Helgarpósturinn - 14.07.1983, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 14.07.1983, Blaðsíða 17
17 Tsturinn. Fimmtudagur 14. júlí 1983 ’F'l Það hefur vakið athygli hve f J hægripressan og þá ekki síst - S Morgunblaðið hefur verið ó- vægt í fréttaflutningi sínum af Vig- dísi forseta og bókmenntaverðlaun- unum umtöluðu. Fréttastíll Morg- unblaðsins er samkvæmt hefð ekki ýkja nærgöngull eða æsifregna- kenndur og því hefur fréttaatlagan gegn forsetanum vakið undrun margra. Skýringin mun hins vegar vera sú að forsetakosningar eru á næsta ári og hægrimenn eru farnir að undirbúa jarðveginn fyrir fram- bjóðanda gegn Vigdísi. Sem að sjálfsögðu verður vinsæll hægri- líberal og karlmaður auðvitað.... Hið forboðna tölublað Speg- / Á ilsins er nú orðið eftirsótt vara. Helgarpósturinn frétti nýlega af safnara sem keypti eintak- ið á 1500 krónur.... ^Wt'-'iNokkurrar óþreyju ku nú gæta meðal eigenda tísku- verslana í Reykjavík út í óprúttna kollega, sem gera sér leik að því að stela hönnunarhugmynd- um og selja ódýrar eftirlíkingar. Mun það nokkuð stundað að kaupa eintak af sér-hannaðri, er- lendri framleiðslu frægra nafna láta spretta henni upp og krækja þannig í snið, sem notað er við gerð kópíu úr ódýrari efnum. Sauma- stofa Hagkaupa er oftast orðuð sem framleiðslumiðstöð slíkra eft- irlíkinga, en smærri verslanir við Laugaveginn koma einnig við sög- una og eru þær ekki að hafa fyrir því að selja kópíurnar á vægara verði. Viðskiptavinum er ráðlagt að leita vel eftir vörumerki og leiðbein- ingum um hreinsunaraðferð... íslenskir fatahönnuðir en / J einkum þó textilhönnuðir S eiga við sama vanda að etja, mynstrum er rænt og þau notuð annars staðar. Engin íslensk lög ná yfir höfundarrétt á þessu sviði og er nú í gangi starfshópur íslenska Textilfélagsins, sem kannar hvernig knýja megi á um slík lög og hvernig þau gætu orðið. í starfshópnum eru m.a. þær Hulda Jósepsdóttir fata- hönnuður og Hulda Hákonardóttir veflistarkona... Mikið tap hefur verið á komu Y 1 ýmissa erlendra skemmti- y krafta til landsins á undan- förnum vikum. Þannig höfum við fyrir satt að kraftaverkamaðurinn Amundi Ámundason hafi tapað um áttatíu þúsund krónum á komu Ray Charles. Ámundi er þó ekki af baki dottinn og hyggst halda ó- trauður áfram, enda hefur hann oft komist í hann krappari... Samræmdír Eurotékkar og kort gílda nú hérlendis nakvæmlega eins og innlendar ávísanir Þann 1. júlí síðastliðinn tóku gildi hérlendis svonefndir Eurotékk- ar, sem erlendir ferðamenn geta gefið út í íslenskum krónum hérlendis, til greiðslu á viðskiptum og þjónustu. Eurotékkar gilda nákvæmlega eins og innlendar ávísanir, að vísu með eftirfarandi takmörkunum: 1. Hver Eurotékki má ekki vera hærri en 3000,- krónur, en taka má fleiri en einn tékka. 2. Framvísa verður korti við útgáfu Eurotékka á viðskipta- stað, þannig að viðtakandi tékkans geti borið saman undir- skrift, nafn, útgáfubanka og reikningsnúmer á korti óg tékka. 3. Útgáfudagur Eurotékka verður að vera innan gildistíma kortsins. 4. Viðtakandi Eurotékka verður að skrifa númer kortsins á bakhlið Eurotékkans, sem síðan er framvísað í næsta viðskiptabanka eða sparisjóði eins og venjulegri ávísun. Frekari upplýsingar um viðskipti með Eurotékkum fást hjá öllum viðskiptabönkum og sparisjóðum, hjá Kaupmannasamtökunum, sími 28811, og hjá Sambandi veitinga- og gistihúsa, sími 27410. EUROTÉKKI og KORT skulu vera eins og hér er sýnt NAFN BANKA veröa aö vera samhljóða bæði á Eurotékka og korti NÚMER KORTSINS skal skrifa á bakhlið Eurotékkans. ISK verður alltaf að vera fyrir framan upphæðina. HÁMARKSUPPHÆÐ Isk. 3.000.- hver Eurotékki. Taka má fleiri en einn tékka. UNDIRSKRIFT Eurotékka ber að undirrita í viðurvist starfsmanns. GILDISTÍMI Öll kort gilda til 31. des. þess árs, sem getið er á kortinu. Athugið að kortið sé í gildi. Samband viðskiptabanka og sparísjóða 3 kassettur í pakka og þú sparc 3x90mín. 339.- HAGKAUP Skeifunni Akureyri Njarðvík

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.