Helgarpósturinn - 14.07.1983, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 14.07.1983, Blaðsíða 7
íurfnr ,,Dauðiég óttast eigi“ Hannes Pétursson: 36 Ijóð Iðunn, Rvík 1983. 50 tölusettar síður. ENGUM SEM KUNNUGUR er íslenskri nútímaljóðlist mun blandast hugur um það að Hann- es Pétursson sé eitt listfengasta ljóðskáld sem um þessar mundir kveður á tungu okkar. Staða hans hefur raunar um það verið ó- véfengjanleg allt frá fyrstu bók hans, Kvæðabók árið 1955. Og enn sýnist mér hún styrkjast með þeirri sem nú kemur út. 36 ljóð eru hvorki stór í sniðum né hávær. Þar eru engar bumbur barðar, en aftur á móti farið mjúkum höndum um viðkvæmt yrkisefni: mannlífið og (ekki síð- ur) dauðann. Á kápusíðu benda forleggjarar á tengsl við Heim- kynni við sjó (1980) og má til sanns vegar færa, þótt ekki beri minna á sambandinu við eldri ljóðabækur skáldsins. Hins vegar verð ég að viðurkenna að ég skil ekki orð kápunnar um að „sjald- an hefur Hannes ort jafn nákom- in ljóð, en þau bera engu síður birtu langt út frá sér...“ Nákominn hefur enga merkingu fyrir mér nema tekið sé fram hverjum við- komandi sé nákominn. Sé átt við að ljóðin séu persónulegri en Hannes hafi kveðið fyrr, efast ég um réttmæti fullyrðingarinnar, eigi þau að verða nákomnari les- endum en fyrri ljóð hans leyfi ég mér líka að efast stórlega um marktæki. En þetta skiptir litlu — nema hvað mér leiðist alltaf þegar verið er að segja okkur einhverja sjálfsagða hluti á kápusíðum en þó enn meir þegar blekberar þeirra síðna reyna að gerast skáld- legri en skáldin. Það er alltaf hæpið að reyna að segja hug sinn um ljóðabók eftir skamma viðkynningu. Þegar þetta er ritað hef ég aðeins haft 36 ljóð undir höndum í sólarhring, og þó honum hafi að mestu verið varið til lestrar og ígrundunar á kverinu er þess engan veginn að vænta að öll kurl séu til grafar komin milli mín og þess. í fljótu bragði mætti skipa ljóðum bókarinnar í þrjá hópa eftir yrkisefnum (og þó einkum tvo). I hinn fyrsta koma ljóð sem á einn eða annan hátt fjalla um dauðann, birta dauðageig sem raunar er alls ekki nýr í ljóðum Hannesar en fær annarskonar gildi nú en fyrr. í annan hóp kæmu einskonar „minningabrot“ og mætti þá skipta í tvennt eftir því hvort er um að ræða „bernskuminningar“ eða minn- ingar sem eiga sér stað í nálægari tíma. Það fer naumast milli mála að umhugsunin um dauðann tengist í bók þessari fráfalli náins vinar skáldsins, þar sem var Kristján Eldjárn. Honum, eða fremur minningu hans, eru ljóðin tileink- uð og tæpast vafi að um hann er kveðið í lengsta og máski besta ljóðinu, því sem hlotið hefur númer 16. Svo sem vera ber þegar einn norrænufræðingur kveður annan er hér gripið til edduháttar með óbeinni tilvísan til erfiljóða Bjarna Thorarensens, þess manns sem best hefur slegið hörpu í þess- konar tónlist. Hannes hefur að vísu aukið endarími við málahátt- inn og gefur honum þannig nýjan blæ. En vitaskuld er það ekki bragformið eitt og sér sem gefur ljóðinu gildi heldur miklu fremur það að hér tekst Hannesi að orða hugsun sem ég hygg sé aldeilis ný í íslensku erfiljóði og ég kannast reyndar ekki við slíka annars stað- ar að. Steinn Steinarr hafði að vísu slegið upp á efanum: „Hvort er ég heldur hann sem eftir lifir/ eða hinn sem dó?“, en Hannes kveður öðruvísi að: Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Bls. 27) Þótt mér þyki að vísu siðustu hendingarnar tvær fella örlítinn skugga á heiðríkjuna í þessu er- indi skal ég gjarna játa að mér þykir þessi vísa einhver hin best gerða og nýstárlegasta sem ég hef lesið um langa hríð. Dauðageigur hefur löngum knúið stórskáld til að yrkja sig í einhvers konar sátt við dauðann. Það gerir Hannes á sinn hátt í þessari bók. Áður hafði hann kveðið býsna afdráttarlaust um endalok mannlífsins: „Undarleg ó-sköp að deyja“ (í Sumardölum) og: „Handan við lífið bíður ekk- ert, ekkert./ Eggjárn Dauðans sker sundur grannan kveik/ augna minna. í myrkrinu týnist égí‘ (Sama bók). — En nú kveður við talsvert annan tón, hvort sem menn vilja tala um skoðanaskipti eða þróun (og vísa þá til aldurs skáldsins), því nú er sáttin við dauðann og skaparann fólgin m.a. í þessum orðum: „Hví gæti það ekki verið/ vilji Höfundarins —/ tilgangur/ sem oss tekst aldrei að skilja// að hver maður sofni/ svefninum endalausa/ hverfi til þagnarinnar/ þaðan sem hann kom?// Hví skyldi vera merk- ingarlaust/ að mynnast út í þögn- ina// þá dularfullu þögn/ sem drýpur af stjörnunum?“ (Ljóð nr. 25). Þótt spurningarmerkin fylgi eru þau málskrúðsleg fyrst og fremst, svarið er gefið. Minningabrotin, sem ég kallaði svo, eru um sumt kveðin við aðra tóna. Þó er býsna fátítt að gleðin og fegurðin fái að ríkja einar þar eða einhverskonar trúnaðartraust og öryggi (dæmi þó nr. 19, 20, 22 o.fl.). Meira ber á hinu að uggur búi að baki fallegum náttúru- myndum og bernskuminningum. Þannig tengjast þessi ljóð hinum sem fjalla beinskeyttar um kvíð- ann og tilgang lífsins. Hannes Pétursson flytur ekki kenningar með hávaða og trumbuslætti, og um sumar bóka hans hefur mér þótt óljóst hvað hann vildi segja okkur, lesendum hans (einkum Stund og staðir, Innlönd og Rímblöð) en hér þykir mér erindi skáldsins við lesand- ann bæði mikið og mikilvægt, því það er beinlínis lífsháski í þessari bók. Hún er þrungin af áhyggjum og miskunnarlausum vangavelt- um um lífið og tilveruna, tilgang- inn og endalokin, eða með öðrum orðum hún fjallar á lágmæltan hátt sinn um það sem hvern mann varðar mestu. Þessvegna á hún er- indi við hvern þann sem glímir við spurningarnar um stöðu sína í til- verunni eða tilgangsleysinu. Hún gefur svar sem gerir engar kröfur til að vera algilt en er þó svar og vegvísir til einnar leiðarinnar. Þótt nútímafólk sé vissulega „hræddir garðfuglar" (24. ljóð) og okkur blöskri oft glíma fyrri tíðar manna við „dynhamra, flugabjörg/ og flækjur veðra“ er okkur samt lífsnauðsyn á að geta hvert fyrir sig ort okkur í sátt við tilveruna svo við megum breyttu breytanda taka undir með Hall- grími sáluga Péturssyni og segja „dauði, ég óttast eigi..í‘. Þetta tekst Hannesi þótt trúnaðar- traustið geti ekki orðið hið sama og hjá Hallgrími, öryggisins verði að leita með öðrum hætti. Og ég hygg hver sá sem les 36 ljóð með heiðarlegri hreinskilni geti að sínu leyti tekið undir það sem Hannes lætur gerast í huga Steins Steinars (33. ljóð): „Og enni hans verður snögglega/ sem allt hafi tilgang:/ Lífið, það er líf/ á langferð undir stjörnunum./ Að deyja, það er aðeins/ hin alhvíta hreyfing/ Allur frágangur bókarinnar er útgefendum til sóma þótt mér þyki kyndugt að sjá svo áleitna og vel gerða bókarkápu sem þessa merkta heilli auglýsingastofu og engum einstökum listamanni. En hún er jafngóð fyrir því. íslenskum ljóðunnendum hef- ur bæst bók sem gott verður að leita til. HP „Mér þykir erindi Hannesar Péturssonar við lesandann bæði mikið og mikilvægt, þvx það er beinlínis lífsháski í þess- ari bók“, segir Heimir Pálsson í umsögn sinni. Af tónleikahaldi miðsvæöis oc[ fleiru Þá er búið að setja nýtt íslands- met í aðgöngumiðverði að tón- Ieikum. Amundi umbi seldi mið- ann að tónleikum Ray Charles í Broadway á kr. 690r Fyrra met var kr. 500r að tónleikum Victors Borge í Þjóðleikhúsinu í maílok. Það er kannski ekkert skrýtið að þessir tveir heiðursmenn skuli sprengja aðgöngumiðaverð í loft upp, tvöfalda og þrefalda — þeir tilheyra báðir þeim hópi skemmti- krafta sem glimmerheimurinn keppist um að kaupa, sjóaðir sjó- bissnesmenn en hinir ágætustu listamenn fyrir það. Fyrir komu Borge var miðaverð hæst kr. 250r (Tosca hjá Sinfóní- unni, Gary Burton hjá Jazzvakn- ingu og The Fall hjá Grammi) — eftir Borge var miðaverð nokkru hærra enda gengisfelling nýaf- staðin 300 einstakir miðar að Sönghátíðinni, 380 að tónleikum Stórsveitar Lionel Hamptons og 420 að tónleikum Classix Nou- veau í Laugardalshöll. Ekki var um gróða að ræða af þessum tón- leikum og tap á sumum. Ljóst er því að miðaverð er heldur lágt hér- lendis og kannski á hið háa verð á Ray Charles eftir að leiða gott af sér — það verði auðveldara að selja miða á sanngjörnu verði á eftir! Annars var álíka dýrt á Ray Charles og í lestina í Tivolí — uþb. kr. 10 hver mínúta. Vinurinn var með 75 mínútna efnisskrá og ekkert aukalag, takk fyrir! Enda kannski eins gott, það þurfti nefnilega að henda liðinu á fyrri tónleikunum út af Broadway til að hægt væri að halda seinni tón- leikana. Þannig er ekki farið með fólk nema önnur sjónarmið en hin listrænu ráði ferðinni. Hvað um það — ég sé ekkert eftir að hafa borgað fyrir miðann minn — þrátt fyrir allt náði Ray Charles einstaka sinnum til hjart- ans þó hann sé aðeins daufur skuggi af hinum glæsta snillingi áranna fyrir 1960. Það er einsog sálin eigi erfitt með að brjótast úr Las Vegas fjötrunum Sænski Ellington Á sunnudagskvöldið sýndi Sjónvarpið sænskan, þátt: Duke Ellington — á mína vísu, þar sem „Dan-Jakob Petersen og fleiri sænskir listamenn flytja trúarlega tónlist eftir Duke Ellington“. Undirritaður settist spenntur við Sjónvarpið — bæði er að fáa dáir hann sem Ellington og einnig hitt að Svíar eiga tvo meistara í túlkun trúarlegrar Ellingtontónlistar: Alic Babs og Arne Domnerus. En þvílíkur eymdarþáttur! Petersen söng og lék á píanó ásamt gítar, bassa og trommum. Þetta var hrikaleg útvötnum á snilldarverk- um eins og Heaven (sem Alic Babs söng meistaralega á öðrum helgi- tónleikum Ellingtons), Come Sunday, Something About Be- leving ofl. Kvartettinn gutlaði hljómana og Petersen söng eins og Þorvaldur Halldórsson. Það fór lítið fyrir Ellington þarna. Vonandi verður annað uppá teningnum í sænska þættinum um Buddy Bolden, sem er á dag- skrá Sjónvarpsins á sunnudaginn kemur. Það verður allavega fróð- legt að heyra þessum fyrsta tón- snillingi djassins gerð skil. Við þekkjum hann aðeins sem þjóð- sagnapersónu — hann hljóðritaði aldrei nótu. Hampton kominn Margir hafa sjálfsagt beðið eft- ir að fá nýjustu skífuna með Lio- nel Hampton. Hún er nú komin til landsins og er dreift af Steinum hf. Ég hef getið hennar áður i þessum pistlum: Made in Japan (Timeless SJP 175) nefnist hún og er tekin upp 1. júní 1982. Hljóm- sveitin er næstum sú hina sama og hingað kom og ýmsir ópusar er heyrðust í Háskólabíói má finna þarna s.s. Air Mail Special, Stardust og Moonglow, svo og nýrri verk: Advent eftir Johnny Walker og Jodo eftir Freddie Hubbard.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.