Helgarpósturinn - 14.01.1983, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 14.01.1983, Blaðsíða 3
hlelgai----- JJústurinrL Föstudagur 14. janúar 1983 3 hlelgai----- pósturinn Blaö um þjóömál, listir og menn- ingarmál. Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson. * Ritstjórnarfulltrúi: Guðjón Arngrímsson. Bfaðamenn: Guðlaugur Bergmundsson, Óm- ar Valdimarsson, Þorgrímur Gestsson Útlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart. Dálkahöfundar: Hringborð: Auður Haralds, Birgir Sigurðs- son, Heimir Pálsson, Hrafn Gunnlaugsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Jónas Jónasson, Magnea J. Matthíasdóttir, Sigríð- ur Halldórsdóttir, Sigurður A. Magnússon. Listapóstur: Heimir Pálsson, GunnlaugurÁst- geirsson, Jón Viðar Jónsson, Sigurður Svavarsson (bók- menntir& leiklist), Árni Björnsson (tónlist), Sólrún B. Jensdóttir (bókmenntir & sagnfræöi), Guð- bergur Bergsson (myndlist), GunnlaugurSigfússon (popptón- list), Vernharður Linnet (jazz). Árni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson, Guðjón Arngríms- son, Guðlaugur Bergmundsson, Jón Axel Egilsson (kvikmyndir). Erlend málefni: Magnús Torfi Ólafsson. Skák: Guðmundur Arnlaugsson. Spil: Friðrik Dungal. Matargerðarlist: Jóhanna Sveinsdóttir. Stuðarinn: Jóhanna Þórhallsdóttir. Utanlandspóstar: Erla Sigurðardóttir, Danmörku, Inga Dóra Björnsdóttir, Banda- ríkjunum, Helgi Skúli Kjartans- son, Bretlandi. Útgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. Magnússon. Auglysingar: Inga Birna Gunn- arsdóttir. Innheimta: Guðmundur Jó- hannesson. Dreifing: Sigurður Steinarsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Lausasöluverð kr. 20 Ritstjórn og auglýsingar eru aö Ármúla 38, Reykjavík. Sími: 81866. Afgreiösla og skrifstofa eru aö Ármúla 38. Símar 81866 og 81741. Prentun: Blaðaprent hf. Stjórnarskráin: Heldur frestun en uppálöppun? Stjórnarskrárnefnd skilaði sl. þriðjudag af sér sameiginlegu áliti með texta að nýrri stjórnarskrá fyrir íslenska lýðveldið. Fulltrúar 2ja flokka, Alþýðuílokks og Al- þýðubandalags skiluðu sértillögum um fáein einstök atriði. Stjórnarskrármálið, eða hir langþráða endurskoðun stjórnar- skrórinnar.er þar með í heild sinni komið til kasta Alþingis, því að áður hafði stjórnarskrárnefnd skilað af sér nokkrum valkostum varðandi framtíðar kjördæma- skipan landsins til þingtlokkanna mcð það fyrir augum að þing- flokkarnir semdu sín á ntilli um þann kost, er líklegt væri að sem víðtækust samstaða næðist unt. - Og svo sem vart hefur farið fram hjá neinum hefur megin inntak þessara valkosta verið að auka vægi atkvæða íbúa á þéttbýlissvæð- unum á suðvesturhorni landsins til jöfnunar við atkvæðavægi íbúa í fámennustu kjördæmunum. Það eru í sjálfu sér söguleg tíðindi að stjórnarskrármálinu skuli hafa þokað svo áfram, að nefndin hef- ur nú skilað áliti sfnu. Engu að síður hefur ekki farið mikið fyrir þessum tíðindum í Ijölmiðlum og um tillögur nefndarinnar hefur fátt eitt frést. Þær fréttir sem aftur á móti hafa borist út um umfjöllun þingflokkanna og formanna- ncfndar á þeirra vegum á kjördæmamálinu og tilfærslu eða fjölgun þingmanna til að jafna at- kvæðavægið milli þéttbýlis og dreifbýlis hafa vakið hinar verstu grunscmdir um að þetta þing sem nú situr sé í raun ófært um að koma sér saman um lausnir í samræmi við vilja þjóðarinnar og ætli sér að líta á kjördæma- og stjórnarskrár- máiið sem einhvers konar prívat- mál sitt sem öðrum sé óvið- komandi. Mcgin ástæða fyrir þessu við- horfi virðist vera sú, að þingmenn margir hverjir óttast um sitt skinn, ef tilfærsla verður á þingntönnum frá dreifbýli til þéttbýlis miðað við að farið vcrði að greinilegum vilja þjóðarinnar um óbreytta þing- mannatölu. Einnig virðist sá ótti fyrir hendi að rask geti orðið á styrkleikahlutfalli fiokkanna, nái þessar breytingar fram að ganga, jþótt grcinilcgt sé á þeim valkostum er stjórnarskrárnefnd hefur boðið upp á að reynt er að draga úr slíku eins og framast er mögulegt. Alþingi er í þeirri skringilegu aðstöðu að þurfa að gerast dómari í eigin sök eða máli, og því miður virðist skorta þá forystu innan ríkisstjórnar, Alþingis og einstakra þingflokka að þingheimi sé gert að lyfta sér upp úr lágkúrulegu skammtíma hagsmunapoti og horfa til lengri tíma - að móta þróun ís- lensks þjóðfélags framtíðarinnar. Kröfur þær sem heyrast og verða æ háværari urn að stjórnarskrár- málið verði tekið úr liöndum Al- þingis og falið sérstöku stjórn- lagaþingi cru í Ijósi alls þessa eðli- legar - en líklcga óraunhæfar, því miður. Það er stjórnarskrárleg * skylda Alþingis að taka á stjórnar-' skrármálinu og ekkert sem bendir til að það vilji afsala sér þeirri skyldu sinni eða gcti með góðu móti skorast undan hcnni. En eigi niður- staða þess þings, sem nú situr og þrefar uni stjórnarskrármálið, að vera sú ein að lappað cr upp á nú- gildandi kcrfi með minniháttar lagfæringum á kosningalögum, eins og ýmislegt virðist bcnda til, þá er það hálfkák og betur heima setið en af stað farið. Þá er betra að doka við og sjá hvort ekki fæst út úr næstu kosningum forusta, scm hef- ur pólitískt þor og dug til að skila stjórnarskrármálinu í höfn í sam- ræmi við vilja meirihluta þess fólks er landið byggir. Fjallkonumellan Um daginn, þegar ég var að dratthalast fram úr rúm- inu, bárust mér til eyrna um- ræður í morgunútvarpinu um efnið, íslenzkir karj- menn. Þessar umræður voru dálítið skrautlegar, og eitt símtal í þættinum eða öllu heldur viðbrögðin við sam- talinu varð kveikjan að þeim vangaveltum sem fylgja hér á eftir. Símtalið byrjaði þannig að kona nokkur lýsti því yfir að íslenzkir karlmenn væru ókurteisir, það hefði hún hrinqborbió í dag skrifar Hrafn Gunnlaugsson bezt fundið þegar hún var með Kana. Hún fullyrti að íslenzkir karlmenn væru ekki neinir kavalerar miðað við þá. Trúlega felst í þess- um orðum rótin að ákveð- inni sögulegri skýringu á þeim tíma sem nefndur hef- ur verið ástandið, og hingað til hefur verið fjallað um sem svartan blett í siðferðis- sögu þjóðarinnar. En hvað er svo skelfilegt við það að íslenzkar stúlkur hafi lagt og leggi lag sitt við menn af öðru þjóðerni? Trúlega væri þessi þjóð löngu dauð úr vesaldómi og úrkynjun ef fiskarar og duggarar frá öðr- um þjóðum hefðu ekki blandað blóði sínu hér á ís- landi í gegnum aldirnar. Margir þeirra mætustu manna sem ég þekki, geta rakið ættir sínar ýmist til þeirra eða út fyrir landstein- ana. Góður maður hélt því eitt sinn fram að orðið mella væri að stofni til sótt í franska orðið ungrú þ.e. Mlle, og hefðu íslendingar tekið það upp þegar þeir rákust á þennan titil á sendi- bréfum sem franskir fiskarar og duggarar skrifuðu vin- konum sínum hér uppi á ; hjara til að þakka fyrir gest- risnina eftir að skip þeirra höfðu strandað eða þeir þurft að leita hafnar af öðr- um ástæðum. Auðvitað notuðu íslend- ingar þetta orð í niðrandi merkingu, og hápunkti náði það þegar bætt var framan við það „kana“, og útkoman varð kanamella. Fróðlegt væri að skoða sögu íslenzku konunnar út frá þessu orði og öðrum snupuryrðum sem bera vott urn þann kynferð- isfasisma sem byggður hefur verið upp í kringum fjall- konuna hreina og flekk- lausa. Mottóið hefur verið: engir nema hreinræktaðir fslendingar mega snerta ís- lenzkar konur. Sú minni- máttarkennd sem lýsir sér í orðinu mella er í rauninni táknræn fyrir þann þjóðern- isfasisma og kynþáttahatur sem blundað hefur á bak við allt of mikið af umræðunni um dvöl erlends hers og út- lendinga hér á landi. Konur hafa verið úthrópaðar og uppnefndar mellur af þeim heimaalningum sem líta á þær sem íslenzka einkaeign. Duglegastur við þessa iöju hefur verið sá hópur þjóð- ernissinna sem fylkt hefur liði í einum armi Samtaka herstöðvaandstæðinga. En andstaðan við erlent hervald verður ekki efld með kyn- þáttahatri og mannfyrirlitn- ingu, slík andstaða snýst í andhverfu sína. Auðvitað vilja allir hugsandi menn að hernaðarbandalög verði lögð niður, og erlendur her hverfi frá íslandi, en ein- staklingar sem ala á þjóð- ernisfasisma og kynþátta- hatri eru miklu hættulegri þjóð sinni en allur sá er- lendur her sem hér hefur dvalið. essi stóru orð eru hér öðr- um fremur skrifuð vegna þeirra viðbragða sem orð konunnar í útvarpinu vöktu hjá einhverjum merkis- manni sem hringdi skömmu síðar í þáttinn. Þessi hreinræktaði íslendingur átti varla til orð af hney kslun yfir að konan skyldi hafa leyft sér að vera með Kana. Það ætti bara að senda hana beint til Ameríku, hún gæti bara verið þar, það ætti bara að gera hana landræka. Mannkærleikurinn var mik- ill í þeirri rödd! En hvaða orð á tungan yfir þá karl- menn sem hafa lagt lag sitt við erlendar konur? Hingað til hefur það þótt frekar fínt, heldur en hitt að geta flagg- að erlendri spúsu. Er hér kannski á ferðinni enn eitt dæmið um þá niðurlægingu sem íslenzka konan hefur mátt þola gegnum aldirnar? Hvernig væri að þær 'kvennaframboðskonur og rauðsokkur sém hrist hafa upp í þjóðfélaginu að und- anförnu, tækjusérnæst fyrir að rétta hlut þeirra þúsunda kvenna sem hafa verið út- hrópaðar mellur, og skoð- uðu í nýju ljósi fjallkonu- hugmyndina og þann kyn- ferðisfasisma sem þær hafa verið beittar gegnum aldir- nar í nafni þjóðfrelsis. Sóley sólu fegri og önnur fóstur fjallkonurembunnar væru sannarlega verðugt rann- sóknarefni. Ekki eru þær pótentátur af konum fædd- ar. Eða hvað haldið þið!

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.