Helgarpósturinn - 12.04.1984, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 12.04.1984, Blaðsíða 20
JAZZ Afmœlisjazz eftir Vernharö Linnet Þá er Helgarpósturinn fimm ára og í fimm ár hefur undirritaður skilað djasspistlunum í það minnsta hálfsmánaðarlega. Það héfur verið indælt starf. í upphafi skrifaði Gunnar Reynir Sveinsson á móti mér og fjallaði um djasssöguna - því miður hætti hann þeim skrifum en við verðum bara að vona að hann taki upp pennann að nýju til djasskrifa í orðum. Að sjálfsögðu skrifar hann ailtaf djciss í tónum og það betur en nokkur annar Islendingur. Undirritaður hóf að skrifa um djass fyrir rúmum tuttugu árum. Þá var gefið út eitt vandaðasta menningartímarit sem litið hef- ur dagsins ljós á íslandi: Leikhúsmál. Ég var ráðinn að tímaritinu til að skrifa um djass, að sjálfsögðu kauplaust því menningar- tímaritin óðu ekki í seðlunum þá frekar en nú. í október-nóvember heftinu 1963 birtist fyrsta greinin og hún var um sögu djassins alveg einsog fyrsta djassgrein Helgarpósts- ins, sem Gunnar Reynir skrifaði. Þessi grein endaði í heimskreppunni og framhald varð ekki á, því fjármálakreppa er jcifnan hrjáir menningarútgáfuna gekk af tímaritinu dauðu í blóma lífsins. Næsta grein sem ég skrifaði um djass birtist fyrir tuttugu árum í skemmtiriti er gefið var út í Vestmannaeyj- um og nefndist Revían.Þetta var eitt hinna svokölluðu sorprita en það voru öif rit köll- uð er birtu afþreyingarefni utan heimilisrit- in er út komu vikulega. Mörg þessara rita birtu greinar um dægurtónlist en Rev'an fjallaði um djass enda voru Vestmannaeyj- ar höfuðvígi djassins utan höfuðborgarinn- ar. Greinin sem ég skrifaði í Revíuna var minningcirgrein um básúnuleikíirann og söngvarann Jack Teagcirden, sem lést í janúar 1964 úr blettalungnabólgu. Þessi grein er mér einna minnisstæðust af því sem ég hef ritað um djass og Jack Teagarden hefur cdltaf verið mér hjartfólg- inn. Hann átti eftir ár í sextugt er hann féll í valinn, fæddur í Texas en dáinn í New Orleans. „Big T" einsog hann var oftast kall- aður varð þekktur er hann lék með hljóm- sveit Red Nicols og seinna lék hcmn með Ben Pollack og Paul Whiteman. Hcinn Vcir með eigin stórsveit á árunum 1939-47 en tókst aldrei að slá í gegn. Hann varð fyrst stórstimi er hann lék með Louis Armstrong á ámnum 1947-51. Armstrong hefur aldrei blómstrað eins í samvinnu við cinncin blásara og þennan hvíta Texasbúa og söngdúettar þeirra eru gulls ígildi: Rockin’ Chair og Fifty Fifty Blues staðfesta það. Eftir að leiðir þeirra Armstrongs skildi lék hcinn með eig- in smásveitum og hljóðritaði mikið. Eina hljómplötu má fá með Teagarden í Reykja- vík - Commandoreskífu er fæst í Fálkanum. Jack Teagarden og Jimmy Harrisson eru fyrstu básúnuleikarar djassins er blésu í hljóðfærið einsog einleikshljóðfæri. í New Orleans stílnum var hlutverk básúnunnar bassarödd einsog í lúðrasveit. Hljómatil- finning hans var næmari en flestra sam- tímamanna hans og enginn hvítur maður hefur sungið blúsinn betur. Það eru tuttugu ár síðan Jack Teagarden dó en tíu árum áður stofnaði trommuleikar- inn Art Blakey fyrsta kvintett sinn, þarsem Clifford Brown blés í trompettinn og Horace Silver sló píanóið. Þessi sveit nefnd- ist síðar Art Blakey And His Jazz Messeng- ers og varð sú gróðrarstöð sem uppfóstraði flesta stórsólóista djassins, nú síðast stór- stirnið Wynton Marsalis. Fyrir fimm árum kom sveitin í fyrsta skipti til íslands og fyrsta grein mín í Helg- arpóstinum f jallaði um Art Blakey og djass- boðbera hans. Þakklátara verkefni gat ég ekki fengið. Nú er ekkert menningcirtímcirit gefið út á Islandi - meðcrn svo er gegnir Helgarpóstur- inn einn því mikilvæga hlutverki að fjalla markvisst og reglulega um hinar ýmsu list- greinar. Hvenær ætla dagblöðin að feta í fótspor hans og birta djassskrif reglulega? Ríkisfjölmiðlcnnir sinna djcissinum, djass- áhugi er mikill en hin „frjálsa pressa” birtir vart annað en fréttatilkynningar. Gestir á opið til kl. 10 alla sýningardagana 14 athugiö Á meðan á sýningunni Auto ’84 stendur bjóðum við sýningargestum í heimsókn í fyrirtæki vort, sem er að Smiðshöfða 23 (örskammt frá sýningunni). Ö/7abo r9 h/f VESTURLANDSVEOUR Komið og skoðið gott úrvai af 1. flokks notuðum MAZDA bílum, sem allir seljast með 6 mánaða ábyrgð frá söiudegi. Komið og reynsluakið nýjum MAZDA bílum. Komið' og skoðið einu samsetningarbílasmiðj- una á íslandi og kynnist nýju línunni af HINO vörubílunum frá Japan. Veitingar, kaffi, gos og meðlæti. Opið til kl. 10 öll kvöld MAZDA — HINO — DAF BÍLABORG HF Smiöshöföa 23, sími 812 99. 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.