Helgarpósturinn - 19.04.1984, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 19.04.1984, Blaðsíða 12
til kl. 8 í kvöld Visa- og kreditkortaþjónusta KJOTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 1.s. 6-86511 Snæfellsjökull. Snæfellsjökull: DULUÐUGASTA FJALL LANDSINS Á SÉR STAÐ í HEIMSBÓKMENNTUNUM Snæfellsnesið hefur löngum þótt góður ferðamannastaður. Snæfellsneshringurinn er talsvert langur spotti, trúlega öðru hvoru megin við 200 kílómetrana. En að sjálfsögðu þarf ekki að fara hring- inn fremur en verkast vill, hann er hægt að skera með akstri frá suð- urströndinni yfir til norðurhluta nessins á þrem stöðum. Heydalir liggja yfir á Skógarströndina, það- an sem stutt er í Dalina og Stykkis-, hólm. Þá er Kerlingarskarð yfir í Stykkishólm og Fróðárheiði yfir í Ólafsvík. Hinsvegar er ráðlegt að aka hringinn, út fyrir Jökul og koma við á Amarstapa og Hellnum, sem eru einstaklega fallegir staðir niðri við sjóinn. Á Búðum er jafnvel veit- ingahús og hótel sem matþekkjar- ar telja hið besta í landinu og fær mikla aðsókn. Ferðalag um Snæfellsnes verður ekki að neinu viti, nema að eyða í það minnsta tveim dögum til slíks, helst þrem eða fleiri. Víða er hægt að slá upp tjaldi og tjaldstæði eru í það minnsta á Hellissandi, þar er rennandi vatn og öll almenn þjón- usta á næstu grösum, og í Stykkis- hólmi, en þar er tjaldstæði og firnagott hótel. Einnig er hægt að tjalda á Búðum í því fagra og maka- lausa umhverfi (góður kostur) og við Félagsheimilið á Lýsuhóli þar sem böllin frægu eiga sér stað mörg laugardagskvöldin. HLAUPIÐ UPP Á KIRKJUFELLIÐ Ef menn eru í skapi til að ganga á Kirkjufellið, þetta sérkennilega fjall sem trónar upp yfir Grundarfirði, þá ættu þeir að koma við á véla- verkstæðinu hjá honum Bæring Cecilssyni. Hann hefur sagt okkur að hann hafi mörg hundruð sinn- um „hlaupið upp á fjallið" og ekki blásið úr nös á eftir. En það er vandi að ganga á fjall, það þarf að fara hættulausar leiðir. Því er rétt að spyrja vana menn áður. Bæring mundi þá eflaust líta á bílinn á meðan, ef eitthvað hefur farið úr- skeiðis. Bæring er annars fréttarit- ari sjónvarpsins í Grundarfirði og hefur sent marga magnaða fréttina eins og kunnugt er. Á myndinni sjást Bæring, Volvo- inn héms, nýleg byggð og hin reisu- lega kirkja, — í baksýn er stolt staðarins, Kirkjufellið. Meiriháttar GOTT Enskt buff 375,- kr. kg. Nautainnlærisvoðvi óbarinn. Einsog kjöt getur verið best. UNI-gæðaflokkur, kornalið. Dönsk medisterpylsa 130,- Svína- og lambakjöt framleitt á danskan máta. kr. kg. Italskt gullasch 255,- kr. kg. Lambagullasch með sveppu lauk og maís, ftölsk krydabl á pönnuna. Pamp-gril|pinnar 355,- kr. kg. Austurlensk kryddblanda, lamba-, svína- og nautakjöt blandað saman með svepp- um, tómötum, papriku og lauk. Sænsk kryddsteik kr. I^. Úrb. svínhnakki, grillaður á sænskan hátt, tilvalið sem pönnusteik eða á grillið. Besta paprikupylsan 130,- kr. kg. aðeins Nýr lundi 30,- kr. stk. Schnitchel Gullasch Fillet Roast-beef Hakk Hamborgarar Okkar tilboð 375,00 327,00 490,00 347,00 192,00 17 kr/stk Skráð verð 608,00 487,00 709,70 590,00 325,50 26 kr/stk Mjög gott marinerað lambakjöt i grillið: Kryddlegnar grillkótelettur 215 kr. kg. Marineraðar lærissneiðar 238 kr. kg. Framhryggssneiðar 238 kr. kg. Lado-lamb, úrbeinað læri 295 kr. kg. Lado-lamb, hryggur m/beini 210 kr. kg. 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.