Helgarpósturinn - 09.05.1985, Side 12
IÞROTTIR
Konur og íþróttir:
eftir ingólf Hannesson
*
„Okristilegt, ögrandi og
ókvenlegt“
I íþróttapistlum síðustu vikurnar
hef ég nokkrum sinnum drepið á
sérstöðu kvenna innan íþrótta-
hreyfingarinnar og um leið hef ég
einatt getið þess að ætlunin væri
að taka upp þráðinn síðar. Þar sem
hér er um að ræða umfangsmikið
og flókið mál ætla ég að byrja um-
fjöllunina með þvi að skyggnast
aftur í tímann og huga að sögu
íþróttaiðkunar kvenna. Hér á eftir
fer lausleg endursögn á hluta
greinar, sem birtist í bókinni
„Kvinner og idrett" (1982) eftir
norskan háskólakennara, Gerd
von der Lippe. Greinin heitir
„Glimt fra kvinneidrettens histo-
rie“, eða brot úr sögu kvenna-
íþrótta. Það skai tekið fram að ég
ber ekki ábyrgð á þeirri sagnfræði
sem þarna er fjallað um. Þá ber
þess að geta að hugtakið íþróttir
er hér notað í víðustu merkingu
þess orðs.
í greininni er saga íþróttaiðkun-
ar kvenna rakin aftur til áttundu
aldar fyrir Krist. Myndir og teikn-
ingar sem varðveist hafa frá þess-
um tíma sýna að konur í Hellas
(Grikklandi) hafa stundað hlaup,
knattleiki, sund, dýfingar, reið-
mennsku og einkum dans. Ein-
staka fræðimenn hafa haldið því
fram að konurnar í Ólympíu hafi
haldið hátíð gyðjunnar Heru, þar
sem stúlkur og konur hafi m.a.
keppt í 500 feta hlaupi.
Þjóðfélagsgerðin í Hellas tók
nokkrum breytingum næstu ald-
irnar, borgir fóru ört stækkandi á
kostnað hins gamla landbúnaðar-
samfélags. í kjölfarið fylgdi að
frelsi kvehna minnkaði og um leið
dró úr þátttöku þeirra í íþróttum
og leikjum. Þrátt fyrir það virðist
sem þónokkrar konur hafi stund-
að reiðmennsku, sund og dans, en
aldrei tekið þátt í keppni í þessum
greinum.
I Spörtu var mikil áhersla lögð á
ýmsar æfingar til þess að ríkið
hefði öflugum her á að skipa. Þar
með mun konum hafa verið ieyft
að stunda klifur, glímu, hlaup,
kringlukast, spjótkast, reið-
mennsku og sund. Þær tóku nán-
ast aldrei þátt í keppni enda var
þeirra aðalhlutverk í samfélaginu
að ala upp hraust og heilbrigð
börn.
Hjá Rómverjum var staða
íþrótta nokkuð önnur en hjá Forn-
Grikkjum. Ein ástæða þess var sú
að Rómverjar notuðu leiguher-
menn í miklum mæli til þess að
viðhalda ríki sínu. Þarmeð fengu
íþróttirnar yfirbragð leikja og enn-
fremur varð ýmiss konar keppni
vinsæi. Áherslan var einatt lögð á
eins konar atvinnumennsku, sér-
hæfingu og ruddafengna keppni.
Um íþróttaiðkun kvenna á þessum
tíma er lítið vitað, en þó er víst að
„frjálsar" rómverskar konur lögðu
stund á knattleiki og
fimleika/leikfimi.
í samfélagi víkinga norðursins
er ljóst að hvers konar íþróttir
skipuðu veglegan sess. Þar komu
konur mjög við sögu. Sagt er að
skilin hafi fremur verið á milli
þræls og hins frjáisa manns, en á
milli karla og kvenna. Þegar karl-
arnir voru í ránsferðum voru það
konurnar, húsfreyjurnar, sem réðu,
mestu heimafyrir. Saxo Gramma-
ticus segir m.a. frá því að til hafi
verið konur sem klæddust fatnaði
karimanna og æfðu bardaga-
íþróttir á hverjum degi. Talið er að
sumar konur hafi á þessum tíma
iðkað glímu, knattleiki, hlaup,
sund, reiðmennsku og farið á skíð-
um.
Á miðöldum (ca. 500 til 1500
e.Kr.) er líklegt að íþróttaiðkun
kvenna hafi mótast mest af því
hvaða stétt þær tilheyrðu. Á fyrri
hluta þessa tímabils eru til sagnir
um konur sem tóku þátt í hesta-
íþróttum, skautahlaupi, sundi og
hlaupi, en sennilegt er að íþróttir
hafi verið útbreiddari meðal
kvenna en þessar sagnir gefa til
kynna.
Víst er að þær konur sem gátu
tekið þátt í íþróttum tilheýrðu efri
stéttum þjóðfélagsins, enda er erf-
itt að ímynda sér bláfátækar og út-
slitnar bóndakonur iðka íþróttir.
Frá 14. öld var algengt að konur
tækju þátt í keppni í hlaupi þegar
alþýða manna hélt hátíð, s.s. upp-
skeruhátíð. i Basel í Sviss hlupu
konurnar 250 skref, en karlarnir
hlupu 400 skref. Konur tóku þátt í
hlaupum frá árinu 1325 í Flórens á
Ítalíu, svo að eitt dæmi sé nefnt. í
Padova á Ítalíu kepptu konur í
hlaupum þrátt fyrir að margir íbú-
ar bæjarins væru á móti uppátæk-
inu. Hindranir voru lagðar á leið
þeirra, mjöli var fleygt í andlit
þeirra og háðsglósurnar og
skammaryrðin fuku. Reyndar var
kirkjan einatt fremst í flokki þeirra
sem vildu koma í veg fyrir þátt-
töku kvenna í íþróttamótum og
voru þá notaðar röksemdir eins og
að slíkt væri ekki kvenlegt, verk-
aði ögrandi og væri ókristilegt í
alla staði. Með slíkum röksemdum
tókst kirkjunnar mönnum að
stöðva þátttöku kvenna í hlaupi
sem fram hafði farið í Vínarborg
frá árinu 1296 til 1534.
Sögur um íþróttaiðkun kvenna á
seinni hluta miðalda eru margar. í
Feneyjum kepptu konur í róðri, í
skylmingum á Spáni og Ítalíu , í
knattleikjum í París og Baden og í
skautahlaupi í Hollandi, Frakk-
landi og á Norðurlöndum. Að öllu
samanlögðu er líklegt að fleiri
konur hafi iðkað fleiri iþróttir en
hingað til er vitað um. Þó ber að
geta þess að þegar rætt er um kon-
ur í þessu samhengi, er átt við
konur úr stéttum aðalsmanna,
borgara og efnameiri bænda.
Á 15., 16 . og 17. öld var mikið
um galdraofsóknir í Evrópu og pá
gátu konur sem skáru sig úr fjöld-
anum átt það á hættu að vera
kærðar fyrir galdra og jafnvel
brenndar. Á þetta ber einnig að
líta þegar fjallað er um íþróttaiðk-
un kvenna á þessum tíma.
Á þeim öldum sem fylgdu í kjöl-
far miðaldanna og kenndar eru
við upplýsingu, hélt þróunin
áfram. Rousseau hélt því m.a. fram
að konur þyrftu á líkamlegri hreyf-
ingu að halda vegna þess að þá
yrðu þær betur hæfar til þess að
fæða hrausta drengi(!). í skólum
var farið að stunda íþróttir og víða
fengu stúlkur að vera með. I þeirri
kennslu var hins vegar lögð
áhersla á það sem þótti „kven-
legt“ fyrir stúlkur, eins og t.d. leik-
fimi sú sem kennd er við Þjóðverj-
ann Adolf Spiess. Það er líklegt að
konur séu enn í dag að berjast
gegn arfleifð frá þessum tíma.
Skipulögð nútíma íþróttastarf-
semi hófst um miðja síðustu öld,
m.a. með knattspyrnufélögum á
Englandi, sem stofnuð voru af vel
stæðum borgurum og yfirstéttar-
mönnum. Þar með var komin und-
irstaða fyrir alþjóðleg mót, met
og ólympíuleika.
Það er ekki ástæða til þess að
rekja grein Gerd von der Lippe
lengra. Hér var aðeins stiklað á
stóru. Næst er að athuga hver þró-
unin hefur orðið síðustu áratug-
ina, hvað hefur breyst og hver
staða kvenna er í íþróttahreyfing-
unni um þessar mundir.
FURUHILLUR^
Hillustærðir: 30x80 og 50x80
Uppistöður: 61, 112 og 176 cm.
Stofuhillur á geymsluhilluverði.
Ert þú að leita að hilíum í stofuna,
barnaherbergið, geymsluna, laqerinn
eða verslunina? Þetta er lausnin.
MYNDIN
Dalshrauni 13 S. 54171
OPIÐ
MÁN.-FIM. 9-18
FÖSTUDAGA 9-19
LAUGARDAGA 10-17
SUNNUDAGA 13-17
Rautt þrfliyrnt merki
á lyfjaumbúðum
táknar að notkun lyfsins dregur
úr hæfni manna í umferðinni
I
Glæsibæ,
sími 83210
Laugavegi 66,
sími 28990
I Allra besta
f ú/val af sund-
bolum í béenum
Póstsendum
12 H E LGA RPÓSTURÍNN