Helgarpósturinn - 14.07.1983, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 14.07.1983, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 14. júlí 1983 fjústurinn „Þepr Benedikf spurOi hvort ég vildi veroa sendiherra, svaraoi ég undireins já” viÖtal: Páll Pálsson myndir: Úlfar Brynjarsson / Eg tók leigubilfrá Fogedmarken niðrá H.C. Andersens Boulevard til að vera mœttur stundvislega klukkan hálftvö á skrifstoju Einars Agústssonar sendiherra okkar hér i Danmark. Og eftir nokkrar minútur vorum við lagðir á stað i sendi- ráðsbjúikknum út til Kraktorvsvej þar- sem sendiráðsbústaðurinn er. Einar keyrir sjálfur og hefur tekið sérfrí það sem eftir er dagsins til að veita Helgarpóstinum þetta viðtal ,,ef það er nokkuð á mér að grceða“ og við höfum þvi nógan tima til að spjalla saman. Einar er mjög viðrœðugóður maður, þó hann segist ekki vera það sjálfur, og eftir hina tuttugu mínútna löngu ökuferð heim í sendiráðsbústaðinn, hrókasamrœður um heima og geima er ég orðinn viss um að þetta verði notalegt sþjall. — Komnir i sendiráðsbústaðinn visar Einar mér til setustofu og biður mig að hafa sig afsak- aðan fáeinar mínútur. Eg geng um og glugga í bókahillur,þar eru Laxness, Þór- bergur og allir hinir, og skoða málverk eftir Gunnlaug Scheving Ragnheiði Jónsdóttur, Zakarías Heinesen og auðvit- að meistara Kjarval, — blikka myndinni af Vigdísi forseta, sest i þœgilegan sófa, kveiki i léttri Prince, tek pennann og blöðin uppúr skjalaranum. Geri mig kláran... „Má ekki bjóða þér eitthvað að drekka Páll?“ kemur Einar inní setustofuna, — „Við fáum reyndar kaffi á eftir, en viltu ekki eitt- hvað fyrst; öl, gosdrykk?.!' Öl, þakka þér fyrir, segi ég og fæ freyðandi Carlsberg í stóru glasi en Einar fær sér vatn, segjandi: „Ég sem hélt að ég yrði alveg vitlaus í bjórn- um þegar ég kom hingað er alveg orðinn lyst- arlaus á hann af því hann er svo aðgengilegur." Málfrelsi opinbers embœttismanns — Segðu mér Einar, — er mikill munur ú því að vera stjórnmálamaður eða opinber em- bcettismaður? Einar setur Chesterfield í munnstykki, lítur útum gluggann, kveikir í sígarettunni og segir: „Já, hvort það sé mikill munur á því að vera embættismaður í utanríkisþjónustunni og svo í mínu tilviki stjórnmálamaður, — já, þá verð ég að segja að það er talsverður munur þar á. í stjórnmálunum og alla tíð raunar hef ég ver- ið vanur að segja umbúðalaust mína skoðun á hverju máli einsog hún hefur verið þá og þá, en undanfarin 3'/z ár hef ég talið það rétt að vera ekki opinskár á mínar eigin meiningar og þar kemur þar einkum tvennt til. 1) í þessu starfi er óhjákvæmilegt að maður veíði ýmis- legs áskynja sem verður að fara með sem trún- aðarmál. 2) sendiherra ber að framkvæma og túlka ákvarðanir þeirrar ríkisstjórnar sem er við völd á hverjum tíma. Þetta hefur gert það að verkum að við sem sinnum þessum störf- um höfum tamið okkur að vera orðvarir og láta ekki uppiskátt eigin afstöðu til ýmissa hluta, en það þýðir þó ekki að við höfum ekki lengur skoðanir, síður en svo. Eg vil taka fram að ég hef ekki verið eið- svarinn í þetta starf, heldur geng ég útfrá eigin tilfinningu um hvernig það eigi að vera leyst af hendi, — ekki síst með tilliti til þess að ég var sjálfur utanríkisráðherra í 7 ár, og veit að sendiherra þarf stundum að fara með mál sem falla ekki algjörlega saman við það sem hon- um sjálfum finnst að eigi að gera — en ég hef ekki hingað til þurft að framkvæma neitt það verk sem ég hef ekki verið fyllilega sáttur við. Nú, það var Benedikt Gröndal sem skipaði mig á sínum tíma 17. janúar ’80, og ég hef lengst af unnið með Ólaf Jóhannesson sem utanríkisráðherra og nú er það Geir Hall- grímsson sem ég á ekki von á að leggi á mig ógeðfelld störfí* — Þér hefur náttúrlega líkað alveg sérstak- lega vel að vinna fyrir Ólaf Jóhannesson? „Já, ákaflega vel og alltaf gert. Ég hef unn- ið lengi með Ólafi Jóhannessyni, ég var fyrst varaþingmaður 1960 og sat talsvert mikið fyr- ir Þórarinn Þórarinsson sem þurfti að fara mikið frá, hann var mikið á þingi Sameinuðu þjóðanna á þessum tíma. Síðan var ég kosinn á þing ’63 og allan þann tíma vann ég mikið með Ólafi Jóhannessyni. Aðspurður hlýt ég því að bera Ólafi Jóhannessyni vel söguna, — og það sama má reyndar segja líka um Bene- dikt Gröndal og Geir Hallgrímsson, sem ég hef þekkt allar götur síðan við unnum saman i borgarstjórn Reykjavíkur og það af góðu einu.“ — En finnst þér ekkert athugavert við það að Geir Hallgrímsson skuli vera utanríkisráð- herra en ekki kjörinn á þing? „Nei, það finnst mér ekki, — það eru bæði fordæmi fyrir slíku auk þess sem ég veit af reynslu að það fer ekkert mjög vel saman starf utanríkisráðherra og þingseta. Utanríkisráð- herrann þarf að vera mikið á ferðalögum og í móttöku erlendra gesta heima, þannig að hann hefur ekki mikinn tíma til að sitja og taka þátt í atkvæðagreiðslum á þingi. Þannig að mér finnst það alls ekki óeðlilegt að ráð- herra sé ekki jafnframt þingmaður. Sérstak- lega á þetta við um þær stjórnir sem hafa tæp- an meirihluta, sem núverandi ríkisstjórn hef- ur reyndar ekki. Það er heldur ekki óþekkt fyrirbæri í öðrum löndum t.d. hér í Dan- mörku eru 5 ráðherrar ekki þingmenn, í Nor- egi er þetta algild regla að verði maður ráð- herra afsalar hann sér þingmennsku þann tíma..“ hringurinn — Hvernig blasa íslensk stjórnmál við þér héðan úrfjarlœgðinni, — er ekki sjóndeildar- hringurinn annar? „Jú, þau blasa talsvert öðruvísi við en þegar maður er í hringiðunni sjálfur og satt best að segja án þess að gerast breiður, þá tel ég mér trú um að ég sjái sumt mun betur núna en þeg- ar maður var alveg á kafi. Líka samanburður- inn við önnur lönd — þó ég hafi alls ekki verið neinn heimalningur þegar ég kom — þá finnst mér sú innsýn sem ég hef fengið í hvernig mál- um er skipað hér í Danmörku, auk nágranna- landanna og svo þeirra landa sem ég er einnig sendiherra fyrir Italía, ísrael og Týrkland, — hafi hjálpað mér að gera mér grein fyrir hvað hinar ýmsu ráðstafanir þýða í raun og veru. Rithöfundar taka gjarnan sem dæmi um hversu nauðsynlegt er fyrir þá að hverfa af landi brott til að skrifa um íslenskan veruleik, að það væri nánast ógerlegt fyrir íþrótta- fréttaritara að skrifa um fótboltaleik ef hann sæti á miðjum vellinum, en ekki í stúku, — og ég get vel tekið undir þetta. — Hins vegar er því ekki að neita að á köflum sakna ég þess að vera ekki á Alþingi, ég á góðar minningar þaðan og það er ekki síst félagsskapurinn þar sem er alveg einstaklega góður, allir alþingis- menn sem ég hef þekkt hafa átt það sameigin- legt að vilja láta gott af sér leiða, þótt mönn- um geti auðvitað missýnst og mistekist sem er ekkert nema eðlilegt!* — Ertu þá með heimþrá? „Nei, ekki í eiginlegri merkingu. Mér líður og líkar vel, þó ég hugsi oft heim og það er reyndar ekki langt síðan að mig dreymdi á hverri nóttu að ég stæði i ræðustólnum á Al- þingi og héldi alveg frammúrskarandi góða ræðu um meiningar á málum sem ég hafði þá nýverið lesið um í blöðunum að heiman!* Sendiherra — Af hverju sendiherra? „Það var ’79 að ég var staddur á skrifstofu Benedikts Gröndal og hann segir við mig: „Viltu verða sendiherra í Danmörku?" — og ég segi án þess að hugsa mig um: „Já, það vil ég“ Það má kannski spyrja af hverju ég sagði já svona undireins? Ég hafði verið í sama starfi frá ’57 og ég var aðeins 57 ára gamall, ég hafði sagt upp bankastjórastöðu til að verða ráðherra, og hún beið ekki eftir mér; það hafði verið ráðinn annar mjög hæfur maður í minn stað og engin ástæða til að breyta því og við mér blasti tvennt: Annars vegar að halda áfram á þingi og rembast við að sitja á meðan einhver maður vildi kjósa mig eða að breyta alveg til meðan tími var til og ég hefði óskerta starfskrafta. Og niðurstaðan sem ég komst að, var: Þú breytir til núna. Ef heilsa mín verður eins góð í framtíðinni og hún er núna og hefur verið síðan ég kom hingað til Danmerkur, þá á ég von á því að hafa hæfi- lega mikið að starfa þangað til hæfilegur eft- irlaunaaldur tekur við hvort sem það verður við 67 ára eða 70 ára mörkin eins og ítrustu möguleikar væru á.“ — Hlakkar þú til að komast á eftirlauna- aldurinn? Einar lítur aftur hugsandi um stund út um gluggann og fær sér aðra Chesterfield. „Já og nei. Við skulum segja að ég kvíði ekki þeim árum, ég tel mig geta haft nóg að gera sem eftirlaunamaður, — en ég hef alla tíð haft gaman af því að vinna og mikla þörf eig- inlega líka, ég hef ekki verið kröfuharður á sumarleyfi og önnur frí og þó það sé alltaf gott að slappa svolítið af og hvíla sig, þá hlakka ég alltaf jafnmikið til að koma til starfa á ný!‘ / / Italia, Israel, Tyrkland — Segðu mér eitthvað af sendiherrastörf- um þínum í sambandi við hin löndin? „Já, ég ræki þau þannig, að ég ferðast til þessara landa einu sinni á ári og ef við tökum þau eftir röð, þá verður að segjast eins og er um starfið í sambandi við Tyrkland og ísrael að við höfum nánast engin viðskipti við þessi lönd; það eina sem við eigum sameiginlegt með t.d. Týrkjum er aðildin að NATO. Sama er um ísrael að segja, en þar er alltaf eitthvað að gerast og það þykir við hæfi að sendiherra setji sig inní gang mála og geti frætt sína ríkis- stjórn um aðgerðir þar í landi og veitt sem réttastar upplýsingar. Og í þessum tveimur löndum er ekki lítið að gerast; í Tyrklandi sit- ur herforingjastjórn sem er að reyna að færa stjórnarhætti aftur í lýðræðisátt eins og þeir kalla það — en það er nú samt annars konar lýðræði en við eigum að venjast og ég er ekki viss um að við myndum einu sinni kalla það lýðræði, en þeir ætla að efna til þingkosninga í september og ég hef lesið nýju stjórnar- skrána þeirra og kosningalöggjöf — sem ég held að sé til bóta en nær samt alls ekki nógu langt t.a.m. eru alltof miklar hömlur á starf- semi stjórnmálaflokka og annarra framboða. ísrael er alltaf í heimsfréttunum eins og allir vita og þar heimsæki ég ríkisstjórnina og stjórnarandstöðuna og reyni að mynda mér skoðun á því hvað þeir séu raunverulega að fara — og sendi heim þessar ályktanir mínar sem auðvitað verður að gera ráð fyrir að geti verið rangar. Starfið á Ítalíu er allmiklu meira sem helg- ast af því að við höfum talsverð viðskipti við ítali og þýðingarmikil viðskipti sem er auðvit- að saltfisksalan sem hefur það ég þekki til gengið alveg ágætlega. Stjórnmálaástandið á Italíu er ákaflega stormasamt og það er ákaf- lega erfitt að mynda sér raunhæfa skoðun um nálæga framtíð, þeir hafa haft 44 ríkisstjórnir frá stríðslokum og til að sjá inní framtíð þeirra þarf meiri spámann en mig. Ég heim- sæki líka ræðismenn okkar í þessum löndum sem eru 2 í hvoru fyrir sig ísrael og Tyrklandi en um tugur á Ítalíu“. / Oskalandiö — Áttu þér eitthvað óskaland þar sem þú vildir vera sendiherra? „Nei, — óskalandið var Danmörk og óska- staðurinn Kaupmannahöfn, — og ekki víst að ég hefði verið eins fljótur að segja já þennan dag hjá Benedikt Gröndal ef ekki hefði verið um Kaupmannahöfn að ræða. Ég ætti kannski að útskýra þetta nánar. í fyrsta lagi þá ráða hreinlega eigingjarnar ástæður miklu, þegar ég kom hingað út þá þekkti ég persónulega langflesta þá stjórn- málamenn sem eitthvað kveður að hér í landi, auk þess þekkti ég einnig persónulega flesta ef ekki alla ráðandi menn í utanríkisþjónustunni og vissi að ég ætti auðveldan aðgang að henni, ýmsum ráðherrum öðrum og fjölda þing- manna. Þetta gaf mér kjark til að taka að mér starf- ið. Ég er ekki uppalinn í utanríkisþjónustunni og hef því ekki þá þjálfun sem þeir menn hafa sem ungir hafa ákveðið að gera hana að starfsvettvangi sínum. — Á hitt er svo að líta að ég tel að Danmörk sé ákaflega þýðingar- mikill póstur fyrir íslenskt sendiráð vegna hinna gömlu tengsla fyrr á öldum og raunar alla tíð. Auk þess sem Danmörk er eitt af okk- ar helstu viðskiptalöndum og ég geri mér von- ir um að hægt verði að auka útflutning ís- lenskra afurða, ekki síst menningarafurðir..!* / Islenskt vatn Þjónustustúlkan kemur með rjúkandi kaffi, laxabrauð og jarðarberjatertu og Einar hellir sjálfur í bollann hjá mér og býður mér að gjöra svo vel... Yfir bollunum förum við að tala um útflutning á íslensku vatni... „Mér finnst alveg tvímælalaust að við eig- um að flytja út vatn“, segir Einar. — „og það hefur oft verið reynt á vegum einstaklinga, en það hefur enginn maður leitað til mín um milligöngu í því máli. Ég veit ekki hvað Danir flytja inn mikið af vatni, en það er talsvert eins og þú hefur kannski tekið eftir sjálfur..!* — Þekkirðu þá tilfinningu að muna eftir einhverju snjöllu sem þú hefðir getað sagt, eftir segjum t.d. sjónvarpsumrœður? „Já, þá tilfinningu þekki ég mjög vel, en ég man ekki eftir þvi að hafa ekki getað komið skoðunum mínum til skila... Hins vegar er ýmislegt sem maður sér eftir, eftir á, að hafa ekki getað unnið betur t.d. mál sem ég var með í að móta á vegum menntamálanefndar al- þingis á sínum tíma þó ég geti ekki nefnt þér neitt konkret dæmi þar um akkúrat núna. Hitt er verra að ég veit að það er fjöldi ís- lendingar hér í Höfn sem ég hef aldrei hitt né heyrt um, það eru mörg ár síðan sendiráðið gafst upp á að halda skrá yfir íslendingana hér,til þess var ekki mannskapur og of mikið sambandsleysi. Þetta er þó ekki eins slæmt og það lítur út fyrir að vera, ástæðan er reyndar pósitíf; langfiestir íslendingarnir hérna eru sjálfum sér nógir, lenda aldrei í vandræðum og þurfa þ.a.l. aldrei á aðstoð að halda, — þau^ tilfelli eru undantekningar. Það er hægt að fá hjá danska manntalinu upplýsingar um alla íslendinga búsetta hér, en þeir eru bara svo dýrir á því að við höfum ekki haft efni á að nálgast þær. En það vildi ég svo sannarlega geta gert. Presturinn okkar hér hefur gert talsvert af því að leita uppi eldra fólk og orðið að ég held ágengt, en heildaryfirlitið vantar, ég veit ekki einu sinni hvað margir eru hérna en giska á svona 3000 manns. Fyrir þremur árum, fyrir milligöngu Svav- ars Gestssonar félagsmálaráðherra, var sett upp félagsmiðstöð í Jónshúsi sem ég fullyrði að hafi gefið ákafiega góða raun. Ég var hlynntur þessu frá upphafi og gerði mitt til að koma þessu á laggirnar og enn er fjármagn

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.