Helgarpósturinn - 14.07.1983, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 14.07.1983, Blaðsíða 22
22 Fimmtudagur 14. júlí 1983 JpSsturinn Góð tíðindi VINUR MINN EINN lét þau orð falla við mig hér um daginn að eiginlega væri ekki kyn þótt nútíðarfólk væri meira og minna tauga- veiklað. Þarna sætum við jafnt við hádegis- og kvöld- mat og hlustuðum með steikinni á endalausar ótíð- indasagnir fréttamanna, segjandi frá morðum og manndrápum, pyntingum og pínslum — og svo stauluð- umst við yfir að sjónvarpinu til að fá allt saman í lit í eftir- rétt. Það væri nú munur ef einhverntíma væri reynt að segja frá einhverju jákvæðu. Eg veit ekki hvort hann hugsaði til þess, vinur minn, að eiginlega væri hann að biðja um þesskonar frétta- stefnu sem okkur er sagt að sovétblöðin hafi: Segið frá einhverju jákvæðu svo við byggjumst upp í sjálfstrausti og fögnuði. En innst inni var ég honum sammála. Gallinn er bara að góðu tíðindin eru fá — og seljast illa. í þessum hringborðspistli ætla ég að minnast á góð tíð- indi, en ég verð að biðja vin minn og aðra skoðanabræð- ur okkar (skoðanabræður geta líka verið kvenkyns!) forláts á því að fyrst verður rætt um dapurlega hluti. AÐ VÍSU VORU NÖFNIN NEFND í hálfum hljóðum af því ekki átti að hafa ljótt fyrir börnum, en samt voru það japönsku borgarheitin Híróshíma og Nagasaki sem brenndu sig öðrum fastar í vitund og minni kynslóðar- innar sem óx úr grasi á bak síðustu heimsstyrjöld. Þetta voru staðirnir þar sem ein- hver slík ógn hafði orðið að móðirin sagði við ungan drenginn: „Þú þarft vonandi ekki að hugsa meira um það. Það gerist aldrei framar!1 Þannig líða nokkur ár en þá vaknar drengurinn upp við vondan draum. „Það“ hefur að vísu ekki gerst aftur en risaveldin eru i óða önn að koma sér upp vopnabirgðum til þess að geta endurtekið Híróshíma-Nagasaki ekki bara einu sinni heldur fimm- tiu sinnum á hverju byggðu bóli. Og tíminn líður áfram. Þrátt fyrir stöðugar upplýs- ingar um að skelfingunni í japönsku borgunum muni aldrei linna, því refsingin sem feðurnir og mæðurnar þar voru beitt mun koma niður á óbornum kynslóð- um, þrátt fyrir þetta heyrir drengurinn, sem nú er full- orðinn maður, hernaðar- spekúlanta veraldarinnar tala í fúlli og fullri alvöru um „takmarkað kjarnorku- stríð“ „varnir í kjarnorku- árás“ — þeir eru jafnvel orðnir svo brattir að segja: „Iss, í Híróshíma-Nagasaki féllu ekki nema svosem 300. 000 manns. Hvað útrýmdu Þjóðverjar mörgum gyðing- um?“ Um stund finnst drengn- um að síðustu molarnir af barnatrú hans séu í hættu. Þetta var þá kannski ekki svo óskaplegt eftir allt saman? 300.000? Ætti hann máski að byggja kjarnorkubyrgi handa sér og fjölskyldunni? EN ÞÁ TAKA GLEÐI- FRRÉTTIRNAR að berast til hans. Fyrst óljósar frengir af friðarhreyfingu kvenna um heim allan. Að sönnu er látið að því liggja í moggum styrjaldarsinnanna að þessar konur séu ekki annað en nyt- samir sakleysingjar og hand- bendi kommúnista. Þótt nokkrir prestar og guðfræð- ingar bætist í hópinn breytt- ist ekki dómur mogganna. Prestastéttin hefur alltaf ver- ið veik fyrir ef æsingameist- arar fara að tala um frið. Samt hefur drengnum létt: Hann trúði því ungur að mamma væri best og skyn- sömust, og fullorðinn veit hann að það var rétt. Hann hefur líka lært á dálítilli ævi að mæðurnar eru óhræddari en feðurnir við að láta stjórnast af sönnum og rétt- um tilfinningum, sannfærð- ar um að þau rök nægi að um líf sé að tefla. — í æsku var honum líka kennt að bera virðingu fyrir guðs- kristni og — a.m.k. flestum — prestum. Og hann er bú- inn að heyra veraldarmogg- ann æpa kommúnisti, kommúnisti svo oft — enda orðið fyrir því sjálfur — að hann er löngu hættur að taka mark á því. Og svo kemur hið endan- lega fagnaðarefni. Einmitt sömu dagana og einn út- sendari kjarnokruveldanna gistir land drengsins og tæki- færið er notað til að gera þjóð hans enn háðari efna- hagsaðstoð sama stórveldis — einmitt þá dagana koma læknar þjóðarinnar saman — vissulega ekki allir, en margir þó — til að ræða voð- ann af yfirvofandi kjarn- orkustyrjöld. Og loksins, loksins er þeim orðin ljós sú staðreynd að þeir sem hafa lagt líf sitt að veði fyrir lífið, þeir sem hafa heitið því að vernda líf í stað þess að eyða því, þeir geta ekki lengur horft þegjandi upp á stríðs- maskínurnar og dýrkun stríðsguðanna. Þeir hljóta að ljúka upp munni sínum og heimta, með allt sem lífs- anda dregur að bakhjarli, að stríðsmaskínurnar verði eyðilagðar og stríðsguðun- um steypt af stalli, að her- væðing með kjarnorku verið stöðvuð umsvifalaust. Því öll rök stríðsvinanna um „ekki nema 300.000“ um „takmarkað kjarnorku- stríð“ eða „varnir í kjarn- orkuárás" þau voru lýgi og aftur lýgi. Það er ekkert til sem heitir „varnir“, ekkert til sem kallað verði „takmark- að“ i þessu sambandi, jafn- vel kenningin um 300.000 er lýgi því þeir kunna ekki að telja óbornar kynslóðir. SUNNUDAGINN 3. JÚLÍ birtist í Morgunblaðinu er- indi sem Guðjón Magnússon læknir flutti á áðurnefndri ráðstefnu Læknafélags ís- lands. Séráparti er efni þessa erindis ekkert gleðiefni held- ur hrollvekja sem gera ætti að skyldulesningu í hverjum einasta gagnfræðaskóla landsins. En á hinn bóginn eru það einhver mestu gleði- tíðindi sem ég get hugsað mér þegar aðstoðarland- læknir kveður loksins upp úr um kjarnorkuvána eins og hér var gert. Og drengnum sem áður var nefndur hon- um létti um hjartaræturnar og honum fannst næstum hann vera að ganga út í vorið á veginum að vekja hann — eins og segir í Sóleyjarkvæð- ingu góða. Þannig geta góðu tiðindin leynst innan um hin illu, og þannig getur manni fundist að enn sé von. Heimir hrinoboróió í dag skrifar Heimir Pálsson Atlaga gegn ríkiskerfinu 5 HRAFNAÞING Færeyska hljómsveitin „Yggdrasill“ heldur tónleika í Norrœna húsinu n.k.sunnudagskvöld kl. 20.30. Hljómsveitin er vanalega skipuð 7 mönnum ásamt aðstandendum sem leikurum og rithöf- undum. íþetta skipti verða grúppumeðlimirnir aðeins tveir á ferð: Kristian Blak sem leikur á píanó og er ennfremur leiðtogi og aðal- sprauta „Yggdrasils“ og Ernst Dalsgarð sem er flautuleikari. íför með þeim er franski Ijósmyndarinn Philippe Carré sem sýnir lit- skyggnur af hröfnum undir tónleikunum. Tónleikarnir heita „Hrafnaþing" og eru myndirnar unnar sérstaklega með tilliti til tónlistarinnar. stríða. „Ég er t.d. sannfærður um að það eru ýmis vandamál í stjórn- kerfinu. Verkaskiptingu og stjórn ýmissa stofnana er ábótavant. Stjórn fjár'festingamála hefur ekki verið nægilega markviss og ríkisumsvif og — afskipti eru fyrir hendi víðar en þörf er á í dag“. Ríkisstjórnin segir í stefnuyfir- lýsingu sinni, að leitað verði allra leiða til að minnka halla ríkissjóðs á þessu ári. Nú stefnir í um 860 milljón króna halla. í yfirlýsing- unni segir „Gerð fjárlaga... 1984 miðist við það að ná jafnvægi á ný í ríkisfjármálum“. Og svo: „Gagn- ger endurskoðun fari fram á ríkis- fjármálum við undirbúning og gerð fjárlaga framvegis, með það fyrir augum að draga úr ríkisumsvifum og útgjöldum“. Sölutekjur ríkissjóðs Þess er ekki að vænta að sala rík- isfyrirtækja og hlutabréfa ríkis- sjóðs í ýmsum fyrirtækjum gefi rík- inu verulegar fúlgur í aðra hönd á næstunni. Ef af sölusamningum verður, sjá menn fram á „hagstæða og aðgengilega samninga“, þar sem t.d. starfsmenn viðkomandi fyrir- tækja verða kaupendur. Og breyt- ingar þarf á skattalögum til að al- menningur sjái sér verulegan hag í því að ávaxta fé sitt í hlutabréfum. Miklu meiri vonir eru bundnar við að endurskoðun og hugsanleg uppstokkun stjórnkerfisins leiði til verulegrar hagræðingar og sparn- aðar. En hér er við ramman reip að draga. Hér verður ríkið í reiptogi við sjálft sig. Mikil og almenn tregða rikir gagnvart breytingum i kerfinu. Það er því vant að velta áfram og sjá um sig sjálft. En yfirlýsíngar ráðamanna núna bera þess nokkurn vott, að nú sé fyrir hendi vilji til að taka til í kerf- inu. Einn þingmaður sjálfstæðis- manna sagði við Helgarpóstinn, að miklu meiri skilningur ríkti á þess- um málum núna. Hjá öðrum gætir nokkurs efa. „Ég vona að þetta sé eitthvað meira en stormur í vatnsglasi", segir Guð- mundur G. Þórarinsson. Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins hefur enga trú á að þessi stjórn hreinsi til í stjórn- kerfinu: „Stjórnin er holdtekning stöðnunar“. Hann segir að ráðherr- arnir séu fulltrúar þröngra hags- muna sem ógjarnan verði hróflað við: „Þetta verða í mesta Iagi ein- hverjar flugeldasýningar". Tregöa Tregðan gagnvart breytingum í kerfinu er af ýmsum toga spunnin. í kerfinu starfar að sjálfsögðu fólk og megintregðan felst einmitt í „hinum mannlega þætti“. Kerfis- lega viðheldur æviráöning ríkis- starfsmanna tregðunni að miklu leyti en mannlegi þátturinn snýst um vinabönd og hagsmunatengsl. „Það sem nefnd sem kannar stjórnkerfið á að gera“, segir einn heimildarmanna Helgarpóstsins, embættismaður í kerfinu, „er að strika hreinlega út þær ríkisstofn- anir sem sannanlega er ekki þörf fyrir, slá saman vissum stofnunum og ráðuneytum, og draga úr rekstr- arkostnaði alls staðar. Þetta gætu orðið kvalafullar aðgerðir ef þeim yrði fylgt eftir með hörku og nokkr- ir hausar fengju örugglega að fjúka. Ráðuneytin eru nú 15. Hagstof- an, Ríkisendurskoðun og Fjárlaga- og hagsýslustofnun eru allt sér ráðuneyti. Rikisstjórnin hefur sett sér það markmið í stefnuyfirlýsingu sinni að færa Ríkisendurskoðun undir Alþingi til að auka eftirlits- vald þingsins. Rætt hefur verið um aö sameina félagsmálaráðuneytiö og heilbrigöisráðuneytið og setja Hagstofuna undir Þjóðhagsstofn- un, svo dæmi séu nefnd. Æviráðningin Hvað sem verður, er viðbúið að kerfið spyrni á móti öllum breyting- um og að tregðulögmál þess sýni þar mátt sinn. Þeir ráðherrar, fyrrum ráðherrar og embættismenn sem Helgarpóst- urinn hefur rætt við um þessi mál eru sammála um það að æviráðning ríkisforstjóra og æðri embættis- manna verði að hverfa. „Æviráðn- ingin er helsti dragbíturinn á hag- ræðingu í ríkiskerfinu", segir einn embættismaður sem ekki vill láta nafns síns getið. „í skjóli æviráðn- ingar komast æðstu embættismenn upp með stjórnunarlega skandala sem hafa kostað stórfé. Margir þessara manna eru góðir stjórnend- ur en aðrir eru gjörsamlega van- hæfir, hafa enga stjórnunarlega menntun og kunna ekki að nýta sér krappar fjárveitingar", segir þessi heimildarmaður. „Þessir menn eru verndaðir af æviráðningunni en ekki síður af valdamönnum, ráð- herrum sem eru vinir þeirra eða venslamenn. Þessir menn hafa kostað ríkið stórfé“. Steingrímur Hermannsson segir í samtali við Helgarpóstinn, að með- al þess sem stjórnkerfisnefndin komi til með að skoða sé æviráðn- ing og breyting í þá átt að „ráða toppmenn hjá ríkinu aðeins til skamms tíma í senn“. Síðasta ríkis- stjórn var með frumvarp í smíðum sem miðaði að þessu en breytingin náðist ekki fram. „Ef gengið verður til breytinga á stjórnkerfinu á ekkert að vera heil- agt“, segir Halldór Ásgrímsson. „Engin stofnun er svo heilög, að ekki megi leggja hana niður“, „né heldur á niðurskurðarhugsjónin að vera svo heilög að ekki megi búa til nýja stofnun ef þurfa þykir“, segir sjávarútvegsráðherra. „Yggdrasill" hefur starfað í nokk- ur ár og vöktu fyrst athygli árið 1981 þegar þeir fíuttu tónleikana „Ysta eyjan“; tónlist Kristian Blak við 9 kvæði William Heinesens sem leikarinn Poul Kern flutti. Ári síðar var „Hrafnaþing“ eða „Ravnating“ flutt. Tónleikar þessir sameina ljós- myndir og tónlist. Myndasetían tel- ur um eitthundrað ljósmyndir skipt í átta kafla og lýsir hröfnum, um- hverfi þeirra og goðsögulegum blæ fuglanna. Myndirnar tók Frakkinn Philippe Carré veturinn 1982 í Fær- eyjum. Bæði verkin eru til á plötu. Þegar Norræna húsið í Færeyj- um var vígt í Þórshöfn í maímánuði 1983 flutti Yggdrasill nýtt verk: „Heygar og dreygar" og var efnis- viðurinn sóttur í færeyska þjóðtrú. Verkið er myndskreytt, þ.e.a.s. því fylgir hefti eða bók sem er 30x30 cm að stærð og inniheldur átta lit- skreytingar, fimm klippimyndir eft- ir færeyska rithöfundinn William Heinesen og þrjár ljósmyndir tekn- ar af Kristian Blak. Tónlistin er væntanleg á plötu í októbermánuði á þessu ári. „Hrafnaþing" var flutt í Nor- ræna húsinu í Færeyjum í lok fyrri mánaðar og verður eins og fyrr seg- ir flutt í Norræna húsinu í Reykja- vík á sunnudag, kl. 20.30. Veðrið um helgina Þetta er að verða óvinsælasti dálkur blaðsins en skítt með það: Lægðirnar streyma um helgina yfir landið, hver á fætur annarri. Á föstudag verður vestlæg átt og lægð á ferðinni austur fyrir norð- anland. Henni fylgir rigning, einkum á Suður- og Vesturlandi. Á laugardag léttir eitthvað til fyrir sunnan og vestan þannig að dag- urinn verður sæmilegur, hæg norðanátt, þokuloft og smáskúrir á Norðurlandi. Á sunnudag þykknar upp enn einu sinni á S- og Vesturlandi en léttir til fyrir norðan og austan. Um helgina verður sem sagt sól og rigning til skiptis um land allt.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.