Helgarpósturinn - 05.03.1982, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 05.03.1982, Blaðsíða 2
Löggjafinn brýtur sln eiglnJög eftir Guðjón Arngrimsson Föstudagur 5. mars 1982 Jie/garpósturinrL. A tslandi á lögum samkvæmt aö aka meö bilbelti. Þann 25. mai i fyrra, eöa fyrir um 10 mánuöum síöan, var samþykkt á alþingi stjórnarfrumvarp þess efnis. Fyrsta setning 64. greinar umferðarlag- anna hljóöar svo i dag: ,,Hver sá sem situr i framsæti bifreiöar, sem búiöer öryggisbelti, skal nota það viðakstur á vegum”. Um daginn sat Helgarpósturinn fyrir þingmönnum þegar þeir komu til starfa eftir hádegiö. Viö rákumst á um þaö bil 20 þingmenn. Aöeins þrir þeirra óku með öryggisbelti. Hinir sátu beltislausir viö aksturinn, þrátt fyrir að aöeins tiu mánuðum áöur heföu þessir sömu þingmenn sett lög þess efnis að allir eigi aö nota belti. Hlutfallið var 2 á móti 10, eins og kemur fram hér i opnunni. A sinum tima var frumvarpiö samþykkt með 16 atkvæöum gegn 12. Astæöan fyrir þvi hve fáir tóku þátt i atkvæöagreiðslunni er eflaust sú aö hún fór fram á næst siöasta degi þingsins, og menn þvi önnum kafnir I öörum málum. En þaö er sama, segjum vér: Lög eru lög. Og hverjir eiga aö hlýða lögum ef ekki mennirnir sem setja lögin? Manni er bara spurn. Hverskonar fordæmi er þetta eiginlega? Hvernig geta menn- irnir ætlast til aö almenningur i landinu fari eftir lögunum sem þeir setja ef þeir gera þaö ekki sjálfir? Viö spuröum óla H. Þóröarson, framkvæmdastjóra Umferöarráös, hvaö hann teldi aö gera ætti viö menn sem haga sér svona. ,,Ég trúi þessu nú eiginlega ekki á þingmennina”, sagöi Óli. ,,En ég hef heldur enga ástæöu til aö rengja þig. Ég held aö það væri ekki vanþörf á þvi að alþingismenn minntust málsháttarins „Eftir höföinu dansa limirnir”. Þaö væri ef til vill rétt aö hengja hann upp á áberandi staö i þinghúsinu. ... .. , Og svo fyrst þú sagðir mér.ekki hvaöa þingmenn þaö voru sem notuöu oKyndiKOnniin á beiUÖ þá vil ég nota tækifæriö og benda kjósendum á þá. Þaö eru ___■________ greinilega þingmennsem má trevsta!” sagði Óli H. Þórðarson. OrygglSDeltanOtKUn „En i fullri alyöru”, bætti hann við, ,,þá er greinilega þörf á þvi aö al- hinomanna lAiAif þingismenn fari í heimsókn i endurhæfingardeild Borgarspitalans við pmgmdnnd leiuir Grensás. Ég held aö þeir Hefðu gott af þvi aö sjá þær hörmungar sem ■ lióc oA LnJr þar blasa viö.Þar erueinstaklingar i endurhæfingu, sem margir hverj- ■ ijus |Jcir hefðu ekki fariö svo illa sem raun ber vitni, ef þeir heföu notaö þverbrjóta öryggisbelti”, sagði óli. ...... — En er ekki augljóst mál aö lög, sem ekki einu sinni löggjafinn fer umferðarlogm gg| eftir, eru vitiaus iög? . ■ .. - * ,,Vitlaus og ekki vitlaus”, svaraöi Óli. „Ég er hér meö i höndunum aoeins tiu manuo niðurstööur úr könnunum sem Umferöarráö hefur veriö aö láta gera um þessi mál, Þar kemur fram aö núna i febrúar óku 16% ökumanna meðöryggisbelti. A sama tima i fyrra voru það ekki nema 9.4%. Þetta er allnokkur aukning. Vissulega gæti vel- verið að þessi aukning hefði ||| náöstátt þcssaösetjaþessi lög, enég hef þó á tilfinningunni aö þau hafi hjálpaö tíl. Og I fyrra sumar, skömmu eftir aö lögin voru sett,var ;í@fJw^k||sHéUattotkunin langtum meiri — fór uppi 40%,” sagöi óli. ^^^gl&^A sInum tima harmaöi ég það að engin sektarákvæöi væru I lögunum, Við höfum dæmi um þaö frá Noregi hvernig þessi mál þróast. Þárhðföuþeirfjögurra ára aölögunartimabil, og þeir einmitt aðvöruðu okkur og sögöu aö svona löggjöf þýddi ekki. En við töldum samt að lögin, einsog þau eru.hafi veriö betri kostur en engin lög”, sagði Óíi H. Þórðarson.framkvæmdastjóri Umferðarráðs að lokum. um eftir að þeir setja þau Beltislausir þingmenn „Eg verö aö segja eins og er aö núna stend ég mig aö þvi aö vera hættur aðsetja á mig beltiö”, sagöi Ólafur G. Ein- arsson,sjálfstæöismaöur,afsakandi. „Ég átti nú ekki neinn þátt i þessari lagasetningu, en ætlaöi aö sjálfsögöu að vera löghlýöinn borgari. Þaö gekk ekki alltof vel. Enda sýna einhverjar erlendar kannanir framá aö þaö taki fólk meira en einn mánuö aö venja sig á beltið. Þaö tekur mig greinilega miklu lengri tima”, sagði Ólafur. „Ég var á móti lögleiöingunni”, sagöi Salóme Þorkels- dóttir, sjálfstæöismaöur. „En ég nota samt alltaf belti. Mér finnst þaö rétt úr þvi aö þaö er i lögunum”, sagöi hún. Salóme ók eins og fólk á aö aka, meö beltiö spennt og meira aö segja meö bilstjórahanska úr leöri. Ekki er þaö þó i lögum enn,hvað sem siðar verður. „Ég byrjaði aö reyna aö venja mig á þetta þegar frumvarpið var til um- ræðu hérna á þinginu, og siðan hef ég notað það. Ég er lög- hlýðinn borgari”, sagði Salóme brosandi. „Þaö er af gömlum vana”, sagöi ólafur Ragnar Grims- son, alþýöubandalagsmaöur, þegar hann var spurður hvers vegna hann æki ekki með belti. „Ég hef aldrei getaö vaniö mig á þetta”. Hann var spuröur hvort hann heföi greitt lögunum atkvæði sitt á sinum tima. „Nei”, sagöi hann. „Ég var nú svo séöur aö vera hvorki meö eöa á móti þessu frumvarpi. Ég var ekki i húsinu þegar atkvæöa- greiöslan fór fram”, sagöi hann. „Ég lít nú eiginlega meira á þetta sem almenn tilmæli til fólks, úr þvi að viö vorum svo klókir aöhafa engar sektir viö þessu”. Eggert Haukdal,sjálfstæöismaöur;var beltislaus. Bíllinn hans var lika heldur óhreinn, en hann baö afsökunar á þvi og bað okkur i guösbænum aö láta þaö ekki koma fram á myndinni. „Ég var bara aö koma hérna stutt að”, sagöi hann þegar viö spurðum hann um beltisleysiö. Siöan viö- urkenndi hann aö hann notaði það ekki alltaf. „Ég nota bilbeltiöoft þegar ég er I langkeyrslum, en sjaldnar hérna innanbæjar”. Eggert jánkaöi þvi lika, eftir nokkra um- hugsun,aö hann heföi greitt lögunum atkvæöi á sinum tima. Svo var hann rokinn. Þórarinn Sigurjónsson,framsóknarmaöur, bakkaöi snyrtilega á stæöiö. (Hann og Daviö Aöalsteinsson voru einu mennirnir sem geröu þaö. Þeir eru lika einu fram- sóknarmennirnir i hópnum. Og báöir bændur. Skyldi vera eitthvað samband þarna á milli?) En Þórarinn notaði ekki belti. „Ég var aö koma úr næsta húsi”, sagöi hann. „Ég hef reynt aö venja mig á þetta, en ekki gengið of vel”. Þór- arinn var á móti frumvarpinu i upphafi. „Ég tel að menn eigi sjálfir aö ráöa þvi hvernig þeir haga sér I sinum eig- in bilum. Og þaö á ekki aö setja lög sem ekki eru haldin, eins og var vitaö mál með þessi”. Helgi Seljan, alþýöubandalagsmaöur, ók meö belti. „Ég geri mitt besta til aö vera löghlýöinn borgari”, sagöi hann. Helgi sagöi aö lögin heföu haft sitt aö segja i akstursvenj- um sinum, þvi áöur en þau voru sett notaði hann aldrei bil- belti. „En núna geri ég það yfirleitt alltaf. Sérstaklega hérna i Reykjavik. Ég er kannski ekki alveg jafn duglegur viö þetta austur á fjöröum. En ég hlýöi lögunum”, sagöi Helgi. Húrra fyrir honum. Albert Guðmundsson,sjálfstæðismaður, tók mjög skelegga afstöðu til málsins, eins og honum er tamt. Þegar hann var spurður hvers vegna hann notaði ekki öryggisbelti, þó það væri lögbundiö, svaraði hann: „Það er ekki skylda.” Við það sat. Hann sagðist ennfremur hafa verið á móti þessum lögum, „af þeirri einföldu ástæöu að fólki á að vera það frjálst að velja hvort það vill nota öryggisbelti eða ekki. Fólk á að hafa frelsi til að velja i þessu eins og öðru ', sagöi Albert. Sighvatur Björgvinsson, alþýðuflokksmaður, sagöist 'hafa ekiö meö öryggisbelti fyrst eftir aö lögin voru sett I fyrravor. En hann hélt þaö ekki út. „Ég held mér sé samt óhætt aö segja aö ég keyri alltaf meö beltiö þegar ég er I langkeyrslum úti á landi. En þar fer ég ef til vill þveröfugt að. Sjálfsagt er skynsamlegra aö aka meö belti innanbæj- ar ef eitthvaö er”. — Þú gerir þér grein fyrir þvi aö þú ert aö brjóta lög meö þessu? var hann spurður. „Jú,ég geri mér grein fyrir þvi”, sagöi Sighvatur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.