Helgarpósturinn - 14.07.1983, Blaðsíða 9
!jj$sturinn- Fimmtudagur 14. júlí 1983
Ó pú gráa borg
Stúdentaleikhúsið:
Reykjavikurblús:
Samantekt: Magnea J. Matthíasdóttir
og Benóný Ægisson.
Leikstjórn: Pétur Einarsson.
Tónlist: Kjartan Olafsson og Benóný
Ægisson.
Leikmynd: Guðný Björk Richardsdótt-
ir.
Flytjendur: Ari Matthíasson, Edda
Arnjótsdóttir, Guðríður Ragnarsdóttir,
Magnus Ragnarsson, Soffia Karlsdóttir
og Stefdn Jónsson.
Undirleikari: Kjartan Olafsson.
Stúdentaleikhúsið lætur ekki
deigan síga við að halda uppi líf-
legu bæjarlífi yfir sumarmánuð-
ina. Á laugardaginn í síðustu viku
var þar á ferðinni enn ein frum-
sýningin og í þetta sinn var það
dagskrá um Reykjavík og lífið þar
sem Magnea J. Matthíasdóttir og
Benóný Ægisson hafa tekið sam-
an og gefið nafnið Reykjavíkur-
blús. Dagskráin er þannig gerð að
ýmist er um frumsamið efni að
ræða eða efni fengið að láni frá
ýmsum höfundum, öllum af yngri
kynslóð svo sem Einari Ólafssyni,
Normu E. Samúelsdóttur, Birgi
Svan og Sigurði Pálssyni. Er dag-
skráin saman sett úr einum 22 at-
riðum ef allt er talið, og gætir þar
býsna mikillar fjölbreytni. Atrið-
in eru leikin og mörg einnig sung-
in þannig að úr verður einskonar
kabarettsýning.
Tónlistin hefur mjög miklu
(£ef/e/f&/
hlutverki að gegna í þessari sýn-
ingu og á Kjartan Ólafsson mest-
an veg og vanda af henni. Hefur
hann samið ekki færri en átta lög
fyrir sýninguna og falla þau að
mínu mati mjög vel að textunum
um leið og þau eru gædd sérstök-
um persónuleika. Kjartan spilar
einnig undir í sýningunni á píanó
og leysir það verk listavel af hendi.
Hann er greinilega einn af athygl-
isverðustu tónlistarmönnum
yngstu kynslóðarinnar.
Pétri Einarssyni hefur greini-
lega tekist að virkja allar orku-
lindir og hæfileika hinna ungu
leikenda, því enginn þeirra er
menntaður leikari heldur eru
þetta krakkar sem hafa nýlega
gert garðinn frægan í sýningum
menntaskólanna. T.d. tóku þrír
leikaranna þátt í síðustu upp-
færslu herranætur á Prjónastof-
unni Sólinni. Sýningin streymir
fram af þrótti og Ieikgleði og ótrú-
lega mikilli samhæfingu. Er það
reyndar einkenni á sýningunni að
það reynir nokkuð jafnt á flytj-
endur og einnig að þeir eru tiltölu-
lega jafnvígir að því er virðist.
Það er svolítið athyglisvert að
velta fyrir sér kynslóðum í sam-
bandi við þessa sýningu. Það
kemur nefnilega í ljós þegar betur
er að gáð að höfundarnir eru allir
(eða því sem næst) rétt um eða rétt
rúmlega þrítugir en flytjendurnir
svo til nákvæmlega tíu árum yngri
eða rétt um tvítugt. Það má því
segja að hér sé yngsta kynslóðin
að flytja verk næstu kynslóðar á
undan. Eða með öðrum orðum,
höfundarnir eru komnir til þess
þroska að geta ort bærilega vel
um lífið í Reykjavík eins og þeir
upplifa það, en það er einmitt sú
Reykjavík sem blasir við augum
flytjendanna og þau hafa ekki
ennþá þroska til að tjá með orð-
um en geta auðveldlega lifað sig
inní leikrænan flutning þess sem
kynslóðin á undan hefur ort.
Þetta er trúlega skýringin á
þeirri miklu leikgleði sem ein-
kenndi sýninguna og á þeirri ótrú-
lega góðu stemmningu sem flytj-
endunum tókst að skapa í salnum.
Það má með sanni segja að sýn-
ingin hafi hitt í mark og hlotið
góðar undirtektir og vakið skýr
viðbrögð hjá áhorfendum.
G.Ást.
Leiðinda myndbrengl urðu í við-
tali við Guðrúnu Nielsen í síðasta
Listapósti. Birt var mynd af þeim
heiðursmönnum séra Arna Þórar-
inssyni og Alfreð Andréssyni gam-
anleikara í útskurði Guðrúnar, en
með texta sem átti við þá mynd
sem hér birtist. Textinn sem birtist
var svohljóðandi: Nokkrar stein-
fígúrur Guðrúnar. Lengst til
vinstri er sláttumaðurinn slyngi,
aftast „negrakelling“, til hægri
munkur í kufli sínum, og í for-
grunninum stinga kjaftakelling-
arnar saman nefjum og segja eina
mergjaða.
Við biðjumst velvirðingar á
mistökunum.
ur eftir börnin. Gott framtak. Svo
eru börnin norðlensk. Eru skáld
þar?
10.35 Mér eru fornu minnin kær. Einar
frá Hermundarfelli sér um þennan
þátt eins og endranær. Hann er ó-
tæmandi viskubrunnur hann Einar.
11.35 Sumarkveöja frá Stokkhólmi. -
Jakob S. Jónsson, sá frómi maöur,
sendir okkur hitabylgjur frá riki
kvennakóngsins.
17.05 Af staö. Ragnheiöur Davíðsdóttir
og Tryggvi Jakobsson búa fólkið
undir ferðalag helgarinnar. Gleym-
um stefnuljósunum ekki heima.
17.15 Upptaktur. Guðmundur Benedikts-
son i uppsveifiu, eins og sagt er.
23.00 Náttfari. Doddi skræfa fylgir okkur
inn i draumalandið. Þægilegur og
skemmtilegur maður,“Gestur E.
Jónasson.
01.10 Á næturvaktinni.Ásgeir Tómasson
stendur sig eins og hetja.
Laugardagur
16. júlí.
8.20 Morguntónleikar. Alls konar tón-
list, en bara ekki það sem „fólkiö
vill."
9.25 Feröagaman. Nú er Rafn Jónsson
farinn að skipta sór af gönguferð-
um.
10.25 Óskalög sjúklinga. Lóa kynnir.
Búið aö klípa framan af þættinum
hennar. Sorglegt.
11.20 Sumarsnældan. Solla Halldórs
kann tökin á krökkunum. Góðir
þættir.
15.10 Listapopp. Vonandi er Gunni Sal
ekki að tala um list heldur lista (eins
og innkaupalista).
17.15 Sfðdegistónleikar. í tveim liðum.
Allt íslendingar.
19.35 Allt er ömurlegt f útvarpinu. Þó
aðallega þetta. Loftur sfbyljan Jóns-
son er bara ekki fyndinn. Því miöur.
20.30 Sumarvaka. Rauðurber þjóðinaog
álfkonuna inn í Ijósmælin. Undar-
legt.
24.00 Miðnæturrabb. Jón Ormur
Halldórsson rabbar við okkur og
leikur vonandi nokkur lög.
Sunnudagur
17. júlí
10.25 Út og suöur. Þáttur Friöriks Páls
Jónssonar, eins og þær segja svo
hátíðlega á útvarpinu.
11.00 Hátfðarguðsþjónusta. Og þaö i
sjálfu Finnlandi. I Ylöjarvi-kirkj-
unni. Hvernig tekst guöi að finna
hana?
13.30 Sporbrautin. Lunknir guttar Óli
Torfa og Örn Ingi. Smellnir þættir
og góöar gátur.
15.15 Söngvaseiður. Trausti og félagar
meö stórskemmtilega þætti um ís-
lenska sönglagahöfunda. Meira af
þessu. Nú um Þorvald Blöndal.
16.25 Næturgalinn frá Wlttemberg.
Bændaslátrarinn Lúter revisited.
Önundur Björnsson og Gunnar
Kristjánsson segja frá upphafs-
manni siðbótarinnar. Hvilfk siðbót.
18.00 Það var og. Þráinn Bertelsson fer
út um hvippinn og hvappinn og
tjaldar f lautu i nótt. Ég las hrósið í
blööunum og er því sammála. Góð
rödd hann Þráinn.
19.35 Samtal á sunnudegi. Áslaug
Ragnars talar við fólk um hitt og
þetta. Best aö þegja á meöan.
21.40 Tónlist eftlr Gunnar Reynl. Gott
skáld. Kolbeinn Bjarnason leikur á
flautu og Gústaf Jóhannesson leik-
ur á orgul.
23.00 Djass-Blús. Jón Múli og eilifðarga-
gaiö. Skemmtilegir þættir.
9
llíóili
★ ★ ★ ★ fframúrskarandi'
★ ★ ★ ágat
★ ★ góð
★ þolanleg
0 léleg
Nýja bíó:
Karatemeistarinn (Kill and Klll
again). Bandarfsk kvikmynd. Hand-
rit: John Crother. Leikendur: James
Ryan, Annelfne Kriel, Michael
Mayer, Blll Flynn. Leíkstjóri: Ivan
Hall.
Skúrkur vill ná heimsyfirráöum meö
vilja uppleysandi efni. Bardagahetjan
hjálpar til við aö leysa málið og tekst
það aö lokum, en ekki fyrr en eftir
skemmtileg slagsmál.
Bæjarbíó:
Besta lltla „Gleðihúsiö" i Texas.
(The Best Little Whorehouse in
Texas) Aðalhlutverk: Burt Reynolds
Dolly Parton, Charles Durring, Dom
Deluise og Jfm Nabors.
Þetta er skemmtimynd, með hinum
þokkafyllstu stórleikurum.
Bíóhöllin:
Merry Christmas Mr. Lawrence.
Japönsk-bandarisk, árgerð 1983.
Handrit Nagisa Oshima og Paul
Meyersberg eftir skáldsögu Slr
Laurens var der Post. Aðalhlutverk:
David Bowie, Tom Conti, Ryuichi
Sakomoto, Takeshi, Jack Thomp-
son. Leikstjóri: Nagisa Oshima.
„Þaö er Japaninn Oshima sem gerir
myndina og finnst mér hann halla full-
mikiö á sina eigin landsmenn og
finnst mér það varla nægja sem skýr-
ing, að myndin byggist á vestrænni
bók... Óskandi væri aö Oshima og
félagar hans fengju að gera ekta jap-
anskar myndir í Japan en þangaö til
er gott að þeir fái að æfa sig á mynd-
um klæöskerasaumuöum fyrir vest-
rænan markað".
— LÝÓ.
Staðgengillinn (The Stunt Man).
Aðalhlutverk: Peter O’Toole, Steve
Railsback, Barbara Horshey.
Endursýnd.
Svartskeggur (Blackbeard’s Ghost)
Bandarfsk. Aðaihlutverk: Peter
Ustlnov, Dean Jones, Suzanne
Pleshette, Elsa Lanchester.
Grinmynd um sjóræningjann Svart-
skegg, sem skýtur upp kollinum eftir
200 ára dvala.
Atlantic City. Bandarfsk kvikmynd,
árgerð 1981. Leikendur: Burt
Lancaster, Susan Sarandon. Leik-
stjóri: Louis Malle. ***
Regnboginn:
Hlaupið í skarðið (Just a Gigolo)
Bresk kvikmynd. Leikendur: David
Bowie, Kim Novak, Kurt Jurgens.
Leikstjórl: David Hemmings.
Bowie léttir til með eldri konum. sem
eiga engan manninn.
Mjúkar hvilur — mikið strið (Soft
Bed and Hard Battles.) Bandarísk
kvikmynd. Lelkendur: Peter Sellers
(f sex hlutverkum), Lila Kedrova,
Kurt Jurgens. Stjóri: Roy Boulting.
Njósnir f hóruhúsi í stríðinu. Töluvert
gaman og nokkur hlátur.
Junkman. Leikstjórn og handrit:
H.B. Halicki. Aðalhlutverk: H.B.
Hallckl.
Og vitiði hver H.B. Halicki er? Það er
sá sami og gerði myndina Horfinn á
60 sekúndum. Sumsé gifurlega
spennandi.
f greipum dauðans. (First Blood).
Bandarfsk, árgerð 1982. Handrlt:
Stallone og fleirl. Lelkendur: Sylv-
ester Stallone, Brian Dennehy,
Richard Crenna, Jack Starrett.
Leikstjóri: Ted Kotcheff.
Hver er moröinginn eða: Tfu lltlir
negrastrákar eftir Agöthu Christie.
Leikstjóri: Peter Collingson. Aðal-
hlutverk: Oliver Reed, Rlchard Att-
enborough, Elke Sommer, Herbert
Long.
Þessi Kristi mynd er ofboðslega
spennandi. Var áöur sýnd fyrir nokkr-
um árum i Austurbæjarbió. Svo hefur
leikritiö llka veriö sýnt I Fellaskóla.
Bíóbær:
Bermuda þrfhyrningurinn (The Ber-
muda Triangle).
Bandarísk kvikmynd, byggð á met-
sölubók Charles Berlitz, sem kom út
í íslenskri þýðingu fyrir síðustu jól.
Grunsamleg skipa- og flugvélahvörf.
Hver er skýringin? Þú færö hana
kannski í bfó. Magnús Bjarnfreðsson
er þulur. Sýnd kl. 21.
Gúlliver f Putalandl.
Skemmtileg ævintýramynd fyrir börn
á öllum aldri. Sýnd á laugardag og
sunnudag kl. 14 og 16.
Laugarásbíó:
Þjófur á lausu (Bustin Loose).
Bandarísk, árgerð 1981. Leikendur:
Richard Pryor, Cecily Tyson, Angel
Ramirez. Leikstjóri: Oz Scott.
Ungur afbrotamaður er látinn laus
upp á skilorð og fær það hlutverk að
fara með krakka yfir Bandarikin í
sumarbúðir. Hann stendur sig eins og
hetja og lendir i ótal ævintýrum á leið-
inni. Pryor er meö betri gamanleikur-
um og þess vegna ætti myndin að
vera ósvikin.
Stjörnubíó:
Leikfangið (The Toy). Bandarfsk
kvikmynd, árgerð 1982. Leikendur:
Richard Pryor, Jackie Gleason.
Leikstjóri: Richard Pryor.
Ríkisbubbasonur fær allt sem hann
vill og loks kemur að þvi aö hann fær
leikfang af holdi og blóði til að
skemmta sér með. Frábært grin meö
góðum gæjum.
Tootsie. Bandarfsk kvikmynd, ár-
gerð 1983. Leikendur: Dustin Hoff-
man, Jessica Lange, Terry Garr,
Charles Durning. Leikstjóri: Sidney
Pollack. Dustin Hoffman fer á kostum
i aðalhlutverkinu og sýnir afburða-
takta sem gamanleikari. Tootsie er ó-
svikin skemmtimynd. Maður hlær oft
og hefur Iftiö gleöitár í auga þegar
upp er staðið. * * *
— LÝÓ
Tónabíó:
Rocky III. Bandarfsk, árgerð 1982.
Leikstjóri: Sylvester Stallone. Aðal-
hlutverk: Sylvester Stallone, Talla
Shire, Burt Young, Mr. T.
Þetta er þriöja myndin um hnefaleika-
kappann og hefur hún átt ge i'pilegum
vinsældum aö fagna I Bandarlkjun-
um.
Austurbæjarbíó:
Stórislagur (The Big Brawl). Banda-
rísk, árgerð 1980. Lelkendur:
Jackie Chan, José Ferrer.
Slagsmálahátið i Ameriku. Karate,
grisk-rómversk glima og mikill hasar.
Skemmtilegt stuð.
Mannúlfarnir. Bandarfsk, byggö á
skáldsögu Gary Brandner. Aðal-
hlutverk: Dee Wallace og Patrick
Macnee.
Þetta er ein af þessum hrikalegu
spennumyndum.
Háskólabíó:
Á elleftu stundu (10 to Midnlght)
Leikstjóri: J. Lee Thompson. Hand-
rit: William Roberts. Aðalhlutverk:
Charles Bronson, Lisa Ellbacher,
Andrew Stevens og Gene Davls.
Myndin fjallar um baráttu einstak-
lingsins gegn óréttlætinu. Skrýtið
þegar einstaklingar fara i lögguleik
og heldur betur vafasamt.
fólllist
Norræna húsið:
Færeyska hljómsveitin Yggdrasill leik-
ur frjálsan djass á sunnudag kl. 20.30.
Aðeins þessir einu tónleikar. Færey-
ingar eru glúrnir i djassinum og þess
vegna ætti enginn að láta þetta fram-
hjá sér fara.
Árbæjarsafn:
Blásaraoktett Guöna Franssonar
leikur úti viðásunnudag kl. 16, ef veð-
ur leyfir. Við skulum vona það, þvi
Guöni er efnilegur og þá væntanlega
hans menn lika.
viólmróir
íslenska óperan:
Kvikmyndasýningar fyrir erlenda
ferðamenn alla daga nema miðviku-
daga kl. 21. Frábær tónlistarkvöld á
föstudag og laugardag kl. 18. Jón
Þorsteinsson og Svala Nielsen
syngja einsöng og kór óperunnar
syngur lika. Þá verður kvikmyndasýn-
ing og að sjálfsögðu er myndlistar-
sýningin alltaf i gangi. Svo er hægt að
fá sér kaffi og rjómapönnukökur. Til-
valin stund með erlendum vinum sfn-
um. Tekur af ykkur margt ómakið.
Norræna húsið:
Unnur Guðjónsdóttir heldur fyrirlest-
ur um Island á sænsku fyrir norður-
landaferðamenn á laugardag kl. 17.
Komið með vinum ykkar og drekkið
síöan með þeim kaffi.