Helgarpósturinn - 18.02.1983, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 18.02.1983, Blaðsíða 8
8 sÝniiijiarsalir Djúpið: i kjallarasalnum stendur nú yfir sýning á veggspjöldum eftir þekkta erlenda listamenn og eru þau öll til.sölu. Sýningarsalur þessi, sem erundir veitingahúsinu Horninu er opinn kl. 11-23. Listasafn íslands: islensk og dónsk graik, ásamt olíumálverk- um og fleira í eigu satnsins er nú til sýnis. Satnið er opið á þriðjudögum. fimmtudögum. laugardögum og sunnudogum kl. 13.30-16. Norræna húsiö: Brian Pilkington sýnir Gilitruttmyndir i anddyri. Á laugardag opna 34 finnskir listhönnuðir sýn- ingu sem nefnist Artisaami. Þeir sýna textila, silfur, gler og fieira. Sýningin stendur til 4. mars og verður opin daglega frá 14-19. Skruggubúð, Suðurgötu 3a: Tékkneski listamaðurinn Ladislav Guderna sýnir grafik og póstlist. Opið þriðjudaga til föstudaga kl. 17-21 og kl. 15-21 um helgar. Mokka: Plútó.réttu nafni Benedikt Bjömsson,sýnir málverk. Ásmundarsalur: Steingrimur Sigurðsson opnar málverkasýn- ingu á laugardag. Kjarvalsstaöir: Syningunni „Ungir myndlistarmenn" lýkur á sunnudag. Þór Elís Pálsson sýnir verkið „In- stallation" alla helgina. Gallerí Langbrók: Ólafur Th. Clafsson er með vatnslitasýningu. Opið virka daga kl. 12-18 og 14-18um helgar. Listmunahúsið: Magnús Kjartansson sýnir verk sem unnin eru með tækni frá bernskudogum Ijósmyndarinnar og rauðleirsskúlptúr. Opið i dag kl. 10-18 og 14-18 um helgina. Síðasta sýningarhelgi. Nýlistasafnið: ivar Valgarðsson opnar myndverkasýningu á föstudag. Annars vegar eru geómetrísk flatar- málverk með Ijósmyndum og hins vegar eru steinsteyptir skúlptúrar. Sýningin stendurtil 10. mars. Rauða húsið, Akureyri: Rósa Kristin Júlíusdóttir opnar sýningu á laugardag og verða það veggteppi, sem öll eru ný af nálinni. Sýningin er opin daglega kl. 16-20 og stendur til 24. febrúar, Gallerí Austurstræti 8: Kristbergur Pétursson Haukur Friðþjófsson Harpa Bjornsdóttir og Pétur Stefánsson sýna myndverk. leikliús Þjóðleikhúsiö: Föstudagur: Jómfrú Ragnheiður eftir Guð- mund Kamban. Laugardagur: Lina Langsokkur ett» Astcd Undgmn kl. I5. Jómfrú Ragnheiður kl. 20!00. Sunnudagur Lina langsokkur kl. 15.00. Danssmiðjan með islenska dansflokknum kl. 20. Litla sviðið: Tvíleikur eftir Tom Kempinski sýnt á sunnudag kl. 20.30. Leikfélag Reykjavíkur: Föstudagur: Forsetaheimsóknin eftir Régo og Bruneau.’ Laugardagur: Salka Valka eftir Halldór Lax- ness. Sunnudagur: Skilnaður eftir Kjarlan Ragn- arsson. Austurbæjarbíó: Hassið hennar mömmu eftir Dario Fo laugardag kl. 23.30. íslenska óperan: Töfraflautan eftir Mozart. Sýningar föstu- dag, laugardag og sunnudag kl. 20.00. Næst siðasta sýningarhelgi. Nemendaleikhúsið: Sjúk æska eftir Ferdinand Bruckner. Sýnt í Lindarbæ föstudag og sunnudag kl. 20.30. Revíuleikhúsið: Karlinn í kassanum eftir Arnold og Bach. Venga mikillar aðsóknar verða enn á ný tvær sýningar i Hafnarbíói. Sú fyrri verður á laug- ardag kl. 20. IATH. breyttan sýningartima) og síðari sýningin verður á þriðjudag kl. 20.30. Miðasala kl. 17-19 daginn fyrir sýn- ingu og frá kl. 17 sýningardagana. . Leikbrúöuland: Þjóðsögurnar Gípa, Átján barna faðir i Álf- heimum og Sæmundur fróði veröa sýndar aö Fríkirkjuvegi 11 kl. 15 á sunnudag. Miðasala frá kl.' 13, sími 15937. Leikfélag Akureyrar: "Bréfberinn frá Arles eftir Knud Bruun- Olsen. Sýningar á föstudag og sunnudag kl. 20.30. Munið lika eftir myndlistarsýningunni „Fólk", sem opnar einni klukkustund áður en leiksýning hefst. Þar sýna akureyrskir lis'a- menn vinnu sína Gránu'vjelagið: Fröken Júlia eftir Strindberg. Leikstjóri: Kári Halldór. Frumsýning í Hafnarbíói á mánudag kl. 20.30. Forsýning á sunnudag kl. 14. Föstudagur 18. febrúar 1983 hlelgai----- -Oosturinn, Kristur á steikarpönnunni Á Islandi eiga engir opinber stórafmæii aðrir en Hallgrímur Pétursson og Halldór Laxness. En á meginlandi Evrópu eru alltaf hundrað ár frá fæðingu einhvers stórmennis eða tvö eða þrjú hundruð ár frá dauða. Upp á þessi afmæli er ekki haldið með hale- lújahoppi og blómakörfum í Há- skólabíóum hinna ýmsu landa, heldur er rýnt í verk hinna látnu stórmenna og þau dregin fram í dagsljósið ef minning fjöldans hefur gleymt þeim. Sífellt er verið að hressa upp á þjóðarminnið, með því að notast við huga ein- staklingsins. Þannig er þetta í menningunni, en í stjórnmálum er öfugt farið að, einkum í dægur- málum: þar er hugsun einstak- lingsins þrúguð með því að benda á vilja fjöldans. Þar ræður magn- ið en ekki gæðin, líkt og í skreið- arframleiðslunni og íslenskri fisk- vinnslu yfirleitt. Á síðastliðnu ári áttu fjölmörg stórmenni afmæli. Eitt af stór- mennunum var heilög Teresa frá Avíla. Hún fæddist í Avíla á Spáni árið 1515 og dó í Alba de Tormes árið 1582. Tormes hljóta einhverj- ir að kannast við sem hafa lesið Lazarus frá Tormes, en þá bók þýddi ég og er hún eitthvert merk- asta bókmenntaverk evrópskrar hugsunar þótt lítið láti yfir sér en er öll á dýptina. Heilög Teresa var mikill rithöf- Guðbergur Bergsson skrifar frá Spáni undur og hugsuður, dulhyggju- maður, uppreisnarmaður og svo brennandi í sálinni að hún var ekkert fyrir smásálarhátt og sagði við kristna trúbræður sína: „Maður á ekki að mjálma við guð þegar heimurinn logar”. Sjálf not- aði hún ekki mjálmaðferðina heldur barðist fyrir því að nunnu- reglan hennar væri siðbætt, en hún var af reglu karmelíta og stofnaði ný klaustur; og eins og aðrir umbótasinnar, hvort sem þeir eru á veraldlega vísu eða and- lega, þá mætti hún stöðugri and- spyrnu yfirvalda svo lá við bann- færslu, en hún sigraði að lokum — eins og önnur mikilmenni — eftir dauðann. Þá hætti hún að vera hættuleg afturhaldinu. Og afturhaldið brást við eins og ævinlega, samkvæmt eðli sínu, og tók þann sem hafði barist gegn því í dýrlingatölu og notaði dýr- linginn svo til framdráttar nýju afturhaldi. Þegar heilög Teresa dó, eftir stormasama ævi, í Alba de Tormes, var líkami hennar lim- aður sundur, því allir vildu eiga bút af líkinu, og tætti hver til sín þann líkamspart sem hann náði í. Ég veit ekki hver urðu örlög búks- ins, hvar líkamspartarnir lentu, nema það að annar handleggur- inn af henni lenti að lokum í höndum Francos og hafði hann handlegginn með sér í stríðinu gegn spænska lýðveidinu og sigr- aði Franco fyrir tilstilli hand- leggsins. Síðan geymdi Franco hann ævinlega á náttborði sínu. Þegar Franco veiktist og lá bana- leguna var handleggurinn lagður á brjóst honum hvað eftir annað, í von um að frá honum streymdi lífskraftur til hjarta einræðisherr- ans, en þá var handleggur heilagr- ar Teresu orðinn hundleiður á lífi Francos og lét einræðisherrann fara að lokum — eftir langa legu ogmiklarpíslir — tilandskotans. Um þetta skrifaði ég á sínum tíma í Þjóðviljann langar greinar og fræðilegar. Hér er ekki hægt að lýsa eða segja frá ritstörfum hinnar ein- stæðu nunnu, en öll eru þau frá- bærar bókmenntir og innhverfar lýsingar hennar þannig að allar sálarlífslýsingar af bandarískum ættum blikna og verða hjóm eitt ef farið er í samanburð. í bók sinni Leiðin til fullkomnunar ræðir hún um sálarkastalann og Kafka hefur eflaust kynnst þessu riti og skrifað tilbrigði við það í Kastala sínum, og er þar komin skýring á því hvers vegna höfuð- persóna Kafka kemst aldrei í kastalann. Það stafar af því að heilög Teresa segir að enginn mað- ur komist inn í sálarkastala sinn hvernig sem hann reyni og duga engin ráð eða brögð: hinn innsti kjarni mannsins verður aldrei fundinn, sálarkastalinn. Eða rétt- ara sagt:; maður finnur hann, reynir sífellt að komast inn, en kemst aldrei. í fyrra héldu Spánverjar upp á dánarafmæli Teresu með ýmsum hætti, en Frakkar héldu sýningu á „Tíð Teresu”. Á sýningunni var hálfgleymt málverk eftir spænska málarann Ríbera: Skeggjuð kona. Málverkið og saga þess hafði rík áhrif á mig þegar ég sá það i fyrsta sinn fyrir ótal árum í Toledoborg. Konan eða karlmaðurinn var fræg á sínum tíma. Hún kom fram sem ný María mey, karlmað- ur sem guð hafði barnað eða vitj- að. Og vildi konan þar með ger- breyta kristinni trú og sanna að guði væri ekkert ómögulegt. Af því enginn vandi er fyrir karl- mann að barna konu hvað þá guð. Höfuðvandinn er sá að geta barnað karlmann, og það vildi konan sanna að guð hefði gert. Ég segi konan af því málverkið er nú kallað Skeggjuð kona, en er raun- ar af gömlum karli sem er löngu kominn úr barneign, ef svo má segja, svo geta guðs er enn meiri fyrir bragðið. Framámenn kirkj - unnar urðukolvitlausirþegar kon- an kom fram og sýndi svart á hvítu getu guðs og hún hafði barnið á brjósti fyrir allra augum og sýndi jafnvel upp undir sig á markaðstorgum til að sanna karl- mennsku sína. Að sjálfsögðu var þessi mikla uppreisnarkona kveð- in í kútinn af kirkjunni, sem gat ekki hugsað sér að guð væri gæddur meiri karlmennsku en venjulegur karlmaður. Nú veit hver maður að það er engin karl- mennska að barna konu. Það er hægt án þess að koma nálægt henni. En kirkjan hélt að guð einn væri fær um slíkt og um konuna risu háar deilur nú löngu gleymd- ar, og ætla ég ekki að rekja þær hér, en hluti þeirra og frásaga af kraftaverkinu er meitlaður á töfl- urnar undir vinstri handlegg konunnar. Þeir sem hafa lesið frá- sögur Marco Polo mega ekki rugla þessu saman við frásögu hans af þeim sið hjá kynstofni í Asíu að feðurnir lágu á sæng fyrir konur sinar í fjörtíu daga. Fyrir- brigðið er að eðli til kristið, upp- reisn gegn meyjarfæðingunni. Það er hlutverk listamannsins að varðveita furður mannsins, hvað sem aðrir tauta og raula. Það er til marks um dirfsku Ríbera að andlitið á konunni/karlmannin- um er sjálfsmynd. Svona voru listamennirnir djarfir þá. En kraftaverk gerast enn, eink- um hjá gamalmennum og börn- um. Alþýðan hélt upp á dánar- afmæli heilagrar Teresu með röð af krafta- og furðuverkum. Kona ein í Avíla varð fyrir því að í hvert sinn sem hún ætlaði að steikja sér egg þá kraumaði andlit Krists á pönnunni. Konan hætti að þora að borða mat sem kom af pönn- unni, og með því hún átti ekki aðra pönnu svalt hún næstum í hel. Hún var því næstum dáin úr hungri, gamla konan, af því hún vildi ekki éta Krist í annarri mynd en í brauðinu, og hélt hún að sýn- in á pönnunni merkti það að Kristur væri steiktur í helvíti. Henni þótti eðlilegra að hann væri þar en á himnum. „Því hvað á frelsari að gera meðal frels- aðra?” spurði hún. „Kristur er þar sem hans er þörf, í helvíti”. Kirkjunnar menn urðu ekki kolvitlausir, enda ekki sömu tím- ar nú og á sextándu öld, þótt maðurinn sé samur við sig. En enginn prestur vildi viðurkenna kraftaverkið, enda sá enginn kristsandlitið. En börnin sáu það og blöðin komust í málið og tóku mynd af pönnunni yfir gaseldi. Og hvað haldið þið að hafi sést á ljósmyndinni? Gömul og svört panna og á botni hennar var and- lit Krists, Kirkjan komst ekki hjá því að senda pönnuna til Róma- borgar, svo sjálfur páfinn gæti brugðið henni á eld í páfagarði. En þrátt fyrir góðar nútímasam- göngur var pannan svo lengi á leiðinni að minningarár heilagrar Teresu var liðið þegar páfinn fékk pönnuna í hendurnar. Þess vegna sást ekkert á pönnunni nema sverta. Gamla konan fékk ekki aftur pönnuna sina. Henni var send splunkuný rafmagnspanna. Hin pannan, af gömlu gerðinni, er geymd í Rómaborg. Hún er eina heilaga pannan sem til er í heim- inum. Heilög Teresa. Enn koma Bob Seger & the Silver Bullet Band - The Dist- ance Bob Seger sendi frá sér sína fyrstu plötu árið 1965, en það var þó ekki fyrr en árið 1976 að hann fór að selja plötur. þ.e.a.s. utan heimaborgar sinnar Detroit þar sem hann hefur ávallt notið mikilla vinsælda. Það var tvöföld hljómleikaplata, sem heitir Live Bullet, sem braut honum fyrst leið inn á lista vfir vinsælustu plötur í Bandaríkjunum. Það var þó ekki fyrr en með næstu plötu þar á eftir, sem kom út 1977 og heitir Night Moves, að hann varð ein skærasta rokkstjarna Banda- ríkjanna. Á eftir fylgdi svo platan Stranger In Town, sem er best selda plata Segers til þessa. Þess- ar tvær plötur eru líka álitnar það besta sem hann hefur látið frá sér fara en hinsvegar þótti Against The Wind, sem út kom 1980, alls ekki nógu góð en þrátt fyrir það fór hún í fyrsta sæti bandaríska listans og hefur nú selst í meira en 3 milljónum eintaka. Nú er loks komin ný stúdíó- plata, eftir þrjú ár, en í milli- tíðinni gaf Seger út aðra tvöfalda tónleikaplötu, Nine Tonight. Nýja platan heitir The Dist- ance og á henni er að finna 9 lög sem Seger valdi úr hópi 30 laga sem hann hafði tekið upp. í bland ntá finna á þessari plötu, eins og áður hjá honum, rokkara og ball- öður. Sex laganna eru hressilegir rokkarar, eitt millitempó lag undir countryáhrifum, en það heitir Shame On The Moon og loks eru tvær ballöður. Þrjú fyrstu lög plötunnar eru hressileg rokklög. Eru þetta allt ágæt lög en best þykir mér þó fyrsta lagið, Even Now. Það minnir óneitanlega nokkuð á Bruce Springsteen og er það kannski ekki að undra, þar sem þeir Seger og Springsteen hafa oft leikið svipaða tónlist. Ekki skemmir heldur fyrir að Roy Bitt- an, píanóleikari hljómsveitar Springsteens, Ieikur í þessu lagi og fer þar á kostum eins og raun- ar er hans vani. Bittan kentur einnig við sögu í laginu Roll Me Away, sent er fysta lagið á seinni hliðinni. Aftur bregður þar fyrir sterkum Springsteenáhrifum, en svífandi synthesizer eyðileggur lag þetta næstum því og dregur all mikið úr karfti þess. Hinir rokk- ararnir eru flestir ágætir og sumir mjög góðir, eins og t.d. House Behind A House, sem er eitt besta lag plötunnar en í því er áberandi, auk góös söngs Segers, karftmikill saxófónleikur. Ballöðurnar tvær, Love’s Last To Know og Coming Home, eru tvímælalaust veikustu og leiðin- legustu punktar plötunnanþykir mér það nokkuð undarlegt, þar sem Seger hefur í gegnum tíðina sent frá sér mörg falleg og vel gerð róleg Iög, sem hann hefur og yfirleitt sungið betur en hann ger- ir hér. Hingað til hef ég nú ekki verið neitt sérlega æstur í að hlusta á Bob Seger og á ég ekki von á að plata þessi breyti þar nokkru um. Það er þó greiniiegt að Seger er að rétta úr kútnum sé The Dist- ance t.d. borin saman við Against The Wind og ætti það að vera áhangendum hans gleðiefni. Stranglers - Feline Það hefur einhvern veginn ver- ið svo með flestar plötur Strang- lers, frá og nteð Rayen, að menn hafa ekki viðurkennt þær fyrr en nokkrum mánuðum eftir útkomu þeirra. Sérstaklega á þetta við plöturnar Rayen ogLa Folie, sem tlestir viðurkenna nú sem sérlega góðar plötur, þó þær hafi fengið misiafnar undirtektir við útkomu þeirra. Það eru einmitt athygl- isverðir sprettir á The Men In

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.