Helgarpósturinn - 04.03.1983, Page 13

Helgarpósturinn - 04.03.1983, Page 13
irinn Föstudagur 4. mars þátt fyrsta kvöldið, sem sjónvarpið sýndi. Sjónvarpið hafði verið í undirbúningi í tals verðan tíma og tæknimenn og dagskrárgerð- armenn höfðu verið sendir til náms, en það kom í ljós, að það hafði ekkert verið hugsað fyrir því, að það þyrfti teiknistofu eða að hugsa um leikmyndir eða útlit þátta. Þegar kom að því að vinna okkar þætti, var ég spurður hvort ég vildi ekki annast það. Þá hafði ég gert leikmyndir fyrir Herranótt öll mín menntaskólaár og var kominn á kaf í þetta. Ég tók þetta að mér og ílentist þarna upp úr því. Ég var lengi vel einn, svo vorum við tveir og þrír, og síðan smá stækkaði þetta. Ég var forstöðumaður leikmyndadeildarinnar í tíu ár og þegar ég hætti, störfuðu þar sautján manns”. — Hvert er hlutverk leikmyndateiknar- ans? Er það eingöngu að teikna leikmyndina, eða er það miklu víðara? „Það er misjafnt. í kvikmyndum er það mjög víðtækt. Leikmyndateiknarinn hefur umsjón með öllu ytra útliti og hann tekur þátt í að móta stíl myndarinnar strax í upphafi. í stórum löndum skiptist þetta niður í ótal greinar; leiktjöldin, förðun, búninga, leik- muni og jafnvel grafík. Þegar mynd er mikið tekin á raunverulegum stöðum, er það hlut- verk leikmyndateiknarans að velja þessa staði í staðinn fyrir að smíða þá. Oft þarf að gera hvort tveggja og aðlaga staðina handriti og þeim hugmyndum, sem leikstjóri hefur. Þetta er auðvitað mjög misjafnt eftir því hvaða mynd er verið að gera. Éf verið er að taka ein- falda nútímamynd, sem öll er tekin á raun- verulegum stöðum, er það spurningin að þefa þá staði uppi, laga þá aðeins til og útvega allt, sem þarf að nota. Svo eru það kannski myndir eins og Útlaginn, þar sem þarf að búa til hvern einastahlut.Þá er það miklu meiri teikni- og rannsóknarvinna. Hvort tveggja er mjög skemmtilegt”. Herbergi í Vesturbœnum — Nú hefur þú líka unnið mikið fyrir leik- hús, auk þess náttúrlega að hafa unnið fyrir sjónvarp. Er mikill munur á þessu tvennu og kvikmyndum? „Leikhús og kvikmyndir eru mjög ólík en sjónvarpið er einhvers staðar þar mitt á milli. Leikhúsið er svo ólíkt kvikmyndinni að því leyti, að þér er skammtað sjónarhornið. Þú sérð þetta allt I einni víðari mynd. Sérhver á- horfandi hefur sinn fasta stað í húsinu. En í kvikmynd er eins og áhorfandinn rísi á fætur og labbi upp á sviðið og hringinn i kringum leikarana. Mér þykir skemmtilegra að vinna við kvik- myndir. Það er miklu fjölbreyttara, því leik- húsið setur manni strax mjög þröngar skorð- ur. Ef áhorfanda leiðist leikritið, getur hann farið að horfa á leiktjöldin eða fólkið á næsta bekk. En í kvikmyndinni er þér sýnt það, sem þú átt að sjá. Leikmyndin í einu skoti af leik- ara er kannski bara hurðarhúnn og ofn. Og það þarf að hafa vakandi auga með hverri ein- ustu mynd til þess að þær upplýsingar, sem umhverfið gefur, séu ekki rangar og villandi. Á leiksviðinu stendur myndin meira sem heild. í þessu sambandi hef ég komist að smá sannleika, sem ég byggi mína vinnu á. Hann er sá, að þegar kemur að því að kvikmynda eitthvað, sem á að gerast í raunveruleikanum, þá dugir raunveruleikinn bara ekki til”. — Verður að skálda hann? „Þá fyrst þarf að fara að búa hann til. Við skulum segja að leikmyndin eigi að gefa það upp, að eitthvert atriði gerist í þröngu niður- níddu kjallaraherbergi í Vesturbænum fyrir stríð. Þá ertu strax kominn með ákveðna þætti, sem þurfa að vera til staðar og segja sína sögu. Það er hægt að fara í gaihalt her- bergi í Vesturbænum og taka þetta þar. Svo skoðarðu myndina og þú sérð ekki, að þetta er tekið í gömlu herbergi í Vesturbænum. Hún gæti hafa verið tekin hvar sem var, vegna þess að fyrir einhverja tilviljun eru inni í myndinni einhverjir hlutir, sem standa út og segja allt annað en þú vilt að þeir segi. Eggerði leikmyndina fyrir Punktinn. Hann var allur tekinn á raunverulegum stöðum. Við fundum virkilega skemmtilegar litlar íbúðir við Framnesveginn og Seljaveginn, og allt passaði. En það sást bara ekki í myndinni, vegna þess að það var engin aðstaða til að mynda þetta”. — Leikmyndin er þá mjög nauðsynlegur þáttur til að koma fram meiningu myndarinn- ar? „Já. Hún er eins og eitt af hljóðfærunum. Leikmyndin er gullvægt tækifæri til að koma á framfæri upplýsingum og til þess að halda utan um stemminguna, þá er ekki síst átt við liti”. — En er hlutverk leikmyndarinnar, og þá 1983 . 13 sérstaklega í kvikmyndum, ekki töluvert van- metið? „Þessu er alla vega mjög lítið hampað, og kannski engin ástæða til, vegna þess að leik- myndin er auðvitað bakgrunnur. Leikstjórn- in, persónurnar og svo ljósið eru auðvitað að- alatriðin í hverri mynd, en það er ekki þar með sagt, að allt annað megi vera einhver tilviljun. Síður en svo. Og þetta er yfirleitt langmesta vinnan við kvikmyndir talið í vinnustundum. Það skemmtilega er svo, að ef þessi vinna tekst vel, tekur enginn eftir henni”. — Hvernig er þá að vinna svona verk, þeg- ar enginn tekur eftir því að maður gerir vel, sem er einmitt þveröfugt við marga aðra þætti í kvikmyndagerð, eins og kvikmyndatöku og leikstjórn? „Hlutskiptib“ „Maður lærir að lifa við það. Þetta er hlut- skipti, sem maður velur sér. Það snertir mig ekki lengur þó ég leggi mikla vinnu í leikmynd fyrir kvikmynd eða sjónvarp sem síðan sést ekki. Ef hún á ekki erindi inn i efnisins vegna eða samhengisins, þá á hún auðvitað ekkert erindi. Maður fer ekki að sýna eitthvað fyrir vini sína bara af því að þeir unnu svo mikið á nóttinni. Ég lærði mikið á því að vinna með Rolf Hádrich og Þjóðverjunum bæði í Brekku- kotsannál og Paradísarheimt. Og ef ég á að lýsa einhverri einni kennslustund í svona vinnu, þá var það leit að stöðum Jyrir atriði í Paradísarheimt, sem átti að gerast austur á Rangárvöllum, þar sem heitir í bókinni að Bóli í Eylöndum. Þjóðrekur biskup ætlar að koma við á þessum bæ, þar sem hann er fædd- ur, til þess að fá þar mat og annan greiða. Halldór lýsir þessu þannig, að þar séu iða- grænir vellir eins langt og augað eygi og einn hóll og uppi á honum rústir. Ég leita að þess- um stað dögum saman og Ioksins finn ég stað, sem að mínu mati er alveg fullkominn, með rúst og öllu saman og hvergi sést í nútíma mannvirki. Ég sýni leikstjóranum staðinn og hann gengur um og horfir í allar áttir, voða- lega óhress, og segir svo allt í einu: hér er ekki hægt að gera það, hér eru engin ský. Eg áttaði mig ekki fyrst á því hvað hann var að fara. En þegar við fórum að tala nánar um þetta, kom í ljós, að í þessu atriði skiptu stað- hættir engu máli eða að þetta væri svipað og það hefði verið í raunveruleikanum eða að það væri á réttum stað. Ekkert af þessu skipti máli, því að í atriðinu skipti það eitt máli að ná drungalegri stemmningu.Við tókum þetta einhvern tíma, þegar við vorum komnir með kolgrá ský alveg ofan í hausinn á okkur, í dumbungsveðri og þyngslum. Við notuðum það sem orðatiltæki í okkar vinnu í sumar, að það sæist ekki á myndinni, þó maður ynni eins og svín í margar nætur við að búa til einhvern hlut. Ef hann passar ekki, þá passar har.n ekki. Það sést ekki á myndinni hvað það er búið að leggja mikla vinnu í hann. Það er oft svo hættulegt, að þeir sem vinna mikið í þessu meti hlutina út frá þannig sjón- armiðum. Það er búið að vinna heila nótt við að búa þetta til, og það verður að vera með. Og það er haft með af einhver jum sentímen- tal ástæðum. Þetta leyfðum við okkur ekki að gera og beittum sjálfa okkur svolítilli hörku”. Að vinna fyrir sjálfan sig — Hver er eftirminnilegasta leikmyndin, sem þú hefur gert á ferli þínum? „Paradísarheimt er lang viðamesta verkefn- ið, það var ógleymanlegt. Ég vann eiginlega við það í heilt ár. Myndin var tekin hér heima, í Þýskalandi, í Skmlandi, á seglskipi úti á rúmsjó og í Utah. Ég fór þangað einar fimm ferðir til þess að skoða, kynnast fólki og til að skipuleggja vinnu þar. Þetta var erfitt og ég var ekki alltaf sam- mála því, sem var gert. Mér fannst Þjóðverj- arnir oft ekki skilja andann í þeirri sögu, sem þeir voru að vinna, en ég var ekki ráðinn til þess að stjórna því. Ég sætti mig við það og reyndi að vinna mitt verk af kostgæfni. En auðvitað er ólíkt að vinna við sína eigin mynd - að vera að þessu öllu fyrir sjálfan sig”. — Hvernig er þá að vinna svona hluti sér þvert um geð? „Það er mjög erfitt. Það er mjög slítandi og mun erfiðara en vinnan. Ég segi ekki, að það hafi alltaf verið svo, en það kom upp ágrein- ingur. — Hefur Ieikmyndagerðin haft einhver á- hrif á hvernig þú innréttar þitt eigið heimili? „Kannski eru þetta bara leiktjöld. Nei, ég held ekki. Maður reynir að skapa með sér ein- hverja stílvitund, að greina aðalatriði frá aukaatriðunum og halda hlutunum í sam- ræmi.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.