Helgarpósturinn - 12.04.1984, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 12.04.1984, Blaðsíða 15
Trausti Jónsson i Helgarpósts- viðtali LEIKSKÁLD — Þú hefiir skrifað leikrit, sem var sýnt í Borg- arnesi við ágœtar undirtektir? Já. Ég veit ekki hvort við eigum að kalla það ieikrit. Þetta var svona farsi. Afturúrstefnuverk, klisjuverk. Það getur hver sem er sett svoleiðis saman. - Hvað hét það? „Sveinbjörg Hallsdóttir." - Um hvað varþað? „Þetta er náttúrlega mjög flókinn efnisþráður sem byggist upp á ruglingi og vitleysu og ekki þegar grannt er skoðað alveg rökheldur. Eg hef gaman af góðum försum...“ - Finnst þér gaman að skrifa farsa? „Ég á gott með að búa til flókinn söguþráð. En hef tvo alvarlega veikleika, það er semsé tækni- lega hliðin ... ég hef ekki gott auga fyrir inn- komum, hinn; ég skrifa svo knappt að það vant- ar allar nauðsynlegar málalengingar, einhver símskeytastíll. Ég sá aldrei þetta leikrit mitt, enda kannski einsgott...“ - Það fékk ágœta dóma. Ja, það kom mér á óvart hvað það var vel sótt, fólk virtist hafa meira gaman af þessu held- ur en ég hélt. En ég er allsekki viss um að ég kæri mig um að það verði sýnt aftur." - Ertu skáldmœltur? „Ég er alveg laus við að vera skáldmæltur. Maður leggur ekkert af sér í þetta sem ég skrifa." - Ætlarðu að skrifa annað leikrit? „Ég á annað leikrit. Það hefði kannski verið sýnt í vetur hefði heilsan leyft.“ - Um hvað er það? „í fáum orðum er það um fólk sem heldur að menn séu aðrir en þeir eru. Sem er svo sem algengt í daglega lifinu." - Ertu eins fyndinn og fólk heldur? „Það er misskilningur. Ég er ekkert fyndinn. Ef ég værj að reyna að vera fyndinn þá gengi það ekki. Ég veit ekki til þess að mínir kunningj- ar telji mig fyndinn. í mestafalli skrítinn." SÉRSINNA Hann snarar plötu á fóninn. ,Ég hef mjög gaman cif skrítinni tónlist. Þetta er píanókonsert til þess að binda enda á alla píanókonserta. ’Píanóleikarinn spilar Grieg, hinir eru með Tchaikovský." Það fer ekki á milli mála að maðurinn er músíkalskur, plötusafnið er stórt og dýrmætt. „Ég er orðinn nánast óhugnanlega næmur á tónlist, að því leyti að hún getur komið mér - algerlega úr jafnvægi. Ég verð jafnvel að ganga svo langt að slökkva." - Verða geðhrifin svona mikil? Já hrifin geta orðið svo mikil." Það er sagt að maður fái botn í manneskju ef maður sér bækumar sem hún les, ég fæ engan botn í manninn þó ég glápi á bókaskápana, mér dettur helst í hug að hann sé ofviti. Best að spyr ja hann um það á eftir. - Þú ert að lœða þér í að skrifa, heldurðu að þú eigir eftir aðgera meira afþví? „Ég veit það ekki. Það er hugsanlegt... þó ég segi sjálfur frá þá held ég að ég sé nokkuð opinn fyrir því sem er í raun og veru frumlegt, sjálfur er ég laus við það en gæti kannski orðið öðrum að liði með að finna út það skrítna. Ég held að hæfileikar mínir felist meira í að horfa á aðra heldur en láta aðra horfa á mig. En ég öfunda þá sem geta tjáð sig á þann máta, einsog góðir tónlistarmenn, skáld og myndlistarmenn. Það sem ég dáist mest að hjá þeim er að hafa þessa öguðu villimennsku og veita áhorfendum um leið þá vissu að þeir hafi vald yfir öllu - þeir leyfa sér svo mikið og hafa fullkomið vald á því.“ - Hefurðu sömu áhugamál og flest fólk? ,Æ, það má segja að ég hafi fátt að segja um það sem almenningur hefur áhuga á. Fólk hefur ekkert gaman af til dæmis að heyra um afbrigði- leg dönsk tónskáld, eða hryllingssögur, skrítna tónlist.. .égereinhversérþarfaeinstaklingur." - Ertu sérsinna? ,Já, ég held það sé alveg ágætt að segja það. Ég hef eiginlega haft meira gaman af því með árunum að halda kjafti og hlusta." - Nú ertu ungur enn, er hœtta á að þú lokist inní þig með árunum? „Það má vel vera að ég vakni upp við það einn góðan veðurdag."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.