýna honum fram á aö hann væri dauöur og ætti ekki lengur húsiö. Ég hélt hann væri horfinn og við fengum okkur öll te saman. Allt í einu tókst bolli konunnar á loft og flaug yfir þvera stof- una. Ég trúöi varla minum eigin augum. Svipur konunnar breyttist og varö frá- hrindandi. Rödd hennar varö eins og gamla mannsins og hún hrópabi: „Ég skal hefna min á þér. Hypjaðu þig út úr húsi minu.!”. Ég varö að tala viö gamla manninn hvað eftir annaö. Loksins hvarf hann mjög skyndilega. Konan haföi ekki hugmynd um það sem haföi gerst en hún var öll skrámuö og marin. Slik atvik eru sérstæð og stundum hættuleg en ekki dularfull. Vandamálin eru ekki annars heims heldur þessa.” Thelma Hewlett gekkst undir særingu hjá séra Neil-Smith: „Raddirnar töluöu viö mig og kvöidu án afláts”.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.