Helgarpósturinn - 04.03.1983, Page 12
Björn G. Björnsson heldur uppi
stöðugu sambandi við útlönd þessa
dagana, og skyldi engan furða. A
tvennum vígstöðvum, Stokkhólmi
og London, eru menn að leggja síð-
ustu hönd á frágang kvikmyndar-
innar „Húsið-Trúnaðarmál”.
Frumsýning verður annan laugar-
dag, 12. mars.
Tvö fyrirtæki standa á bak við
gerð myndarinnar, Hugmynd og
Saga-Film, og eigendur þeirra,
Björn, Egill Eðvarðsson, Jón Þór
Hannesson og Snorri Þórisson, eru
allir gamlir samstarfsmenn, fyrst í
Sjónvarpinu og síðan hafa fyrirtæk-
in haft nána samvinnu við gerð
sjónvarpsauglýsinga.
„Húsið-Trúnaðarmál” er fyrsta
bíómyndin, sem þessi tvö fyrirtæki
framleiða, og okkur leikur forvitni
á að vita hver aðdragandinn að gerð
hennar hafi verið.
„Það er alveg klárt mál, að þegar menn
vinna að litlum auglýsingamyndum og skyld-
um knöppum verkefnum, kemur alltaf upp
löngun til að takast á við eitthvað stærra og
meira.
Við gengum út frá því i upphafi, að ef við
gerðum mynd, yrði hún frumsamin. Við vild-
um alls ekki hnýta kvikmyndagerðina aftan í
bókmenntirnar eða einhverjar aðrar listgrein-
ar. Þegar við erum að byrja kvikmyndagerð í
landinu, er engin ástæða til þess að ráðast á
stórfelld afrek á einu listsviði til þess að reyna
að koma sér á lappir á öðru. Af herju ekki að
koma upp verkþekkingu, af hverju ekki að
læra aðferðirnar við að gera handrit og segja
sögu í myndum og koma okkur upp ákveðn-
um standard í kvikmyndagerð? Þá getum við
tekist á við Njálurnar og hvað það nú heitir,
en ekki fyrr”.
Þá er það efni myndarinnar. Um hvað á hún
að vera? Björn segir frá því er þeir félagarnir
komu sér fyrir í risherberginu á Torfunni með
kaffi og kökur á borðinu, til þess að velta því
fyrir sér.
Lík í veggnum
„Við vorum staddir í þessu gamla húsi og á
fimm minútum kom hugmyndin upp: af
hverju ekki gamalt hús? Þessi hús eiga sér sína
sögu og þar hefur eitt og annað gerst. Ef vegg-
irnir gætu talað, kæmist maður að ýmsu.
Hvað er að gerast í bænum í dag? Ungt fólk
flytur inn í gömul hús. Kannski er lík múrað
inn í einn vegginn, og því ekki að spinna út frá
því?
Fljótlega hætti þetta að verða annað en
kveikja og það næsta, sem við gerðum var að
setja niður persónur. Þar fannst okkur nauð-
synlegt að takmarka okkur og hafa fáar per-
sónur”.
— Þú talaðir áðan um knöpp verkefni, er
þetta kannski angi út frá því?
„Ég hugsa að öll sú vinna hafi mótað vinnu-
brögð okkar. Auglýsingagerðin gerir miklar
kröfur. Það þarf stundum að segja býsna mik-
ið á tuttugu sekúndum og þá er enginn tími
fyrir útúrsnúninga, aukaatriði eða smáatriði.
Maður verður að ganga beint til verks og jafn-
vel að hafa áhrif á fólk á þessum tuttugu
sekúndum til þess að það fari og geri eitthvað.
Kannski hefur þetta áhrif í þá veru, að það er
tiltölulega Iítill texti í þessari mynd. Það eru
langir kaflar, þegar farið er að líða á sögu-
þráðinn, þar sem ekkert orð er sagt og myndin
talar algjörlega”.
— Þið eruð þrír skrifaðir fyrir handritinu
(Björn, Egill og Snorri), hvernig gengur að
vinna svona í hópvinnu?
„Ég hef alltaf haft sérstakar skoðanir á öllu
þessu hópvinnutali, sem hefur verið tískuorð
síðustu árin. Hópvinna gengur alveg ágætlega
í vissan tíma, en svo kemur alltaf að því, að
það þarf að taka af skarið. Ef tíu menn færu
að mála mynd, endaði hún sem einhver grár
óskapnaður. Það kemur alltaf einhver punkt-
ur í samvinnunni, þar sem lokað er á tillögu-
gerðina og umræðurnar og einhver tekur af
skarið og tekur ákvarðanirnar. Eftir það er
þetta einræði. Einhver verður að bera listræna
ábyrgð”.
Egill og sneplarnir
— Hvernig var þetta í ykkar hópi?
„Við Iögðum efnishugmyndir í púkk. Upp-
haflega hugmyndin um gamla húsið og unga
fólkið er komin frá mér. Síðan stakk einhver
upp á, að það væri gaman að flétta mystík inn
í söguna, einhverju, sem spilaði inn á áhugann
fyrir dulrænum fyrirbærum. Við köstum
þessu á milli okkar, á fundum, í vinnunni og
Egill hélt öllu til haga á smá sneplum. Við fór-
um svo fram á það við hann, að hann ynni úr
þessu. Það endaði með því, að fyrir ári síðan
tók hann sér þriggja vikna frí úr vinnunni og
fór til útlanda með sneplana og eitt og annað,
sem við höfðum viðað að okkur, og gerði
beinagrind að handriti. Þetta var aðeins at-
riðahandrit, en samtölin unnum við síðast,
eftir að við höfðum gert okkur grein fyrir því
hverjir áttu að leika aðalpersónurnar og höfð-
um kynnst því fólki”.
Húsið-Trúnaðarmál fjallar um ungt fólk,
sem flytur inn í gamalt hús í Reykjavík. Hún
er kennari í heyrnleysingjaskóla, en hann er
tónlistarmaður. Fljótlega eftir að þau koma í
húsið, verður stúlkan vör við eitthvað, sem
angrar hana. Um miðbik myndarinnar fer
sambýlismaður hennar utan til náms og þá
færast hinir dularfullu atburðir í aukana.
Stúlkan heyrir raddir og verður meðal annars
vör við, að í húsinu eru haldnir miðilsfundir.
Hún einbeitir sér að því að leysa ráðgátu húss-
ins og kostar það mikla og spennandi leit.
Lausnin finnst í lokin, en að sjálfsögðu vilja
aðstandendur myndarinnar ekki skýra frá því
hver hún er.
Það var trúnaðarmál
Framleiðendur myndarinnar voru lengi vel
mjög sparir á allar yfirlýsingar um efni henn-
ar og segir Björn, að það hafi fyrst og fremst
verið gert í því skyni að skemma ekki ánægj-
una fyrir væntanlegum áhorfendum. En var
þetta ekki jafnframt auglýsingastarfsemi með
öfugum formerkjum?
„Nei. Það var ekki fyrr en seinna, að við sá-
um, að það var nauðsynlegt að varast það að
auglýsa of mikið.
Við sóttum um styrk í kvikmyndasjóð í
fyrra til þess að gera mynd, sem hét Húsið, en
við fórum fram á, að farið yrði með nafn og
efni myndarinnar sem trúnaðarmál. Á öllum
okkar umsóknum og blöðum stóð alltaf
„trúnaðarmál”. Þegar hitt nafnið strikaðist
síðan út, fór vinnuheiti myndarinnar að verða
„Trúnaðarmál”. Við vorum hræddir við það á
tímabili, að ef hún héti Húsið, myndi athyglin
beinast of mikið að húsinu, sem er bara einn
þáttur í myndinni. En þegar við vorum komn-
ir vel af stað með hana, kom i ljós, að hún átti
að heita Húsið áfram. Við tímdum svo ekki að
missa Trúnaðarmálsnafnið út, þar sem búið
var að kynna myndina undir því, enda á það
ágætlega við um það leyndarmál eða trúnað-
armál, sem um er að ræða í myndinni”.
— Ef við snúum okkur aðeins að sjálfum
þér, þá hefur þú lengi unnið sem leikmynda-
teiknari, en ert ekki lærður sem slíkur. Hvað
varð til þess að þú fórst að vinna sem slíkur?
„Ég er alla vega ekki skólagenginn.
Það byrjaði fyrir skemmtilega tilviljun.
Þegar Sjónvarpið fór af stað 1966 vorum við
félagarnir í Savannatríóinu beðnir um að vera
með sex skemmtiþætti. Þetta voru fyrstu ís-
lensku skemmtiþættirnir og við vorum með