Helgarpósturinn - 18.02.1983, Blaðsíða 4
4
Föstudagur 18. febrúar
1983 -pffi%turinn
KONUR SEM ELSÍ
Hommar og lesbíur - samkynhneigt fólk - er minnihluta-
hópur á íslandi á leið út úr myrkrinu. Samtök þeirra, Samtök
’78, hafa í nokkur ár barist fyrir hagsmunamálum félaganna
og vöktu á sér verulega athygli í vetur þegar efnt var til
aðgerða við Alþingishúsið.
Þar var fullyrt á borðum og kröfuspjöldum, að fjölmargir
einstaklingar, sem hneigjast til sama kyns, séu enn „í felum“.
Vaxandi umræða um þessi málefni hér á undanförnum árum
hefur opnað augu æ fleiri fyrir því, að svokallaðir „homosexu-
alistar" eru ekki endilega kynferðislega brenglaðir ruglukoll-
ar, heldur venjulegt fólk. í nýjasta hefti blaðsins „Úr felum“,
sem samtök homosexualista gefa út, er fullyrt að í öllum
starfsgreinum og á flestum vinnustöðum séu einstaklingar,
sem hafi uppgötvað að eðii þeirra sé annað en ráð sé fyrir gert
í samfélaginu. Og vafalaust er það rétt, sem haldið er fram á
sama vettvangi, að samkynhneigt fólk hafi alitaf verið til á
íslandi - ekkert síður en úti í hinum stóra heimi.
Fram til þessa hafa það einkum verið karlmennirnir, hommarnir,
sem hafa borið hitann og þungann af baráttu homosexualista. I
dag verður breyting á með viðtölum Helgarpóstsins við fjórar
konur, sem eru yfirlýstar „lesbíur" - jafnvel þótt þær kjósi ekki
allar að nota þau orð. Tvær þeirra brjóta ísinn til fulls og koma
fram undir fullu nafni. Hinar tvær kjósa að láta ekki nafna
sinna getið - þau nöfn, sem þær ganga undir í viðtölunum hér
á opnunni, eru skáldverk blaðamanns.
(ti\ vinstri) og T,ár
Þungamiðjan er í
tilfinningasambandinu
- segja Lára og Lilja, sem hafa
lifað saman i þrjú ár
Það byrjaði allt í tíma í trúarbragðasögu
í Menntaskólamim við Sund fyrir þremur
árum. Kennarinn var að tala um egypsku
guðina og lét orð falla íþá átt, að fólk þar
um slóðir hefði trúað á alla skapaða hluti,
mögulega og ómögulega, meira að segja
pöddur og önnur skorkvikindi og stöðugt
gengið með sópa á undan sér.
Tvær stúlkur í bekknum skelltu upp úr.
Þœr horfðust augnablik í augu - og fóru
saman í kaffi að tímanum loknum. Þœr
urðu samstundis góðar vinkonur og um
sumarið fóru þœr að búa saman í litlu
bakhúsi í austurborginni. í sumar hafa
þœr Lára Marteinsdóttir og Lilja
Steingrímsdóttir búið sarnan í þrjú ár -
jafnlengi hafa þœr viðurkennt sjálfar sig
sem lesbíur. Hinar fyrstu á íslandi sem
það viðurkenna opinberlega, eins og gert
er í þessum línum.
Það var gaman að koma í heimsókn tii
þeirra. Það var þægileg stemmning - eins og
hjá hverjum öðrum skólastúlkum að sjá,
bækur um margvísleg málefni í hillum (tals-
vert bar á kvennabókmenntum), plata með
Grace Jones á plötuspilaranum og þær buðu
upp á rótsterkt expressokaffi, sem hélt okkur
vakandi fram eftir nóttu. Píanó stendur á
gólfinu miðju, „enda er þetta menningar-
heimili," sagði Lára.
En hvenær áttuðu þær sig á því, að þær
höfðu kynhneigð hvor til annarrar?
„Það var eiginlega um leið og við kynnt-
umst," sagði Lilja. Hún erárinu eldri, verður
23 ára í ár, og vinnur hálfan daginn á skrif-
stofu. „Og þó," bætti hún við. „Það var nátt-
úrlega annað að segja hlutinn en að hafa
óljósar tilfinningar, sem maður þekkir ekki.
Möguleikinn á aðég, konan, gæti elskað aðra
konu, var alla tíð mjög óljós. Þangað til...
Það er nefnilega þannig, að manni er rnjög
óljúft að skynja, að maðurætlar ekki aðfeta í
fótspor allra hinna. Þetta var eilíft ströggl -
og þessi viðurkenning mín kom ekki eins og
uppljómun einn daginn."
Lára: „Ég hef verið eðli mínu trú. Fólk
elskast allt í kringum mann og hefur gert alla
tíð. Ég var þátttakandi í því - á minn hátt."
Lilja: „Það er ekkert til að auðvelda manni
uppgjör við sínar tilfinningar. Það er eilíf
barátta að fara aðra leið en múgurinn. En við
erum betur settar en eldri kynslóðin, sem
ekki hafði styrk til að fara þá leið, sem margir
hefðu eflaust kosið að fara - og þess vegna
verður aldrei hægt að festa tölu á fjölda fólks
með samkynhneigð á íslandi. Versti óvinur-
inn er þögnin. Þess vegna erum við að tala
hér í kvöld. Við höfum í sjálfu sér engan
áhuga á að trana okkur fram - og í rauninni
mælir ýmislegt á móti því. En við viljum sýna
fólki - og margir eiga í þeirri baráttu, sem við
erum búnar að ganga í gegnum - að okkar
lífsmáti er einn valkostur, sem er fyrir
hendi."
Lára: „Það er kannski svolítið kaldhæðnis-
legt rniðað við alla fordómana, sem samkyn-
hneigt fólk á íslandi verður að búa við, en við
höfum aldrei farið leynt með okkar samband.
Við höfum alltaf verið eins og við erum. Og
það er líklega þess vegna, sem við höfum ekki
sætt sömu fordómum og sumir aðrir. Einkum
hommarnir - þeir eru á ýmsan hátt örvænt-
ingarfyllri, þeirra barátta er að mörgu leyti
erfiðari. En þeir hafa líka verið duglegri við
að koma úr felum. Nú erum við líklega að
brjóta ísinn fyrir margar aðrar konur..."
Lilja: „Þögnin er verri en neikvæða um-
ræðan og fordómarnir. Maður veit ekki
hvernig á að svara þögninni."
- Hvers vegna teljið þið að konur, lesbíur,
séu meira í felurn en hommarnir?
Lilja: „Ég held að það sé hægt að leita
skýringa á því í kúgun kvenna yfirleitt. Það er
ekki nóg með að lesbíurnar séu lesbíur, held-
ur eru þær líka konur. Kúgunin verður tví-
þætt. Það er því ekkert undarleg't þótt starfs-
hópar lesbía hafi oft sprottið upp úr
kvenréttinda- og rauðsokkahópum. Lesbían
er fyrst og fremst kona. Allt, sem konum
kemur við, kemur henni við líka - en svo
bætist meira við."
- Þótt þið séuð enn ungar voruð þið þó
vaxnar úr grasi þegar leiðir ykkar lágu
saman. Voru engir karimenn í spilinu áður?
Bára: „Jújú, auðvitað fór maður í gegnum
það allt saman. En okkar samband hófst
mjög eðlilega - eins eðlilega og þegar blóm
vex úr jarðvegi. Þú mátt ekki skilja það svo,
að ég - eða við - sé haldin einhverri óbeit á
karlmönnunt. Síður en svo. En ég kýs að
elska konu. A þessum Venusarárum, þegar
maður var unglingur, þá var enginn grund-
völlur til að elska konur. Þær voru í leyni! Og
þær eru þar mestmegnis ennþá. Ef jarðvegur
hér væri frjósamari á þessu sviði, þá væri
áreiðanlega miklu minna af taugaveikluðu
fólki í leyni.“
Lilja: „Ég held nú að fæstir séu algjörlega
heterosexual; margar konur myndu koma úr
felum ef hægt væri að skafa burtu það, sem
manni hefur verið kennt að sé rétt og sið-
legt."
Lára: „Eðli kvenna er slíkt, að þær þurfa
mikinn tíma til að uppgötva eigin tilfinningar
- tíma til að geta skilgreint sig sjálfar, í stað
þess að vera alltaf skilgreindar af öðrum -
það er körlunum. Eftir að ég varð sjálfri mér
trú hef ég orðið vör við að margar konur hafa
verið að opnast - bæði fyrir sjálfum sér og
eins mér, ef leiðir okkar liggja saman. En þær
þurfa tíma. Þær hafa falið tilfinningar sínar
svo vel, að þær finna þær ekki sjálfar.“
Lilja: „Konur hallast meira að tilfinninga-
legum samböndum en karlar gera almennt.
Konur eru niiklu minna fyrir það, sem er
kallað „one-night-stand". Ætli þær búi ekki
almennt við meira tilfinningalegt öryggi...“
Lára: „Miðjan í sambandi kvenna er alltaf
tilfinningaleg. Hin kynferðislega kemur
miklu seinna og af sjálfu sér. Það þarf ekki
einu sinni að fara út í það. Kynferðislegí
samband er þá framhald á tilfinningasam-
bandinu og hluti af þeirri heild.“
- Hvernig gengur sambúðin?
Lára: Hún gengur bara vel."
- Hvernig er verkaskipting á heimilinu?
Lára: „Verkaskipting? Það er engin verka-
skipting. Við vinnum báðar hálfan daginn og
erum í skóla - að klára menntaskóla í öld-
ungadeildinni - svo það er ekki nein verka-
skipting. Við erum frjálsir einstaklingar. Við
lifum í dag - og það er fjandi gaman. Við
eigum góða vini og það er gott fólk sem
stendur að okkur. Þetta er hreint ekki húm-
orslaust heldur.“
- Ekki sýnist okkur. Hvernig vildi það til,
að þið fóruð að búa saman?
Lilja: Skiptir öllu máli hvernig þetta gerð-
ist í smáatriðum? Ég held að það hafi skipt
máli fyrir okkur báðar, að við vildum báðar
komast að heiman. Standa á eigin fótum.“
- Haldið þið að þessi sambúð eigi eftir að
vara...ja, eigum við að segja næstu þrjátíu
árin?
Lára: „Segðu sextíu, væni. Já, mér þykir
það allt eins líklegt. Það veit maður auðvitað
aldrei - ekki frekar en þú VITIR að þú eigir
eftir að vera giftur konunni þinni næstu þrjá-
tíu eða sextíu árin. Eins og er vonum við það.
Og fari það á einhvern annan veg, þá eigum
við eftir að vera vinkonur í þúsund ár. Vinátt-
an er númer eitt, tvö og þrjú.“
- Ert þú sammála þessu, Lilja?
Lilja: Já, það er ég. Auðvitað er ekkert
algjörlega fullvíst í þessum heimi - þegar fólk
segist vera alveg visst um eitthvað, þá tek ég
því alltaf með fyrirvara. En við erum báðar
ungar og það kemur margt til greina. Við
höfum til dæmis ekki nema óljósar hugmynd-
ir um hvaða nám við getum hugsað okkur að
fara út í þegar þar að kemur. Lífið stendur
opið fyrir okkur. Og við erum opnar gagnvart
lífinu.“
Lára: „Já, þú mátt láta það koma fram, að
við erum mjög stabílar ungar konur, hehe.“
- Einhverntíma hafið þið vafalaust leitt
hugann að því hvers vegna þið eruð lesbíur.
Er maður fæddur þannig?
Lára: „Já, af hverju ekki? Ég er það núna,
ekki satt!
Lilja: „Ég er ekki eins viss. Ég þykist þó
vita, að ég hafi fæðst með valkostinn. Ég
hallast helst að því, að fólk sé almennt bisex-
ual - nema innsti kjarni manns, sem bara ER.
Sjálf veit ég ekkert hvers vegna ég er svona
en ekki einhvernveginn öðru vísi. Ég er
svona og hef ekki áhuga á að vita hvers
vegna. Maður á ekkert að þurfa sífellt að vera
að svara fyrir hvers vegna maður er svona en
ekki hinsegin."
- Hvaða viðhorf höfðuð þið til homosex-
ualista þegar þið voruð yngri - til dæmis á
unglingsárum?
Lára: „Maður vissi svo lítið. Ætli það hafi
ekki verið hræðsla, sem voru fyrstu tilfinn-
ingar á þessu sviði. Lesbíur voru gerðar að
einhverskonar grýlum - ég hélt að þetta væri
eithvað ljótt.“
Viðtöl: Ómar Valdimarsson