Helgarpósturinn - 04.03.1983, Qupperneq 7
V,*'"
Guðjón Pedersen og Ragn-
heiður E. Arnardóttir í Frök-
en Júlíu — Strindberg
kemst hygg ég merkilega
vel til skila, myndirnar og
athafnirnar sem þau sýna
liggja í raun í texta hans,
segir Sigurður m.a. í um-
sögn sinni
Fröken Júlía
— prýðHeg /eiksköpun
Gránufjelagið sýnir í Hafnarbíói:
Fröken Júlíu
Höfundur: August Strindberg
Þýðandi: Geir Kristjánsson
Leikstjóri: Kári Halldór
Leikmynd og búningar: Jenný
Guðmundsdóttir
Lýsing: Ingvar Björnsson
Framkvæmdastjórn: Ingibjörg
Guðmundsdóttir
Leikendur:
Júlía: Ragnheiður Arnardóttir
Jean: Guðjón Pedersen
Kristín: Kristín Kristjánsdóttir
Per Olof: Þröstur Guðbjartsson
Carl Johan: Gunnar Rafn Guð-
mundsson
Proust: undarlega hugljómandi
endurfundir við skynræna upp-
lifun, einhvers sem er löngu liðið
og gleymt en hefur samt haldið
áfram að vera til og endurskapast
í þessari merkilegu maskínu sem
minnið er. (Þannig endurmótast
leiksýningar líka á undarlega
draumvirkan hátt í minninu.)
Kandís sagði ég já. Þetta var nú
bara örskotsstund í anddyrinu á
leiðinni inn í salinn.
Strindberg
Það er hættuspil að flytja stutta
kafla úr leiksýningum í sjónvarpi
til kynningar. Ég sá smábút úr
sýningunni um daginn og fékk
Nýtt leikfélag
Nýtt leiklistarkompaní frum-
sýndi fyrsta verk sitt á mánudag-
inn var í Hafnarbíói, sem hýsir
um þessar mundir tvö önnur
kompaní: Revíuleikhúsið og
Alþýðuleikhúsið. Fólki snjóaði
inn í þröngt anddyrið á þessu
leikhópeflda bíói og myndaðist
brátt skafl. Ég lenti þeim megin í
skaflinum sem sneri að greiðasöl-
unni og sjá: þar var kaffi til sölu á
mjög alúðlegu barborði með
hvítklæddum ungum stúlkum
innan við og umhyggjusamlegir
dúkar undir stellinu og kandís-
sykur í krukku. Kandís! Ég get
ekki lýst því sem hrærðist innra
með mér, það var eitthvað í lík-
ingu við madeleine-kökuna hans
allt aðra mynd af sýningunni en
kom á daginn (Ég fékk það hálf-
partinn á tilfinninguna að þetta
væri einhvers konar útgáfa „lík-
amlega leikhússins“ sem stundað
var af ofþrótti um gjörvalla
Vestur-Evrópu og víðar fyrir
fimmtán til fimm árum síðan. Svo
var alls ekki).
Sýningin byrjar á leikrænni
upphitun. Eltingaleikur með
ýmsum forskriftum. Leikararnir
tala ennþá ekki fyrir okkur, held-
ur sín á milli. Eitt augnablik ótt-
aðist ég að þetta væri að verða
voða svona frjálslegt og tilgerðar-
legt en það voru í raun leifarnar
af hug-myndinni sem ég hafði
skapað mér eftir að sjá kaflann í
sjónvarpinu. Þetta var semsé
ekki ein af þessum sýningum sem
er leikræn upphitun og líkams-
þjálfun út í gegn, textalaus
o.s.frv. Alls ekki. Þetta reyndist
nefnilega sýning á leikverkinu
Fröken Júlía eftir Strindberg. Al-
veg prýðileg leiksköpun á því
góða verki. Fyrrgreind upphitun
er í raun mjög merkingarbært
inngangsatriði í hugmyndaheim
verksins. Mér finnst hún koma til
skila Jónsmessunóttinni, hömlu-
lausum ærslum og þrá miðsumar-
ofsans. Mér virðist þessi marg-
brotna ást-haturflétta milli Júlíu
og Jeaaauk Kristínar bjóða upp á
líkamlega spennta útfærslu,
bjóða upp á að teikna þessa
spennu í leikrýmið. Athugum ,,
fyrst hvernig því er hagað.
í takti
Salurinn í Hafnarbíói er
auðvitað svona í meðallagi eins
og skáldið sagði. Égverð að segja
að útfærsla Jennýar er ein sú
besta sem ég hef séð þar. Hún
velur þann kostinn að dansa eftir
þeim takti sem bíósalurinn gefur,
ef svo má að orði komast. Hún
býr til gafl sem fylgir braggalögun
hússins og hefur hann úr efnivið
þess líka, þeas. bárujárni. Á
þessum gafli eru svo þrjú op, sem
mynda þrjú innri leikrými og auk
þess er stigi úr miðsvæðinu upp í
efra rými, sem við sjáum að
sönnu ekki en vitum af á allt
annan hátt heldur en ef leikararn-
ir færu út af sviðinu til hliðanna.
Þessi útgönguleið veldurþví að sá
sem þangað fer er allan tímann
yfirvofandi í orðsins fyllstu merk-
ingu. Þannig er lítil lofthæð í saln-
um virkjuð á skemmtilegan hátt
en alveg sleppt að hafa hliðar-
rými eða útgönguleiðir til
hliðanna. Innri leiksvæðin þrjú
skiptast þannig í grundvallaratr-
iðum að til vinstri er fatahengi, í
miðjunni eldhúshlutir, pottar,
eldavél (Rafha gömul eða tíma-
laus), strauborð o.s.frv. Til hægri
er svo spegill og hægindastóll,
sem nýtist ágætlega í smámynda-
byggingu t.d. í seinni hlutanum
þegar Carl Johan situr þar sem
fjarlægt vitni að átökunum;
maður með hatt andspænis speg-
ilmynd sinni.
Veggir eru ljósgrábláir en gólf-
ið öllu ástríðukenndara: rauð-
leitt. Gólfið er í sumum köflum
nokkuð mikilvægur vettvangur
átakanna og það sem ég hélt vera
líkamsþjálfunarleik í sjónvarpinu
var yfirleitt alveg trúverðugt í
ramma og aðferð sýningarinnar.
Dæmi um slíkt ert.d. kaflinnþeg-
ar Jean og Júlía koma niður og
Júlía komin úr efri hluta gula
dressins. Jean svartklæddur held-
ur á því. Þessi litablöndun hinna
andstæðu póla þótti mér vel
heppnuð. Éinstaka hlutir varð-
andi búninga orka meir tvímælis,
einkum þó búningur Júlíu í loka-
atriðinu.
Pólar
Andstæðir pólar. Það er
a.m.k. tvenns konar spenna í
gangi milli þeirra Júlíu og Jean,
langsum og þversum ef svo mætti
segja. Spenna milli karls og konu
og milli einstaklinga af sitt hvorri
þjóðfélagsstétt. Þessir hlutir flétt-
ast saman og birtast í ótal til-
brigðum. Nokkra athygli hefur
vakið að aukið er í sýninguna
tveimur leikendum, sem ekki eru
í texta Strindbergs. Þetta er
auðvitað alveg sjálfsagður hlutur
ef leikstjórinn kýs að hafa það
svo. Leiksýning er sjálfstæður
aðili og allar útfærslur á leiktexta
leyfilegar. Engin uppsetning er
sú rétta, engin aðferð á einkarétt.
Stundum eru menn að tala um
svik við eitthvert leikrit, að á-
kveðin uppseming sýni ekki trún-
að við leikverk. Nær væri í raun
að tala um hvort sýning sé sjálfri
. sér trú eða ekki. Ég sá ekki betur
en þessar aukapersónur ættu vel
heima í sýningunni og gengju á-
reynslulaust inm' formgerð henn-
ar. Ég las þessa kappa tvo, Per
Olof og Carl Johan eins og þeir
eru nefndir í leikskrá, sem nokk-
urs konar persónugervinga þeirra
tilbrigða sem um er að ræða í
löngunum og kenndum þjónsins
Jean.
Ég hef hér minnst á spennu í
samskiptum persóna, spennu
sem komið er til skila oft á tíðum
með nokkurri líkamlegri spennu,
einkum hjá Guðjóni; Jean. Hins
vegar finnst mér sem textameð-
ferð sé ekki alveg alltaf fylgjandi
þessari spennu; ég er ekki frá því
að meiri þensla í texta væri til
bóta, það er stundum undirspilað
um of. En margt er eftirminnilegt
í þessari sýningu, kannski vegna
þess hvað Kára hefur tekist að
finna oft á tíðum skýra og afdrátt-
arlausa sjáanlega hluti: athafnir
og hreyfingar. Ég nefni tvö dæmi:
þegar Kristín hrekkur upp af
svefni í stiganum og þegar Júlía
gengur línudans á sviðsbrún í loka-
mónólógnum. Það væri gaman
að fjalla nánar um þessa sýningu
og velta vöngum yfir ýmsu; ég hef
minnst heldur á ýmsa hluti sem
mér finnst ganga upp, aðrir finnst
mér gera það síður, en í heild er
þetta mjög ánægjulegt og einlægt
verk og nýstofnuðu Gránufjelagi
til sóma. Strindberg kemst hygg
ég merkilega vel til skila, mynd-
irnar og athafnirnar sem þau sýna
liggja í raun í texta hans (sem
Geir Kristjánsson hefur þýtt
prýðisvel). Þau takast á við text-
ann, en hafa ekki lamast af ótta-
blandinni virðingu fyrir sígildi
hans eins og stundum vill verða.
Kassinn
Ég get ekki látið hjá líða að
minnast á stutt viðtal við Kára
Halldór í sjónvarpinu þar sem
fréttamaður sagði á þessa leið:
„Nú erFtöken Júlía ekki kassa-
styl±i. llvemig er með fjármál-
in?“ Mér finnst þessi fullyrðing
dæmi um það hvernig blaðamenn
fara oftlega fram á svör við svör-
um en ekki spurningum. Og auk
þess spyr ég: síðan hvenær hefur
Fröken Júlía ekki verið kassa-
stykki? Ég held hún hafi verið það
í 95 ár eða svo. (Skrifuð 1888, ári
á eftir Föðurnum og ári á undan
Kröfuhöfum. Áratug áður en D-
leikritin springa út: Til Damask-
us, Draumaleikur, Dauðadans-
inn. Allt eru þetta hornsteinar
nútímaleikritunar og stöðugt
sækja menn hvatningu og spurn-
ingar í leit sinni í Strindberg.)
S.P.
„Geysimagnað verk"
segir Róbert
Arnfinnsson, sem fer
með hlutverk
Agamemmnons í
Óresteiu Æskýlosar
„Ég kem fram í einu atriði, en et
drepinn blessunarlega fljótt.”
Þetta sagði Róbert Arnfinnsson
leikari, sem fer með hlutverk Aga-
memmnons konungs af Þebu í þrí-
leik Æskýlosar Óresteiu, sem Þjóð-
leikhúsið frumsýndi á miðvikudag.
Ekki það, að honum finnist þetta
ómerkilegt
„Þetta er geysimagnað verk.einsog
grísku harmleikirnir eru oft.”
Aðspurður hvort leikarinn þyrfti
að beita öðrum vinnubrögðum við
verk af þessari tegund, kvað Róbert
svo vera.
„Þetta er allt í hálfbundnu máli
og maður þarf að faraýmsar króka-
leiðir til að koma textanum til skila.
Þýðingar eru yfirleitt fyrst og
fremst gerðar til aflestrar og menn
geta legið yfir þeim og velt fyrir sér.
Okkur er hins vegar lagt það á herð-
ar að koma textanum til skila á sek-
úndubroti þannig að aliir skilji
hann,” sagði hann.
Róbert bætti því við, að þýðing
Helga Hálfdánarsonar væri mjög
góð og vandinn yrði því kannski
Róbert Arnfinnsson
ekki minni, setningar og málsgrein-
ar væru það meitlaðar, að erfitt
gæti verið að ná dramatísku sam-
hengi.
Róbert var þá spurður hvort
svona gamalt verk ætti erindi við
leikhúsgesti í dag.
„Þetta er verk, sem alltaf á er-
indi, eins og allar heimsbókmennt-
irnar”, sagði hann. Hins vegar
kæmi hann kannski ekki auga á
hvort efni verksins sem slíkt ætti
beinlínis erindi, nema þá það að
þarna væru menn alltaf að drepa
hver annan, eins og í dag, og einnig
væri þarna eitthvað um mannát.
„En ég er nú ekki viss um að
menn stundi það nú til dags, sagði
Róbert Arnfinnsson.