Helgarpósturinn - 19.04.1984, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 19.04.1984, Blaðsíða 24
i Hlíðarvatni á Snæfellsnesi var rekið merkilegt hótel fyrir iiðlega 20 árum, Hótel Víkingur, víkinga- skip. Stórskemmtileg hugmynd, sem trúlega hefur verið full- snemma á ferðinni, en hefði örugg- lega orðið vinsæl í dag. Hótelstjóri þessa merkilega hótels var Hörður Sigurgestsson, núverandi forstjóri Eimskipafélags íslands, komungur maður þá. Skipaflotinn hans hefur stækkað svo um munar frá þessum tíma. En hvemig væri að ungir og hugdjarfir menn reyndu öðm sinni? Líklega mundi betur ganga í dag ... s i stjómartíð Halldórs E. Sig- urðssonar sem samgönguráðherra var það mjög áberandi að vega- skilti víða um land gáfu eilíflega upp fjarlægðina frá viðkomandi stað til BORGARNESS!! Þar var sjaldan getið um Reykjavík, en Borgarnes var greinilega nafli al- heimsins. Á ferð um nágrenni Parísar var komið að vegvísi svip- uðum og þessum og var Halldóri, sem var meðal ferðamannanna, bent á að Borgarness væri þar hvergi getið. ,í>að yrði ráðiii bót' a því, ef ég réði einhverju í þessu landi,“ er sagt að ráðherrann hafi svarað að bragði.... I -Jíllinn gegn sauðkindinni... Merkilegt mál er í gangi um þessar mundir hjá embætti sýslumanns á Selfossi. Bílstjóri einn varð fyrir því að aka á kindahóp, þannig að nokkrar rollur drápust, en bíllinn skemmdist mikið. Bílstjórinn vill fá bætt tjón sitt og telur sig ekki eiga að bæta fjártjónið. Okumenn ættu annars að hafa þessa hættu hug- fasta á akstri um landið. Kindur og lömb þeirra em á beit mjög víða í grasi Vegagerðarinnar, sem þeim þykir einkar safaríkt. Góð regla til að muna: Ef lamb eða lömb eru öðru megin vegar, áin hinsvegar, hægið þá á hraðanum, því það er nokkurn veginn víst að lambið hleypur yfir til móður sinnar ... F JL erðamenn sem koma til Isa- fjarðar kvarta talsvert undan því hversu langt tjaldstæðin í Tungu- dal eru frá bænum. Sagði Snorri Grímsson hjá Ferðaskrifstofu Vest- f jarða að þegar fölk kæmi fljúgandi til ísafjarðar og tæki rútuna inn í bæinn, þá óaði það við að fara alla leið inneftir aftur með allt sitt haf- urtask. Þá sagði hann að ferða- menn sem kæmu á morgnana í bæ- inn væru oft og iðulega búnir að missa af ferðum ferðaskrifstofunn- ar, t.d. Grunnavíkurferð... N 1 ^ úna um verslunarmanna- helgina er mikill viðbúnaður hjá FÍB um land allt eins og vant er. Skipulagning starfsins er hreint til fyrirmyndar og kemur ökumönn- um mjög til góða og er til mikils öryggis. Fleirri aðilar leggja hönd á plóginn,- Umferðarráð, sem gerir mikið að vémda, - og Félag fár- stöðvaeigenda, sem einnig er með mikinn viðbúnað um þessa mestu ferðcihelgi ársins. Ökumenn eru þakklátir þessum aðilum fyrir hjálpsemina.... F X erðamenn sem koma að aust- an hafa oft og einatt á hraðbergi tölur um hitastig, sem eru nokkuð frábrugðnar þeim sem Veðurstof- unni berast frá Egilsá, sem er skammt fyrir utan Egilsstaði. Mað- ur einn tjáði HP að sunnudaginn 22. júlí hefði hitinn í Atlavík farið í 27 gráður, en þá var hitastig klukk- an 18 þann dag talið 22 gráður að hans sögn. o JL Xeyrst hefur að fjársterkir ís- firðingar hugi á opnun skemmti- staðar á svokölluðu Skeiði, í hluta hins mikla húsnæðis sem Ljónið hafði sem „súper-markað" áður fyrr. Segir Vestfirska fréttablaðið að þama komi til með að verða vínveitingastaður í Hollywood- Broadway stílnum.... M JL ” Xerkilegt bensínstríð hefur skollið á. Pétur veitingamaður í Botnsskála býður nú upp á bensín- ið á heildsöluverði, - glatar 70 aur- unum, sem hann fær fyrir að selja hvern lítra. Núna kemur hver bíll- inn af öðrum frá Reykjavik á svo til tómum geymi og fyllir hjá Pétri og fær sér eitthvað í svanginn í leið- inni. Olíufélögin Iíta málið mjög al- varlegum augum að sögn... D ropasteinar í hellunum í Hallmundarhrauni freista margra ferðamanna. Vert er að benda á að hellamir em friðlýstir og grjótnám allt bannað með lög- um. í Víðigelmi, sem er næstur Kal- manstungu og Húsafelli af hell- unum, hefur mikið borið á skemmdum af grjóttöku... ^^^stfjarðakjálkinn hefur að undanfömu fengið milljónaauglýs- ingu í sjónvarpinu. Stiklur Órnars hafa gert honum góð skil og undir- strikað þá ógnarfegurð sem Vest- firðir hafa-upp á að bjóða. Þá hafa verið endursýndir ágætir þættir Ólafs Ragnarssonar, því miður í svart/hvítu, en góðir samt. Við höf- um heyrt að ýmis önnur landshom bíði þess að stiklað verði á þeim ... jf_Jiklega er Bjarni Pálmarsson víðfrægastur íslenskra leigubfl- stjóra. Meðal farþega hans undan- farin ár hafa verið mestu milljóner- ar Bandaríkjanna, breskir hótel- kóngar, grískir skipajöfrar - og Karl Bretaprins,svo einhverjir séu taldir. í sumar er Bjami með sam- vinna við Amarflug í þjónustu við erlenda (og ríka innlenda) ferða- menn. Býður Bjami ,,Límúsínur“ og er þá flogið aðra leiðina, en ekið í glæsivögnum hina. M.a. er lent í Haukadal hjá Geysi og farþegar teknir þar og flogið til Eyja. Greini- lega er ferðabransinn með ýmis- legt nýtt uppi f erminni... A JL Xlþjóðarathygli vakti það hversu lítið unglingar í íslandi vita um land sitt, en þetta kom fram í útvarpsþætti á dögunum. Fæst vissu börnin hvar Akyreyri væri, og raunar kom aðeins eitt rétt svar við spumingum stjómanda, þegar spurt var hvar Stykkishólmur væri. „Uti á landi", var svarið, stutt og laggott. Væntanlega er eitthvað að í kennslumálum þessarar þjóð- ar...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.