Helgarpósturinn - 09.05.1985, Page 13
V
W ið BSRB-þinginu blasa nokk-
ur stór mál. Einkum hafa menn
áhyggjur af því, að kennarar kunni
að segja sig úr samtökunum, en
verði af því verður það meiri háttar
blóðtaka fyrir BSRB, því um 30% fé-
laga í bandalaginu eru kennarar.
Ekki er vitað hvaða stefnu þetta mál
tekur, en menn velta vöngum yfir
hugsanlegum samruna kennara í
BSRB og HÍK, sem þá myndi segja
sig úr Bandalagi háskólamanna ...
l gærmorgun héldu deildarstjórar
á útvarpinu fund vegna „útvarps-
ráðsmálsins" og spáðu í viðbrögð.
Ákveðið var að bíða heimkomu
Elvu Bjarkar Gunnarsdóttur
framkvæmdastjóra. Sama dag var
haldinn sameiginlegur fundur
stjórna starfsmannafélaga útvarps
og sjónvarps, þar sem einkum var
fjallað um þetta mál af miklum
hita . . .
A _.
hljómplata með „landsliðinu í
rokki“, þar sem í fararbroddi eru
þeir Björgvin Gíslason, Ásgeir
Óskarsson, Haraldur Þorsteins-
son, Tryggvi Hiibner, Jón Lofts-
son o.fl. Eitthvað gekk brösótt að
koma tónlistinni á plötu, því vegna
klaufaskaps þurfti að endurtaka
flutning heimings tónlistarinnar. í
Hljóðrita rugluðust nefnilega spól-
ur og óvart tekið yfir fullkláraða
upptöku af helmingi laganna. Fall er
fararheill, segja þeir og um miðjan
mánuðinn kemur sem sé platan „í
léttum dúr“ ...
nýrri símaskrá. í kjölfarið má svo
búast við útgáfu fjölda „staðar-
símaskráa“, sem hafa verið gefn-
ar út af einstaklingum víða um
land, s.s. á Akureyri, Ólafsfirði,
Vestmannaeyjum, Sauðárkróki og
víðar. Hingað til hefur þetta verið
einkaframtak manna, sem hafa
safnað auglýsingum í skrárnar og
hagnast þannig á fyrirtækinu.
Þetta var látið óátalið, þótt einu
sinni hafi verið gerð tilraun til að
stöðva Akureyrarskrána. Ábyrgð-
armaður hennar (fyrir unga fram-
takssama menn) var þá Jón G.
Sólnes fyrrum alþingismaður og
ekkert varð úr aðgerðum. Nú hef-
ur ríkiseinokunin gripið til sinna
ráða. Póstur og sími hefur leyft
þessar einkaútgáfur, en setur hins
vegar svo stífar reglur um útgáf-
una, að ekki er Ijóst hvernig dæm-
ið á að ganga upp hjá einkaútgáfu-
mönnum. Þannig eiga þeir að
nota ljósritaðar síður úr hinni eig-
inlegu símaskrá, sem í sjálfu sér er
allt í lagi. Það sem verra er, er að
nú er það Póstur og sími sem
ákveður nákvæmlega hvar aug-
lýsingar mega birtast í lókal-
símaskránum, þ.e. allar í kór aftast
í skránni. Nú verður spennandi að
sjá hvort þetta verða enn einar
reglurnar sem settar eru til þess
eins að þær séu brotnar.. .
Bíll frá Hreyfli flytur þig þægilega og á
réttum tima á flugvöllinn.
Þú pantar fyrirfram
Viö hjá Hreyfli erum tilbúnir aö flytja þig á
Keflavíkurflugvöll á réttum tíma í mjúkri límosinu.
Málið er einfalt. Þú hringir i sima Ó85522 og
greinir frá dvalarstað og brottfarartima. Viö
segjum þér hvenær billinn kemur.
Eitt gjald fyrir hvern farþega
Viö flytjum þig á notalegan og ódýran hátt á
flugvöllinn. Hver farþegi borgar fast gjald. Jafnvel
þótt þú sért einn á ferö borgarðu aöeins
fastagjaldiö.
Viö vekjum þig
Ef brottfarartirni er að morgm þarftu aö hafa
samband viö ollur milli kl. 20:00 og 23:00 kvöldið
áður. Viö getum séö um aö vekja þig meögóðum
fyrirvara. ef þú óskar. Þegar brottfarartimi er
síðdegis eöa að kvöldi nægir að hafa samband
við okkur milli kl. 10 00 og 12:00 sama dag.
UREYFILL
Ó8 5522
TRYGGIR ÞÉR ÞÆGINDI FYRSTA SPÖLINN
MæÓradagurinn
eramorgun
_____ ^
interflora si
Mæðradagsskreytingar
Afskorin blóm
Blómstrandi pottaplöntur
Ungplöntumarkaður:
Allar ungplöntur til
framhaldsræktunar
pr. stk. kr. 98.-
HELGARPÓSTURINN 13