Helgarpósturinn - 05.03.1982, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 05.03.1982, Blaðsíða 9
he/cjarpósturinn Föstudagur 5. mars 1982_ Svindl og svindilbrask Já, hjörtum mannanna svipar saman, er það ekki? Ekki bara i Súdan og Grimsnesinu, heldur nærri þvi hvar sem er. A.m.k. held ég allar þjóðir eigi það sammerkt að hjartalag fólksins sé óttalega mis- jafnt. Af þvi leiðir, að þar sem margir eru bisniss- menn, verða einhverjir þeirra hroðalegir svindl- arar. Lika hérna i Eng- landi, eins og brátt skal nefna tvö dæmi um. Að fyrra dæminu þarf inngang: lýsa fórnar- lömbunum fyrst til að skilja skúrkaháttinn. Jú, sko. Iðnfyrirtæki selja afurðir sinar, a.m.k. ef það er vörumerkjafram- leiðsla sem ekki er eins hjá öllum, með mjög ólikum kjörum eftir þvi hver kaupir. Ef maður trúir á markaðsverðmyndun, þá ætti slikt nú að vera nokkuð varhugavert, eða af hverju kaupir ekki bara sá kúnninn alla framleiðsluna sem fær hana á bestu verði, og hinir geta svo keypt hjá honum? En svo einfalt er það nú ekki. Það eru alls konar einkaumboð i spilinu, og vandkvæði á viöskiptum milli landa, en hin misjöfnu verö iðnfyrir- tækjanna eru aðallega ákveöin eftir löndum. bau velja viss lönd þar sem þau treysta sér til að ná háu verði (og þar á meðal yfir- leitt heimalandið), en svo eru þau til með að selja til annarra landa fyrir litið ef þau eru að losa sig við af- ganga (það heitir að dumpa og er talið ljótt gagnvart þeim sem fá ódýru vörurnar, en ekki þeim sem standa straum af dumpinu með þvi að kaupa vöruna þar sem hún er dýr), og lika ef þau eru að ryðja sér til rúms á nýjum markaði. Bilar eru það dæmi um svona verð- lagningu sem Bretum er efst i huga þessi árin. Þeir hafa nefnilega verið miklu dýrari hér en á megin- landinu, framleiðendur einhvern veginn ekki talið vert að slást mjög grimmt um enska markaðinn. Reglur um öryggisprófanir hafa gert bilasölum ómögulegtað flytja inn bila framhjá umboöunum, en margir einstaklingar eru farnir að kaupa sér bila i Belgiu eöa Frakklandi og telja verðmuninn borga bæði ferðakostnaðinn og breytinguna yfir i hægri handar stýri. Nú, við þekkjum þetta frá tslandi lika, hvernig við t.d. dumpum landbúnaðar- vörum og pössum að þær séu ekki seldar til baka til Islands, eða hvernig við seljum fisk misdýrt til ým- issa landa, en seljum t.d. Rússum fisk sem er sér- staklega verkaður og pakk- aður fyrir þá, og þeir gætu aldrei slegið sér upp á þvi að selja hann áfram til Bandarikjanna. Jæja, þetta getur nú þrátt fyrir allt verið varhugavert, og hér i Bret- landi hefur lengi starfaö heil klika af illa innrættum bisnissmönnum sem gera ekki annað en lesa verö- lista frá umboðssölum i Evrópu og Ameriku, og þegar þeir sjá sömu vöruna með meiri verðmun en nemur flutningskostnaði, þá kaupa þeir hana þar sem hún er ódýrari og bjóða til sölu á hinum staðnum, eru þá oftar en ekki að flytja heim aftur vöru sem framleiðandinn setur hærra verð á heima hjá sér en hann býður fjar- lægum kaupendum. Þetta er nú bara hægt þegar ekki eru verulegir tollar i spilinu. En hvað haldið þið að bölvaðir hafi gert i vetur, fyrir jólin? Þeir fara að panta leikföng i massavis hjá helstu svo- leiðis verksmiðjum hér i landi, og láta senda sér i einhverja hafnarskemmu sem þeir leigðu, þvi að þeir ætluðu að fara að flytja út til Júgóslaviu og einhvers Afrikulands lika. Og fá allt saman fyrir u.þ.b. hálf- virði. Sem eðlilegt er, þetta eru nýir markaðir sem þarf að vinna með eins konar kynningarverði, og svo eru leikföng hátollavara alls staðar, þannig að út- flutningsverðið þarf að vera hóflegt svo aö toll- arnir spenni það ekki upp úr öllum skorðum, og engin hætta að leikföngin komi til baka yfir tollmúr Efna- hagsbandalagsins. En þetta um útflutning- inn, það var bara lygi. Skúrkarnir fóru að selja dót villt og galiö hér um allt land. Sérstaklega gégnum eina stórmarkaðakeðjuna; útsöluverðiö hjá henni var eitthvað svipað og leik- fangaverslanir höföu borgað fyrir sömu hluti i heildsölu. Þær urðu þá að lækka sina álagningu og heimtuðu auðvitaö skaða- bætur frá framleiðendum fyrir að vera látnar borga hærra heildsöluverð en keppinautar þeirra. Siðast þegar ég frétti af þessu máli, var talið að skúrk- arnir slyppu, lög næðu naumast yfir þessa sort af svindilbraski. Að seinna dæminu þarf engan inngang, og fæstir efast um að þaö varði viö lög: Einhverjir ógurlegir .abbakútar eru farnir að blanda i kjötvörur, ham- borgara og svoleiðis, bæði hrossakjöti og kengúru- kjöti. Ab visu ekki i vörur sem kallaðar eru nauta-. kinda- eða neitt sérstakt, en þó vörur sem ekki eru sérstaklega merktar sem óæti. Þjóðin kúgast. Allir vita að hrossa- og kengúru- kjöt er flutt inn handa hundum og er ekki manna- matur. Að visu fannst kona i London i haust sem mun hafa étið hrossakjöt. Útvarpið var að tala viö fjölda fólks um þrengingar styrjaldaráranna, og upp- götva þeir þá ekki þessa merkilegu konu. Hafði verið stálpaður krakki úti I Greenwich, þar sem kaup- maðurinn á horninu átti alltaf eitthvað matarkyns, og móðir hennar hafði oftar en einu sinni keypt hrossakjöt, bara eins og ekkert væri. Þaö kom titrandi þögn i útvarpiö, spyrillinn þurfti ekkert aö segja þvi að greinilega gerði óttablandinn spurnarsvipurinn sitt gagn. Konan svaraði hinni iþöglu spurn i sefandi tóntegund: Nei, nei, ekki svo, auðvitað svona sérkennilegt kannski, eiginlega eins og fiskur á bragðið. Eins og fiskur? Það hvarflaði nú að mér að stúlkubarnið hefði bara fengið martröö einhvern tima i loftárásunum. En sjálfsagt er satt hið forn- kveðna, að fjarlægðin geri fjöllin blá og fisk úr hrossi. (/) 3 g£ !d £ o ‘í XL 0) = | r O) 2s siðustu kvikmyndahús. í meðferð byggingarnefndar og borgarstjórnar var siðan ákveðið að i' kjallara kvikmyndahússins yrði veitingastaður, sem hóf starfrækslu á s.l. hausti og hlaut nafnið Broadway. 1 kringum alla þessa byggð eru viðáttumikil bi'lastæði, sem hús- byggjendur greiða fyrir hver að sinum hluta en borgin sér um framkvæmdina. Þessi bilastæði og tilheyrandi Rógskrífum svaraö Til ritstjóra Helgarpóstsins iblaði yðar þann 19. þ.m.birtist grein Þrastar Haraldssonar undir fyrirsögninni ,,burt með þann ábyrga”. Tilefni greinar þessarar er að vegur var lagður að veitinga- staðnum Broadway á s.l. hausti. Greinarhöfundi þykir þessi framkvæmd tortryggileg í hæsta máta og leitar að sökudólgi I röð- um embættismanna Reykjavik- urborgar til þess að reka úr starfi fyrir verknaðinn. Eru þar til- nefndir undirritaður, gatnamála- stjóri, Ingi Ú. Magnússon.og ólaf- ur Guðmundsson, yfirverkfræð- ingur gatna- og holræsadeildar. Höfundurinn ber okkur á brýn hinar lægstu hvatir sem leiða ættu til þessa „glæps”, eða orð- rétt eftir haft: ,,Sá sem tók ákvörðunina hefur látið stjórnast af einhverju þessara atriða: 1. Almennri góösemi og mann- kærleika. 2. Ættar- og vináttutengslum við eiganda Broadway. 3. Hlutabréfaeign i Broadway. 4. Eöa honum hafi beinlinis verið mútað.” Hér er nú af mörgu að taka, og misjöfnu. Hugarfar Þrastar, sem væntanlega hefur samið þetta greinarkorn sjálfur, gefur ekki til kynna að okkur gangi til hið fyrsta,þ.e. almenn góðsemi og mannkærleiki. Hin atriðin eru öll ærumeiðandi og hljóta að krefjast viðbragða af okkar hálfu. Áður en lengra er haldið i þá sálma er rétt að lesendur Helgar- póstsins og aðrir fáiað líta á mál- ið frá öðrum sjónarhóli; það er sjónarhóli heilbrigðrar diynsemi og staðreynda. Þessar eru staðreyndir máls- ins: Borgin stóð fyrir þvi að mið- hverfi Breiðholtsins, Mjóddin, var skipulögð. 1 þessu skipulagi er stefnt að fjölþættri þjónustu i Mjódd, s.s. margvislegri verzlun, bankastarfsemi, kirkju, félags- heimili og heilsugæzlu. Ennfrem- ur er þarna eitt fjölbýlishús, sem B.S.A.B. hefur þegar reist, og að gatnakerfi eru enn á fram- kvæmdastigi, enda eru flest hús þarna ekki enn risin. Þegar borgin úthlutar lóð undir hús, er það lágmarkskrafa, sem gera verður til hennar, að það sé svona nokkurn veginn akfært að mannvirkinu. Þetta ætti jafnvel Þröstur Haraldsson að skilja. Borginni ber að standa við skuld- bindingu sina, þótt við sem I framkvæmdum stöndum fyrir borgina séum ekki i vináttu-eða ættartengslum við húseigendur almennt, hvað þá að við eigum hlutabréf i' mannvirkjum eða okkur sé mútað i hverju tilviki. Þetta sérhver heilvita maður, en ekki Þröstur Haraldsson. Hvers konar hugarfar býr að baki svona skrifum? Ég bara spyr. Eru svona skrif þau spor sem Helgar- pósturinn ætlar að marka f sögu islenzkrar blaðamennsku? Ég spyr enn. Vegarspotti sá, sem lagður var að Broadway, er i reynd i sam- ræmi við staöfestskipulag eins og meöfylgjandi uppdráttur sýnir, enþað er útaf fyrirsig aukaatriði i samanburði viö þær svivirðing- ar sem Þröstur þessi eys á okkur þremenningana. Nú er það afstöðumál fyrir hvern og einn á hvern hátt róg- burði skuli svarað. I fornöld tóku menn upp vopn sin og létu þau tala. Eftir þá meö- ferð iðkuðu menn ekki fjölmæli meir. Sú öld er nú liðin og i lögum hef- ur þjóðin ákveðið hvernig með megi fara. Nokkrar greinar refsilaga nr. 19/1940 lúta að sliku og skal til fróðleiks tind til 108. gr., sem hljóðar svo: ,Hver sem hefur i frammi skammaryrði og aðrar móðganir i orðum eða athöfnum eöa æru- meiðandi aðdróttanir við opin- beran starfsmann þegar hann er að gegna skyldustarfi sinu eða við hann eða um hann út af þvi, skal sæta sektum, varðhaldi eða fang- elsi allt að 3 árum. Aðdröttun, þóttsönnuð sé, varðar sektum, ef VETTVANGUR Kortiö sýnir samþykkt skipulag af gatnakerfinu kringum Mjóddina. Gatan sem sést liggja næst Broad- way og samsiöa Reykjanesbraut er i byggingu og þar sést hvernig hinn umdeiidi vegur tengist væntan- legum beygjurampa af Breiöholtsbraut inn á Reykjanesbraut. Vcgir þeir sem eru þverstrikaöir á kort- inu er bráðabirgöatengingar. hún er borin fram á ótilhlýðilegan hátt.” Þetta er nú mat löggjafans á þvi hverju það getur varðað fyrir Þröst Haraldsson aö láta svona róg frá sér á prenti. Hins vegar er mér ekki kunnugt um að menn hafi verið látnir sæta slikum hámarks refsingum út af rógi. Jafnvel hafa rógberar orðið sér úti um einhvers konar pisiarvætti þegar menn hafa gripið til varna æru sinni eins og lög heimila. Spurningin er lika hverju við værum bættari ef þessi unglingur yrði látinn sæta sektum eða varð- haldi. Ef við þremenningarnir æskt- um opinberrar rannstácnar á þeim áburði sem fram kemur i þessari óþverragrein, gæti allt eins verið að i Helgarpóstinum kæmi þar á eftir með striðsfyrir- sögn, „Broadwayhneykslið komið til saksóknara”. Slik rannsókn tæki væntanlega óratima og þeg- ar úrskurður kæmi væri orðið langt um liðið, sumir búnir að gleyma um hvað allt snerist, en i hugum annarra lifði áburðurinn og rógurinn. I mi'num huga hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir dómskerfið hversu berskjaldaðir einstakling- ar eru i raun gagnvart svona vinnubrögðum blaðamanna. Þröstur Haraldsson er félagi i Blaðamannafélagi Islands. Þeirri spurningu er hér með beint til þess félags hvort blaðamenn hafi meö sér einhverjar siðareglur og hvort Þröstur Haraldsson hafi brotið þær. Hvereru viðurlög sem félagið beitir ef svo reynist? Þeirri spurningu er einnig beint til ritstjórnar Helgarpóstsins hvort hún telji birtingu sli"kra rógsgreina samrýmast stefnu blaösins? Megum við sem fyrir rógnum urðum vænta einhverra andmæla blaðsins við efni rógsskrifanna? Ætlar blaðið hugsanlega að halda áfram að birta slikar greinar um þetta efni frá Þresti Haraldssyni? Þdrður Þ. Þorbjamarsson, borgarverkfræðingurinn i Reykjavik. Aths. ritstjóra Hp. Vegna þeirrar spumingar sem borgarverkfræðingur beinir til ritstjómar Helgarpóstsins er rétt að taka fram eftirfarandi: Vett- vangur blaðsins stendur öllum opinn svo fremi að þeir sem þar leggja orð ibelg, skrif i undir fullu nafni og beri þar með fulla ábyrgð á skrifum sinum. Að sjálf- sögðu er þessi regla þd ekki án undantekninga, t.a.m. i þvi tilfelli aö draga má i efa geöheilsu greinarhöfundar eöa að í slikum skrifum sé deilt á aöila sem á þess engan kost að bera hönd fyrir höfuð sér. Hvorugu er til að dreifa varðandi þá vettvangs- grein sem hér er til umræðu. Helgarpósturinn vill einnig upplýsa borgarverkfræðing um, að innan Blaðamannafélags Is- lands eru i gildi ákveðnar siða- reglur og þar er starfandi ákveðin siðareglunefnd, sem tekur við kærum jafnt innan- sem utanfé- lagsmanna og ákvarðar hvenær félagi i Blaöamannafélagi Islands hefur brotið gegn ákvæöum þess- arasiðareglna. Um viðurlög gegn slikum brotum er naumast hægt að tala, nema þau ein að vera ávitaður af starfsbræðrum sin- um. Æski Þröstur Haraldsson þess að fá að birta athugasemd við of- angreind andmæli borgarverk- fræðings, stendur honum Vett- vangur blaðsins opinn eftir sem áöur.svo fremiað hann skrifiþar undir fullu nafni. Aö öðrum kosti væri Helgarpósturinn farinn að höggva nærri ritfrelsishugtakinu og er i þvi sambandi rétt aö itreka að einasta vörnin sem menn eiga gegn þeirri áráttu annarra að skrif a það sem þeim býr i brjósti, er og verður meiðyrðalöggjöfin hvort sem mönnum þykir það vondur kostur eða ekki.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.