Helgarpósturinn - 14.01.1983, Síða 10

Helgarpósturinn - 14.01.1983, Síða 10
10 _Helgai--------- Föstudagur 14. janúar 1983 /Inczti irinn Listuppgjör 1 982 Ósköp venjulegt miðlungsár Þar sem ég var starfandi sem listgagnrýn- andi Helgarpóstsins megnið af síðasta ári, finnst mér tilhlýðilegt að ég fjalli hér um helstu myndlistarviðburði ársins 1982. Árið í fyrra var ósköp venjulegt miðlungs- ár. Það er erfitt að benda á einn stóran listviðburð, á borð við þann sem gerðist 1981. Þar á ég við listaþingið á Hótel Sögu. Þó voru haldnar margar og merkilegar sýn- ingar, samsýningar og yfirlitssýningar, og nokkrar þeirra hljóta að teljast merkilegar. lenskri hugmyndlist á 8. áratugnum. Þá markaði tímamót sýningin „Thinking of the Europe", þar sem Helgi Þorgils Friðjónsson sýndi verk sín í hópi þýskra og hollenskra nýbylgjumálara. Yfirlitssýning- in á grafík og prentuðum bókum Dieter Roth var bæði þörf og tímabær. Hann var jú andlegur leiðtogi heillar kynslóðar ís- lenskra listamanna. Að endingu þótti mér vænt um að sjá svo persónulega og fallega sýningu og þeirra hjóna, Guðrúnar Þor- Það er ekki auðvelt að fara í saumana á myndlist síðustu ára, þegar hlaupinn er slík- ur ofvöxtur í sýningahald. Minnst opna þrjár sýningar á viku. Vandinn er að hafa yfirsýn yfir þennan fjöldaog greina milli þess sem markvert telst og hins sem þynnra er í roðinu. Notist menn ekki við flokkun- arkerfi af einhverju tagi, ruglast þeir í rím- inu. Því tíni ég til nokkrar sýningar og flokka þær eftir helstu sýningarsölum borg- arinnar. Á Nýlistasafninu voru a.m.k. 4 sýningar, sem telja verður eftirtektarverðar. Hol- lenska farandsýningin Personal Worlds, með þá Sigurð Guðmundsson og Hrein Friðfinnsson innanborðs, var kannski ekki svo nýstárleg, en veitti góða mynd af hol- kelsdóttur (Rúnu) og Kees Visser, sem hald- in var síðla sumars. Norræna húsið hélt á síðasta ári sýningu á verkum 7 ungra myndlistarmanna og var það merkilegt framtak, enda var sýningin að mörgu leyti fersk. Þá sýndi Erró þar ný málverk í haust og var það fjölsótt sýning eins og vænta mátti. Af erlendum sýningum hússins má nefna athyglisverða höggmynda sýningu Danans John Rud, á listahátíð,og merkilega sýningu Svíans Erland Cullberg og PeterTillberg. Þá er vert að geta einkar fallegrar grafíksýningar þýsk-sænsku lista- konunnar Helmtrud Nyström. A Listasafni tslands var haldin ágæt sýn- ing á mannamyndum íslenskra málara í byrjun ársins. Þá var yfirlitssýning safnsins á verkum Jóns Þorleifssonar góð og gagn- merk. Ekki má skilja við Listasafnið án þess að minnast á sýninguna á grafíkmynd- um hins frábæra danska málara, Asger Jorn. Yfirlitssýningin á verkum Kristins Pét- urssonar, þessa merkilega einfara, var besta sýning Listasafns alþýðu. Þá hélt safnið sýningu á smáverkum Nínu Tryggva- dóttur og var það dálítið vafasamur sparðatíningur á uppsprengdu verði. Þó stendur Nína heitin alltaf fyrir sínu, þótt réttara hefði verið að heiðra minningu hennar með veglegri yfirlitssýningu. Meðal þess merkasta sem Listmunahúsið sýndi, voru ný málverk eftir Tryggva Ólafs- son og „NÓVEMber“, verk 8 listamanna úr félagsskapnum SÚM. Þá var hin stóra sýn- ing á verkum Gunnars Arnars, fyrr á árinu, mjög athyglisverð. Gunnar Öm sló þó fremur í gegn á Kjar- valsstöðum, þegar hann sýndi nýja hlið á sér, á sýningu Listmálarafélagsins. Hélt hann sýningunni uppi, en „perla" þeirrar sýning- ar var eigi að síður Svavar Guðnason. Vert er að geta afbragðsframlags Kristjáns Da- víðssonar á fremur lúinni Septem-sýningu, einnig að Kjarvalsstöðum. Hann var sá eini sem var virkilega í essinu sínu. Annars var einhver athyglisverðasta sýn- ing hússins yfirlitssýningin á verkum Ragn- heiðar Jónsdóttur Riem og var hún óvenju fáguð og vel úr garði gerð. Merkilegt var einnig að sjá risasýningu Magnúsar Tómas- sonar á listahátíð. Önnur hamhleypa var Bragi Ásgeirsson, sem fyllti vestursalinn af nýjum myndum. Fyrr á árinu hélt Steinunn Thorvaldsen-sýningin að Kjarvals- stöðum - trúlega sýning ársins. Þórarinsdóttir skínandi höggmyndasýningu á gangi hússins og verður að telja hana í flokki bestu einkasýninga staðarins. Að endingu vil ég geta Thorvaldsens- sýningarinnar. Kannski var hún „sýning ársins 1982“. Ekki er það vegna þess að ég hafi svo miklar mætur á þessu „óskabarni" ný-klassísku stefnunnar, heldur hins, að dönskum arkítekt,Spren Sass, tókst að gera Kjarvalssal að sýningarhæfu plássi. Slíkt gengur kraftaverki næst og því verður að telja þessa sýningu með þeim bestu, ef ekki þá bestu á liðnu ári. Megi uppsetningin verða íslenskum hönnuðum fordæmi. Ekkert afrekaár Árið 1982 var ekkert sérstakt afrekaár f sögu íslenskrar leiklistar. Engar verulega eftiraiinnilegar sýningar komu fram í leikhúsum Reykjavíkur fyrr en undir árs- lok, þegar Þjóðleikhúsið sýndi Jómfrú þessar sýningar get ég ekki látið hjá líða að nefna örfá atriði sem mér þykja fróðleg til samanburðar. Eins og vænta mátti er leikur í Þjóðleikhússýningunni jafnari og almennt betri en í Akureyrarsýningunni; ég vil hér Ragnheiði, leikgerð Bríetar Héðinsdóttur á Skálholti Kambans. Þetta er í öllum megin- atriðum sama verk og Jómfrú Ragnheiður hjá Leikfélagi Akureyrar, sem tilnefnd var leiklistarviðburður ársins 1981 hér í Helg- arpóstinum í fyrra. Þar sem ég sá báðar einkum nefna nöfn þeirra Gunnars Eyjólfs- sonar, Helgu Bachmann, Kristbjargar Kjeld og Erlings Gíslasonar, sem öll skila hlutverkum sínum með ágætum. Á hinn bóginn virtist mér myndræn skírskotun leiksins, samspil lýsingar, lita, staðsetn- inga, leikmyndar og svo tónlistar, mun hnitmiðaðri og áhrifameiri á hinu litla og viðfelidna leiksviði þeirra norðanmanna en í Þjóðleikhúsinu. Leikfélag Akureyrar hef- ur raunar engan bilbug látið á sér finna á árinu; á liðnu vori bárust þaðan fréttir af vel heppnaðri sýningu á Þremur systruwi Tsjekhovs og nú í nóvember gistu Akur- eyringar Þjóðleikhúsið með haganlega út- gáfu á Atómstöð Laxness. Það á óefað drjúgan þátt í velgengni L.A. að félagið hefur verið óhrætt við að fá til liðs við sig nýja krafta, bæði unga leikara héðan úr höfuðstaðnum og fremur óreynda leik- stjóra sem sumir hafa náð ágætum árangri og rýmt svo til fyrir öðrum. Eitt af því sem stendur reykvísku stofn- analeikhúsunum fyrir þrifum er tilhneiging manna til að festast innan þeirra um leið og þeirerukomnir þarinn fyrir dyr; verða eilífir augnakarlar í störfum leikara og jafnvel leikstjóra, enda þótt þeir sýni sjaldan eða aldrei ýkja eftirtektarverð vinnubrögð. 1 heilbrigðri leikhúspólitík gætir í senn festu og sveigjanleika, þó að þar verði að taka mið af öllum aðstæðum; og eins og málum er háttað á tímum óvissu og leitar, þegar nýir kraftar eru teknir að leita að framrás, er sveigjanleikinn, kjarkur leiklistarstofn- ana til að veðja á nýja liðsmenn, taka líst- ræna áhættu og veita ungu fólki raunhæf tækifæri, mikilsverðari en íhaldssemin. A árinu 1982 urðu merk tímamót í sögu óperuljstar hér á landi, þegar til starfa tók íslenák ópera. Frumsýning Silkitromm- unnar eftir Atla Heimi Sveinsson var einn þeirra leik- og tónlistarviðburða sem hvað meata athygli vöktu og kunnu margir^agn- rýnendur og áhorfendur sér vart læti af hrifningu. Thor Vilhjálmsson sýndi raunar fram á í blaðagrein að óperan er samin upp úr leikriti eftir japanska skáldið Yukio Mis- hima, en ekki fornum Nó-leik, eins og mátti skilja á kynningu verksins fyrir frumsýn- ingu þess. Nafn Mishima var hvergi nefnt í sambandi við sýningu Silkitrommunnar, fyrr en Thor vakti athygli á uppruna henn- ar, og er sú vanræksla lítil virðing við hinn látna japanska höfund. SJOPAKI* Föstudagur 14. janúar 20.35 Á döfinni. Á nöfinni, á nöfinni, er nytsam- legt að vera, syngur Birna Hrólfsdóttir. 20.45 Skonrokk. Islenskur dægurlagaþáttur með erlendum kröftum og innlendum kynnum eða kinnum. Auglýsingar frá hljómplötuauðvaldinu. 21.15 Kastljós. Bogi Ágústsson og Ólafur Sig- urðsson skeggræða og skrafa um tíðina og í gegnum hana. 22.15 Hinsta flug arnarins (Le dernier vol de I' aigle). Svissnesk sjónvarpsmynd, árgerð 1980. Leikendur: Bernard Fresson, Jean- Marc Bory, Béatrice Kessler, Véronique Alain. Leikstjóri: Jean-Jacques Lagrange. Braskari hyggst byggja gláesihús og flug- völl uppi í fjöllum og nærliggjandi og sitj- andi (búar, svo og grænfriðungar leggjast hart á móti því. Peir, sem lágu fyrir. Góð tilbreyting. Við fáum væntanlega að sjá snjó, sem hefur ekki sést hér I manna minni mæli en nú. Laugardagur 15. janúar 16.30 Iþróttir. Bjarní Fel er enn trúr slnum yfir- mönnum. Hann fer hvergi, enda er hlíðin fögur: skíðamyndir. 18.30 Steini og Olll. Fyrsti þátturinn olli töluverð- um vonbrigðum. Hvað gerir þessi? 18.50 Enska knattspyrnan. Þetta líka. Ekkert gaman. 20.30 Löður. Bandariskur sakamálamynda- flokkur í æsispennandi kaflaþáttum um syndir feðranna og vonir barnanna. Allt er þetta léttvægt. 21.00 Ódauðlegi maðurinn (The Immortal). Bandarísk sjónvarpsmynd, árgerð 1969. Leikendur: Christopher George, Barry Sullivan, Carol Lynley, Ralph Bellamy. Leikstjóri: Joseph Sargent. Prýðilegasta mynd um ungan mann, sem hefur eitthvert efni í blóðinu, þannig að hann hvorki eldist né fær sjúkdóma. Hann verður því að sjálf- sögðu hundeltur. Ekkert má maður. 22.15 Nýérskonsert frá Vínarborg. Lorin Ma- azel stjórnar fílharmóníusveitinni, sem blæs ranalög eftir Jóhann Strauss. Fíla- ballettinn kemur líka fram og dansar. Sunnudagur 16. janúar 16.00 Sunnudagshugvekja. Bragi Skúlason séra segir fréttir að handan. 16.10 Húsvindar og hestamenn. Ómar Ragn- arsson fær nokkra hestamenn í lið með sér og flýgur norður Kgól í leit að íslenskum hestum. Þeir enda í Þýskalandi og þar finna þeir helling. 17.00 Listbyltingin mikla. Fyrsti þáiiur nýs flokks. Vilmundur Gylfason segir frá hinni tæknivæddu paradis frá 1880-1914. 18.00 Stundin okkar. Skemmtilegt? Ekki skemmtilegt? 20.35 Sjónvarp næstu viku. Alheimsvitundin kallar. 20.50 Glugginn. Áslaug Ragnars guðar á glugga menningarinnar. Hvílíkt og annað eins. 21.30 Landið okkar. Kyrralilsmyndir fyrir hreyfimyndamiðil. Um norðurströnd Breiðafjarðar. 21.50 Kvöldstund með Agötu Kristí. Nýr flokkur. Fyrsta smámyndin i þessum smá- myndaflokki heitir Óánægði hermaður- inn. Michael Aldridge leikur aðalhlutverkið og Cyril Coke (and Pepsi) stjórnar. Óvænt- ur endir. IITVAKP Föstudagur 14. janúar 7.10 Gull í mund. Gefur morgunstund og helgi- stund með Stebba og stelpunum. 9.05 Llf. Það er dásamlegt sagði læknirinn og skrifaði um það bók. Barnasaga ættuð frá frændþjóð. 10.30 Mér eru fornu minnin kær. Einarfrá Her- mundarfelli leiðir okkur í leyndardóma for- tiðarinnar. Konur með blæjur í ókunnum löndum, flótti undan vondum eiginmanní (þá var ekkert kvennaathvarfið) o.s.frv. 11.30 Frá Norðurlöndum. Frændafréttir og vina. Þeir eru sjálfum sér verstir. 14.30 Tunglskin í trjánum. FerðaminningarSig- gvalda Hjálmarssonar frá Indiandi. Skemmtun góð. 17.00 Með á nótunum. Ragnheiður Davíðsdóttir leiðbeinir ökumönnum i gegnum umferðar- hnúta helgarinnar. Ekki niður Laugaveg- inn, heldur út Hringbrautina, en þó ekki fyrr en ég er kominn heim. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thorodd- sen kynnir það helsta, sem fyrir augun ber. 23.00 Kvöldgestir. Jónas er alltaf jafn skemmti- legur. Eru aðrir eins skemmtilegir og Vigdís? 01.10 Á næturvaktinni. Sigmari Bent - a - Sili. Laugardagur 15. janúar 9.30 Óskalög skurðlæknanna. Lóa Guðjóns- dóttir kynnir okkur nýja skurðstofutækni. 11.40 Hrímgrund. Hann hrímar úti og inni í hjarta mannsins, þess er býr í helli sínum. 15.10 I dægurlandi. Svavar Gests rifjar upp gömul og góð dægurlög frá þvi að hann var ungur og spilaði á trommur. 16.40 íslenskt mál. Alltaf Jón Aðalsteinn. Er enginn annar með þennan þátt? Hann er sosum ágætur. 18.00 Svartnættis-húmor i Ijóðrænum ram- ma. Ásgeir R. Helgason les eigin leirburð. 19.35 Átali. Kjaftatífur þessar piur. Ég er islensk- ur karlmaður. 20.30 Kvöldvaka. Sögur og þjóðhættir. 21.30 Hljómplöturabb. Þorsteinn Hannesson siglir á milii skers og Báru. Covent Garden er löngu liðin tíð. Ekki var það nú verra. 23.00 Laugardagssyrpa. Mikið eru þeir nú fynd- nir og sniðugir og skemmtilegir og guð má vita hvað þessir strákar. Ég gæti bara sof n- að.ZZZZzzzz Sunnudagur 16. janúar 10.25 Út og suður. Friðrik Páll Jónsson skrepp- ur enn. Hann fer að verða hálfgerður Skreppur seiðkarl. 11.00 Messa. Nú eru það Breiðhyltingar i Selja- sókn með skeggprestinn í broddi fylkingar. 13.10 Frá liðinni viku. Fróðlegur þáttur segja þeir hjá vini okkar Páli Heiðari. Gott hjá stráknum i risherberginu. 14.15 Það líður skjótt að aftanstund. Æviskeið og ellliár í íslenskum bókmenntum. Guðjón B. Baldvinsson og Baldur Pálmason segja okkur æringjasögur. 15.15 Nýir söngleikir á Broadway. Ámi Blandon syngur i tiunda sinn. Tekst honum að meika það? 16.20 Frönsk tónlist síðari tíma. Guðmundur Jónsson píanisti segir frá i síðara sinn. Sunnudagserindi. 18.00 Það var og. Stelpurnar segja að hann sé sætur. Svo getur hann líka veriö skemmti- legur. Aumingja Þráinn Bertelsson. 19.25 Veistu svarið? Já og nei. Guðmundur Gunnarsson dæmir. 21.30 Kynni mín af Kína. Ragnar Baldursson segir molbúasögur af sjálfum sér og vinum sínum. Skemmtileg frásögn. 23.00 Kvöldstrengir. Hilda Torfadóttir frá sveitarbænum segir frá. Rúvak. IrtWf em

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.