Helgarpósturinn - 14.01.1983, Side 19
trjnn Föstudagur 14. janúar 1983
19
Max Euwe
Þegar Max Euwe lést í fyrra-
haust rúmlega áttræður að aldri
átti skákheimurinn á bak að sjá
einum merkasta manni sínum á
þessari öld. Þar fór ekki aðeins
svipmikill skákmaður sem hafði
verið kóngur í skákheimi um
skeið og forseti alþjóðasambands
skákmanna á erfiðri tíð, heldur
afkastamikill rithöfundur skákar-
innar fyrr og síðar - og þar að
auki ljúfmenni sem var vinsæll
hvarvetna og átti sér naumast
nokkurn óvildarmann.
Euwe tókst að skila ágætu ævi-
starfi á tveimur sviðum. Hann
gekk menntabraut, iagði stund á
stærðfræði og lauk þar doktors-
prófi 25 ára gamall. Síðan gerðist
hann kennari og kenndi stærð-
fræði, aflfræði og stjörnufræði
um langt skeið f fæðingarborg
sinni Amsterdam. Á sextugsaldri
fór hann að leggja stund á tölv-
ufræði og varð einn fremsti
fræðimaður Hollendinga í þeirri
grein. Hann var forstöðumaður
rannsóknarstöðvar Hollands í
tölvufræðum og prófessor við tvo
hollenska háskóla í sömu grein-
um þar til hann varð að láta af
störfum sakir aldurs.
Skák
eftir Guðmund Arnlaugsson
Euwe ritaði mjög mikið um
skák. Bækur hans skiptu tugum
og greinarflokkur hans „Skák
mánaðarins" birtist í skák-
tímaritum um allan heim. í ritum
hans koma einkenni hans vel
fram: skýrleiki í framsetningu,
rökvísi og skiplagningargáfa. Það
er með ólíkindum hve miklu
hann hefur komið í verk. Hann
hrósaði íslensku skákmönnum
•mjög, ekki síst Guðmundi Pálm-
asyni sem þá var ungur mennta-
skólanemi og taldi hann líklegan
til stórræða í skákinni - spádóm-
ur sem ekki er ósennilegt að hefði
ræst, hefði Guðmundur ekki
tekið vandasamt starf sitt fram
yfir skákina. Ég kynntist Euwe
nokkuð þann tíma sem hann
dvaldist hér og ágóðar minningar
um þau kynni. Eg átti viðtal við
hann í útvarpi. Þar spurði ég
hann m.a. um hvaða taflmeistara
hann teldi mestan af þeim sem
hann hefði kynnst. Hann hikaði
ekki við svarið: Emanúel Lask-
er. Þetta varð mér minnisstætt,
því að ljóminn af afrekum Aljek-
íns var enn svo mikill á þessum
árum að manni fannst enginn
komast til jafns við hann.
Af þessum borgaralega lífsferli
gæti hver maður verið sæmdur.
En Euwe átti sér annan feril ekki
síður glæsilegan í heimi skákar-
innar. Machgielis, eins og hann
var skírður, þótt það væri seinna
stytt í Max, lærði ungur að tefla
og þótti efnilegur án þess þó að
vera undrabarn. Tvítugur var
hann orðinn fremsti skákmaður
Hollendinga. Hann gat ekki
tekið jafnmikinn þátt í skák-
mótum og ella sakir vinnu sinnar,
en hann tefldi einvígi við ýmsa af
fremstu meisturum samtíðar
sinnar, m.a. við Aljekín er sigr-
aði hann afar raumlega sama árið
og hann vann heimsmeistara-
titilinn af Capablanca. Hér er
ekki rúm til að rekja sigra Euwe á
þessu tímabili. En 1935 er hann
kominn það langt á framabraut-
inni að landar hans efna til lands-
söfnunar til þess að hann geti teflt
við Aljekín. Fáir munu hafa gert
sér vonir um það í alvöru að
Euwe myndi sigra, en menn þótt-
ust vissir um að hann myndi
standa sig sómasamlega. En svo
gerðist hið óvænta: í einu tvísýn-
asta og best teflda einvígi um
heimsmeistaratitilinn vinnur
Euwe sigur, hann vann 9 skákir,
Aljekín 8, en 13 lauk í jafntefli.
Þetta vakti feikna athygli, á einni
nóttu var Euwe orðinn þjóðhetja
Hollendinga. í þessu sem öðru
sýndi Euwe sig góðan dreng,
hann gaf Aljekín tækifæri á nýju
einvígi eftirtvö ár(íþau21 ársem
Aljekín var heimsmeistari tefldi
hann aðeins fjórum sinnum um
titilinn). Og þá sigraði Aljekín.
Bæði þessi einvígi eru mjög vel
tefld, og merkileg að því leyti að
úrslitin úr báðum komu á óvart.
Það er vandi að velja eina skák
til að sýna taflmennsku Euwe. Ég
ætla að taka skák gegn Keres. Sá
mikli sóknarsnillingur velur
hvassa byrjun gegn franskri vörn
Euwe og er fróðlegt að sjá rök-
vísa taflmennsku Euwes, hvernig
hún leiðir til fallegrar sóknar.
KERES EUWE
Franskur leikur, Zandvoort 1936
1. e4-e6
2. d4-d5
3. e5-c5
4. Rf3-cxd4
5. Dxd4
Nimzovitsch og Keres beittu
þessari aðferð stundum. Nimzo-
vitsch lék þá oft 5. Bd3 eða jafn-
vel 4. Dg4 og fórnaði drottning-
arpeðinu.
5.....Rc6
6. Df4-f5
Um þetta segir Euwe: með þess-
um leik festir svartur peðamiðj-
una til þess að geta lokið
hervæðingu án hindrana. Hvass-
ara en hættulegra var 6.-f6.
7. Bd3-Rge7
8. 0-0-Rg6
9. Dg3-Be7
10. Hel-O-O
Hvítur hefur ofurvaldað peðið á
e5 í anda Nimzovitsch.
11. a3-Bb8!
Engan einstrengingshátt! Riddar-
anum er ætlað að fara leiðina b8-
d7-c5-e4, en að vísu kemur ekki
til þess.
12. Rbd2-a5
13. Rb3-Ra6
14. a4
Svartur hótaði að leika a5-a4 og
síðan Ra6-c5-e4. Hvítur gat hin- .
draðþað með 14. Bxa6, en það er O
auðskilið að Keres er sárt um i_/
Spilaþraut helgarinnar
S G-9
H 4-3-2
T Á-K-8-6-2
L D-5-4
sSD-10-8-6 S7-5-4-3
H D-10-8 H 9-7-6-5
T G 7-5-4 T D
LK-8 LG-10-7-6
S Á-K-2
H Á-K-G
T 10-9-3
L Á-9-3-2
Suður vinnur sex grönd. Vest-
ur lætur tígul fjarka.
Lausn á bls. 23
T
Pottþétt pasta
...upp upp mín sál og allt mitt geð,hjarta og ristill
fylgi með... fyrst ekki er um að ræða að leggjast í
algjöran dvala þar til óverðrinu slotar er best að
byrgja það úti um sinn með því að loka að sér inni í
eldhúsi og fremja nornaseið yfir spaghettípottin-
um... upplagt þar sem spaghettí minnir á orma...
mæli ég um og legg ég á að rammvillt sálin rati
aftur til móðurhúsanna og hrakin og hrelld sólin
sleppi úr skoltum úlfsins Skolls og láti miskunnar-
ljós sitt skína svo vér megum loksins loksins fagna
náttúrunnar jólum með styrku og glöðu hjarta...
Reyndar hermdi mér spakur maður í einni
lægðarmiðjunni á dögunum að bandarískar rann-
sóknir þættust hafa leitt í ljós að fólk hugsaði
óvenju skýrt fyrir áhrif nærliggjandi lægða. Það
þykir mér undarlegt, nema þær rannsóknir hafi
t.a.m. átt sér stað í mollulegum Suðurríkjunum.
Þá er skiljanlegt að hvers kyns vindstrókar valdi
mönnum innblæstri. En almennt má ætla að
staðviðri stuðli að hugarfestu en misviðri að mis-
lyndi og rótleysi hugans. Aumingja við... En nóg
af sjálfsvorkunnsemi. í pottinn með spaghettíið.
Pasta í ótal stærðum og geröum
Spaghettí og makkarónur er það fyrsta sem fólki
dettur í hug þegar ítalskan mat ber á góma. Hvort
tveggja fellur undir það sem ítalir kalla pasta.
Orðið pasta merkir einfaldlega deig (sbr. páte á
frönsku) sem er búið til úr hveiti, vatni, salti, feiti
og oftar en ekki eggjum.
Talið er að sumar pastategundir eigi sér æva-
langa sögu. Hversu langa er ógerlegt að skera úr
um, en það er fyrst nefnt í matreiðslubók frá 13.
öld. Sumar sagnfræðilegar heimildir herma að það
sé mörg þúsund ára gamalt, eða allt frá því um 5
þúsund árum f. Krist. Alltént hafa ítalir reynt að
halda saman öllum heimildum um þennan vinsæla
þjóðarrétt, hafa m.a.s. reist sérstakt spaghettísafn
í Pontedassio á ítölsku rívíerunni, Museo Storico
degli Spaghetti.
Munurinn á spaghettíi og makkarónum er eink-
um sá að spaghettíið er þétt í sér en makkarónurn-
eftir Jóhönnu Sveinsdóttur
ar holar. Orðið spaghettí merkir fyrir víst þræðir,
en uppruni orðsins makkaróna er óviss. Sumir
álíta að það sé komið af gríska orðinu makar sem
þýðir hamingjusamur. Aðrir telja að það reki rót
sína til latnesku sagnarinnar maccare sem merkii
að hamra eða slá.
En ítalir framleiða miklu fleiri pastategundir en
spaghettí og makkarónur. Þarlendis er hægt að
kaupa í verslunum hátt á annað hundrað pastateg-
undir. Þær bera margar hverjar skemmtileg nöfn í
ætt við lögun sína, s.s. capelii d’ angelo (englahár),
capelli de prete (prestahattar), conchiglie (snigla-
hús), creste de galli (hanakambar), farfalle
(sumarfuglar), lingue di passeri (spörvatungur),
lumache (sniglar), mustaccioli (lítil yfirvara-
skegg), occhi di lupo (úlfaaugu), ricciolini (litlar
krullur), stelle (stjörnur), stivaletti (lítil stígvél),
vermicelli (litlir ormar) og ziti (brúðgumar).
í búðum hérlendis má alltént fá auk venjulegs
spaghettís gnocchi, makkarónur sem rninna á
kuðunga, pcnne, fjaðurpennaodda, lasagne, stór-
ar pastaplötur sem eru soðnar fyrst og síðan
bakaðar í ofni með sósu og osti, farfallc, surnar-
fugla, tagliatelle, núðlur sem einnig eru nefndar
fettuccine eða bandspaghettí. { búð Náttúrulækn-
ingaféiags íslands oge.t.v. fleiri stöðum er hægt að
fá bandspaghettí úr heilhveiti. Og að lokum verm-
icelli, fíngerða spaghettíþræði sem mikið eru not-
aðir í súpur.
Pastasósurnar geta verið enn fjölbreytilegri en
pastategundirnar sjálfar. Allir þekkja sjálfsagt
spaghetti alla Bolognese,spaghettí með nauta-
hakksstyrktri tómatsósu, en allt eins má nota út í
tómatsósuna kjúklingakjöt, fisk, skelfisk eða
grænmeti eingöngu, svo fátt eitt sé nefnt. En ítalir
borða einnig olíusósur og kotasælusósur ineð
pasta. Semsagt, sósuna má ætíð aðlaga dyntum og
fjárhag.
Hinir matgírugu Italir borða pasta yfirleitt í
forrétt, en ég geri nú ráð fyrir að flestum okkar
henti það betursem aðalréttur ásamt góðu brauði,
og þá e.t.v. eftir að hafa gætt okkur á léttu hrá -
salati.
Hér á eftir fara nokkrar þekktar sósuuppskriftir
sem má svo sem borða með hvers kyns spaghettíi
eða makkarónum, þótt þær beri e.t.v. samkvæmt
ítalskri matargerðarhefð nöfn tiltekinna pastateg-
unda. En fyrst ber að huga að suðu pastans sjálfs.
Alúð skal sýna við pastasuðu
Mauksoðið pasta er ekki sérlega girnilegt. ítalir
vilja hafa það al dente, þannig að tennumar finni
mótstöðu þegar bitið er í það. Því er gott að hafa
eftirfarandi í huga: <
1. Hitið ríflegt vatn í stórum potti, gjarnan 11 af
vatni fyrir hver 100 g af pasta.
2. Setjið u.þ.b. 1 tsk. af saíti út f vatnið þegar
suðan er komin upp.
3. Setjið gjarnan 1 msk af olíu út í vatnið, þá
festist pastað síður saman.
4. Setjið pastað út í sjóðandi vatnið. Reiknið með
u.þ.b. 70 - 100 g á mann, en það fer eftir því
hversu matarmikil sósan er.
5. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningunum utan á um-
búðunum, en hyggilegast er að víkja ekki frá
pottinum á meðan, heldur gæta þess að pastað
sjóði við jafnan hita og sé á stöðugri hreyfingu.
Því getur verið gott að hræra í því jafnt og þétt
með trégaffli.
6. Þegar pastað er soðið hellið þið því í sigti og
látið vatnið renna vel af því. Gott er að setja
smjörklípu út í pastaskálina, með því móti fest-
ist það síður sarnan, jafnvel þótt það standi
dálítið.
Ragú Alla Bolognese
Þessi þekkta sósa fer vel með hvers kyns pasta.
Uppskriftin er handa 4-6.
50 g reykt svínaflesk (mó sleppa)
1 laukur
1 lítil gulrót
1 sellerístöngull
1 hvítlauksgeiri
2 msk smjör
200 g nautahakk
1 dl kjötkraftur
1 dl rauðvín
1 dós niðursoðnir tómatar (450 g)
1 msk söxuð steinselja (eða 7; msk þurrkuð)
1 tsk orcgano
ögn af múskati
salt og pipar
50 gr. sveppir
1 dl rjómi (má sleppa)
1. Skerið skinkuna í ræmur, sakið laukinn smátt,
skerið gulrótina í þunnar sneiðar og
sellerístöngulinn einnig, merjið hvítlaukinn.
Hitið olíuna í potti og léttsteikið framantalið
hráefni upp úr henni í 4-5 mínútur, en án þess
að það brúnist.
2. Setjið kjöthakkið út í pottinn og hrærið í þar til
hakkið hefur brúnast lítillega. Hellið þá kjöt-
krafti rauðvíni út í pottinn og látið malla víð
vægan hita í u.þ.b. stundarfjórðung.
3. Hellið nú tómötunum út í og kryddið með
steinselju,ore6ano, múskati, salti og pipar, og
látið sósuna sjóða í hálftíma til viðbótar. Gætið
þess að hún þorni ekki um of, e.t.v. getur
reynst nauðsynlegt að bæta út í hana meiri
kjötkrafti eða rauðvíni meðan á þessari suðu
stendur.
4. Hreinsið sveppina, skerið þá í sneiðar og setjið
út í pottinn. Bætið rjóma út í, ef vill. Látið
sósuna sjóða enn í 5 - 10 mín.
Tagliatelle meö Kotasælu
Afar fljótleg pastasósa handa 4-6. ítalir nota
parmesanost út á pasta. Sá ostur er þurr og nokk-
uð bragðsterkur, ævinlega mjög fínt rifinn. Hann
fæst í sumum verslunum hérlendis í litlum
staukum eða pokumt-d. í Austurveri við Háa-
leitisbraut). Annars má að sjálfsögðu nota hvers
kyns ost.
25 g smjör
100 g beikon, skorið í ræmur
200 g kotasæla (1 dós)
50 g riflnn (parinesan)ostur
Steikið beikonræmurnar í smjörinu. Deilið kota-
sælunni á diskana. Látið renna vel af pastanu og
deilið á diskana, þá beikoninu, og stráið að lokum
rifnum osti yfir.
Tagliatelle meö kræklingum, sardín-
um og papriku
Fljótleg og fremur matarmikil sósa handa 4-6.
1 saxaður laukur
2 msk ólífuolía
6 sardínur 1
1 dós niðursoðnir tómatar (450 g)
2 grófsaxaðar grænar paprikur
1 marið hvítlauksrif
1 dós niðursoðnir kræklingar (150 g)
Léttsteikið saxaðan laukinn í olíunni. Hellið tóm-
ötum og sardínum út í pottinn. Látið sjóða við
vægan hita með loki í 5 mín. Setjið saxaðar paprik-
urnar og marinn hvítlaukinn út í og látið sjóða í
15-20 mín. til viðbótar. Hellið vökvanum af krækl-
ingunum, setjið þá út í sósuna og látið þá gegn-
hitna. Berið sósuna fram ásamt heitu pastanu,,
brauði og rifnum osti, ef vill.