Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 4
32 Föstudagur 11. desember 1981 helgarpósturinn Spjallað v/ð Hauk Morthens ....haldið mínu striki — Söngferill binn snannar nú bráðum fjóra áratugi, geturðu tekið út eitthvað ákveðið timabil sem hefur verið þitt blómaskeið? „Nei, ég hef ekki átt nein sérstök blómaskeið. Ef menn eru alltaf að einblina á einhverja hápunkta, þá er svo erfitt að detta niður af þeim, þannig að ég hef þara haldið minu striki. Það var mjög skemmtilegt þegar ég stofnaði i fyrsta skipti mina eigin hljómsveit, 1961. Þá skildist mér fyrst hve mikils virði það er fyrir söngvara að hafa sina eigin hljómsveit og geta ráðið þvi hvaða mönnum maður starfar með og hvaða lög eru á prógramminu. Eins hefur verið afskaplega skemmtilegt timabil undanfarin tvö ár, að ég hef fengið tækifæri til að syngja með þessum ágætu strákum i Mezzoforte, sem ég met mikils sem unga hljóð- færaleikara. Ég vil meina að mér hafi farnast vel i þessu starfi. Ég hef gengið i gegnum mörg tiskutimabil og set ekkert öðru ofar. Nú, ef maður fer að lita til baka og svo á það sem er að gerast i dag, þá hlustar maður núna á Shakin’ Stevens syngja lög sem maður söng á hljómleikum i Austurbæjar- biói árið 1956. Dægurtónlistin virðist þannig ganga i hringi, þó ytra borðið sé auðvitað sibreytilegt með nýjum mönnum og nýrri tækni. í dag finnst mér allar tónlistar- tegundir gilda, það er i rauninni ekkert merkilegra eða ó- merkilegra en annað, það er bara smekkur hvers og eins sem ræður.” — Hefurðu einhvern tima haft það á tilfinningunni að þú værir stjarna? „Svo ég segi nú alveg eins og er þá hef ég aldrei filað það. En hitt er það að fólkið hefur verið eins elskulegt og hægt er að mínu mati. Ég vil oft á tiðum þakka það fyrst og fremst fólkinu að ég skuli enn vera að. Og ég hef þakk- að öll þau fallegu orð og bréf sem ég hef fengið, allt mér mjög pósitift. Það iyftir manni i þvi sem maður er að gera, en aö ég hafi nokkurn tima fengið það i hausinn, eða hrygginn, að ég þyrfti að vera svo sperrtur yfir þvi, það er af og frá. Hafi einhverjum fundist það, þá þvi mið- ur , er það misskilningur. En einsog ég segi þá er ég mjög þakklátur að hafá bara fengið að gera það sem ég hef ver- ið að gera, vegna þess að mér hefur þótt vænt um það og gaman aðþvi.” ...oft vond lykt af plötuskrifum — Hvað finnst þér um plötugagnrýni? „Ég man að ég undraðist ekkert þegar ég las fyrstu gagnrýnina um sjálfan mig, mér fannst hún reyndar ekki réttlát, en alltilagi. Og ég segi eins i dag og ég sagði þá, að gagnrýnendur vita ekkert hvað þeir eru að tala um, svona yfirleitt. Þeir byrja á þvi að tala um þá hluti sem eru að gerast á plötunni, en fylgja þvi siðan ekkert eftir, þannig að lesendur vita i rauninni sáralitið um plötuna þegar upp er staðið. Og maöur sem segir kannski um ákveðna plötu að þetta sé akkúrat tónlistin sem hann heldur mest uppá, hann er búinn að ljóstra heilmiklu upp um sjálfan sig. Og ætti að minum dómi ekki að skrifa um neitt annað eftir það. En þetta snertir mig ekkert i sjálfu sér, og það er betra að fá einhverja umsögn, þó hún sé litilfjörlega eða ranglát, en enga. Það sem kannski er alvarlegast i sam- bandi við gagnrýnina er að hún er oft pólitisk i sambandi við sölu hljómplatna. Þá meina ég kannski ekki beinlinis að menn séu keyptir til að koma ákveðnum plötum eða tónlist á framfæri, en það er oft vond lykt af plötuskrifum. Og fyrst við erum farnir að tala um pólitik i sambandi við dægurtónlist, þá má það gjarna koma fram að það hefur aldrei birst viðtal eða grein um mig I Mogganum á öllum minum söngferli — sennilega vegna þess að ég er yfirlýstur alþýðuflokksmaður en ekki sjálfstæðismaður. Ekki það að ég sakni þess, ég er miklu fremur stoltur af þvi. Og eftir að ég fór til Moskvu ’58 var ég stimplaður kommi og var ekki einusinni tekinn algerlega gjaldgengur i minum félagahópi. En einsog ég sagöi einhvern tima i blaðaviðtali, þá hefur söngur minn aldrei haft pólitiskt takmark. Það skiptir ekki máli hvort ég syng i Rússlandi, Bandarikjunum eða á Norðurlöndunum, — fólkið sem ég syng fyrir er allt sama fólkið. ...er enginn fanatiker — Nú er vinið stór þáttur i skemmtanamenningunni og mikið notað af tónlistarmönnum, en þú ert þekktur fyrir bindindissemi.... „Já, ég hef verið þaö sem kallað er reglumaður. Ég er i Gútemplarareglunni,hef tilheyrt henni frá þvi eg var 19 ára, en hef ekki getað starfað þar að öðru leyti en þvi að ég hef komið til þeirra annað slagið og skemmt. Og ég hef hvorki reykt né drukkið vin, aldrei langað til þess. Hvort það er eitthvað atriði sem beindi mér inná þá braut, þá getur vel verið að þegar maður var svona 17-18 ára, og að byrja að fara á böll, þá fannst manni kunningjarnir koma oft ansi illa til reika i vinnu á mánudegi eða eftir helgina. Og þegar maður spurði: Jæja, hvert fóruði? maður missti bara alveg af ykkur? — þá var svarið: Já, blessaður ég man ekkert, ég var svo fullur, ég man ekki neitt — og ég hugsaði með mér: ef það er ánægjan af þvi að drekka vin, að muna ekki hvar maður hefur verið eða hvað maður hef- ur gert, þá getur það ekki verið i lagi. — En ég er enginn fanatiker, siður en svo. Þá gæti ég aldrei hafa unnið með og innan um þetta. Nú i dag er þetta sjálfsagt prinsip- atriði, ég fer ekkert að drekka úr þessu. En segi náttúr- lega um leið: aldrei að segja aldrei. Það getur oft skeð, ég hef jafnvel horft á menn á minum aldri byrja að bragða vin og gerast slæmir drykkjumenn. Og það gæti alveg eins hent mig og hvern annan. En með þeirri reynslu sem mað- ur hefur af þessu þá held ég að maður geri það ekki.” — Hvað er framundan hjá þér núna? „Maður reynir nú að fylgja jólaplötunni eitthvað eftir til .að byrja með. Eftir áramót getur vel verið að maður fari á dansleikjamarkaðinn nokkrar helgar. Það hefur lika verið talað um að ég geri aðra plötu með Mezzoforte einhvern tima á næsta ári. Og svo langar mig að fara eitthvað i hljómleikaferð, og stendur reyndar ýmislegt til boða i þvi sambandi, þó ég geti ekki tjáð mig nánar um það sem stendur. Maður heldur allavega sinu striki”. viðtal: Páll Pálssqn „Já/ það kemur kannski sumum á óvart að þetta skuli vera í annað skiptið sem ég syng inná jólaplötu á mínum söngferli"/ sagði Haukur Morthens þegar ég heimsótti hann fyrir skömmu i tilefni þess að hann og Mezzo- forte voru að senda frá sér Jólaboð, — og varð hissa þegar fyrrnefnt kom í Ijós (hvað skyldi Björgvin H. td. vera búinn að syngja inná margar?). — //Fyrri platan kom út fyrir 17 ár- um og vakti athygli fyrir að útsetningarnar voru rokkaðar og djassaðar, en ýmsum þótíu það nánast helgispjöll að klæða hin sigildu jólalög í þesskonar tiskubúning. Piatan hlaut þó mjög góðar viðtökur meðal almennings og seldist gróflega vel. Síðan hef ég oft verið hvattur til að gefa hana aftur út eða gera aðra, en hef ekki látið verða af því fyrren nú með strákunum i Mezzoforte. Og platan er náttúrlega svolítið i þeirra anda, sem betur fer, þó ég breyti auðvitað ekki mér eða rödd- inni mikið. En ég kem sennilega ekki til með að syngja inná f leiri jólapiötur, amk. er alveg öruggt að ég syng þessi lög ekki aftur eftir 17 ár í þvi tempói sem verður i tísku þá." myndir: Jim Smart Fólkið sem ég syrjgfyrir er allt sama fólkið

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.