Helgarpósturinn - 12.04.1984, Blaðsíða 6
INNLEND YFIRSYN
Steingrímur Hermannsson og Albert
Guðmundsson sátu lengi siðdegis á þriðju-
dag inni á skrifstofu þess fyrrnefnda og
reyndu að ná samkomulagi um fyllingu fjár-
lagagatsins. Tilraunin mistókst í öllum
meginatriðum, þó svo að forsætisráðherra
hafi látið að því liggja eftir fundinn að „eitt-
hvað“ hcifi miðað í áttina.
Loft hefur verið lævi blandið í sölum Al-
þingis þessa vikuna. Andrúmsloftinu verð-
ur kannski best lýst með orðum Jakobs
Jónssonar, þingvarðar í þrjátíu ár, en hann
segir blaðamanni HP: „Menn ganga hér um, ■
grimmir til augnanna, með rýting falinn í
jsikkaerminni!"
Fjárlagagatið. Við skulum rifja upp skýr-
ingcirnar á greiðsluhailanum áður en við
tíundum ágreiningsefnin.
Það voru tcddar fimm ástæður fyrir fjár-
lagagatinu: Vanáætlun við gerð fjárlaga.
Óþekktir útgjaldaliðir við fjárlagagerð. Mis-
heppnaður sparnaður ríkisstjómcu'innar.
Aukin útgjöld ríkissjóðs. Tekjuáætlun sem
hefur bmgðist. Scimtals 1.845 milljóna
króna gat.
Þetta er upphæðin sem ríkisstjórnin þarf
að safna saman á næstu mánuðum ef hún
vill státa af sléttum ríkissjóði í haust. Marg-
ar söfnunarleiðir hafa verið nefndar til sög-
unnair. Þannig kom Steingrímur Hermcinns-
son fram með hugmynd um „flatan“ niður-
skurð á fjárlögum, en það þýðir á alþýðu-
máli að sex prósent niðurskurður verði
lagður á öll ráðuneytin. Ráðherrar Sjálf-
stæðisflokksins hafa fussað við þessari til-
lögu hans. Og ástæðan? Hún er einföld: öll
„dýmstu" ráðuneytin em á hendi sjálf-
stæðismanna. Þar má nefna heilbrigðis-,
trygginga- og menntamálciráðuneytið.
Þessi skylduspamaður ráðuneytanna
myndi þannig koma langverst út fyrir ráð-
herra Sjálfstæðisflokksins. Hugmyndin er
nú nánast úr sögunni.
Margir úr liði Frcimsóknar vilja auka
tekjuöflun ríkissjóðs svo rétta megi hall-
ann. Það myndi í raun þýða auknar skatta-
álögur. Mestur hluti sjálfstæðismanna er á
móti þessari tillögu, enda hafa forystumenn
þeirra boðað það í ræðu og riti fram til
• Senda á stjórnarflokkana
sem fyrst heim í páskafrí svo
gatasérfrœðingar stjórnarinnar
hafi frið frá þrefi þeirra til að
rétta halla ríkissjóðs.
eftirSigmund Erni Rúnarsson
.1
Enn stendur stjórnin á gati
þessa að auknar álögur komi ekki til greina.
Þá er einnig víst að verkalýðsforystan er
alfarið á móti þessari leið þar sem hún
myndi auka á kjaraskerðinguna til viðbótar
við það sem orðið hefur.
Sjálfstæðismenn em þó langt frá því að
vera einhuga um þetta. Svo virðist sem for-
maður þeirra útiloki ekki tekjuöflun með
auknum álögum ásamt öðmm leiðum og
mun hann nú vera að afla sér fylgis innetn
þingflokksins um þá leið. En þar stendur
Albert Guðmundsson asamt sínum stuðn-
ingsmönnum á móti. Hanr. segir við HP:
.Auknir skattar er það langsamlega síðasta
sem ég get hugsað mér að beita til að leysa
þann vanda sem við eigum við að glíma.“
Albert mun ófáanlegur til að sveigja frá
þeirri skoðun sinni - sem stendur.
Fjármálaráðherra er helst kominn á þá
skoðun að taka erlent lán fyrir fjárlagagat-
inu. Hann segir við HP: ,JVIér sýnist það vera
orðin eina færa leiðin, því ég fæ ekki séð að
til sé innlent fjármagn til þessarar fyllingcir.
Við verðum að athuga að ríkissjóður er ekk-
ert annað en hvert annað fyrirtæki í þessu
landi. Og hvað gera normal fyrirtæki í sín-
um vanda? Þau reyna að afla sér hag-
kvæmra lána erlendis frá.“
Þessi skoðun AJberts er á skjön við það
sem hann lét frá sér fara fyrir þremur vikum
eða svo. Þá var hann algjörlega á móti því
að auka á erlendar skuldir landsmanna,
taldi það reyndar óverjcindi. Og myndi hann
fyrr segja af sér.
En hann situr enn, enda búinn að skipta
um skoðun, vill nú erlend lán.
Innan Sjálfstæðisflokksins er megn and-
staða gegn þessum hugmyndum Alberts.1
Sumir flokksmanna eru að vísu tilbúnir til
að taka einhver lán að utan, þar á meðal
Þorsteinn Pálsson, en jafnframt krefjast
þeir þess að líka verði farið inn á aðrar
brautir í gatafyllingunni. Sverrir Hermanns-
son.til dæmis, segir HP: „Niðurskurður,
númer 1,2 og 3.“ Með þeim orðum á hann til
að mynda við mikla lækkun á niðurgreiðsl-
um og útflutningsuppbótum lcindbúnaðar-
afurða. En því er þá bændaarmurinn í Sjálf-
stæðisflokknum mótfallinn, og svo náttúr-
lega flestir framsóknarmennirnir með Jón
Helgcison lcmdbúnaðcuráðherra í farar-
broddi sem segir: „Við niðurgreiðslunum
og útflutningsuppbótunum verður ekki
hreyft.“
Þetta er afar flókin staða, enda sat Stein-
grímur Hermcinnsson næsta sokkinn í ráð-
herrastól sinn niðrá Alþingi í gær, svo þungt
hugsaði hann um vænlegar leiðir til úrbóta.
Oruggar heimildir HP innem þings segja
. þá ráðherra sem helst fjalla um fjárlagagat-
ið vera komna á þá skoðun að best sé að
reka þingflokka sína sem fyrst heim í páska-
frí. Og ástæðan? Það er einfaldlega ekki
vinnufriður fyrir þeim gríðarlega ágreiningi
sem er milli manna um leiðir til fyllingar
fjárlagagatsins. Þingflokkarnir tefji úrlausn
málsins fram úr hófi með allskonar þæfingi
og þrefi. Það sé því réttast að senda alla
nema helstu gatasérfræðinga ríkisstjómar-
inncu- til síns heima, en eftir sitji þeir á
ströngum fundum sem ekki megi ljúka fyrr
en scunkomulag náist. Að afloknu páskafríi
verði þingfiokkunum síðan stillt upp við
vegg og þeir beinlínis neyddir til að sam-
þykkja það sem um hafi verið samið.
En tekst þetta trix? Næst samkomulag?
„Nei,“ segir Geir Gunnarsson, fjárlaga-
sérfræðingur Alþýðubandalags. Hann segir
HP að honum sýnist ágreiningurinn innan
og milli stjórnarflokkanna um þetta efni
vera svo ofboðslegur og svo augljós að
varla verði við öðru að búast en ríkissjóður
komi út með þeim halla í haust sem núver-
andi gat segir til um.
Guðmundur Einarsson hjá Bandalagi
jafnaðarmanna tekur undir þessa skoðun
Geirs: „Það er allt útlit fyrir halla í haust og
þar með verðbólguskriðu. Ríkisstjómin
hefur nefnilega mjög lítið svigrúm til að-
gerða í þessum vcinda. Erlend lántaka til að
brúa bilið er náttúrlega bara flótti frá vand-
anum, sem ég get ekki ímyndað mér að fáist
samþykktur. Og auknar álögur þýddu átök á
vinnumarkaðnum."
ERLEND YFIRSY
Undanfarnar vikur hefur Reagan Banda-
ríkjaforseti lagt sig fram að koma gegnum
þingið aukcifjárveitingum til að standa
straum af uppáhaldsverkefni sínu í utan-
ríkismálum, hernaði í Mið-Ameríku. Um er
að ræða tæpar 62 milljónir dollara til að
kosta aukna hernaðaraðstoð við stjórnar-
herinn í EI Salvador og 21 milljón til að
vopna og greiða mála heraflanum sem
leyniþjónustan CIA hefur komið upp og ger-
ir út til að herja á ríkisstjórnina í
Nicaragua.
Fram að síðustu helgi virtist allt ætla að
ganga að óskum hjá Reagan og aðstoðar-
mönnum hans. Öidungadeild Bandaríkja-
þings felldi hverja tillöguna eftir aðra frá
EdwcU'd Kennedy, sem allcir miðuðu að því
að reisa hömlur við bandarískri hernaðar-
íhlutun í Mið-Ameríku. Kennedy brýndi
fyrir samþingmönnum sínum, að fyrir
Reagan vekti að búa smátt og smátt í haginn
fyrir beina þátttöku bandarískra hersveita í
vopnaviðskiptum, en nokkur hluti demó-
krata, hans eigin flokksmanna, vildi ekki
á slíkt hlusta og greiddi atkvæði með
repúblíkönum, meirihlutaflokknum í deild-
inni.
I fyrradag hafði taflið snúist rækilega við.
Öldungadeildin samþykkti með yfirgnæf-
andi meirihluta, 84 atkvæðum gegn 12, til-
lögu frá Kennedy, þar sem CIA er vítt fyrir
athæfi sitt í Nicaragua og lýst yfir að með
frekari lögn tundurdufla í innsiglingar til
hafna landsins sé brotið þvert gegn vilja
deildarinnar. Forusta repúblíkana í deild-
inni og þorri þingmanna þeirra gekk til liðs
við Kennedy í að fordæma athæfi forseta
síns og flokteleiðtoga. Þetta er versta útreið
sem Reagan hefur hlotið á Bandaríkjaþingi.
Sú deild þingsins sem honum ber Scun-
kvæmt stjórnarská að leita hjá ráðlegginga
og samþykkis í meðferð utanríkismála, hef-
ur í raun lýst vantrausti á forsetarm og
menn hans.
Enn sárari er hirtingin vegna þess, að
fyrir viku lagði Reagan sig fram að storka
þinginu. Á fréttamannafuridi gerði hann að
meginefni máls síns að staðhæfa að ófarir
BandcU'íkjanna í Líbanon undanfcirin miss-
eri væru þinginu að kenna en ekki sér.
„Nefnd 535 einstaklinga," en sú er þing-
mannatala á Bandaríkjaþingi, væri ófær um
að annast milliríkjamál, og í Líbanon hefði
Bandaríkjaþing með cifskiptum sínum „ýtt
undir hermdarverkamenn."
eftir Magnús Torfa Ólafsson
• Öldungadeildin
hefur snúist á sveif
með Edward
Kennedy og vítt CIA
fyrir athœfi sitt í
Nicaragua.
Þingmenn ófúsir að elta
Reagan út í kviksyndið
Þessari árás forsetans hefur Öldunga-
deildin nú svarað. Forsendan fyrir svarinu
er ný vitneskja um það sem Bcmdaríkja-
stjórn er að aðhafast í Mið-Ameríku, að
miklu leyti á bak við þingið og til að blekkja
þingheim. í fyrsta lagi kom á daginn að CIA
hafði lagt tundurdufl í innsiglingar til hafna
í Nicciragua, bæði á ströndinni að Atlants-
hafi og Kyrrahafi, og beitt til þess banda-
rísku herskipi. Áður hafði verið látið heita
svo, að skæruliðahreyfingar landflótta
Nicaraguabua hefðu verið þcima að verki. í
öðru lagi hafði New York Times eftir hátt-
settum embættismanni í stjóm Reagans, að
hún væri reiðubúin að beita bandarísku
herliði í Mið-Ameri'ku ef með þyrfti til að ná
settum markmiðum, og kvaðst heimildar-
maður blaðsins ekki telja mikinn vanda að
koma málum svo fyrir að þingið sæi sig
tilneytt til að fallast á slíka herferð.
Þriðja atriðið, og það sem reið bagga-
muninn hjá öldungadeiidarmönnum eins
og Bcirry Goldwater, að þeir risu upp til að
fordæma Reagan, er að hann reyndist hafa
heimilað CLA tilteknar aðgerðir, þar á meðal
tundurduflalögnina, án þess að ráðgast við
flokksmenn sína á þingi, og beinlínis gefið
leyniþjónustunni fyrirmæli um að hcilda
þeim leyndum fyrir þingnefndum. Gold-
water er formaður nefndar öldungadeildar-
innar sem á að fylgjast með starfsemi CIA,
og þegar hann átaldi að ráðist skyldi í bein-
ar hernaðaraðgerðir án vitundar þing-
manna var teningunum kastað í Öldung-
deildinni. Ekki bætti úr skák að Reagan
sendi William J. Ccisey, jdirmcinn CLA, til að
reyna að telja öldungadeildarmönnum hug-
hvarf.
Reagan komst til valda með þeim ásetn-
ingi að sýna fram á að eftirköstin eftir ófar-
irnar í Vietnam væru úr sögunni í Banda-
ríkjunum. Vettvangurinn sem hann valdi til
að sanna, að stjóm sín sé fús til að beita
hervaldi eins og þörf gerist til að skipa mál-
um að sínum geðþótta, er Mið-Ameríka.
Þar að auki er það Scinnfæring Reagans
og hans nóta, að til þess að etja kappi við
Sovétríkin þurfi Bandaríkjastjóm að temja
sér samskonar vinnubrögð og sovétmenn
beita í valdabaráttu. Að þeirra dómi er
ómissandi að nota CIA til að hcdda uppi
undirróðri og moldvörpustarfsemi og
fremja hyrðjuverk á sama hátt og KGB rekur
erindi sovétstjórncirinnar með slíkum að-
ferðum. í þessu skyni var Casey settur yfir
CIA.
Komið er á daginn að þessi stefna og slík
vinnubrögð leiða til áreksturs milli forseta
og þings. Þcir að auki stendur Bandcin'kja-
stjórn uppi einangruð frá helstu banda-
mönnum sínum, bæði í Rómönsku Ameríku
og Vestur-Evrópu. Öll lýðræðisríki Róm-
önsku Ameríku með tölu em andvíg banda-
rískum hernaði í Mið-Ameríku og fylkja sér
um tilraunir Contadorahópsins, sem undir
forustu Mexíkó leitast við að koma þar á
friði með samningaviðræðum stríðandi afla
og brottför erlendra hernaðarráðgjafa, jcifnt
bandarískra og kúbanskra.
Þegar gengið var til atkvæða í Öryggis-
ráði Scimeinuðu þjóðanna í síðustu viku um
fordæmingu á athæfi Bandaríkjastjómar
gagnvart Nicaragua, varð bandaríski fulltrú-
inn að beita neituncuvaldi til að hindra að
ályktunin næði fram að ganga. Fulltrúi Bret-
lands sat að vísu hjá, en breska stjórnin bar
fram mótmæli við tundurduflalögninni úti
fyrir höfnum Nicaragua og Thatcher for-
sætisráðherra kallaði hana á þingi háska-
legt athæfi. Cheysson, utcinríkisráðherra
Frakklands, bauð Nicaraguastjóm aðstoð
franskra herskipa við að slæða upp banda-
rísku tundurduflin. Þau hafa valdið skaða á
farmskipum frá Japcin, Hollandi og Sovét-
ríkjunum og fiskibátum frá Panama.
Eftir Scimþykkt Öldungadeildcir Banda-
ríkjaþings var kunngert í Washington, að
skipið sem CIA notaði til að leggja tundur-
duflum væri farið frá landhelgislínu Nicara-
gua og því athæfi þar með hætt. En málinu
er síður en svo lokið. Aukafjárveitingin til
hernaðarins í EI Salvador og Nicaragua á
eftir að fara fyrir Fulltrúadeild Bandaríkja-
þings. Eftir það sem gerðist í Öldungadeild-
inni, em líkur taldar á að meirihluti demó-
krata í deildinni striki út 21 milljónar doll-
ara fjárveitingu til CIA vegna hemaðarað-
gerða gegn Nicaragua. Er jcifnvel hcift á orði,
að hreyfing sé uppi á þingi að taka með öllu
fyrir stríð leyniþjónustunnar gegn Nicara-
guamönnum.
Willieun J. Casey var orðaður við var-
mennsku á ýmsum sviðum, þegar skipun
hans í embætti kom til meðferðar á þingi,
og staðfestur í embætti mest fyrir þá sök að
þingmenn skirrðust við að troða illsakir við
nýkjörinn forseta. Eftir það sem nú hefur
gerst, er vandséð að hann geti orðið Reagan
að frekara gagni.
6 HELGARPÓSTURINN