Helgarpósturinn - 05.03.1982, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 05.03.1982, Blaðsíða 14
14 viðfal Guð|ðn Arngrímsson Píanóið stendur í öndvegi í stof- unni hjá Birgi ísleifi Gunnarssyni, enda segir hann tónlistina vera sér afar mikilvægt áhugamál. „Ég spila að vísu ekki eins mikið og ég hefði kosið, og gerði hér áður, en ég hlusta þess meira á tónlist. Bæði jass og klassík. Ég sveiflast svona á milli. Stundum hlusta ég bara á jass og kaupi jassplötur, en inná milli ferég meira út í klassík- ina. Og þegar ég er erlendis legg ég talsvert á mig til að heyra góð- an jass leikinn”, segir Birgir og gefur píanóinu auga. Annars er hann þekktari fyrir annaðentónlistaráhuga. Hann var borgarstjóri Reykjavíkur i nokkur ár, og er nú þingmaður Sjálfstæð- isflokksins. Lengi hefur hann ver- iðtalinn einn af yngri mönnunum í sinum flokki. Hann viðurkennir hinsvegar að það sé orðið vafa- samt að kalla hann það. Ekki bara vegna þess að hann hefur setið í borgarstjórn í um 20 ár, heldur líka vegna þess að hann var að verða afi I annað sinn fyrir nokkr- um vikum, „og afar eru nú sjaldan kallaðir ungir menn", eins og Birgir sagði. mynd Jim smart Föstudagur 5. mars 1982 hQlQBrpOStUrÍnri— —- Hefurftu á tiifinningunni aö þú sért á réttum stað i lifinu sem stjórnmálamaöur? ,,Já, þviveröég aö svara játandi. Éghef, frá þvi ég var ungur piltur, haft mikinn áhuga á stjórnmálum, og ég held aö sá áhugi hafi nú nokkru ráöiö um aö ég fór í lögfræöi. Fram til þessa hef ég ekki kosiö mér neinn annan starfsvettvang en þann sem ég hef veriö á”. — Hvaö eru stjórnmálin þér? Er þetta vinna? Gáfumannaleikur? Hugsjón? ,,Þetla er náttúrlega sambland af ýmsu. Upphaflega er þetta hugsjón. Ég fæ áhuga á ákveðinni þjóöfélagsgerð sem ég vil berjast fyrir aö halda og endurbæta. Stjórnmálamaöur verður sjálfur aö hafa eitthvað að verja. Siöan verður þetta ein- hverskonar ástriöa. Þetta er bakteria sem viröist vera ákaflega erfitt aö losna viö, og það er ekki bara min reynsla held ég, heldur allra sem taka þátt i stjórnmálum. Þetta er svolitið spennandi lif. En um leiö hart. Feikn mikil vinna. Menn sigra og tapa á víxl. En einhvemveginn er maður alltaf byrjaöur aftur, áöur en maður veit af, jafnvel þó aö á stundum hugsi maöur meö sér, aö nú sé rétt aö byrja á einhverju öðru.” — Hvað kemur helst upp i hugann á slikum stundum. Aö prakti'sera lögfræðina? ,,Ég hef náttúrlega alltaf möguleika i lögfræöinni. Ég rak lögfræöiskrifstofu hér i ein tíu ár með ágætum árangri. En ég hef ekki hugsaö þetta mjög langt. Hitt er annað mál aö ég tel aömenn eigiekki að festa sig svo i'stjómmálum aö þeir geti ekki hugsað sér að gera neitt annað.” — ÞU ert einn fjölmargra lögfræðinga sem framarlega standa i Sjálfstæöis- flokknum. Er lögfræöin góöur skóli fyrir stjómmálastarf? ,,Já, sjáöu, þegar ég var aö byrja i Háskólanum þá var lögfræöin lang besti vettvangurinn til aö læra um þjóðfélags- uppbygginguna eöa þjóöfélagsgeröina. Þetta á við um mina kynslóð, þá sem eru eldri en ég og einnig eitthvaö um yngri menn. Aö visu var viöskiptafræðin ágæt hvaö snerti hagfræöilegu hliöina, en mér fannst lögfræöin spanna fleiri sviö. Ég held þvi að ástæöan fyrir þvi að svona margir lögfræöingar hafa fariði stjórnmál sé sú aö menn hafa farið i lögfræöinám vegna stjórnmálanna. Ekki öfugt. Nú eru fleiri greinar kenndar i Háskólanum um þjóö- félagið. Lðs Marx — Af hverju fékkstu áhuga á stjórn- málunum i upphafi? ,,Ég veit þaö ekki. Ég held aö áhuginn hafi veriö i mérfrá þviaö ég man eftir mér. A minu heimili var mikiö talað um stjórnmál og faöir minn var mikill áhuga- maður um þau. Hann var ekki stjórnmála- maður i venjulegum skilningi, en starfaði hinsvegar töluvert i Sjálfstæðisflokknum. Sennilega hef ég smitast af þessum áhuga á barnsaldri”. — Nú eru menn of t róttækir á yngri árum. Kom aldrei neitt annaö til greina en Sjálf- stæðisflokkurinn? Nei, irauninni ekki. En áöur en ég gekk i Sjálfstæöisflokkinn á sinum tima var ég búinn að lesa talsvert um stjórnmál, og meðal annars ritum marxisma, en I Sjálf- stæðisflokkinn fór ég i 4. bekk I mennta- skóla ”. — Hvernig var svo þin uppganga i flokknum? Einhvernveginn hefur maöur á tilfinningunni að þú hafir lltiö þurft að hafa fyrir hlutunum? „Þegar ég lit til baka finnst mér það nú ailtaf vera röö af tilviljunum sem ræöur þvi aö ég er á þessum staö en ekki einhverjum öðrum. Ef ég rek þetta eftir minu besta minni þá gekk ég i' Heimdall á mennta- skólaárunum, og starfaöi all nokkuð fyrir þá, var m.a. starfsmaður félagsins um tima. Svo sneri ég mér meira aö stúdenta- pólitikinni. Var formaöur Vöku, tók þátt í blaðaútgáfu í Háskólanum og varö svo formaður stúdentaráðs. Það var mikil harka i stúdentapólitikinni þá, og má segja aö Vaka annarsvegar og hin stúdenta- félögin, vinstrifélögin svokölluöu,hinsvegar hafi skipst um að hafa meirihlutann. Ég varö þarna formaöur stúdentaráös 1958 og tók viö af Bjarna heitnum Beinteinssyni. Siöar lauk nú þeim kafla; ég fór aö snúa mér meir aö náminu og lauk fyrri hlutaprófi i lögfræöi 1959. Eftir þaö varð ég formaðurHeimdallari þrjú ár, eöa fram til 1962. Þaö ár voru borgarstjórnarkosningar. Ég man nákvæmlega hvernig það geröist aö ég fór þá I framboö Einn vinur minn, Bjarni Beinteinsson, kom til min og sagöi aö þaö væri mikill áhugi á þvf meöal yngri m anna aö þeir ættu fulltrúa f borgarstjórn ,og aö þeirheföu um það rætt aö ég sem formaöur Heimdallar kæmi helst til greina. Hvort ég væri til aö taka þátt i prófkjöri. Það varö úr eftir nokkra umhugsun og ég fékk það góöan meðbyr aö ég komst inn, þá 26 ára. Og þar hef ég veriö siðan. Borgarmálin hafa því veriö minn starfsvettvangur i stjórn- málum, alveg fram á sfðustu ár. Borgarsljóraslóllinn Svo geröist þaö að haustiö 1972 ákveður Geir Hallgrimsson að draga sig til baka úr borgarstjóraembættinu. Hann var þá orö- inn varaformaöur flokksins og haföi greini- lega hug á að gefa sig meira aö landsmál- unum. Ég man eftir þvi — þaö hefur verið um miöjan nóvemberaðhann kom að máli við mig eftir borgarstjórnarfund, innf borgarstjórnarsal,og skýröi mér frá því aö hann væribúinn að taka þessa ákvörðun, og spuröi hvort ég væri tilbúinn aö taka þetta aö mér ef hann beitti sér fyrir þvi innan flokksins. Ég tók mér nokkurra daga um- hugsunarfrest og ræddi við fjölskyldu mina og vini og ákvaö aö láta slag standa. Viöunnum sföan góöan sigur í kosningun- um 1974, en töpuöum meirihlutanum 1978. Ég er þvi búinn aö vera i borgarmálum i um 20 ár og kominn tími til að hætta. Það hefur líka mikið aö segja i sambandi viö þá ákvöröun aö I alþingiskosningunum 1979 vann ég mér sæti á þingi. Núna finnst mér alþingi áhugaveröari starfsvettvangur, lik- lega ekki sist vegna þess að í hinu er ég bú- inn að vera svo lengi”. Ef þú litur til baka til ósigursins 1978, hvaða tilfinningar gera þá vart við sig? Er þetta þungur kross aö bera eöa lituröu svo á aö ytri ástæöur hafi leikið aöalhlutverkiö? „Auövitaö varö ég persónulega fyrir miklum vonbrigöum. Og innst inni fannst mér aö égætti ekki þessi úrslit skilin, þvi ég haföi lagt mig verulega fram i þessu starfi. Hitt ersvo annaö mál aö ég var alveg undir þessi úrslit búinn.l stjómmálunum leggur maöur allt undir. Þú verður aö vera and- lega undir þaö búinn að taka ósigri. Annars þýðir ekkert að standa i þessu. Ég hef alltaf verið þeirrar skoöunar að það hafi verið hið almenna stjórnmála- ástand sem þessu olli. Svo og þaö, að skipt- ingin milli hinna flokkanna var óvenjulega óhagstæö fyrirokkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur áður fengiö lægri prósentutölu i Reykjavik, og haldiö meirihlutanum, en 1978 nýttust atkvæði hinna flokkanna mjög vel — Alþýðubandalaginu t.d. nýttist nán- ast hvert einasta atkvæði. Þetta pólitíska ástand kom svo enn betur i ljós I alþingis- kosningunum mánuöi seinna þegar Sjálf- stæðisflokkurinn fékk ennþá færri atkvæöi hér i Reykjavík. Ég hef þvi ekki litið á Urslitin 1978 sem persónulegan ósigur og þaö gleður mig aö sjálfsögðu að ég hef fengið jákvæð eftir- mæli sem borgarstjóri jafnt frá pólitiskum andstæðingum sem samherjum.” Sprengíng — Er Reykjavik lifvænlegri staöur til að búa á núna en þegar þú varst aö alast upp hérsem drengur? Ertu ánægöur meö þróun borgarinnar? „Þegar ég var barn voru striðsárin. A ár- unum ef tir striö gerðist þessi sprenging hér i Reykjavfk; fólk flykktist hingaö utan af landi og borgin hreinlega missti allt vald á þróuninni. Hér uxu utan á borginni óskipu- lögð ibúðahverfi og enginn réð neitt við neitt. Þá byrjaöi einnig uppbyggingin f Kópavogi og nágrannabyggðunum. Núna erkomiö meira jafnvægi i þessa fólksfjölg- un. Þaö sem mér finnst kannski alvarlegast fyrir borgina er að hún viröist vera oröin ein allsherjar félagsmálastofnun fyrir allt landið. Hingaö sækir eldra fólk og þeir sem minna mega sin, en þeir skattborgarar sem gefa betri tekjur hafa farið Uti nágranna- byggöarlögin. Á sama tima hefur atvinnu- strúktUrinn hér íborginni breyst mjög mik- ið. Nú er hér fyrst og fremst þjónustumið- stöö. Ýmisskonar frumframleiöslustarf- semi, sem er tekjuundirstaða þjóöarinnar, hefur minnkaö hlutfallslega i Reykjavik, þannig aö ég held að borgin sé oröin mjög viðkvæm fyrir áföllum. Ég held t.d. aö ef atvinnuleysi myndaöist að þá yröi Reykja- vik mjög illa Uti og aö atvinnuleysiö kæmi fyrst hérna. Þess vegna tel ég aö þaö þyrfti aö gera talsvert átak i þvi aö breyta at- vinnulifinu og veita meir inn af allskonar iönaði og framleiöslugreinum”. — Væri borgin ööruvisi núna ef þú heföir verið borgarstjóri siöastliöin fjögur ár? Sæi maöur mun? ,,Ég held aö munurinn yröi helst greini- legur i' meöferöinni á skipulagsmálunum. Þar hefur veriö mikill ágreiningur. Þar hafa ýmsarákvaröanir verið teknar sem ég tel alrangar, eins og t.d. aö þróa byggðina i?»p aöRauöavatniog þar í kring. Þaö vant- ar mikiö uppá aö þessi svæöi veröi bygging- arhæf og til þessþarfgeysimikið fjármagn. Þvi er ég hræddur um aö þaö veröi hrein- lega stopp í byggingarframkvæmdum í Reykjavik eftir 1983 -'84. Annað atriöi vil ég nefna lika, og þaö eru skattamálin. Okkur tókst, meðan viö vor- um i meirihluta,aö halda sömu álagninga- reglum skatta árum saman, þó stundum væri þaö erfitt Þetta breyttist núna i tlö þessa meirihluta og allir skattar voru hækkaöir i topp. Sérstaklega tel ég fast- eignagjöldin orðin íþyngjandi fyrir fólk.” Reagan — Hvar myndiröu setjaþig í Sjálfstæðis- flokkinn? Ertu i þeim hluta hans sem er lengst til hægri eða meira inná linu jafnaö- armennsku? „Ég hef nú aldrei talið mig tilheyra nein- am ákveönum öflum i Sjálfstæöisflokknum og aldrei veriö kreddufastur. Ég held* þegar á allt er litið,aö minar hugmyndir og skoöanir i stjórnmálum komi best fram i störfum minum. Ég sem borgarstjóri beitti mér fyrir margvislegum framförum i fé- lagsmálum. Ég held aö viö séum komin of langt útá braut rikisafskiptanna. t fáum oröum tel ég mig vera frjálslyndan um- bótamann og tel aö leið frjálshyggjunnar muni skila okkur til betra þjóðfélags.” — Ertu hrifinn af Ronald Reagan? „Nei, þaö er ég ekki. Hans persóna höfö- ar ekki til min og svo er ég nú ekki alveg sammála öllu þvi sem hann er aö gera,til dæmis i utanrikismálum”. — Vinnur Sjálfstæöisflokkurinn borgina aftur i vor? „Já, ég hef frá þvi um kosninganóttina 1978 veriö sannfæröur um aö flokkurinn næöi meirihlutanum aftur”. — Finnst þér þau átök sem átt hafa sér staö milli einstaklinga á lista flokksins núna eðlileg.7 Koma þau ekki til meö aö skemma fyrir? „Mér finnst þetta mjög heilbrigt og eöli- legt. Sjálfstæöisflokkurinn er byggöur upp af mönnum meö mjög ólikan uppruna og skoöanir og þaö hefur alltaf veriö svo. Þetta hefur, þegar upp er staðiö, veriö flokknum styrkur.” — Þú mundir náttúrlega aldrei segja annaö — eöa hvaö? „Ef mér hefði mislikaö hvernig listinn er skipaður, hvi skyldi ég ekki segja þaö? Mér heföi til dæmis mislikaö þaö mjög ef Albert Guömundsson heföi ekki veriö á listanum, og sagt þaö hiklaust” Lélegur plollari — Óllkar skoöanir Sjálfstæöismanna hafa nú veriö enn meira áberandi á landsmála- sviöinu. Þar hefur þú hinsvegar litiö komiö viö sögu, sérstaklega hvaö varöar deilurn- ar um æöstu embætti flokksins? „Já, þetta er nú alltaf matsatriöi. Og spurningin um aö vera á réttum staö á rétt- um tima. Ég haföi sjálfur ekki verulegan áhuga á þátttöku i þessum slag ab þessu sinni og sóttist ekki eftir þvi aö veröa varaformaöur, hvaö þá formaður. Sannleikurinn er sá, aö þó ég telji mig pólitiskan baráttumann fyrir minn flokk og minar skoöanir, þá hef ég aldrei veriö þaö sem kalla má pólitiskur „streber” — streö- ari, puöari, eöa hvernig sem þú vilt þýöa það orö. Þær stööur sem ég hef tekiö aö mér fyrir flokkinn, innan flokks eöa utan,hefur alltaf boriö þannig aö aö aörir hafa komib aö máli viö mig. Ég hef ekki leitaö eftir vegtyllum að fyrra bragði. Og ég er óskap- lega lélegur plottari. Kannski liggur ein- hver veikleiki i þvi!” Pólílísk sirioni — Ertu alltaf sannfæröur um aö þú hafir á réttu aö standa?Stenduröu þig aldrei aö þvi aö vera aö rifast viö pólitiska andstæð- inga af gömlum vana, frekar en að um and- stæö sjónarmið sé aö ræöa? „Auövitað koma upp þær stundir aö maö- ur spyr sjálfan sig aö þvi hvort maöur hafi nú alveg örugglega á réttu aö standa. Sér- staklega þegar taka þarf mikilvægar ákvaröanir, þvi þá kemur oftast fleiri en ein leiö til greina. Hinsvegar þarf maöur aö standa fast viö sina ákvöröun eftir aö hún hefur veriö tekin, jafnvel þó aö um efa- semdir hafi veriö aö ræöa i upphafi. Þannig er hinn pólitiski leikur. — Þú manst ekki eftir þvi t.d. úr borgar- stjórn aö hafa veriö sammála Alþýöu- bandalagsmönnum, en greitt atkvæbi á móti þeim af gömlum vana eöa skyldu- rækni? „Ég man nú ekki eftir sliku dæmi. Hins- vegar er rétt aö gera sér grein fyrir þvi aö pólitik er stundum viss leikur og flokkarnir reyna stundum aö flytja mál bara til aö striöa mótaðilanum, og þá jafnvel koma honum í klipu meö þvi aö bera upp mál sem vitaö er aö andstæöingurinn á erfitt meö aö leggjast gegn, en verður aö gera af ýmsum ástæðum. Slík dæmi hafa örugglega komiö upp”. Sögusagnir um sKilnaO — Þú hefur veriö i opinberu starfi lengi, og þvi fylgja kjaftasögur og umtal. Angrar slikt þig verulega? „Ég held aö þetta sé eitt af þvi sem stjórnmálamaður þarf aö læra aö lifa meö — aö þaö er um hann talað. Og ekki alltaf af

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.