Helgarpósturinn - 09.05.1985, Page 9

Helgarpósturinn - 09.05.1985, Page 9
DREPA SUÐUREYRI? Framsókn sækir engin aukaatkvæði til Suðureyrar núna SIS með kverkatak á plássinu Eignaraðilar Fiskiðjunnar Freyju eru þrír; Suðureyrar- hreppur 15%, Kaupfélag ís- firðinga 25% og Samband íslenskra samvinnufélaga 60%. Fiskiðjan er stærsti og nánast eini atvinnurek- andinn á staðnum. 463 íbúar voru taldir á Suðureyri í desember sl, þar afhafa 70 til hátt á annad hundrad manns vinnu hjá fyrirtœkinu., Til dæmis starfa fjórir af fimm hrepps- nefndarmönnum hjá Freyju. Þeir voru síður en svo reiðubúnir til að veita Helgarpóstinum upplýsingar um stöðu mála á Suðureyri. Sumir höfðu á orði að réttast væri að leysa málið heima í héraði. Það gæti skað- að Suðureyrarhrepp að fjallað væri um málið í blöðum. Sveitarstjórinn, Vidar Már Adal- steinsson, tók í sama streng. Hann kvaðst ekkert vilja láta hafa eftir sér, og lagði nánast bann við umfjöllun HP um þetta mál. Hann sagði að skuld Freyju við Suðureyrarhrepp væri trúnaðarmál, og engum væri heimilt að ræða opinberlega um hana nema honum sjálfum. 8 millj- ón króna skuld vísaði hann á bug, og sagði upphæðina ekkert nálægt því. Hann vildi hins vegar ekkert segja um það hver skuldin raun- verulega væri. Hann staðfesti hins vegar að innheimtan væri í höndum lögfræðings, en málið væri á mjög- viðkvæmu stigi, og opinber umfjöll- un gæti haft slæm áhrif á það. Hóta lokun frystihússins Gestur Kristinsson hrepp- stjóri reið hins vegar á vaðið þegar hann skrifaði umbeð- inn grein í innansveitarblaðið Eyr- arpóstinn fyrir nokkru, um hugsan- lega byggingu sundlaugar eða íþróttahúss á Suðureyri. Niðurlag greinar hans hljóðaði svo: „Talandi um hugsanlegar fram- kvæmdir sveitarfélagsins sem kosta milljónir, og til að vekja ekki tálvon- ir hjá einum né neinum, er að mínu áliti rétt að eftirfarandi komi fram. Atvinnurekstur Samvinnuhreyfing- arinnar hér skuldaði sveitarfélaginu krónur sex milljónir um síðastliðin áramót í þjónustu og opinber gjöld. Þó nokkur upphæð er gjaldfallin og ógreidd á þessu ári. Einu svörin við löglegum innheimtuaðgerðum er hótun um að loka frystihúsinu. Um- ræða er af hinu góða, hvort sem rætt er um íþróttamannvirki eða annað sem til velferðar horfir í okk- ar litla samfélagi. En peningar eru afl þeirra hluta sem gera skal. Sjálf- taka Samvinnuhreyfingarinnar á fjármunum sveitarfélagsins felur í sér stöðnun, afturför og dauða beggja.“ Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum HP mun umrædd skuld, að meðtöldu því sem gjaldfaliið er á þessu ári, nema nálægt 8 miiljón- um. Biðlund hreppsnefndar er því á þrotum. Hana skipa 5 menn sem all- ir eru starfandi hjá Fiskiðjunni Freyju nema hreppstjórinn, sem sér um Orkubú Vestfjarða. Hann er full- trúi Alþýðubandalagsins í hrepps- nefnd. Sjálfstæðisflokkurinn á einn „Höfum fengið aó heyra það oftar en einu sinni, að séum vió meó derring, þá verði þessu fyrirtæki einfaldlega lokað“ — Gestur Kristinsson hrepp- stjóri á Suðureyri. Kjartan P. Kjartansson stjómarfor- maóur Fiskiðjunnar Freyju á Suðureyri og framkvæmdastjóri hjá SÍS. Neitaði alfarið að láta hafa nokkuð eftir sér. fulltrúa, Alþýðuflokkurinn einn, sem jafnframt er varamaður í stjórn frystihússins, Framsóknarflokkur- inn tvo; þar af er annar oddviti og situr líka í stjórn Fiskiðjunnar. Pólitískur meirihluti er hins vegar enginn í hreppsnefnd. Málin eru sögð leyst í bróðerni og með sam- komulagi. Þannig var það til dæmis samþykkt með öllum atkvæðum að fela lögfræðingi í Reykjavík inn- heimtu skuldar fyrirtækisins, sem er vegna fasteigna- og aðstöðu- gjalda og þjónustugjalda; hreppur- inn selur Freyju heitt og kalt vatn auk þess sem fyrirtækið hefur afnot af hafnarmannvirkjum staðarins eins og eðlilegt er. Um fleira er þó að ræða. Einn heimildarmaður HP sagði til dæmis að allir sem legðu upp fisk á Suður- eyri yrðu að greiða aflagjöld eins og tíðkast, en þau eru 0,85% af afla- verðmæti. „Trillueigendur á staðnum eru með kvittanir fyrir því að hafa greitt aflagjöldin til hafnarsjóðs, en hafn- arsjóður hefur hins vegar ekki feng- ið þau. Það er ekki vitað til þess að þau hafi komið fram í sveitarsjóði hreppsins. Fiskiðjan liggur með þessa peninga." Ekki er óalgengt að fiskverkunarstöðvar sjái um inn- heimtu aflagjalda, en ber að sjálf- sögðu að skila þeim til sveitarsjóða. Lokun — dauðadómur yfir Suðureyri Annar viðmælandi HP benti á að tekjuskorturim lamaði framkvæmdir. Hann sagði hins vegar að það væri lífsspursmál byggðarlagsins að samkomulag næðist án frekari illinda. Ef til lok- unar frystihússins kæmi, væri það dauðadómur yfir Suðureyri. Menn yrðu því að gæta þess að meðferð þessa máls yrði báðum aðilum til farsældar. Sami aðili benti á að hreppurinn skuldaði hlutafé sitt í Freyju, sem næmi að líkindum 2—3 milljónum. „Hreppurinn óskaði eftir skulda- jöfnuði fyrir löngu, en því var hafn- að. Þeir geta neitað á þeim grund- velli að Sambandið eigi meirihluta í því siðarnefnda. Það er ekki óeðli- legt. Á það ber líka að líta, að Sam- bandið hefur ekki beitt hörku í inn- heimtu þessarar skuldar. Annars er skilningur sambands- manna á innheimtu hreppsins und- arlegur. Þeir hafa á orði að þeir muni gera hreppsnefndarmenn ábyrga ef þeir fari að ganga að fyr- irtækinu. Svona lítið sveitarfélag þarf á öllum sínum tekjum að halda, til þess að annast framkvæmdir fyr- ir fólkið. Svo fær það skammir þegar leitað er eftir greiðslu, og hrepps- nefndarmenn eiga að vera ábyrgir ef fyrirtækið stöðvast. Þetta er und- arlegt sjónarmið. Auðvitað hefur Sambandið kverkatak á hreppsnefnd. Nefndar- menn eru meira og minna starfandi hjá fyrirtækinu. Þetta er aðalat- vinnurekandinn. Fiskiðjan greiðir vinnulaun eins og henni ber, en þjónusta viðskiptafyrirtækja fæst seint og illa borguð. Ég held að fólk á staðnum sé mjög meðvitað um þetta og óánægt. Framsókn sækir engin aukaatkvæði á Suðureyri núna.“ Þriðjungur tekna tvö ár í röð Hvert er þá sjónarmið fulltrúa Sambandsins? Kjartan Kjart- ansson framkvæmdastjóri Fræðslu- og kaupfélagadeildar SÍS, sem jafnframt er stjórnarformaður Fiskiðjunnar Freyju, neitaði alfarið að láta hafa nokkuð eftir sér um þetta mál í Helgarpóstinum. Hann spurði þó hvort hægt væri að benda á nokkurt útgerðarfélag sem ekki skuldaði sveitarfélagi. Hann ítrek- aði að hann vildi ekkert láta hafa eftir sér um skuldir frystihússins við hreppinn. Kvaðst síst af öllu vilja deila um þau mál í blöðum. Það væri ekki affarasælt að sínu mati. Fjórir aðrir eiga sæti i stjórninni auk Kjartans. Tveir eru fulltrúar Sambandsins, einn fulltrúi hrepps- ins og einn fulltrúi Kaupfélags ísfirð- inga. Af þessum fimm er aðeins einn búsettur á Suðureyri. Stjórnarmönnum þótti eðlilegast- að stjórnarformaður yrði fyrir svör- um um þetta mál. Sverrir Berg- mann, kaupfélagsstjóri á ísafirði og fulltrúi SÍS í stjórn, kvaðst þó vísa til erfiðleika fiskvinnslufyrirtækja víð- ast hvar um land. „Ég hugsa að ef þessi mál yrðu könnuð annars stað- ar kæmi víða upp svipuð staða og jafnvel verri." Hann kvaðst þó ekki þora að segja hver skuldin væri, en sagði aðalfund væntanlega haldinn í maí, og þá kæmi í Ijós hver staðan væri. Gæti komið til lokunar frystihúss- ins? „Ef þeir ganga mjög hart fram við að innheimta og það er ekki hægt að borga, er náttúrlega sjálf- lokað,” svaraði Sverrir. „Sveitarfélagið þarf á sínu rekstr- arfé að halda,“ sagði Gestur Krist- insson hreppstjóri á Suðureyri, þeg- ar HP sneri sér til hans í framhaldi af fyrrnefndri grein sem hann skrifaði í Eyrarpóstinn. „Ég býst við því að það séu fleiri aðilar en einn orðnir langeygir eftir greiðslum frá Suðureyrarhreppi. Þó eru þær upphæðir ekkert í líkingu við skuld Sambandsins við hrepp- inn. Þeir hafa haldið fyrir okkur þriðjungi af tekjum okkar tvö ár í röð, og nánast engan lit sýnt, þó of mikið væri að segja að þeir hefðu ekkert greitt. En þetta er raunveru- lega eini atvinnurekandinn á staðn- um, og það er slæmt þegar hann stendur ekki í skilum með það sem honum ber. Ekki síst þegar það fer að verða árvisst. Það leiðir af sjálfu sér að sveitarfélagið hlýtur að kom- ast í þrot með sinn rekstur. Við tök- um ekki gróðann utan úr geimnum. Við erum búnir að þreyja þorrann og góuna í þessum efnum," hélt Gestur áfram. „Og við höfum reynt að sýna viðkomandi fullan sam- starfsvilja. Við höfum þó fengið að heyra það oftar en einu sinni, að sé- um við með derring, þá verði þessu fyrirtæki einfaldlega lokað. Þegar hreppsnefndin samþykkti að fela lögfræðingi innheimtuna, — við getum ekki látið lítilsvirða okk- ur endalaust, var iátið að því liggja frá stærsta eignaraðilanum að far- sælast yrði að leysa þessi mál heima í héraði. Við erum sammála því. En það er engin lausn að tala, þegar ekki er greitt. Okkur vantar greiðslu. Hér eftir fer þetta að ís- lenskum lögum. Ég þori ekki að segja neitt um ástandið í öðrum sveitarfélögum, en við þykjumst hafa sýnt mjög mikið langlundargeð," sagði Gestur að lok- um. Versnandi staða um land allt Þetta er mikil blóðtaka," isagði Magnús E. Gud- jónsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, þegar dæmið á Suðureyri var borið undir hann. Aðspurður kvaðst hann þó ekki þora að svara því hvort þessi skuld væri með þeim hærri, þegar í hlut ætti eitt fyrirtæki. En ástandið almennt? „Hringinn í kringum landið skulda fiskvinnslu- og útgerðarfyrir- tækin sveitarfélögunum gífurlegar fjárhæðir. Víðast hvar kvarta sveit- arstjórar yfir útistandandi skuldum. Staðan versnaði sérstaklega á síð- asta ári. Innheimta hjá einkaaðilum og einstaklingum gekk vel, en fyrir- tækin gerðu strik í reikninginn. Oft eru sveitarfélögin síðustu aðilarnir sem fá greiðslu frá þeim. Viðkvæðið er: „Og þú líka Brútus! Ætlið þið nú að stoppa okkur líka? Við, sem höld- um uppi vinnunni á staðnum." Þetta hefur víða skapað sveitarfé- lögum mikla erfiðleika. Þau fara ekki í hart. Þau vilja ekki verða fyrst til að valda stöðvun á rekstrinum, og þar með atvinnuleysi á staðnum. En skuldirnar valda miklum áhyggj- um í sveitarfélögunum; fyrir bragð- ið skulda þau og þetta gerir þeim erfiðara um vik við framkvæmdir. Erfiðleikarnir eru ekki ný bóla,“ sagði Magnús ennfremur. „En ástandið hefur versnað. Það er ekki um fá fyrirtæki að ræða, heldur er það meginreglan að fyrirtækin skuldi. Það er undantekning ef þetta er í lagi. Þó mun ástandið vera ágætt hvað þetta snertir í Vest- mannaeyjum, Grindavík og Bolung- arvík og á Akranesi og Isafirði." En hvort eða hvenær ástandið batnar á Suðureyri við Súganda- fjörð er óljóst. Um áframhald þora menn engu að spá. Tekst að hefja undirbúning að lagningu varanlegs slitlags á nokkrar íbúðargötur næsta sumar? Eða gætu menn eygt það að nýtt íþróttahús leysti gamla félagsheimilið af hólmi? Tíminn einn sker úr um það. En ekki leikur nokkur vafi f "ður mál mál- anna á aðaltundi Fiskiðjunnar Freyju, sem að líkindum verður haldinn í lok þessa mánaðar. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.