Helgarpósturinn - 04.03.1983, Síða 24
24 ,
Föstudagur 4. mars 1983
JplfisturinrL
Glæsibæ sími 34350 Snorrabraut sími 13505 Hamraborg sími 46200 Miðvangi sími 53300
AUGLÝSINGASTOFA SAMBANDSINS 926 4
Austurstræti
Við bjóðum jakkasett á aðeins kr. 2445, stakar
buxur á kr. 695, vesti á kr. 425, mittisjakka á
kr. 1250, skyrtur á kr. 395 og skó á kr. 640.
H6RRAR K
H€RRRR'K
IU/£
'niRtlRl R”K
Prófaðu
Mesta úrvalið.
Besta þjónustan.
Skeifan 9. 108 Reykjavik s. 91-86915
Tryggvabraut 14, 600 Akureyri
s. 96-23515
Sigur Gunnars G. Schram í
prófkjöri sjálfstæðismanna í
Reykjaneskjördæmi hefur
vakið verulega athygli, en þar hlaut
Gunnar annað sæti listans og ógn-
aði meira að segja veldi Matthíasar
Á. Mathiesen í 1. sætinu. Ýmsir
hafa orðið til þess að kenna Gunnar
BÍLALEIGA
um hugsanlegt
framboð Gunnars Thorodd-
sen til alþingis í næsta
mánuði hafa enn magnast eftir að
Gunnar gaf ýmislegt í þá átt í skyn
á fundi með ungum framsóknar-
mönnum í vikunni. Hefur Gunnari
þótt gaman að sjá stuðningsmenn
sína og aðdáendur rótbursta stuðn-
ingsmenn „flokkseigendafélags-
ins” í hverju prófkjörinu á fætur
öðru. Sagan segir að dr. Gunnar sé
nú alvarlega að hugsa um að slá til
og fara í framboð — enda séu
stuðningsmenn hans í væntanlegu
þingliði Sjálfstæðisflokksins nú
margfalt fleiri en eftir síðustu kosn-
ingar. Þegar alþingiskosningum er
lokið getur Gunnar svo hirt hátt í
þriðjung þingflokksins, sem verður
höfuðlaus eftir þegar bæði flokks-
formaðurinn og þingflokksfor-
maðurinn sitja heima með sárt enn-
ið...
við nafna sinn Thoroddsen og víst
er það, að forsætisráðherra studdi
Gunnar Schram í prófkjörsslagn-
um. Á fundi í Hafnarfirði fyrir
prófkjörið neitaði Gunnar Schram
hins vegar öllum tengslum við
Gunnarsarm flokksins og aðspurð-
ur sagði hann umbúðalaust, að
hann myndi lúta meirihlutavaldi í
þingflokki Sjálfstæðisflokksins.
önduðu þá margir úr Geirsarmin-
um léttar. Svo er bara spurningin
hvaða armur kemur til með að hafa
meirihluta í þingflokki sjálfstæðis-
manna að loknum næstu kosning-
um...
Fréttir af skipan fólks á
framboðslista flokkanna ber-
ast nú jafnt og þétt er nær
dregur alþingiskosningum. Al-
þýðuflokksmenn eru þessa dagana
að ganga frá sínum lista í Norður-
landskjördæmi vestra og er þar
efstur Jón Sæmundur Sigurjóns-
son, hagfræðingur, eneftir því sem
við heyrum verða tvær konur trú-
lega í næstu sætum. Þær eru Dóra
Þorsteinsdóttir á Sauðárkróki og
Elín Njálsdóttir, hreppsnefndar-
maður á Skagaströnd. Jón Karls-
son, verkalýðsforingi á Sauðár-
króki mun hafa hafnað því að taka
annað sætið á listanum...
Og hjá Bandalagi jafnaðar-
manna er rætt um að efstur
á lista flokksins í Austur-
landskjördæmi verði Guðmundur
Einarsson líffræðingur. Hann er
ættaður frá Hornafirði. Á Vestur-
landi er talið að ofarlega á lista
bandalagsins, ef ekki efst, verði
Hrönn Ríkharösdóttir (Jónssonar)
á Akranesi, sem áður var í Alþýðu-
flokknum. Á Suðurlandi má búast
við að Þorlákur Helgason aðstoð-
arskólameistari á Selfossi verði í
framlínu...
Við heyrum einnig af kosn-
> 1 ingaundirbúningi Bandalags
J jafnaðarmanna að farið sé að
vmna að blaðaútgáfu á þess vegum
fyrir kosningarnar. Það er hópur
undir forystu Óðins Jónssonar sem
að þessu vinnur og verður væntan-
lega um vikublað að ræða. Ekki er
þó talið líklegt að það hljóti nafnið
Nýtt land...
Kvennaframboðskonur eru
líka á fullu við að undirbúa
sín framboð og fundahöld
hafa mikil verið í vikunni, ekki síst
í Reykjaneskjördæmi. Hvað
Reykjavíkurlistann varðar heyrum
við að þar verði ofarlega Elín Ólafs-
dóttir, kennarafulltrúi í Fræðslu-
ráði Reykjavíkurborgar,sem hingað
til mun hafa fylgt Sjálfstæðis-
flokknum að málum.og Guðrún
Agnarsdóttir, læknir. Aðrar konur
sem taldar eru líklegar í sæti á list-
anum eru Guðrún Jónsdóttir borg-
arfulltrúi, Þórhildur Þorleifsdóttir
leikstjóri, Jóhanna María Lárus-
dóttir, kennari í Verslunarskólan-
um, Sigríður Dúna Kristmunds-
dóttir háskólakennari, Kristín Ást-
geirsdóttir sagnfræðingur og
Helga Thorberg leikari...
Talsverðar hræringar eru nú
/ J. í íslenskum ferðaiðnaði og
S* hjá flugfélögunum. Valdatafl
hófst þegar Leifur Magnússon
framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum
sótti um stöðu flugmálastjóra enda
var almennt talið að hann fengi
starfið. Jóhann Sigurðsson, stöðv-
arstjóri Flugleiða í London, var
kallaður heim og settur í nýtt starf
hjá félaginu. í framhaldi af því hef-
ur heyrst að Steinn Lárusson, fram-
kvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar
Úrvals, hafi hug á að taka við af JÓ-
hanni í London — eða að fara í
annað „feitt” starf hjá Flugleiðum.
Líklegur eftirmaður Steins hjá Úr-
vali er talinn vera Knútur Óskars-
son, framkvæmdastjóri innan-
landsdeildar Úrvals. Þá hefur Arn-
arflug ráðið Halldór Björnsson,
framkvæmdastjóra ferðaskrifstofu
Úlfars Jacobsens, til að vera skrif-
stofustjóra félagsins í Sviss. Og loks
mun Haukur Harðarson, fyrrum
bæjarstjóri á HÚsavík,vera á leið-
inni til ferðaskrifstofu Guðmundar
Jónassonar...
Frá Alþingi heyrum við, að
f' l það veki athygli margra þar
■S neðra, hve duglegur VII-
mundur Gylfason sé að notfæra sér
þá aðstöðu, sem þingmenn hafa til
að senda stuðningsmönnum sínum
frumvörp, bréf og annan áróður.
Vilmundur er sagður hafa látið
prenta frumvörp sín og annan
prentaðan áróður í fimm þúsund
eintökum og látið Alþingi senda
vítt og breitt um landið. Kostnaður
vegna þessa, sem Alþingi greiðir,
mun samsvara umfangi meðal
12—15 manna
þingflokks...
Bóka
mark
aóirrn
Góöar
bækur
Gamalt
verö
Bokamarkaðurinn
HÚSGAGNAHÖLLINNI,
ÁRTÚNSHÖFÐA