Helgarpósturinn - 05.03.1982, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 05.03.1982, Blaðsíða 27
27 helgarpósfurinn Þaö er ekki laust við, aö jöröin sé farin aö hitna undir fótum þeirra hjá Hitaveitu Reykjavikur. Tilkynningu þeirra um að þeir ætli upp á sitt einsdæmi aö hækka gjaldskrá Hitaveitunnar hefur ekki verið vel tekiö i Stjórnarráðinu, en embættis- menn Reykjavikurborgar eru staðráönir í aö styöjafastvið bakiöá borgarfyrirtækinu i þessu máli. Undirskrift ráöherra er einungis forms- atriöi. En tef ji hann aö hækkunin taki gildi meö þvíað draga undirskriftina gerist hann sekur um valdniöslu, og þá erum viö þess albiinir að fara i mál til aö ná okkar fram, segir áreiðanlegur heimildamaður i borgarkerfinu. Og Jóhannes Zoega hitaveitustjóri staö- festir, aö málshöfun komi fyUilega til greina fái Hitaveitan ekki þessa auka- hækkun. Þaö erákaflega erfittaö átta sig á þvi ná- kvæmlega hvaö er aö gerast i málefnum Hitaveitu Reykjavikur. Ekki sist vegna þess,aö siöustu mánuðina hefurheita vatn- iö blandast mjög borgarpólitik. Sem er ekki óeðlilegt svona i upphafi kosningabaráttu fyrir sveitarstjórnarkosningar. Deilur um hækkanir á töxtum Hitaveit- unnar eruþó ekki nýjar af nálinni. í mörg undanfarin ár hefur átt sér stað togstreita um verðið á heita vatninu i'hvert skipti sem hækkunarbeiönihefurkomiö fram— en þaö geristsem kunnugt er f jórum sinnum á ári. 1 þessari baráttu hefur Hitaveitan stööugt beðið lægri hlut; gjaldskrárnefnd hefurallt- af mælt með mun minni hækkun en farið hefurverið framá. Og einmitt f haust, þeg- ar farið var aö hilla undir borgarstjórnar- kosningar,var farið aö blása út þær alvar- legu afleiðingar sem það hefur haft á Hita- veituna, að nægar hækkanir hafa ekki feng- ist. Ekki nóg meö það, heldur er bent á, aö Hitaveitan vill bora, en gjaldskrárnefnd telur sighafa kontiö i veg fyrir nýtt Kröflu- ævintýri. Hitaveitumönnum hitnar í hamsi verðið á heita vatninu sé um helmingi lægra nú en það var 1970, miðað við al- mennt verðlag. Þessu átti enn einu sinni að kippa i lag með hækkuninni 1. febrúar i ár. Þá fór Hitaveitan fram á 45% hækkun. Iðnaðar- ráðuneytið skipaði þá i snatri þriggja manna nefnd, sem skyldi kanna hækkun- arþörf Hitaveitunnar. Niöurstöðurnar komu fljótt og vel,og álit meirihluta hennar var það, að leyfa skildi 30% hækkun 1. febr- úar.eða 18% umfram almennar verðhækk- anir. Siðan 10% i mai, ágúst og nóvember, eða sem svarar áætlaðri verðbólgu, þannig að samtals yrði hækkunin 73% á árinu, og yrði þá rúmmetrinn af vatninu kominn upp i 4.78 kr. Með þessu móti var þó ekki reikn- að með þvi, að endar næðu saman miðað við nauðsynlegar framkvæmdir á árinu, heldur talin þörf áað taka 17 milljón króna lán til rekstrarins. kki var þó starfshópurinn sammála um þetta, og skilaði Valdimar K. Jónsson,pró- \ ' .. —.........-................................... I fessor og formaöur stjórnar veitustofnana séráliti þar sem hann studdi 45% hækkun- arbeiðni Hitaveitunnar. En ekki einu sinni 30% tillaga starfshóps Iðnaðarráðuneytisins náði fram að ganga. Þann 19. janúar skrifaði gjaldskrárnefnd iðnaðarráöherra bréf þar sem lagt var til, aö ekki skyldi leyfa nema 15% hækkun, sem þýðir aöeins 3 - 4% umfram verðbólgu sið- ustu mánaða. Og það fór eftir. — 1 rauninni er enginn ágreiningur um það, að hækkunar umfram verðbólgu er þörf á árinu. En við leggjum til, að hún komi i áföngum, i samræmi við stefnu rik- isstjórnarinnar um strangt aðhald i verö- lagsmálum, segir Georg ölafsson verðlags- stjóri um þetta. Georg bendir lika á, að i ljósi fyrri reynslu af fjárhagsáætlunum Hitaveit- unnar verði aö kanna betur nauösyn auk- ningar i rekstri og framkvæmdum sem fyrirtækið ráögerir, auk þess sem fjárhags- leg staða þess sé ákaflega sterk. En aðalmálið er þó, að með þessu hefur okkur tekist að koma i veg fyrir þá ótima- bæru og verðbólguhvetjandi fjárfestingu sem Nesjavallaveita hefði orðið; það er nægilegt vatn i borgarlandinu til næstu ára. Agreiningurinn milli gjaldskrámefndar og borgaryfirvalda var leystur þannig, að nú eraðeins talað um tilraunaboranir á Nesja- völlum, og það er fyrstog fremst skýringin áþvi, að hækkunarbeiðni Hitaveitunnar er miklu minni nú en hún var fyrir einu til tveimur árúm, segir verðlagsstjóri. kalt vatn upp úr hrauninu og hita það sfðan upp með gufu, sem jafnframt yrði notuö til að framleiða raforku i þvi skyni að dæla upphituðu , Jcaldavatninu” til Reykjavikur. Þá orku sem þá yrði afgangs mætti siðan leiða beint inn á raforkukerfiö. — Nesjaveita er liklegasta svæðið eins og sakir standa og er þvi efst á blaði. Þaö eina sem við förum framá er að fá fé til að gera tilraunaboranir, en undanfarin tiu ár höf- um viö ekki snert viö neinum rannsóknum; það er þaö sem er vitaverðast i þessu öllu saman, segir Jöhannes Zoéga hitaveitu- stjóri. Ekki telur verðlagsstjóri, að hitaveitu- stjóri hafi alltaf veriö svona hógvær i kröf- um sinum. Hann bendir á, aö þegar á fjár- hagsáætlun 1980 hafi verið áætlað aö hefja framkvæmdir á Nesjavöllum af fullum krafti á siðasta ári og i ár. Það hefði aö hans mati verið nýtt Kröfluævintýri. Nú nýverið kom svo upp nýr flötur á mál- inu. A ráðstefnu Sambands islenskra sveit- arfélaga i siðustu viku fullyrti Björn Friö- finnsson,f jármálastjóriborgarinnar og for- maöur orkusparnaðarnefndar iðnaöar- ráðuneytisins, að við sóuðum 200 milljónum króna vegna illa einangraðra húsa. Þessar milljónir smjúga út um veggi og þök húsa. Aö sjálfsögöu á þessi sóun sérað mestu stað þar sem dýrasti orkugjafinn, olian, er not- uð. Engu að siður er þarna um að ræða svipaða upphæð og rekstur gufubors rikis- ins og Reykjavikurborgar kostaði árið 1980. “að er einmitt þarna sem hnifurinn stend- ur i kúnni. Forráðamenn Hitaveitunnar segja, þvert á móti, að mjög sé farið að ganga á heita vatnið i landi Reykjavikur og benda á að mjög dýrar aðgerðir þurfi til að halda þeim virkum. Meöal annars þurfi að sökkva dælum talsvert dýpra en nú er, en það kosti mjög aukna rafmagnsnotkun. Þeir benda lika á, að undanfarin ár hafi vegna fjárskorts nær ekkert verið hægt að bora til að afla meira vatns. I þeim efnum hefur Hitaveitan þó haft stórar áætlanir á prjónunum. Þeir hafa lengi rennt hýru auga til Nesjavallasvæðisins svonefnda, sem er við suðvesturhorn Þingvallavatns. Það er reyndar háhitasvæði þar sem kemur upp gufa i stað vatns. Hugmyndin er að hafa þar sama háttinn á og Hitaveita Suðurnesja hafði á Svartsengi, þ.e. að fá YFIRSÝN §^aö hefurlika verið reiknaðút, að vegna þess hvað heitavatnið i Reykjavik er ódýrt, tæki það um 20 ár að fá til baka kostnað við að endurbæta einangrun i meðalstóru ein- býlishúsi, þannig að betri nýting fáist út úr hitaveitunni. Odýr hitaveita hvetur menn þvi ekki til orkusparandi aðgerða. Þessi nýja hlið á málinu einfaldar það siður en svo. En er það ekki hugmynd sem er þess virði að velta henni fyrir sér,- aö ýta undir það að menn reyni að halda hitanum frá heita vatninu innandyra?— An þess þó að við séum aö mæla með þvi að fórna þeim miklu hlunnindum sem lágur upphitunar- kostnaður er. «ftir Þorgrim Gestwon r ] 1 gær voru kunngerö úrslit i borga- og sveitastjórnakosningum i Transvaal, lang fjölmennasta héraöi Suður-Afriku. Úr- slit urðu aö flokkurinn sem hefur stjórnað Suöur-Afriku undanfarin 34 ár, Þjóðlegi flokkurinn, beið verulegt afhroð. 1 stór- borginni Jóhannesarborg og höfuðborginni Pretoria unnu frambjóðendur helsta stjórnarandstöðuflokksins, Framfarasinn- aða sambandsflokksins, verulega á. Sömu- leiðis var um fylgisaukningu að ræöa hjá frambjóðendum flokks ofstækisfullra hægri manna, Herstigte þjóðlega flokksins, en hvergi nærri til jafns viö Sambandsflokk- inn. Svo undarlegt sem þaö kann að viröast, er ósigur Þjóðlega flokksins i þessum kosn- ingum i Transvaal talinn styrkja i sessi nú- verandi foringja flokksins og forsætisráð- herra Suður-Afriku, Pieter W. Botha. Stór- aukiö fylgi Sambandsflokksins en tak- markaöur ávinningur Herstigte er tekið til marks um að meöal hvitra manna i þvi hér- aöi, sem vegna mannfjölda og auðlegðar myndar hjarta Suöur-Afriku, sé stórvax- andi fylgi við umbætur á stjórnarfari i landinu, á þá lund að lina á aöskilnaði kyn- þáttanna. Þau sinnaskipti eru eins og á Ósigur Þjóölega flokksins i Transvaal eflir Botha til slökunar á kynþáttaaðskilnaði stendur likleg til aö styrkja Botha i harð- vitugri valdabaráttu sem við blasir i Þjóö- lega flokknpm. Botha gerði i fyrradag alvöru úr hótun sinni um að láta vikja 17 hægrisinnuðum þingmönnum úr þingflokki Þjóðlega flokks- ins á rikisþinginu. Þeir höfðu ásamt fimm öörum, sem siöan hafa tekið sinnaskiptum, greitt atkvæði gegn traustsyfirlýsingu á Botha og stefnu hans á þingflokksfundi fyr- ir rúmri viku. Foringi uppreisnarmanna og einn þeirra brottreknu er Andries Treur- nicht, foringi flokksdeildarinnar i Trans- vaal. Eftir það sem á undan er gengið er fyrjrsjáanlegt, að úrslitaátökin milli Botha ogTreurnicht hijóta aö snúast um yfirráðin i Þjóölega flokknum i Transvaal. Úrslit bæja - og sveita stjórnakosninga benda til að hjá almenningi þar um slóöir eigi sjón- armið forsætisráöherrans meiri hljóm- grunn en fastheldni Treurnicht viö óbreytta kynþáttaaðskilnaöarstefnu til aö tryggja algera valdeinokun hvita minnihlutans i landinu. Réttur helmingur þingfylgis Þjóð- lega flokksins á ríkisþinginu, 71 þingmaö- ur, er frá Transvaal. Af þeim stóðu 19 meö Treurnicht, þegar i odda skarst á þing- flokksfundinum. Frá þvi skömmu eftir aö Botha tók við forustu I flokki og rikisstjórn fyrir fjórum árum, hefur hann hvaö eftir annað gefið i skyn, aö nauðsyn beri til að slaka á stefnu kynþáttaaöskilnaðar og pólitisks réttleysis allra sem ekki eru af hvitum kynstofni. Aldrei hefur þó oröið af þvi að forsætisráð- herrann léti frá sér fara mótaðar tillögur i þá átt. Hefur hik Botha verið skýrt svo, að hann kinokaöi sér við að láta sverfa til stáls gagnvart Treurnicht og skoðanabræðrum hans, af þvi þá yrði ekki hjá klofningi Þjóð- lega flokksins komist. Nú er klofningurinn staðreynd, og I átök- unum sem framundan eru getur Botha ekki komist hjá aö greina nánar en áður frá hvað fyrir honum vakir. Af þvi sem hann og fylgismenn hans hafa hingað til sagt, virð- ist að þeir hugsi sér einkum til hreyfings á tveimur sviðum. Annars vegar vilja þeir nema úr gildi það sem þeir kalla „særandi” þætti kynþáttaaðskilnaðar, sem sé ákvæöi og venjur sem litillækka landsmenn af lit- uðum kynþáttum og gera þeim erfitt fyrir i daglegu lífi, án þess að vera ómissandi til aö varöveita valdeinokun hvita minnihlut- ans. Hins vegar hefur Botha rætt um „sam- ábyrgö” Suöur-Afrikumanna af fleiri kyn- þáttum en hvitumog komst svo að orði i ræöu nýlega, að i henni fælist „valddeiling i heilbrigöri mynd”. Af þvi sem ýmsir stuðningsmenn forset- ans hafa látiö frá sér fara, er ljóst að þaö sem fyrir honum og þeim vakir er aö leitast viö að lina kynþáttaaöskilnaðinn að þvi marki, að takmarkaðir hópar litaðs fólks fái pólitisk réttindi. Þar er einkum um að ræða kynblendinga, sem eru fjölmennir I Höföaborgarhéraði, og fólk af indverskum ættum, sem einkum býr i Natal. Svo vill til að þessir tveir hópar litaðra manna fengu pólitísk réttindi tryggö I laga- setningu frá breska þinginu, þegar Suð- ur-Afrika var gerð að bresku samveldis- landi. Markmið Þjóðlega flokksins með þvi að segja Suöur-Afriku úr samveldinu og lýsa yfir stofnun lýðveldis var ekki sist að eftir Magnús Torfa Ólafsson skapa sér lagagrundvöll til að nema þessi réttindi hluta litaðra landsmanna úr gildi. ess vegna telja Treurnicht og fylgis- menn hans, aö með þvi aö slaka á kynþátta- aðskilnaði gagnvart kynblendingum og fólki af indverskum ættum, sé kenningar- grundvöllur þess fyrirkomulags rofinn og gáttir opnaðar til að veita svertingjum, miklum meirihluta landsmanna, pólitisk réttindi siöar meir. Ekkert bendir til aö neitt af þvi tagi vaki fyrir Botha og þeim sem á hans bandi eru. Þeirra markmið er aö draga úr spennunni innanlands i samskiptum kynþáttanna, sem þegar hefur orðið til þess að stjórn- málasamtök svertingja eru tekin að mynda skærusveitir, og létta jafnframt á einangr- un Suöur-Afriku á alþjóðavettvangi með þvi aö geta bent á að tilteknir hópar litaðs fólks njóti borgaralegra réttinda i landinu. Stjórn Suður-Afriku telur sig hafa sér- stakt tækifæri til að brjóta niöur einangrun- armúrana sem um landið hafa veriö reistir einmitt nú, þegar Ronald Reagan er við völd I Bandarikjunum. Meðal stuðnings- manna Reagans eru hópar, sem hafa að höfuömarkmiði aö koma á einhverskonar bandalagi milli Suður-Afriku og Bandarikj- anna. Skilyrði þess að þeim veröi eitthvaö verulegt ágengt, er að valdhafar i Suö- ur-Afriku sýni Iit á að slaka á stefnu kyn- þáttamisréttis. E inmitt núna I vikunni lét stjórn Reagans aflétta hömlum sem verið hafa á almenn- um verslunarviöskiptum milli Bandarikj- anna og Suður-Afriku. Sú ráðstöfun hlýtur að hafa veriö Botha kærkomin, einmitt þeg- ar hann herðir loks upp hugann til höfuö- orrustu við þá af flokksbræörum sinum, sem hafa þaö fyrir meginreglu að taka ekk- ert tillit til umheimsins, heldur halda sitt strik byggt á sérstæöri túikun á nokkrum I versum i Gamla testamentinu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.