Helgarpósturinn - 14.01.1983, Page 15
u ^ ________
irinn Föstudagur 14. janúar 1983
15
Bókmenntir 11
með henni skipað sér á bekk með fremstu
rithöfundum þjóðarinnar.
Viöurkenndir höfundar
Svo sem getið var hér að framan er ekki
mikið um bækur eftir miðaldra höfunda.
Hér skal þó getið þriggja bóka sem allar
sæta nokkrum tíðindum og eru eftir höf-
unda sem hlotið hafa nokkra viðurkenn-
ingu fyrir fyrri verk sín.
Það eru vissulega meiriháttar tíðindi að
nú kom út nýtt smásagnasafn eftir Svövu
Jakobsdóttur. Er full ástæða að bjóða hana
aftur velkomna á ritvöllinn og án þess að ég
ætli að leggja nokkurt mat á störf hennar á
Alþingi kann ég betur við að vita af henni
við skrifborðið og vona að framtíðin leiði
enn betur í ljós en þessi bók gerir að Svava
eigi enn eftir að auðga bókmenntir þjóðar-
innar. í smásagnasafninu Gefið hvort öðru
eru aðferðir og efnistök í flestum sögunum
kunnugleg frá fyrri sögum Svövu en í
nokkrum þeirra kveður við nýjan tón sem
forvitnilegt verður að fylgjast með.
Ritun sögulegra skáldsagna hefur ekki
verið sérlega mikil í seinni tíð. Fyrir því má
sjálfsagt finna margar ástæður sem ekki
verða raktar hér, en nefna má að það hefur
beinlínis verið áberandi stefna hjá mörgum
höfundum að beina sjónum sínum að sam-
tíðinni og taka málefni hennar til meðferð-
ar. Njörður P. Njarðvík sendi frá sér at-
hyglisverða sögulega skáldsögu sem gerist á
17. öld og gerist við ísafjarðardjúpog bygg-
ir á atburðum sem segir frá í Píslarsögu Jóns
Magnússonar en sjónarhornið er feðganna
sem verða fórnarlamb galdraofsóknanna.
Um leið og höfundur kallar fram tíðaranda
og andrúmsloft liðins tíma minnir sagan á
misnotkun valds og ofsóknir á öllum
tímum.
Að lokum skal hér nefnd hin kostulega
saga Guðbergs Bergssonar, Hjartað býr
enn í helli sínum. Sagan er nútímasaga úr
Reykjavík þar sem á fruntalegan en
meinfyndinn hátt er hæðst að lífsmynstri og
hugmyndum nútíma íslendinga. Hér nýtur
hin ótrúlega stílsíþrótt Guðbergs sín vel og
er skotið bæði lausum og föstum skotum í
allar áttir og hefur margan undan sviðið. í
þessari sögu sameinar Guðbergur ótrúlega
næmt auga fyrir smáatriðum í fari fólks,
lýsingu á firrtu fólki í nútímasamfélagi og
fádæma hugmyndaauðgi stíls síns. Þessi
bók er að mínu áliti ein af þeim bestu frá
síðasta ári.
Að lokum langar mig að geta um eitt
einkenni á skáldverkum síðasta árs. Það er
að í ótrúlega mörgum bókum er skilnaður
fólks að einhverju ieyti söguefni. Skilnaður
er vissulega þjóðfélagsfyrirbæri sem skapar
eða er afleiðing margskonar vandamála og
þau virðast sífellt fara vaxandi ef marka má
tölur um skilnaði. Það er því ekkert undar-
legt þó að þetta þjóðfélagsfyrirbæri (mein
myndu víst sumir segja) sé tekið til
meðferðar í bókmenntunum. Á hinu átta
ég mig ekki hversvegna þetta er svona áber-
andi einmitt á síðasta ári. Er það tilviljun
eða ræður eitthvað annað? Hver veit nema
að það fáist einhverntíma svör við þessu.
En þau eru ekki á reiðum höndum nú.
Ekki fæ ég séð að neina sameiginlega
niðurstöðu megi draga af þessum skiln-
aðarverkum, flestar eru lýsingar á ástandi
en leggjast ekki djúpt í að greina rætur
vandans. Hér verður ekki farið lengra út í
þessa sálma en má vera að þetta verði skoð-
að betur síðar.
Ljóðagerð
Á undanförnum árum hefur oft verið
haft á orði að mikil gróska sé í ljóðagerð,
einkum meðal ungs fólks. Þetta er að mínu
áliti alveg rétt. En nú bregður svo við að á
síðasta ári er fremur fáskúðugt um að litast í
garði ljóðlistarinnar. Að sönnu er gefið út
töluvert af Ijóðabókum. Eftir þeim bóka-
listum sem ég hef sýnist mér að nýjar ljóða-
bækur séu eitthvað á fimmta tug. Er ég ekki
frá því að það sé nokkur fækkun frá fyrri
Framhald á bls. 17.
A PESSUM KEMSTU
TILVINNU
PRAITFYRIR
OFÆRE3NA
Harm er framhjóladrifinn með framúrskarandi áksturseiginieika, og sé hann vel búinn til vetraraksturs ferðu
aHra þinna ferða á honum í isienskri vetrarófærð.
smi-sábiIu—i
TÖGGURHK
SUB
UMBOUO
MLDSHÖFÐA 16, SHMH 81530