Helgarpósturinn - 04.03.1983, Page 20
20
Föstudagur 4. mars 1983 þjifisturinn.
Meira en milljón
í tannlækna á dag
en koma þeir tönnunum í lag?
Hvað skyldi kosta að gera við eina litla holu framan á miðri framtönn í efrigóm? Slík
aðgerð er einföld, holan er á sléttum fleti og í hana þarf eina fyllingu. Verkið tekur tann-
lækni 20-25 mínútur.
í örlítilli skyndikönnun - með því að hringja á nokkrar tannlæknastofur og spyrja um-
verð á slíkri viðgerð komumst við að því að hér í Reykjavík kostar hún frá um þrjú
hundruð og upp í 1.630 krónur. Það var sem sagt meiraen 500 prósent munurá hæstu
og lægstu tölu.
Á öllurn tannlæknastofunum sem hringt var í var tekið fram að ekki væri hægt að gefa
upp ákveðið verð í gegnum síma. Og á þremur stofum af átta var neitað að nefna
nokkra tölu.
Á stofu Björgvins Jónssonar var giskað á að þessi viðgerð kostaði 300 krónur. Á
stofu Þórarins Sigþórssonar varsagtað verðið væri allt að kr. 1.630, þaðfæri eftirhvort
væri notuð fylling sem kostaði 869 krónur eða 538 krónur, en um þessar tvær fyllingar
væri að ræða. Á þremur stofum var farið beint í gjaldskrá tannlækna og þar er verðið
321 kr. og 61 kr. fyrir deyfingu, og er þá innifalinn efniskostnaður.
í gær kom fram á alþingi að ríkisstjórnin
hefur ákveðið að ríkið skuli endurgreiða ein-
staklingum 20% af kostnaði við allar al-
mennar tannviðgerðir. En þetta er svosem
ekki í fyrsta skipti sem tannlækningar ber á
góma í sölum alþingis. Þannig hefur nú til
dæmis frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur og
fleiri alþýðuflokksmanna um aukið eftirlit á
verðlagningu tannlækninga legið hjá fjárhags
og viðskiptanefnd alþingis í fjóra mánuði síð-
an hún flutti það í haust. „Eg heyri stöðugt
sögur af fólki sem þarf að borga alveg hrika-
legar upphæðir fyrir tannlækningar, tugi þús-
unda. Eg á því ákaflega bágt með að trúa að
Dýr menntun
Tannlæknamenntun er dýrasta menntun-
in i nánast öllum löndum, og einnig hérlend-
is. Það starfar fyrst og fremst af hinum dýru
kennslutækjum, en einnig vegna þess að
mikill fjöldi kennara er nauðsynlegur við
verklegu kennsluna, sem er um helmingur
námsins.
Samkvæmt upplýsingum deildarforseta
Tannlæknadeildar Sigfúsar Þórs Elíassonar
eru nú um sjötíu manns í tannlæknadeild-
inni og útskrifast 6 til 8 á ári hverjn. Um
þrjátiu stunda nám á fyrsta ári, en aðeins
átta er hleypt uppá annað ár. Fjöldinn á-
kvarðast af tækjakostinum.
Nú nýlega voru keyptir til landsins 23
tannlæknastólar og deildin er nýflutt í nýtt
húsnæði. Rekstrarkostnaður deildarinnar
er á þessu ári áætlaður rúmar fimm milljón-
ir en kostnaðurinn vegna tækjakaupa og
efniskaupa er mörgum sinnum hærri. í
tannlæknadeildinni er hægt að fá ókeypis
tannviðgerðir.
allir tannlæknar fari eftir þeirri gjaldskrá sem
þeir hafa og er í raun lágmarksgjaldskrá. Þar
fyrir utan vil ég að sú gjaldskrá sé skoðuð
miklu nánar en hefur verið gert, vegna þess
að tannlækningar hreinlega geta ekki verið
svona dýrar. Núna er fólk ákaflega varnar-
laust gagnvart þessari verðlagningujsagði Jó-
hanna í samtali við Helgarpóstinn.
Lágmarksgjaldskrá
Gjaldskráin sem Jóhanna talar um varð til
1975 þegar sett voru lög um endurgreiðslu
Tryggingastofnunar á tannviðgerðum barna
og ellilífeyrisþega. Þá var gerður samningur
milli Ríkisins ogTannlækr.afélags íslands um
verðlagningu á vinnu tannlækna. Ríkið end-
urgreiðir eftir þeim samningum, og að sögn
Gunnars Þormar, formanns Tannlæknafél-
agsins, er það sá taxti sem flestir tannlæknar
nota einnig við tannviðgerðir á „frjálsum
markaði“. Um það eru þó skiptar skoðanir, og
athugun Helgarpóstsins sem greint var frá hér
fyrst bendir til þess að sá taxti sé æði teygjan-
legur. Og í raun getur tannlæknir, ef hann t.d.
telur sig sérstaklega góðan, verðlagt sína
vinnu hærra.
Það er því afar erfitt að komast að því
hverjar tekjur tannlækna eru, eða hversu
miklu þjóðin eyðir í tannlækningar. Nú eru
starfandi 179 tannlæknar á landinu. Þeir hafa
allir aðstoðarmanneskju, og um 80 manns
vinna við tannsmíðar og önnur störf tengd
tannlækningum - í allt um 440 manns á land-
inu.
Samkvæmt upplýsingum Gunnars Þormar
hefur Tannlæknafélagið engar tölur um tekj-
ur tannlækna, eða veltuna á stofum þeirra.
Og afar erfitt er að meta tekjur þeirra eftir
hinni venjulegu gjaldskrá. Eina viðmiðunin
sem telja verður nokkuð áreiðanlega lág-
marksviðmiðun er sá tímataxti sem í gildi er,
ef mjög erfitt reynist að meta vinnuna. Ef t.d.
manneskja er í mjög tímafrekri og langri að-
gerð, þarf að koma aftur og aftur til að láta
athuga eitthvað og svo framvegis, þá er stund-
um brugðið á það ráð að verðleggja ekki eftir
hinni venjulegu gjaldskrá, sem kveður á um á-
kveðið gjald fyrir ákveðið verk, heldur ann-
arri, sem kveður á um ákveðið gjald fyrir
hverja klukkustund. Það gjald er reiknað út-
frá meðalvinnu og er núna um 900 krónur. Af
því reiknast 46% sem laun tannlæknis, en
54% sem rekstrar-og efniskostnaður stof-
unnar.
Með þessa tölu að leiðarljósi er hægt að
reikna og fá út niðurstöður sem síst eru of há-
ar, þó þær séu að sjálfsögðu ekki hárná-
kvæmar.
Ef við þannig gefum okkur að þessi tala séu
meðallaun tannlæknis, þá fær hann um 3.300
í laun yfir daginn. Og ef reiknað er með 21
vinnudegi í mánuði eru mánaðarlaunin orðin
um 70 þúsund, og heildarvelta stofunnar um
160 þúsund.
Nú er rétt að taka fram að tannlæknar
vinna ekki allir átta tíma á dag, og að hluti af
vinnu þeirra er skriffinnska. En á móti geta
líka eflaust flestir vitnað um að það er ekki al-
gengt að sleppa með 450 krónur fyrir venju-
Hvar eru tann-
fræðingarnir?
í tannlæknaþjónustu nágrannaþjóð-
anna, sem að flestu leyti er lengra á veg kom-
in en okkar, gegna svokallaðir tannfræðing-
ar miklu hlutverki, sérstaklega i fyrirbyggj-
andi starfi.
Tannfræðingar hafa þar svipuðu hlut-
verki að gegna og t.d. hjúkrunarfræðingar í
almennu læknisstarfi — þeir annast störf
sem ekki krefjast hinnar miklu menntunar
tannlækna.
í skýrslu sem starfsmaður WHO, Ingólf
Möller, gerði fyrir fimm mánuðum um
tannlækningar á íslandi bendir hann ein-
mitt á að hér vanti nánast algjörlega þetta
fólk (tanofræðingarnir eru þrír hérlendis)
og afleiðingin sé sú að hámenntaðir og dýrir
tannlæknarséu í síauknum mæli að fást við
einfalda hluti sem tannfræðingar ættu að
annast. Tannfræðingarnir séu sérstaklega
mikilvægir í skólatannlækningum og á
heilsugæslustöðvum úti á landi.
■ Þrátt fyrir að íslendingar
eyði gríðarlegum fjármunum
í tanniækningar og að tann-
læknar séu hér með alflesta
móti, þá eru tannskemmdir
miklu meiri hér en í flestum
Evrópulöndum.
MAIIt að 500% munur á
verðlagningu tannlækna.
lega hálfrarklukkustundar heimsókn til tann-
læknisins.
Launin eru því mjög há eins og allir reyndar
vita. Og ef haldið er áfram að spá í þessar töl-
ur, og við margföldum einfaldlega dagsveltu
hverrar stofu (7.200 miðað við fyrri forsend-
ur) með fjölda tannlækna á landinu (179) þá
komumst við að því að á degi hverjum eyðir
þjóðin um 1.3 milljónum í tannlækningar, -
lágmark. Slíkt kemur reyndar heim og saman
því samkvæmt upplýsingum Svavars Gests-
sonar, heilbrigðisráðherra greiðir ríkið um
100 milljónir 1983 í tannlækningar barna og
gamalmenna.
Þetta eru upphæðir á við allar útflutnings-
bætur þjóðarninnar og marga skuttogara, -
gríðarlegir fjármunir. Og þeim er því miður
ekki mjög vel varið. Um það eru tannlæknar
og stjórnmálamenn sammála.
„Mokstur í botn-
lausa tunnu“
Nú nýverið var Magnús R. Gíslason tann-
læknir ráðinn til starfa í heilbrigðisráðuneyt-
ið, en fram að þessu hefur enginn tannlæknir
verið til ráðgjafar þeim sem stjórna heilbrigð-
iskerfinu. í skýrslu sem Magnús hefur samið
um tannlækningar, segir meðal annars að að-
eins þrjár þjóðir í heiminum, Danir, Norð-
menn og Svíar hafi betra hlutfall milli tann-
lækna og íbúa en við, en hér er hlutfallið einn
á móti 1.250 íbúum. (Einn á móti 750 í
Reykjavík sem er auðvitað stórkostlega gott)
En í skýrslunni bendir hann einnig á að við
eyðum miklum peningum í óþarfa:
Vitað er að með fræðslu og tiltölulega ó-
dýrum aðgerðum til tannverndar er hægt að
minnka tannskemmdir um allt að 50%. Það er
sú leið sem hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa
farið með góðum árangri. Á þetta hefur marg-
sinnis verið bent hérlendis og m.a. stofnaður
sjóður fyrir átta árum til að standa undir
kostnaði við varnir gegn tannskemmdum.
Aftur á móti er ekkert gert af hálfu ríkisins til
að koma í veg fyrir tannskemmdir. í stað þess
er stöðugt greitt fyrir fleiri og fleiri viðgerðir
í tönnum, eins og tannskemmdir séu sjálf-
sagður hlutur, sem þær eru alls ekki.
í þessum efnum erum við orðin 20 til 30 ár-
um á eftir nágrannaþjóðum okkar.
„Aðgerðir ríkisins í þessu máli minna á
mokstur í botnlausa tunnu og lítið gert til að
minnka opið á botninum“, segir Magnús R.
Gíslason í skýrslu sinni.
„Skerum okkur úr í
tannskemmdum“
Ólafur Ólafsson, landlæknir, sagði sömu-