Helgarpósturinn - 09.05.1985, Page 10

Helgarpósturinn - 09.05.1985, Page 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Elín Edda Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea Matthíasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Steinþór Ólafsson Innheimta: Garðar Jensson Afgreiðsla: Ásdls Bragadóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavlk, slmi 8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f sís drepur þorp Á Suðureyri við Súganda- fjörð þykir mönnum tími til kominn að fara að lögum ís- lenska lýðveldisins. Fölk þar vestra er orðið þreytt á því að þurfa að lúta dyntum peninga- vörslumanna Sambands ís- lenskra samvinnufélaga í höf- uðstöðvunum í Reykjavík. Og skyldi engan undra. Vegna skuldseiglu Sambandsins hef- ur sveitarstjórnin á Suðureyri ekki getað sinnt nauðsynleg- um framkvæmdum I bænum. Og svarið sem sveitarstjórnin fær, þegar hún sýnir rukkunar- tilburði, er að eina atvinnufyrir- tækinu í bænum verði lokað sýni sveitarstjórnin derring. Helgarpósturinn segir þessa merkilegu og skrýtnu sögu í blaðinu í dag. i sem fæstum orðum snýst málið um það, að eigendur eina atvinnufyrir- tækisins í bænum svo ein- hverju nemur, neita að greiða opinber gjöld. Og eigendur, Sambandið og Kaupfélag is- firðinga að langstærstum hluta, vita fullvel, að þeim er stætt á því að greiða ekki skuldina. Ástæðan er einfaldlega sú, að með því að loka fyrirtækinu lognast heilt sjávarþorp út af. Það deyr. Og þeir sem fara fyrir Sambandinu í þessu máli víla ekki fyrir sér að benda á þetta. SÍS hefur réttilega verið nefnt auðhringur og einokunar- hringur. Fyrirtækið, eða Sam- steypan, hefur á undanförnum árum fært út kvíarnar, farið inn á nýjar brautir í atvinnurekstri og aðlagað sig breyttum at- vinnuháttum. Ekki virðist hafa skort fé til þeirra hluta. Stór- fiskurinn Islandslax er dæmi um slíkt fyrirtæki. Þá tókst inn- flutningsdeild SIS að raka til sín fjármunum og sýna góða stöðu á kostnað Kaffibrennslu Akur- eyrar, svo annað dæmi sé tekið. Öllum með minnsta snefil af skynsemi ætti að vera Ijóst, að SIS ber ekki bara siðferðileg skylda til að greiða skuldir sínar heldur einnig ótvíræð lagaleg skylda til þess. Hingað til og um langan aldur hafa þeir blóð- mjólkað Suðureyri og haft vænar tekjur af staðnum. Nú þegar illa árar í framsóknartíð er það óafsakanleg bíræfni og ósvífni að greiða sveitarfélag- inu ekki skuldir sínar og koma þannig í veg fyrir að í þorpinu þrlfist eðlilegt og nútímalegt mannlíf. Og það er enn meiri ósvífni, nánast subbuleg illmennska, að hóta íbúum Suðureyrar lok- un á frystihúsi staðarins. Þann- ig myndi stærstur hluti bæjar- búa missa atvinnuna og bær- inn deyja út. SÍS er með þessu að svíkja byggðastefnu og það er ekki í samræmi við samvinnuhug- sjónina, sem auglýst er sem mest í sjónvarpinu. BRÍF TIL RITSTJORNAR Athugasemd vegna greinar um NT-málió Ég vil vinsamlegast biðja Helgar- póstinn um að koma á framfæri við lesendur sína leiðréttingum á furðu- sögu sem ritstjóri HP skrifaði í síð- asta tölublað sitt um störf mín fyrir dagblaðið NT á undanförnum miss- erum. Saga ritstjórans var í stuttu máli á þá leið að stjórn Nútímans hefði, án samráðs við ritstjóra, ráðið mig til hálaunaðra njósnastarfa á ritstjórn NT, í raun til höfuðs ritstjóranum. Nema hvað, botnar ritstjóri HP, að ég hafi aldrei skilið hlutverk mitt, og því ekki sinnt því sem skyldi. Eitt er að bera af sér illar sakir, en annað og engu léttara að hrista af sér ein- faldleikann. Sitthvað er við söguna að athuga. Ég var t.d. alls ekki ráðinn til NT af stjórn Nútímans. Boð um starf kom Helgarpósturinn segir söguna á bakvið uppgionó á NT UPPGIOR! grmli í hönd? . Einn blaóamaöur eftir á ritstiórn blaðsins . Steingrímur ósáttur vtð stefnu blaösins - vill flokksblað . Fjöldauppsaghirnar spara Nútímanum 6 miUlórur á án _. ,..:i — nnnói hálaunsððn til mín beint af ritstjórn NT um það leyti sem blaðið var að hefja göngu sína og ég var að tygja mig til heim- ferðar frá hagfræðinámi. Að ráðn- ingu minni stóðu þeir Kristinn Hall- grímsson fréttastjóri og Magnús, Ölafsson ritstjóri. Ég var auðvitað ráðinn til hreinn- ar blaðamennsku og um önnur störf var ekki rætt fyrr en í lok þess lang- vinna prentaraverkfalls sem efnt var til á síðasta hausti. Þá hafði þessi umtalaða stjórn Nútímans samband við mig og óskaði eftir að ég gerði hlé á blaðamennskunni um þriggja mánaða skeið, og færi þess í stað að skipta mér af fjármálum fyrirtækis- ins um sinn. Magnús Ólafsson vissi vel af þessum óskum frá byrjun, enda bar hann mér fyrstu boðin um þær. Magnús hvatti mig ennfremur til að taka starfið að mér. Þetta óvænta starfstilboð stjórnar- innar átti vissulega rætur að rekja til verkfallsins sjálfs. Fjárhagur NT hafði beðið alvarlegan hnekki í verk- fallinu, og var e.t.v. ekki vanþörf á að gefa þeim málum alvarlegan gaum í kjölfarið. Trúnaðartraustið á milli starfsfólks og stjórnar Nútím- ans hafði ennfremur beðið skipbrot í verkfallinu, og við Magnús skildum starfstilboðið báðir þannig að stjórnin vildi reyna að brúa gjána á milli sín og ritstjórnarinnar með því að gefa einum úr hópi ritstjórnar- manna tækifæri til að fylgjast með rekstrarlegum þáttum blaðsins. Þeir sem þekktu eitthvað til þeirra átaka sem urðu á NT um samninga við prentara og áframhaldandi út- gáfu, þurfa mikið hugmyndaflug til að láta sér detta í hug að stjórn Nú- tímans teldi sig geta ráðið einn af þeim ritstjórnarmönnum sem fremstir stóðu í þessum átökum til þess, strax í lok verkfallsins, að vinna óhæfuverk gegn ritstjórninni. Einu atriði er rétt að bæta við. Ég hafði þá sterku skoðun í vetur að NT ætti eina leið út úr þeim ógöngum sem blaðið hafði ratað í. Þessi leið var að gera starfsfólk NT að stórum og áhrifamiklum eignaraðila að Nú- tímanum hf. Slík breyting hefði án efa styrkt ritstjórnar- og markaðs- stöðu blaðsins, auk þess sem ég hef það eftir samvinnuskólum þeirra John Stuart Mills og Jaroslav Van- eks að allur rekstur fyrirtækisins hefði orðið kraftmeiri eftir heldur en áður. Ég setti það reyndar sem skilyrði fyrir því að taka starfstil- boði stjórnar Nútímans að ég hefði frjálsar hendur með að vinna að þessu markmiði. Sérstakur vinnu- hópur starfsfólks taldi sig finna flöt á hvernig af þessari eignaraðild gæti orðið. Tilboði starfsmanna — sem ekki fól í sér neina skerðingu á hlut þeirra sem eiga Nútímann — var hins vegar hafnað í fram- kvæmdastjórn Framsóknarflokks- ins í febrúar síðastliðnum. Jónas Gudmundsson hagfrœdingur, fv. blaöamadur NT. „Fróðleg lesning“ Vegna athugasemdar Jónasar Guðmundssonar (ekki sjómanns) skal tekið fram, að HP sakaði hann ekki um njósnir á ritstjórn NT. Þaðanaf- síður landráð. Hins vegar höfum við eins tryggar heimildir fyrir því og hægt er, að í hugum blaðstjórnar- manna NT átti Jónas að vera „augu og eyru blaðstjórnar" á ritstjórn- inni. Þetta eru orð eins blaðstjórnar- manna. Hvort eða hvenær Magnús Ólafsson ritstjóri vissi af ráðningu Jónasar skiptir litlu í þessu sam- bandi. Það sem skiptir máli var hvort Magnúsi var ljóst að hugsunin að baki ráðningunni væri sú sem að ofan greinir. Að öðru leyti er ekki annað að segja um bréf Jónasar en að það er hin fróðlegasta lesning. .■ Gunnlaugur Sigfússon. Ásgeir Tómasson. Gunnlaugur hættir — Ásgeir tekur vid Gunnlaugur Sigfússon sem séð hefur um popp- og rokkskrif Helgar- póstsins frá 1980, hefur hætt störf- um fyrir blaðið og er tekinn til starfa á öðrum vettvangi. Við tónlistar- skrifum Gunnlaugs tekur Ásgeir Tómasson, dagskrárgerðarmaður við rás 2. HP þakkar Gunnlaugi fyrir dyggileg störf undanfarin 5 ár og býður Asgeir velkominn til starfa. Síðasta grein Gunnlaugs birtist í blaðinu í dag, en fyrsta grein Ás- geirs birtist í næsta tölublaði HP. - Ritstj. I elgarpósturinn sagði frá því fyrir nokkrum vikum að til stæði að reisa íbúðarhús á Valhúsahæð á Sel- tjarnarnesi. Nokkrum dögum síðar kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman og voru lagðar fram fundar- gerðir Lóða- og skipulagsnefndar sem dagsettar voru 23. og 24. apríl 1985. Skipulagsnefnd lagði til að af- greiðslu á tillögum um skipulag Val- húsahæðar yrði frestað til næsta fundar eða þar til álit Náttúru- verndarráðs lægi fyrir. Á fund nefndarinnar voru mættir fulltrúar Náttúruverndarráðs, þeir Eyþór Einarsson, Gísli Gíslason og Ein- ar Sæmundsson. Kom í ljós, og greindu þeir félagar frá því, að Val- húsahæð væri á náttúruminjaskrá í B. flokki öðrum hluta.. . JVL _ „ kom fram á þessum bæjarstjórnar- fundi Seltjarnarness. M.a. var lögð fram lokaskýrsla svonefndrar Sjón- varpsnefndar bæjarfélagsins. í skýrslu kom m.a. fram að nefndin leggur til að Seltjarnarnesbær leiti sem fyrst eftir heimild til almenns útvarpsrekstrar, og kanna beri hug íbúanna til móttöku og dreifingar útvarps- og sjónvarpsefnis. Voru til- lögur nefndarinnar samþykktar samhljóða. .. O. enn af fundi Seltjarnar- nesbæjar: Magnús Erlendsson lagði fram tillögu, þar sem Alþingi var kvatt til að samþykkja á yfir- standandi þingi frumvarp til laga um heimild til sölu á áfengum bjór... || ■ lér er lítil saga úr einum bankanna: Viðskiptavinur kom til bankastjórans að kikna undan greiðslum af víxli og bað um fram- lengingu. Bankastjórinn samþykkti það enda viðkomandi skilvís kúnni bankans til margra ára. Þegar bankastjórinn spurði manninn Ihvort hann væri ekki með sömu ábyrgðarmenn á víxlinum kvað hann nei við og sagði: „Nei, ætli ég fái ekki Kölska til þess að skrifa upp á þetta. Það er hvort sem er allt að fara til andskotans." Þetta sam- þykkti bankastjórinn umyrðalaust og kvað Kölska hátt skrifaðan í bankanum... l sumar geta næturhrafnar stytt sér stundir á heilsusamlegan hátt fjarri reykfylltum vínstúkum. Þann- ig er mál með vexti, að Gerdur (Pálmadóttir) í Flónni hyggst koma sér upp heilmiklum heita- vatnsnuddpotti í garðinum við sól- baðsstofuna Sólskríkjuna niðri í bæ og bjóða ferðamönnum og öðrum aðgang — væntanlega gegn vægu gjaldi. Annars mun Gerður hafa mikinn áhuga á því, að nýta húsin sem standa við Skúlagötuna, steypa þeim saman í eina heild og reka þar hótel, nuddstofu, sólstofu, gjafa- verslun o.s.frv. til þess að fólk geti notið þeirra „forréttinda" að heyra regnið bylja á þakinu... l^rirhugaðar eru miklar breyt- ingar á Laugaveginum okkar í Reykjavík. Er það aðallega hvað varðar vestari hluta götunnar nær miðbænum. Það stendur nefnilega til að gera götuna huggulegri, setja niður nýja ljósastaura, planta trjám meðfram gangstéttinni og koma símaklefum fyrir við götuna (hvort sem það gerir Laugaveginn huggu- legri eða ekki). Er mikill áhugi borg- aryfirvalda á að hraða þessum að- gerðum og mun hugsunin vera sú að fegra Laugaveginn, minnka bíla- umferð með því að gera erfiðara að beygja inn á Laugaveginn frá öðrum götum og víkka fyrir strætisvagna- ferðir niður götuna. Við heyrum að breytingaaðgerðir muni hefjast á þessu ári... Y ■ mislegt forvitnilegt er að finna í hlustendakönnun Ríkisút- varpsins. M.a. mun það hafa verið mikið sjokk fyrir Sjónvarpið að fá upplýst að íþróttaþættir stofnunar- innar njóta ekki meiri vinsælda en raun ber vitni. Þannig nær enska knattspyrnan aðeins athygli 12% áhorfenda og aðrir íþróttaþættir Sjónvarpsins fá svipaðar undirtektir; sem sagt með því lakasta í allri dag- skrá Sjónvarpsins. Almennt var talið að unnendur íþrótta væru margir, en greinilegt er, að annað hvort ber að fækka íþróttasendingum eða breyta gerð þeirra... | síðasta blaði skýrðum við frá klókindum krata vegna byggingar kratahallar á vegum SUJ við Laugaveginn. Þar kom fram að verktakinn fengi eina hæð fyrir sig. Nú heyrum við að önnur hæð eigi að fara undir eitt stykki tann- lækni, sem fram til þessa hefur haft aðsetur í Allaballahúsinu við Hverfisgötu. Sennilega einhver flokkaflakkari. En smátt og smátt minnkar kratahöllin... LAUSN A SKAKÞRAUT Barnes. í síðustu helgarþrautum var spurningin hvorum riddaranum ætti að leika og hvert. Hér brennur sama spurning um hrókana: Hvor- um hróknum á að leika og hvert? Eina lausnin er I. Hc5! Reynið aðra leiki og varnir svarts gegn þeim. Rinck. 1. Ra6! Bg4+ 2. Kc7 Be2! 3. Bd5 Bxa6 4. Bxe4 h2 5. Bhll B eitthv.6. Bxb7 mát 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.