Helgarpósturinn - 12.04.1984, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 12.04.1984, Blaðsíða 19
LEIKUST eftir Heimi Pálsson og Reyni Antonsson ,,-Og gœja girnist pía... u Þjóðleikhúsið sýnir Gæja og píur, söng- leik byggðan á sögu og persónum eftir Damon Runyon. Tónlist og söngtextar Frank Loesser. Handrit: Jo Swerling ogAbe Burrows. Þýðing: Flosi Ólafsson, lýsing: Kristinn Daníelsson, hljómsveitarstjóri Terry Davies, búningar: Una Collins, œfingastjóri tónlistar: Agnes Löve, leikmyncL Sigurjón Jóhannsson. Dansahöfundur: Kenn Oldfield. Leikstjórrv Kenn Oldfield og BenediktÁrna- son. Aðalhlutverk■ Sigríður Þorvaldsdóttir, Bessi Bjarnason, Ragnheiður Steindórsdóttir, Egill Ólafsson. Seint hefði víst Bjami Thor orðað línuna úr „Eldgömlu Ísaíold" eins og gert er hér í fyrirsögninni. A því máli sem honum lék á tungu hét það „og guma gimist mær“ (þannig í handriti Bjama). En það var líka kveðið á annarri öld og í annarri borg en Damon Runyon var að lýsa í „Guys cind Dolls“. Scimt er ekki víst að kjaminn sé svo ólíkur, þvf mannskepnan virðist nú alla götu söm við sig. Damon Runyon (1880-1946) var einn ágætasti smásagnahöfundur amerískur á sinni tíð. Heimur hans var undirheimur stórborgarinnar, hann þekkti persónulega fólkið sem hcinn Vcir að skrifa um, smá- glæpamenn og stórbófa Nýju Jórvíkur, og hann skapaði mjög persónulegan stíl - sem raunar virðist næstum ógemingur að flytja yfir á nokkra tungu aðra en þá slangurríku ensku sem hann skrifaði. I kaldhæðnum mcmnskilningi minnir hann ekki lítið á sam- tíðarhöfunda sína Raymond Chandler (1888-1959) og Dashiell Hammett (1894- 1961) (sá fyrmefndi skapaði ma. Philip Marlove og sá síðamefndi skrifaði ,JVlöltu- fálkann" ásamt miklu góðgæti öðm). Eitt af því sem Runyon hafði sér til ágætis var skopskyn meira en í meðallcigi. Sögur hans úr undirheimunum verða því hvort tveggja drepfyndnar og fuilar af manneskju- legum tilfinningum - þó svo efnið sé oft býsna soralegt. Að vísu er það rétt sem segir í ieikskíá Þjóðleikhússins að menn em ekki drepnir í smásögum Runyons, bara kældir dálítið niður, en ofbeldið gengur nú stundum býsna langt. Það var víst þetta sem Jón Vídalín kallaði „að skemmta með hinn óskemmtilegasta híut“ og hefur oft gefist vel. Því miður er söngleikurinn sem þeir Loesser, Serling og Burrows gerðu eftir smásögum Runyons sjaldan eins fyndinn og sögurnar sjálfar, en margt verður til að bæta það upp og í heild er músíkallinn þeirra rækalli góður kall - ef menn á annað borð hafa gaman af söng og dansi með skemmtilegum leikfléttum inni á milli. í heild er sýning Þjóðleikhússins ágæt- lega heppnuð. Mestu sýnist mér þar skipta. dans- og leikstjóm sem ég hygg að við eig- um að þakka Kenn Oldfield og leiðir m.a. af sér einhverjar cdlrcihressilegustu hópsenur sem ég hef séð f íslensku leikhúsi. Þar verð- ur varla nokkum tí'ma dauður punktur held- ur líf og fjör um cillt sviðið - að vísu með þeim afleiðingum að ýmislegt kann að fara framhá áhorfandanum. í öðm lagi er tónlistin flutt af hörkugóðu bandi undir stjórn Terry Davies, og ber að geta þess að hljómsveitin sú er raunar ekki skipuð neinum aukvisum heldur em þar saman komnir ýmsir af ágætustu djassist- um okkar og frábært lið úr annars koncir hljómsveitum. Gæjarog píur-varla nokkurn tíma dauður punktur heldur líf og fjör um allt sviðið. Litríkur fyrirmyndarbær Leikfélag Akureyrar: Kardemommubærinn- Höfundur: Thorbjörn Egner sem einnig samdi tónlistina. Þýðing: Hulda Valtýsdóttir og Kristján frá Djúpalæk. Leikmynd: Þráinn Karlsson. Búningar: Freygerður Magnúsdóttir, dýra- gervi. Anna Torfadóttir. Lýsing: Viðar Garðarsson. Hljómsveit Tónlistarskóla Akureyrar leikur. Stjórnandi tónlistan RoarKvam. LeikstjórL Theodór Júlíusson. Mikið óskaplega hlýtur að vera gaman að búa a bæ á borð við Kardemommubæinn hans Thorbjöms Egners. Þar ganga dýrin um götumar frjáls og óhindmð af öllum þessum mannasetningum sem sífellt er ver- ið að karpa og kýta um, fólkið leysir öll sín vandamáJ í friði og sátt, og sjálfur bæjar- fógetinn telur það helstu skyldu sína að vera blíður á mcmninn. Það eina sem angrar fólkið í þessum fyrirmyndarbæ em ráns- ferðir skálkanna þriggja sem em þó í raun- inni bestu skinn, þó svo þeir hafi eilítið villst af vegum hins rétta, og svo auðvitað leiðindaskjóða staðarins hún Soffía frænka. En jafnvel hún er svosem besta skinn inn við beinið, og tekur meira að segja að sér einn skúrkcinna í lokin, þó svo maður öfundi nú strákgreyið ekki beinlínis af hlut- skiptinu. Það er þessi stöðugi undirtónn verka Egners, að allir menn séu að upplagi góðir, þrátt fyrir að þeir eigi það til að misstí'gasig, sem á að líkindum stærstan þátt í því að gera þau svo vinsæl að leikhúsin telja það nánast skyldu sína að sýna þau á þetta tíu ára fresti, og þessi boðskapur er sígildur og öllum hollur. En fleira kemur hér til. Egner hefur alveg sérstakt lag á því að koma þess- um fagra boðskap til skila án þess að verk hans verði nokkum tíma að leiðinlegum siðaprédikunum eða væmni. Það er mikill hraði og fjör í verkum hans, persónumar oftast skýrt og skemmtilega mótaðar, og ekki má gleyma tónlistinni sem hvert mcinnsbarn þekkir. Það má eflaust finna ýmsa galla á verkum Egners frá bókmennta- legu sjóncirmiði. Til dæmis er bygging þeirra stundum full losaraleg og mikið um „billegar" lausnir. En kostimir yfirgnæfa þessa galla, og umfram allt einlægni höf- undar, samkennd hans og samúð með öllu sem lífsanda dregur. Og enn á ný er gestum Samkomuhússins boðið upp á heimsókn til þessa makalausa Kardemommubæjar; ungum, og vonandi öldnum einnig, til ánægju og yndisauka. Það er Theodór Júlíusson sem veg og vanda hefur af þessari glaðvæm, litríku en umfram allt geðþekku uppsetningu. Honum hefur hér tekist einstaklega vel upp við stærsta verkefni sitt á sviði leikstjómunar til þessa, og hefur hann vafalaust mikið lært af að vera aðstoðarmaður Þórhildar Þor- leifsdóttur við hina frægu uppsetningu á ,My Fair Lady" fyrr í vetur, og kemur þetta ekki hvað síst fram í hópatriðunum sem em einkar vel heppnuð, til dæmis götulífs- myndin í upphafi sýningarinncir sem maður Kasper, Jesper og Jónatan á Akureyri -fara allir á kostum. I þriðja lagi fara margir leikarar og dans- arar á kostum í sýningunni. Þar sýnist mér sigur Sigríðar Þorvaldsdóttur vera einna stærstur, en þar með raunar á engan hallað. Flutningur Sigríðar á söngnum „Taktu þín skinn“ (með góðri stoð „danspíanna") var til að mynda frábær skemmtun bæði fyrir auga og eyra. Flosi Olafsson hefur tekið að sér það vandaverk að íslenska texta leiksins og verður ekki annað fundið en hann hafi leyst það eins vel og hægt er að ætlast til. Ég hef ekki lesið söngleikstextann, en áður er fram komið að Runyon sjálfur er óþýðcindi með öllu. Þegar við bætist að íslenskan er fjarska fátæk af slangri því sem þarf að nota í leik- ritinu sést að viðfangsefni Flosa er ekki á færi neins meðalskussa. Sjálfur leikur hann svo erfitt hlutverk í sýningunni, einskoncir tengilið milli atriðanna, Næslí Næslí John- son (því miður fylgir ekki sagan af Nicely Nicely eins og Runyon sagði hana í .Tonely Heart“, og grínaðist með konu sem hafði drepið eiginmenn sína á færibandi!). Leikmynd Sigurjóns Jóhannssonar og búningar Unu Colíins eiga mikinn þátt í hressileika og „trúverðugleika" sýningcir- innar. Sigurjón býður þama bæði upp á íburðarmiklar götumyndir og sáraeinfaldcir sviðslausnir og eru hvorar tveggja honum til sóma. Það yrði til að æra óstöðugan að reyna að tí'unda leikara og dansara sýningarinnar, enda í eðli sínu fráleitt að fara að gefa einkunnir. Meginstyrkur Gæja og pía ligg- ur í heildinni, og hún hefði ekki náðst nema við fyrirmyndar samvinnu sem ég vona að margir leikhússgestir eigi eftír að njóta á næstu vikum. Þegar ríkisstofnanir úmennt epj alþýðu þessa lands heldur til leiðinda er huggun að því að ein þeirra skuli altént geta skemmt manni. _^p ber ósjálfrátt saman við samskonar götu- senu í upphafi ,My Fair Lady“. Þá er notkun sviðs og salar mjög skemmtileg. Einkar hag- anleg leikmynd Þráins Karlssoncir áscimt búningum Freygerðcir Magnúsdóttur, að ógleymdum kostulegum dýragervum Önnu Torfadóttur, sjá um að skapa litadýrð sem oft á tíðum er unun á að horfa og lýsing Viðars Garðarssonar er oftast með ágætum en hefði að ósekju mátt vera dálítið áhrifa- meiri í brunaatriðinu síðast í leiknum. Um tónsprotann heldur Roar Kvam styrkri hendi og er þar fagmennskan í fyrirrúmi svo sem vænta mátti, útsetningar allar hinar smekklegustu og flutningur allur með ágæt- um, þó svo að söngur einstakra leikara hafi verið svolítið misjafn eins og gengur. Mikill fjöldi leikara kemur fram í sýningu þessari og eru ekki tök á því að geta þeirra allra hér. Bjöm Karlsson leikur hið blíða yfirvald þeirra Kardemomminga, en ein- hvern veginn finnst manni góðmennska hans eitthvað litlaus og „gufuleg". Aftur á móti er góðmennska spekingsins Tobiasar í meðfömm Marinós Þorsteinssonar miklum mun trúverðugri. Það gustar hressilega af Sunnu Borg í hlutverki Soffíu frænku, leið- indaskjóðunnar í plássinu. Þó fannst manni ef til vill að hún ýkti persónuna ekki nóg, einkum í samskiptunum við bæjarbúa, en þetta kann að stafa af því að maður hugsar alltaf til túlkunar Emilíu heitinnar Jónas- dóttur á þessu hlutverki. Allavega skaðar dálítill ofleikur ekkert í þessu tilfelli, nema síður sé. Burðarás þessarar sýningar er svo hið óborganlega þríeyki Kráinn Karlsson, Gestur E. Jónasson og Bjami Ingvarsson í hiutverkum ræningjanna þriggja, Kaspers, Jespers og Jónatans. Þeir fara allir á kostum bæði í leik og söng, og mynda einkar skemmtilega heild þó svo þeir séu harla ólíkir hver öðrum. Þá má nefna einkar at- hyglisverðan leik hinnar ungu Höllu Jóns- dóttur sem Kamillu. Það er vor í lofti og sýning Leikfélags Akureyrar á Kardemommubænum er sann- kölluð vorsýning, full kátí'nu og hlýju, prýði- legur endapunktur eftir sérlega velheppnað leikár. Á þessu vori hafa friðarmál verið óvenju mikið í sviðsljósinu hérlendis. Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga um friðarfræðslu, en eitthvað virðist það böggl- ast fyrir mönnum að skilgreina hvað í slíkri fræðslu felst. Ef til vill felst slík fræðsla ein- mitt í leik á borð við Kardemommubæinn, hver veit? Að lokum: í leikskrá er greint nokkuð frá störfum þess fólks sem stendur á bakvið hverja leiksýningu, og er þetta hið þarfasta framtak, ekki síst með tilliti til ungra leikhúsgesta, en því miður voru fyrirsagnimar á þessum kynningum dálítið villandi, gáfu helst til kynna að verið væri að rekja feril þessara starfsmanna. Þá láðist að prenta formála Egners að verkinu í leik- skránni eins og venja mun vera. En þetta er víst óþarfa nöldur út af smáatriðum. Mestu máli skiptir að hér er um að ræða hugljúfa sýningu sem allir, líka fullorðnir, hafa ekki nema gott af að sjá. Ekki síst á þessum tíma kvóta og óuppfylltra fjárlagagata. -RA HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.