Helgarpósturinn - 05.03.1982, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 05.03.1982, Blaðsíða 21
21 Föstudagur 5. mars 1982 Tímarit Máls og menningar kynnir Suður-Ameríku: „Framsækið og róttækt en óbundið flokkum” Fjórða tölublað ársins 1981 af Timariti Máis og menningar kom út fyrir skömmu. Ritið er mikið að vöxtum og er að þessu sinni helgað bókmenntum og menningu Suður-Ameriku. Umsjónarmaður við gerð þessa tölublaðs var Guö- bergur Bergsson rithöfundur, en hann hefur verið manna ötulastur við að kynna okkur bókmenntir þessa heimshluta. Ritstjóri Timarits Máls og menningar er Þorleifur Hauks- son. Helgarpósturinn náöi tali af honum á dögunum og spurði hann fyrst hvenær ritið hafi fyrst komið út. „Þaö var fyrst gefið út i núver- andi formi árið 1940, en áður var það gefið út i smá heftum”, sagði Þorleifur. Fyrsti ritstjóri timaritsins var Kristinn E. Andrésson og var það i tengslum við Mál og menningu, þegar fyrirtækiö var stofnað. Markmið þess var að vera tengi- liður milli félagsmanna, félags- stjórnar og höfundanna, sem stóðu að Máli og menningu, auk þess, sem það átti aö vera alhliða bókmennta- og menningartima- rit. Timaritinu er dreift til allra, félagsmanna Máls og menningar, sem eru um þrjú þúsund og fimm hundruð, og er það mestur hluti upplagsins. Þó er hægt að kaupa einstök heftir i tveim bókabúðum i bænum. — Hver er og hefur verið stefna timaritsins? „Þetta hefur alla tið verið al- hliða bókmennta- og menn- ingartimarit. Það hei'ur viljað vera framsækið og róttækt, en al- gjörlega óbundið flokkspólitiskt. Markmiðið hefur alltaf veriö það sama, en breytist náttúrlega með mismunandi mönnum, sem að þvi standa, og áhugamálum þeirra. En i heild hefur sömu stefnu verið fylgt alla tið.” Aðspurður sagði Þorleifur, að breytingar á blaðinu væru i bi- gerö. Silja Aðalsteinsdóttir hefði verið ráðin ritstjóri meö honum og væri stefnt að þvi að fjölga heftunum upp i allt aö sex á ári, en þaö væri þó ekki alveg frá gengið. Jafnframt þvi ætti. að reyna að gera ritið enn fjöl- breyttara. — Nú var siðasta hefti tema- blað; er meiningin að þau verði fleiri? „Nei, ekki hreinræktuð tema- blöð. Þau hafa verið tvö, barna- bókmenntahefti fyrir tveim-þrem árum og svo þetta, en það er algjör undantekning. Yfirleitt látum við temað aldrei- taka meira en i allra mesta lagi þriðj- ung af hverju hefti.” — Hvað viltu segja um áhrif timaritsins; heldurðu aö það hafi haft einhver afgerandi áhrif i menningarumræðunni i landinu? „Það hefur vafalaust haft mjög mikil áhrif, en það er erfitt að meta það hverju sinni, a.m.k. upp á siðkastið, vegna þess, að opin- ber viðbrögð'eru svo litil. Það er litið getið um hvert hefti i blöðum maður veit ekki hvað kemst til skila, og hvað ekki, og hverjir eru lesendur. En það hefur haldið velli og er stöðugt að auka viö sig áskrifendum, þannig að maður vonast til, að eitthvað komist til skila. Ef við fjölgum heftunum verður markmiðið aö gera það að virkari menningarpólitiskum umræðuvettvangi.” — Heldurðu, að það sé ekki mjög þröngur hópur, sem les timaritið? „Þaö held ég ekki. Eftir þvi sem maður hefur getað séð, er félagsmannahópur Máls og menningar mjög breiður. Ég held, að það sé nokkuð góður þverskurður af umhverfi okkar”, sagði Þorleifur Hauksson. óskammfeilinn gálgahúmor til aö sýna tilfinningakulda og sambandsleysi persónanna. Vandvirkni og samræmi Það fyrsta sem maður rekur augun i þegar sýningin hefst er óvanalega falleg sviðsmynd og ekki urðu þær verri sem á eftir komu. Það eru mörg atriði i þessu leikriti og þarf oft að skipta um svið. Þessar skipting- ar gengu mjög greiðlega fyrir sig og var hver sviösmyndin annarri fallegri. Eins voru bún- ingarnir mjög góðir og lýstu vel hvorttveggja i senn persónu- leika einstaklinganna og timan- um sem leikritið gerist á. Ljósa- notkun i sýningunni vann mjög vel með sviðsmyndinni og magnaði hana upp eða dró úr allt eftir þvi sem við átti. Leikstjóra þessarar sýningar, Hauki Gunnarssyni, hefur tekist ákaflega vel að ná fram heildar- svip og samræmi i sýninguna. Atriðin koma jafnt og þétt með fastri og stigmagnaðri hrynj- andi svo að hvergi hleypur snurða á. Einnig hefur Hauki tekist að fá leikarana til þess að vinna einstaklega vel saman, auk þess sem hann virðist ná þvi besta út úr hverjum og einum. Þaö verður að segja hverja sögu eins og hún er; i þessari sýningu leikur hver öðrum betur. Mig langar fyrst að minnast á nokkur smáhlutverk sem eru frábærlega af hendi leyst. Valur Gislason leikur ofursta, séntil- mann af gamla skólanum, með slikum ágætum að unun er á að horfa. Það trúir þvi enginn maður að þarna sé áttræður leikari á ferðinni. Leiki Valur eins og engill þá væri nær að segja að Guöbjörg Þorbjarnar. dóttir leiki eins og púki, því i hlutverki ömmunnar geislar af henni nornarlegum djöfulskap. Baldvin Halldórsson fer á ein- stökum kostum i hlutverki Amerikana sem er þarna i heimsókn og ÞórhallurSigurðs- son bregöur upp bráðskemmti- legri mynd af yfirstéttarmanni. Einnig má minna á nosturslega smámynd Brietar Héöinsdóttur svo og þær Herdisi Þorvalds- dóttur og Guðrúnu Stephensen i hlutverkum frænknanna. Hjalti Rögnvaldsson leikur spjátrunginn Albert. Skapar hann mjög eftirminnilega mynd af mannleysi hans og aumk- kunarverðri sjálfselsku. Hjalti sannar hér enn að hann er nú þegar i hópi okkar fremstu leik- ara. Tinna Gunnlaugsdóttir leikur Mariönnu af sannfæringu og nærgætni, en hana skortir þó að- eins á aö ná utan um persónuna i dramatiskustu atriðunum. Rúrik Haraldsson og Helga Bachmann skila mjög vel hlut- verkum föðurins og ekkjunnar. Björn Karlsson leikur slátrar- ann og unnustann Öskar og bregður sér þar i eftirminnilegt gervi hins sjálfumglaða grobb- galtar. Þannig mætti áfram telja, en ég læt hér staðar numið i þessari upptalningu og itreka þaö sem áður sagði, leikurinn er i heild jafn og mjög góður bæöi i stórum og smáum hlutverkum. Söngtextar Böðvars Guö- mundssonar voru ákaflega hag- lega geröir og þó ég hafi ekki forsendur til að meta þýöingu Þorsteins Þorsteinssonar þá hljómaði hún vel á sviðinu, fyndin og fjölbreytt. Sýningin er tæpir þrir timar að lengd og þó það segi kannski ekki margt um sýninguna, má vel geta þess að það var langt þvi frá að maður væri farinn aö biða eftir að tjaldið féili þegar leiknum lauk. G.Ast. j Sígaunabaróninn 125. sýn. föstudag 5.3. jkl. 20 uppselt, 126. sýn. sunnudag 7.3. Ikl. 20 uppselt. 1 Aðgöngumiðasalan er jopin daglega frá kl. 16 jtil 20. Simi 11475. lósóttar pantanir verða seldar daginn fyrir sýningardag. Athugið að áhorfenda- sal veröur lokað um l leið og sýning hefst. 4M Sprenghlægileg og fjörug ný Panavis- | ion-litmynd með tveimur frábærum nýjum skopleikurum; Richard NG og Ricky Hui. Leikstjóri: John Woo. Islenskur texti Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11 Með dauðann á hælunum Hörkuspennandi | Panavision litmynd | um æsilegan eltinga- j leik með Charles | Bronson, Rod Steiger. Bönnuð innan 16 ára. islenskur texti. ISýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, I 9.05 og 11.05 Eyja Dr. Moreau Sérstæð og spennandi litmynd um dularfull- an visindamann með Burt Lancaster, Mich- ael York. Bönnuð innan 16 ára. islenskur texti. Sýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.10 og 11.10. Hnefaleikarinn 'BODY""' Spennandi og við- buröahröð ný banda- risk hnefaleikamynd i litum, með Leon Isaac Kennedy, Jayne Kennedy og hinum eina sanna meistara Muhammad Ali. islenskur texti. j Sýndkl. 3.15, 5.15, 7.15, j 9.15 og 11.15 Hækkað verð. 2-21-40 Föstudag: Heitt kúlutyggjó Sýnd kl. 5, 7 og 9 Laugardagur: Heitt kúlutyggjó Sýnd kl. 5, 7 og 9 Sunnudagur: Jón Oddur og Jón Bjarni Sýnd kl. 3 og 7 Siöustu sýningar Reykjavik Heitt kúlutyggjó Sýnd kl. 5 og 9. Mánudagsmyndin: Önnur syngur hin ekki Skemmtileg frönsk kvikmynd um örlög tveggja kvenna. Aöalhlutverk: Valerie Mairesse og Therese Liotard. Leikstjóri: Agnes Varda. Sýnd kl. 5 og 9 Alambrista Amerisk mynd um ólöglega innflytjendur frá Mexicó. Sýnd kl. 7. þJÓDLKIKHÚSID Hús skáldsins i kvöld kl. 20 |Gosi laugardag kl. 14 sunnudag kl. 14 ' Amadeus laugardag kl. 20 upp- selt | miðvikudag kl. 20 Sögur úr Vínar- skógi [ 5. sýn. sunnudag kl. 20 Litla sviðið: Kisuleikur I miðvikudag kl. 20.30 Miðasala 13.15 - 20. [ Simi 1-1200 2S* 1-89-36 Wholy Moses S 1-1 5-44 A elleftu stundu PaulY Jacqueliné\ William Newman Y Bisset \ HoMen Sprenghlægileg ný amerisk gamanmynd i litúm með hinum óviðjafnanlega Dudley Moore i aöal- hlutverki. Leikstjóri: Gary Wies Aðalhlutverk: Dudley Moore, Laraine New- man, James Coco og Paul Sand. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 Bragðarefirnir Sýnd kl. 3 laugard. og sunnud. tslenskur texti. Hörkuspennandi ný bandarisk ævintýra- mynd gerö af sama framleiöanda og geröi Poseidonslysiö og The | Towering Inferno (Vitisloga), Irwin All- en. Meö aðalhlutverk- in fara Paul Newman, I Jacqucline Bisset og [ WiIIiam Holden. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. SUNNUDAGUR: Stjörnustrið II Allir vita að myndin „Stjörnustrið” var og er mest sótta kvik- ; mynd sögunnar, en nú segja gagnrýnendur að Gagnárás keisara- dæmisins, eða Stjörnustriö II sé bæöi I betri og skemmtilegri. Auk þess er myndir. sýnd i 4 rása Dolby Stereo meö JBL hátöi- urum. Aðalhlutverk: Mark Hammel, Carrie Fisher og Harrison Ford. Ein af furöuverum þeim sem koma fram i myndinni er hinn al- vitri Yoda, en maður- inn að baki honum er enginn annar en Frank Oz, einn af höf- undum Prúöuleikar- anna, t.d. Svinku. ,Sýnd ki. 2.30 Hækkað verð. Siðustu sýningar. <3hO i.KIKFKIAG KFYKIAVÍKUR Salka Valka þriöjudag kl. 20.30 Rommí föstudag kl. 20.30 miðvikudag kl. 20.30 örfáar sýningar eftir JÓÍ laugardag uppselt [Ofvitinn | sunnudag kl. 20.30 næst siöasta sinn. Miðasalan i Iðnó kl. 14 - 20.30 i Revian Skornir skammtar [ Miönætursýning i I Austurbæjarbiói laug- I ardag kl. 23.30. Fáar I sýningar eftir. Miðasala i Austurbæj- arbiói kl. 16 - 23.30. Simi 11384

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.