Helgarpósturinn - 09.05.1985, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 09.05.1985, Blaðsíða 18
KVIKMYNDIR Kvikmyndahátíð 1985 Kvikmyndahátíð Listahátíðar í ár býður upp á 26 kvikmyndir frá 16 þjóð- löndum. Kvikmyndirnar mynda enga sjálfstæða hátíðarheild, heldur hefur, að því er virðist, verið lögd áhersla á val mynda frá einstökum þjóðlöndum. Allt eru þetta nýlegar myndir, sumar hverjar heimsfrægar oa verðlaunaðar í bak og fyrir, aðrar alls óþekktar í alþjóolegu tilliti. Gestir hátíðarinnar eru franski leikstjórinn Jean-Luc Godara, þýski leikarinn og leikstjórinn Hark Bohm, sænski leikstjórinn Tage Danielsson og skáldkonan Astrid Lindgren, einnig frá Svíþjóð. Samantekt eftirfarandi kvikmyndalista er Helgarpóstsins en íslenskar þýoingar kvikmyndaheitanna eru Listahátíðar. eftir Ingólf Margeirsson Ronja rövardotter (Ronja ræningjadóttir) Sænsk 1984. Leikstjóri: Tage Dani- elsson. Aðalhlutverk: Hanna Zett- erberg og Den Hafström. Opnunarmynd Kvikmyndahátfðar. Leikstjórinn Tage Danielsson og hand- ritahöfundurinn Astrid Lindgren verða viðstödd sýninguna. Bæði nöfnin eru þekkt íslendingum, ekki sist Lindgren fyrir tugi barnabóka sinna (Lína lang- sokkur, Emil ( Kattholti, o.s.frv.) Ronja ræningjadóttir kom út ( (slenskri þýð- ingu (fyrra. Mynd þessi hefur farið sig- urför um Noröurlöndin og v(ðar, og er að ytra borði spennandi ævintýrasaga í hulduskógi, en undir niðri fjallar sagan um dýpri hluta tilverunnar, eins og líf og dauöa. Alsino Yel Condor (Gammurinn) Nicaragua/Kúba/Mexfkó/Costa Rica 1982. Leikstjóri: Miguel Littin. Aðalhlutverk: Alan Esquivel, Dean Stockwell, Carmen Bunster. Sögusviðiö er Nicaragua 1979 og hermenn Sómósa eru að bugast undan uppreisn sandfnista. Alsfnó er Ktill drengur sem fylgist með styrjaldarátök- unum og áhorfandinn sér umhverfið gegnum augu piltsins. Ljóðræn efnis- meðferð í anda s-amerískrar frásagnar- listar. Fyrsta myndin I fullri lengd frá Nicaragua. Namío Gyermekeimnek (Segðu mér söguna aftur) Ungversk 1982. Leikstjórn: Márta Mészáros. Aðalhlutverk: Zsuzsa Czinkóczi, Anna Polony, Jan No- wicki, Tamás Tóth. Myndir Mörtu Meszáros Ættleiðing (1975) og Nfu mánuðir (1980) hafa verið sýndar hér á Kvikmyndahátíð Nýjasta mynd hennar fjallar um viðkvæma, sjálfsævisögulega þætti úr uppvexti leikstjórans þar sem hreinsanir Stalíns og átök milli flokksframa og sjálfsvirð- ingar eru (forgrunni. La Colmena (Býflugnabúið) Spænsk 1984. Leikstjóri: Mario Camus. Aðalhlutverk: Victoria Abrii, Ana Belén, Agustin Gonzál- es. Charo López. Sagan gerist kringum kaffihúsið „La Delicia". Þar inni er lýst þeim manneskj- um sem flýja daglegt amstur (félags- skap hverrar annarrar, þar sem spjall og dagdraumar ráða ferðinni. I baksýn er Madrid eftirstríðsáranna. Býflugnabúið hefur hlotið margvísleg verðlaun. Leik- stjórinn Mario Camus er fæddur 1935, og hefur sjö kvikmyndir og sjónvarps- myndaflokk að baki. La notte di San Lorenzo (Nóttin I San Lorenzo) (tölsk 1982. Leikstjóri: Paolo og Vitterio Taviani. Aðalhlutverk: Omero Antonutti, Margarita Loz- ano, Claudio Bigagli. Taviani-bræður gerðu myndina San Miniato, Luglio 1954. Fjallaði'hún um flótta þorpsbúa (Toscana-héraði undan fjöldaaftökum nasista I stríðinu. i þess- ari nýju mynd endurgera þeir sama þemað en færa það enn meira út og bæta inn I bernskuminningum, munn- mælasögum og draumsýnum. Number One (Karl í krapinu) Bresk 1984. Leikstjóri: Les Blair. Aðalhlutverk: Bob Geldof, Mel Smith, lan Dury. Fyrsta mynd Les Blair. Hann og hand- ritshöfundur myndarinnar, G.F. New- man, hafa árum saman gert sjónvarps- þætti fyrir BBC og afhjúpað brotalamir á þjóðfélagskerfinu. Number One er gamanmynd meö alvarlegum botni og segir frá heimsmeistaramótinu í billjard (snóker) sem er eitt vinsælasta sjón- varpsefni ( Bretlandi þá 10 daga sem keppnin stendur yfir. I myndinni er farið á bak við forgrunn þessarar glæsi- keppni. Myndin er afsprengi breskrar raunsæisstefnu og hins lágmælta húm- ors Bretanna. Der Stand der Dinge (Ástand móla) Þýsk 1981. Leikstjóri: Wim Wend- ers. Aðalhlutverk: Paul Getty III, Samuel Fuller. Robert Kramer, Roger Corman og fl. Þessi mynd Wim Wenders (m.a. Amerfski vinurinn og Raris-Texas) er eins konar hliðarspor. Myndin fjallar um brösótta samvinnu bandarlskra og evr- ópskra kvikmyndageröarmanna sem eru að taka upp kvikmynd I Portúgal. Samvinna Wenders og bandaríska leik- stjórans Coppola (sem ma. skilaði af sér myndinni „Hammet") er kveikjan að þessari mynd, en sú samvinna leik- stjóranna endaði með ósköpum. Otto er et næsehorn (Ottó er nashyrningur) Dönsk 1983. Leikstjóri: Rumle Hammerich. Aðalhlutverk: Axel Ströby, Kirsten Roiffes, Birgit Sandolin og Judy Grimger. Dönsk barnamynd og frumraun leik- stjórans Rumle Hammerich. Falleg og hrífandi mynd um dreng sem öðlast töfrablýant sem gerir allar teikningar lif- andi. Drengurinn teiknar nashyrning, hlúir síðan að honum (foreldrahúsum í litlu þorpi ( Danmörku. Mynd sem er full af ævintýrum og hugmyndaflugi. Wo die griinen Ameisen trdumen (Þar sem grænu maurana dreymir) Þýsk 1984. Leikstjóri: Werner Her- zog. Aðalhlutverk: Bruce Spence, Wandjuk Marika, Ray Berrett, Norman Kaye. Þýski leikstjórinn Werner Herzog Ima. Woyzek, Kasper Hauser, Stroszek og Fitzgeraldo) er hér á ferðinni með nýja mynd. Sú gerist í Ástralfu og fjallar um baráttu frumbyggja við iðnjöfra og auðhringa sem komast vilja yfir land- svæði hinna fyrrnefndu og reisa þar verksmiðjur. Sem fyrr fjallar Herzog um árekstra tveggja heima, tveggja menn- ingarsvæða, tvenns konar trúarbragða og ólfkra viðhorfa. Feroz Spænsk 1983. Leikstjóri: M. Guitiérrez Aragón. Aðalhlutverk: Fernando Fernán Gómez, Fredric de Pasquale, Elene Lizarralde. Drengur breytist á undarlegan hátt í björn (greinilega myndlfking á frumeðli mannsins). Sálfræðingur heldur því fram engu að síður að björninn sé mað- ur, þrátt fyrir breytinguna, en dýrafræð- ingur stendur á þvl föstum fótum að björninn sé dýr. Sálfræðingurinn kennir birninum mannasiði og menntar hann með tilliti til þess að hann taki að sér tölvuvinnslu. Þrátt fyrir táknræna frá- sögn er myndin laus við allar menning- arvitlegar pælingar og ber atburðarás- ina á borð sem ævintýrasögu. Ein Mann wie Eva (Maður eins og Eva) Þýsk 1983. Leikstjóri: Radu Gabrea. Aðalhlutverk: Eva Mattes, Lisa Kreuzer, Charles Regnier, Werner Stocker. Eftir dauða Fassbinders 1982 hefur goðsögnin um leikstjórann magnast stöðugt. I þessari mynd Gabrea er fjall- að um Fassbinder sem kemst í fjár- hagsþrot í miðjum upptökum á kvik- mynd. Það furðulega við þessa mynd er að fyrrverandi stjarna Fassbinders, leikkonan Eva Mattes, leikur hinn heimsfræga leikstjóra, (klædd leður- jakka, með lafahatt og skegg á vöng- um! Sauve qui peut (la vie) (Bjargi sér sem betur getur) Frönsk/svissnesk 1980. Leikstjóri: Jean-Luc Godard. Aðalhlutverk: Isabelle Huppert, Jacques Du- tronc, Nathalie Baye. Sjálfspælingar Godards eru ekki nýj- ar af nálinni. í þessari mynd sem hann gerði I samvinnu við svissneska aðila, segir leikstjórinn frá kvikmyndaleik- stjóranum Paul Godard (!) sem á angist- arfull samskipti við umhverfi sitt, ást- konu s(na, vændiskonu, eiginkonu og stálpaða dóttur. Carmen Spænsk, 1983. Leikstjóri: Carlos Saura. Aðalhlutverk: Antonio Gades, Laura Del Sol, Paco De Lucia o.fl. Mögnuð mynd Carlos Saura um uppsetningu á óperu Bizet, og ábyrgð listamanna, sem fjalla um lifandi hefðir (eigin lista- og menningarsögu. Mynd, sem titrar af frábærri tónlist, flamenkó- dönsum og erótík. Hverniq ég var kerfisbunaið lagður í rúst af fíflum Júgóslavnesk 1983. Leikstjóri: Slo- bodan Sijan. Aðalhlutverk: Danilo Stojkovió; Jelisaveta Sabijió, Rade Markovió. Satlrisk mynd um frelsið og bylting- una. Flækingur á götum Belgrad verður snortinn við fráfall Che Guvera og ákveður að feta (fótspor hans heima fyrir. Uppgjör leikstjórans við kynslóð stúdentaóeirðanna og blómahreyfing- arinnar. Prénom Carmen (Hún heitir Carmen) Frönsk 1983. Leikstjóri: Jean-Luc Godard. Aðalhlutverk: Maruschka Cetmers, Jacques Bonnaffe, Myr- iam Roussel. Gestur Kvikmyndahátfðar og fransk- ur nýbylgjupostuli sjöunda áratugarins Godard virðist vera með kvengoðsagn- ir ofarlega (huga. Nýjasta mynd hans er um Mar(u mey I nútfmaformi (sjá á öðr- um stað í þessum lista) en myndin sem hann gerði þar á undan heitir Prénom Carmen, goðsögnin um hina einu Carmen sett ( nútímabúning þar sem Carmen og Don José lögregluþjónn gerast bankaræningjar. I stað hinnar hefðbundnu tónlistar Bizets, velur God- ard Beethoven sem uppistöðu ( kvik- myndinni. Silver City (Skýjaborgir) Áströlsk 1984. Leikstjóri: Sophia Turkiewicz. Aðalhlutverk: Gosia Dobrowolska, Ivar Kants, Anna Jemison. Ung, pólsk flóttakona kemur til flóttamannabúða fyrir utan Sidney ( Ástralíu 1949. Þar kynnist hún öðrum Pólverja sem er giftur. Það takast með þeim heitar ástir, en ( hinu undarlega umhverfi þar sem aðfluttir flóttamenn og Ástrallubúar lifa, endar hið leynilega samband þeirra með ósköpum. Tólf ár- um síðar hittast þau aftur af tilviljun... Keine Zeit fúr Tranen (Eigi skal gráta) Þýsk 1983. Leikstjóri: Herk Bohm. Aðalhlutverk: Marie Colbin, Mic- hael Gwisdek, Christine Limback, Angela Schmidt. Hark Bohm er leikari sem margir kannast við úr myndum Fassbinders (m.a. píanistinn í Lily Marlene). Hann hefur gert sína fyrstu mynd um hina frægu atburöi í Þýskalandi 1982 þegar kona skaut morðingja dóttur sinnar ( réttarsalnum og tók þar með lög og dóm (eigin hendur. Bohm verður gest- ur Kvikmyndahátíðar. The Gold Diggers (Gullgrafararnir) Bresk 1983. Leikstjóri: Sally Potter. Aðalhlutverk: Julie Christie, Co- lette Laffont. Myndin fjallar um konur, gerð af konu og þá væntanlega mest fyrir kon- ur. Tekin að hluta til á íslandi 1982. Ce- leste er dökk og frönsk og vinnur við að mata tölvur f banka en tekur að gerast gagnrýnin á kerfið, þjóðfélagið og stöðu konunnar. Ruby er Ijós og bresk og llður frá einum manni til annars ( táknrænum dansi, altsó andstæða Ce- lesta Rue Cases Negres (Sætabrauðsvegurinn) Martinique/Frakkland 1983. Leik- stjóri: Euzhan Palcy. Aðaihlutverk: Darling Legitimus, Gary Cadenat, Douta Seck. Fyrsta myndin frá frönsku nýlendu- eyjunni Martinique í Vestur-lndíum. Leikstjórinn er kona, Euzahan Palcy, og handritið gert eftir skáldsögunni „Sætabrauðsvegurinn" eftir Joseph Zobel. Myndin er gerð að mestu leyti ( sjálfboðavinnu og fjallar um baráttu blökkufólks á eyjunni árið 1930. Aðal- söguhetjan er ungur blökkudrengur og samskipti hans við önnur börn og aldr- að fólk meðan fullorðna fólkið púlar á sykurekrunum. Je Vous salue Marie (Ég heilsa þér María) Frönsk 1984. Leikstjóri: Jean-Luc Godard. Aðalhlutverk: Myriem Roussel, Thierry Rode, Phillipe La- coste, Juliette Binoche. Einn helsti boðberi frönsku nýbylgj- unnar á sjöunda áratugnum, kvik- myndagagnrýnandinn og leikstjórinn Godard, verður gestur Kvikmyndahá- tíðarinnar. Nýjasta mynd hans um Marfu hefur vakið mikinn úlfaþyt í kaþ- ólskum löndum og víðar, og nýjustu fréttir herma að páfinn hafi fordæmt myndina. Ég heilsa þér María segir frá meyjarfæðingu Marlu (nútímabúningi. Jósef er leigubílstjóri og vonbiðill hinn- ar ungu Mar(u. Einn daginn kemur herra Gabrlel og segir hinni skírKfu konu að hún sé með barni... Die Erben (Ungliðarnir) Austurrísk 1982. Leikstjóri: Walter Bannert. Aðalhlutverk: Nikolas Vogel, Roger Schauer. Tveir unglingar, annar úr yfirstétt og hinn úr lágstétt, kynnast smám saman. Þeir eru báöir tilfinningalega vannærðir af fjölskyldum s(num en finna félags- skap og rómantlk (röðum ný-nasista. Þátttaka þeirra endar þó með skelfingu og sekt. International Film Guide 1984 segir þessa mynd velleikna og mynd- rænar lausnir góðar, en myndin sé yfir- drifin og gerð af litlum sálrænum skiln- ingi. Boy meets girl (Strókur í stelpuleit) Frönsk 1984. Leikstjóri: Leos Ga- rax. Aðalhlutverk: Denis Lavant, Mireille Perrier, Carroll Brooks, Ellie Poicard, Maité Nahyr, Crist- ian Clonrec. Þessi mynd er eftir 23 ára Frakka, Leos Garax, og fékk góöar viðtökur f Cannes (fyrra. Myndin segir frá strákn- um Alex sem kvaddur hefur verið I her- inn. Vinur hans er orðinn skotinn í vin- konu hans. Alex ráfar um á Signubökk- um, eftir að hann þykist kála vininum og talar um það að vera ungur 1984. Hann kemst á slóð unnustunnar, og endar í skrautlegu samkvæmi. Boy meets girl hefur verið kölluð einlægt næturljóð I svart-hvftu, og höfundurinn ungi verið nefndur arftaki stóru nafn- anna (franskri kvikmyndagerð. Suburbia Bandarisk 1983. Laikstjóri: Pene- lope Spheeris. Aðalhlutverk: Chris Pederson, Bill Coyne, Jennifer Clay, Timothy Eric O'Brien, Mic- hael Bayer. Ftenelope Spheeris er eitt þekktasta nafn í utangarðskvikmyndagerð (USA. Mynd hennar um pönkara ( Los Angel- es, „Fall vestrænnar siðmenningar" vakti mikla athygli. Þessi mynd fylgdi ( kjölfarið og fjallar um hræsni og sektar- kennd þeirra sem fordæma utangarðs- ungmennin. Tónlistin er ekta LA-rokk. Spheeris hlaut 1. verðlaun á kvik- myndahátíðinni ( Chicago f fyrra. Le Bal (Dansinn dunar) Frönsk/alslrsk/ítölsk 1983. Leik- stjóri: Ettore Scola. Aðalhlutverk: Christophe Allwright, Aziz Arbia, Marc Berman, Regis Bouquet, Chantal Capron, Martine Chauv- in, Liliane Delval, Francesco De Rosa og m.fl. Italinn Ettore Scola nam lögfræði og vann sem blaðamaður áður en hann hóf störf við kvikmyndaiðnaðinn. I fyrstu skrifaði hann handrit en fyrstu mynd leikstýrði hann 1964. Eftir hann liggja myndir sem Signori e signore, buonanotte (1976) og Una giornata particolare (1977) og Passione d'amore (1981). Árið 1983 gerði hann frægustu mynd sína með Frökkum og Alsfrbú- um, „Le Bal" og hlaut Silfurljónið (Berl- (n 1984 fyrir. Le Bal er mögnuð mynd án orða, sem sýnir sama dansstaðinn frá 1930 til (dag, þar sem á skiptast djass, grátsöngvar, rokk, popp og diskó og hinar miklu breytingar mannKfsins á umræddum tímaskeiðum. L'Argent (Peningar) Frönsk 1983. Leikstjóri: Robert Bresson. Aöalhlutverk: Christian Patey, Sylvie Van Den Elsen, Mich- el Briguet, Caroline Lang. Nýjasta mynd hins aldna meistara Robert Bresson (m.a. Le journal d'un Curé de Campagne (1950), Pickpocket (1959) og Réttarhöldin yfir Jóhönnu af örk (1962)). Í Reningum, sem er 13. mynd Bressons, fjallar leikstjórinn um ungan krimma sem snýr baki við verð- mætamati þjóöfélagsins og slátrar aö lokum heilli fjölskyldu. Formúlan er glæpamyndarinnar, en myndin að öðru leyti knöpp, spennt og ofbeldiskennd og ( hinum dæmigerða leikstd sem Bresson er frægur fyrir. Dhrupad Indversk 1983. Leikstjóri: Mani Kaul. Indversk spunamynd um indverska tónlist. 18 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.