Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 21.05.1982, Qupperneq 23

Helgarpósturinn - 21.05.1982, Qupperneq 23
Svartar ró Bæ, bæ Lisa... Bæ, bæ Stjáni Pétur... Þær fréttir berast frá kóngsins Kaupmannahöfn að hljómsveitin Kamarorghestarnir, sem gaf út i fyrra plötuna Bisar i banastuði, hafi nú slitið samstarfi. Mun samstarfið hafa slitnað sökum tónlistarlegs ágreinings. Stjána Pétri, Gilla, Tobba og nýja gitar- leikaranum þóttu vist Böggi, Lisa og Óli hafa of kommersial tón- listarsmekk og hættu. Böggi, Lisa og óli ætla samt ekki að láta meirihlutann hafa áhrif á sig og munu leita nýrra félaga um þessar mundir. Hvað nýhættu fé- lagarnir munu gera er þó alls óvist, nema að Stjáni Pétur ætlar um sinn að helga sig trésmiði. Jamm og já. Hver er sinnar gæfu smiður. Hún Birgitta Jónsdóttir sendi Stuöaranum ljóð sem heitir Svartar rósir. Birgitta er 15 ára gömul og var i vetur i grunn- skóla Hveragerðis, en þar bjó hún hjá ömmu sinni og afa. Hún er nú flutt til Reykjavikur og farin að vinna á fullu I búð nokk- urri á Seltjarnarnesinu. Birgitta hóf að yrkja ljóð eftir jólin siðustu og hefur ort mörg tonn, að eigin sögn. I Hvera- gerði var hún nefnilega á leik- listarnámskeiði og átti að flytja ljóð. 1 staðinn fyrir að flytja ljóð eftir aðra, settist hún sjálf niður og orti. A visnakvöldi hjá Visna- vinum fyrir skömmu flutti hún þetta ljóð sem Stuðarinn birtir, og var gerður góður rómur að þvi, en Birgitta sagði Stuðaran- um að hún hefði verið voða stressuð við flutning ljóðsins. ,.r I —H""*8*rW’ ' U» e«r Svartar rósir Ég horfi út um gluggann og sé svartar rósir. Ég horfi út um gluggann og sé svartar rústir. Ég horfi út um gluggann og sé ekkert kvikty allt dautt. Af hverju spyr ég. Ajf hverju er allt dautt? Það skullu sprengjur i nótt meðan þú varst sofandi. Atómbombur skullu og tortimdu mannkyninu. Hver er ég spyr ég. Hver er ég? Ég horfi út um gluggann og sé hrunin hús. Ég horfi út um gluggann og sé blóð i straumum. Ég horfi út um gluggann og sé svarta ösku, og leifar af mannslikömum. Þetta er það sem eftir er af mannkyninu okkar. Allt sem við sköpuðum og kynslóðir eftir kynslóðir slitu sér út við er orðið að engu. Af hverju? Til hvers? 1.400,0okr. Veistu aö hver reykvísk fjölskylda greiöir 1.400,- kr. í ár til að standa undir hallarekstri Borgarspítalans? Borgarspítalinn er í reynd landsspítali. Á honum liggja jafnt Reykvíkingar sem landsbyggöarmenn. En Reykvíkingar borga brúsann. Viðviljum að ríkið reki Borgarspítalann. það finnst okkur jafnréttismál. Eigum við ekki samleið? listinn Reykjavík 22. maí 1982. 9 BETRI BORG! f?

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.