Helgarpósturinn - 14.07.1983, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 14.07.1983, Blaðsíða 13
13 irinn Fimmtudagur 14. júlí 1983 fyrir hendi til að halda þessu gangandi í sum- ar. Það er mest ungt fólk sem starfar þar, fólk sem er við nám í hinum ýmsu greinum samfé- lagsfræðinnar. Þetta fólk hefur unnið mjög gott starf og gott fyrir þá sem þangað hafa þurft að leita að geta talað um málin við jafn- aldra sína heldur en að taka þau upp við gaml- an sendiherra. Og ég vona að starfið haldi á- fram..“ I Jónshúsi — Hvernig er störfum þínum háttaö í sam- bandi við Jónshús? „Ég er stjórnarmaður þar; það er bæði mikið starf og erfitt. Jónshús er gamalt hús, illa byggt og þarfnast stöðugra viðgerða, sem erfitt er að krefjast fjármagns til og ekki alltaf auðvelt að sýna frammá að á þessum pening- um þurfi raunverulega að halda. En flestir þingmenn hafa þó góðan skilning á þessum málum. Nú, svo er í Jónshúsi svokölluð fræði- mannsíbúð sem látin er í té til lista- og fræði- manna eins og það heitir í reglugerðinni. Og það er alltaf einhver þar. Það er heimilt að veita afnot af íbúðinni i þrjá til tólf mánuði í senn, en við höfum tekið þá stefnu að skipta afnotunum niður í þriggja mánaða tímabil... Við vorum einmitt að úthluta henni um daginn og það var erfitt að ákveða hverjum skyldi veitt og hverjum ekki, þetta eru bara fjögur tímabil á ári en umsækjendurnir eru 45. Ég held að það sé óhætt að segja að enginn þeirra sem sótti um hafi verið með verk þess eðlis að sjálfgefið væri að leggja þau til hliðar. Við sem verðum að ákvarða þetta þurfum að gera margt upp við okkur og þetta er það erf- iðasta sem við gerum og blæðir að geta ekki orðið við fleiri óskum, og reynum eftir bestu samvisku að velja úr þá sem við teljum að beri að styðja. Við í nefndinni erum alltaf einróma sammála, notum ekki atkvæðagreiðsluað- ferðina, og höfum oft þurft að sleppa þeim sem við hefðum helst viljað. Og það er ekki víst að við veljum alltaf rétt“. Verkfrœðingur — Svo ég komi með gatnla lummu: ef þú mættir byrja uppá nýtt hvað myndirðu þá verða? „Ég geri ráð fyrir að ég mundi fara svipaða braut. Ef ég hefði verið algjörlega sjálfráður þegar ég var stúdent þá væri ég hvorki þing- maður, bankastjóri, ráðherra eða sendiherra. Mig langaði alltaf að verða verkfræðingur, og fór i stærðfræðideild í menntó til að búa mig undir það. Ég varð stúdent 1941 og hefði hald- ið til náms í Bandaríkjunum ef ég hefði haft til þess fjárhagslegt bolmagn. Ég las svo lög- fræði í staðinn og get ekki séð eftir neinu... Mér finnst ég hafa haft tækifæri til að vinna ánægjuleg störf og hef haft ánægju af þeim öllum og sé ekki að ég vildi að ævibraut- in hefði orðið önnur. Ég er sem sagt sáttur við lífið. Mér líður vel, ég hef hæfilega mikið að gera, ég hef áhuga fyrir því sem ég er að gera og vonast til að svo verði áfram..“ Helgarþóstsviðtalið: E A gústsson sendiherra í Kaupmannahöfn

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.