Helgarpósturinn - 14.01.1983, Qupperneq 4
4
Föstudagur 14. janúar 1983
Helgar- 7
-posturnn
Guðmundur G. Þórarinsson leggur spilin á borðið:
ÁRANGURINN ER S VO
RAUNALEGA LÍTILL
Þaö var skammt stórra högga á milli hjá Guðmundi G. Þórarinssyni alþingismanni
Framsóknarflokksins í Reykjavík í vetur. Hann sagöi sig úr álviðræðunefndinni með
miklum hvelli, eins og frægt varð, og hætti svo skyndilega við þátttöku í prófkjöri
Framsóknarflokksins í borginni. Það liggur fyrir, að Guðmundur verður ekki í fram-
boði fyrir flckkinn fyrir alþingiskosningarnar í vor.
Hann hefur ekki viljað greina frá ástæðunum fyrir því að hann dregur sig í hlé.
Margvíslegar vangaveltur hafa verið á kreiki og ýmsu kastað fram um ætlaðar
hugmyndir Guðmundar, aðstæður og ástæður. Hann rauf loks þögnina í vikunni er
hann gaf sér tíma til að setjast niður með blaðamanni Helgarpóstsins og hugsa
upphátt um stund. Við spurðum hann fyrst hvers vegna hann væri hættur stjórn-
málaþátttöku.
„Því er eiginlega þannig varið með mig í
stjórnmálum eins og aðalsöguhetjuna í fran-
skri ástarsögu. Það hafa bitist á um mig ástin
og dyggðin. Ég er verkfræðingur og hef sakn-
að þess starfs á meðan ég hef verið í stjórn-
málum. Ég hef kannski verið svolítið tví-
skiptur að því leyti. Nú held ég að dyggðin
hafi orðið ofan á. En til að svara spurning-
unni beint, þá er ástæðan sú, að ég er búinn
að vera lengi í stjórnmálum, um 12 ár, og nú
verð ég að játa, að mér sýnist árangurinn af
því starfi vera raunalega lítill. Ég segi alveg
svikalaust, að ég hef lagt mikla vinnu í þing-
mennskuna - ef til vill meiri vinnu en sumir
aðrir. Árangurinn af þeirri vinnu hefur ekki
orðið sá, sem ég taldi í upphafi að hann gæti
orðið. Því finnst mér nú vera ástæða til að
staldra við og líta yfir sviðið.“
- Hversu mikil áhrif á þessa ákvörðun þína
hafði það, að Ólafur Jóhannesson ákvað að
fara fram aftur?
„Það er Ijóst að við Ólafur gátum ekki hætt
báðir í einu. Með ákvörðun sinni gaf Ólafur
mér tækifæri til að draga mig í hlé. Ef hann
hefði hætt hefði ég orðið að halda áfram
flokksins vegna.“
Engin vonbrigði
- Voru þér það vonbrigði að Ólafur skyldi
hætta við að hætta?
„Vonbrigði? Alls ekki. Engan veginn. Það
eru ekki til í mér sárindi vegna þess, síður en
svo. Þetta er mín eigin ákvörðun. Ég hafði
rætt þessi mál við Ólaf og gert honum grein
fyrir því, að ef hann færi fram, þá myndi ég
draga mig í hlé. Ég er fyllilega sáttur við að
draga mig í hlé núna.“
- Áttir þú von á að Ólafur gæfi kost á sér
aftur?
„Reyndar ekki. Hann sagði frá því á fundi
með stjórnum Framsóknarfélaganna í
Reykjavík í ágúst, að hann hefði ákveðið að
draga sig í hlé lok kjörtímabilsins. En ér
held að það.sé gotí fyrir flokkinn að hafa
Ólaf í efsta sæti hér í Reykjavík.
Mér þætti hins vegar fróðlegt að
sjá viðbrögðin, ef Ólafur byðist
til að taka éfsta sætið í kjördæmi
Tómasar eða Ir»gvars.“
- Það er vitað, að ákveðinn
hópur í Framsóknarflokknum,
stundum kenndur við Sölu-
nefnd varnarliðseigna
og Iscargo, eftir for-
sprökkum hópsins
(Alfreð Þorsteinssyni og
Kristni Finnbogasyni), gekkst fyrir undirsk-
riftasöfnun þar sem skorað var á Ólaf að gefa
kost á sér enn á ný. Var því beint gegn þér?
„Það er ekki hægt að segja það. Auðvitað
er ekki alltaf eining unt menn eða málefni í
Framsóknarflokknum frekar en í öðrum
flokkum. Ég hygg að það séu einhver öfl í
Framsóknarflokknum í Reykjavík, sem
- og því vil ég
staldra við og
hugsa minn
gang
myndu ekki styðja mig - þótt þau öfl séu
fámenn og lítil. Á meðan útlit var fyrir að
Ólafur gæfi ekki kost á sér, leituðu þessir
menn til Steingríms Hermannssonar um að
fara í efsta sætið í Reykjavík. Hann gaf engan
kost á því. Þá var hafin þessi undirskrifta-
söfnun til stuðnings Ólafi. Um hana hef ég í
sjálfu sér ekkert nema gott að segja - Ólafur
hefur það mikið persónufylgi í Reykjavík, að
hann er mikill styrkur fyrir listann.“
- Þú talar um að það hafi orðið lítill árang-
ur af þinni stjórnmálaþátttöku. Getum við
farið aðeins nánar út í það? Geturðu nefnt
dæmi?
„Dæmin eru vitaskuld fjölmörg. Verð-
bólgan veður áfram án þess að vörnum verði
við komið. Það er gleggsta dæmið. Eitt af
málum málanna, sem ég hef stundum nefnt
svo, er staða iðnaðarins. í mínum huga er það
alveg ljóst, að það þarf að gera meira fyrir
iðnaðinn, bæta stöðu hans gagnvart innflutn-
ingi. Til dæmis er ekki nema fullkomlega
eðlilegt að skrá gengi rétt. Það þarf að fella
niður ýmis gjöld sem á iðnaðinn í landinu eru
lögð og bæta aðstöðu þeirrar greinar. Ég hef
stundum staðið einn í stjórnarliðinu að viss-
um málum, samanber vörugjaldið, sem mér
tókst að vísu að fá lækkað. Annað dæmi er
launaskatturinn, sem lagður er á iðnaðarfyr-
irtæki - þar stóð ég líka einn stjórnarliða gegn
áformum ríkisstjórnarinnar. í stuttu máli
sagt: Það þarf að gera algjöra kerfisbreytingu
í efnahagsmálum, ef okkur á að takast að
rétta úr kútnum. Það er ekki hægt að halda
áfram að ákvarða fiskverð á sama hátt og nú
er gert. Það verður að koma í veg fyrir
stöðugar víxlhækkanir verðlags og launa. Á
almennu máli heitir það að taka vísitöluna úr
sambandi."
- Áttu við að þingmenn séu ekki til viðtals
um að gera nauðsynlegar breytingar?
„Það er lýðræðið, sem við komum að
núna. Blessað lýðræðið, sem er stundum sagt
vont stjórnarfar en samt það besta, sem við
höfum um að velja. Kannski hefur stjórn-
málalíf í landinu of mikið byggst á því að gera
alla ánægða og málamiðlanir einkenna
stöðuna. Það er auðvitað ekki hægt, ef ein-
hver raunverulegur árangur á að nást.“
Vík fyrir eldri mönnum!
- Ef þetta árangursleysi er aðalástæða fyrir
því að þú hættir nú beinni stjórnmálaþátt-
töku, hvernig stendur þá á, að þú hefur ekki
viljað gefa skýringar fyrr en nú?
„Ég hef sagt, að ég hafi ekki séð neina
ástæðu til að gefa opinberlega skýringar á
afstöðu minni. Allir eiga sitt einkalíf og ég hef
ekki séð, að mér bæri nein sérstök skylda til
að gefa þessar skýringar. Ég ætlaði mér aldrei
að gera stjórnmál að ævistarfi. Ég hef starfað
að stjórnmálum nú í allmörg ár og hef haft af
því bæði gagn og gaman. Lýðræðisins vegna
tel ég æskilegt, að sem flestir taki þátt í
stjórnmálastarfi. Svo hef ég stundum verið
að gantast með að undanförnu, að það sé
kominn tími til að ég víki fyrir mér eldri
mönnum! Og ég hef heyrt gárungana tala um
að þótt ég sé farinn þá muni ekki væsa um
listann í Reykjavík, hann sé í góðum höndum
Sölunefndarinnar og Iscargo. Auðvitað er
það alveg fráleitt og ekki mín skoðun.“
- Skyndilegt brotthlaup þitt úr ál-
viðræðunefndinni vakti talsverða athygli.
Hafði það má áhrif á akvörðun þína um að
fara ekki fram aftur?
„Nei. Enga. Álmálið er eitt af þeim málum,
þar sem maður verður að taka ákvörðun sam-
kvæmt eigin sannfæringu. Mér hefur þótt at-