Helgarpósturinn - 09.05.1985, Síða 24

Helgarpósturinn - 09.05.1985, Síða 24
Skoðanakönnun Helgarpóstsins ri æplega þríð/ungur alls fólks á alarínum 18—22 ára á íslandi vill flytjast af landi brott til fram- búðar samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Helgarpóstsins. Þar að auki vilja um 57% hverfa af landi brott í að minnsta kosti fimm ár, ef til boða stæði starf við hæfi erlendis. Einvörðungu 10% aðspurðra myndu ekki þiggja starf er- lendis oa kysu að búa á Islandi. Þetta þýðir, að 90% af fólki á þessum aldri kýs að búa erlendis í 5 ár eoa til frambúðar. I könnuninni var spurt: Ef þér stæði til boða starf við þitt hæfi erlendis, eða sem hentaði fjölskyldunni, mundir þú þiggja það? Cerður var greinarmunur á því hvort menn gætu hugsao sér að flytjast búferl- um og setjast að erlendis til frambúðar, eða aðeins til reynslu í minnst 5 ár. Almennt eru íslendingar ekki jafnfíknir í að flytjast búferlum oa yngsta rólkið, þótt hlutfallið sé ótrúlega hátt. Þannig gætu 31% hugsað sér að búa erlendis í meira en 5 ár og 16,8% vilja flytjast frá Islandi fyrir fullt og allt. 52% myndu ekki þiggja starf erlenais. í könnuninni skiptum við Islandi í þrennt: Reykjavík, Reykjanes og svo lands- byggðina. Þar sker landsbyggðarfólkið sig úr að því leyti, að það ann íslandi meira en íbúar í þéttbvli. 63% landsbyggðarmanna myndu ekki piggja starf erlenais, en sam- svarandi tölur fyrir Reykjavík eru 45% og 47% á Reykjanesi. En útþráin er engu að síður talsverð úti á landsbyggðinni: 25% myndu flytjast til útlanda í minnst 5 ár, en aoeins 12% til frambúðar. í Reykiavík gætu 38% íbúanna hugsað sér að flytjast út í minnst 5 ár og 17% til frambúðar. Á Reykjanesi vilja um 30% fara út í minnst 5 ár til starfa erlendis og rösk 23% vilja flytjast frá íslandi til frambúðar. Ef lagðar eru saman tölur fyrir þá sem vilja fara af landi brott að minnsta kosti í fimm ár eða til frambúðar, kemur í Ijós, að 55% Reykvíkinga þrá að starfa er- lendis, 53% Reyknesinga og 37% lands- byggðarfólks. Þessar tölur eru ótrúlega háar og benda til gífurlearar útþrár landans. Þess ber aðgæta, að í spurningunni var þess gætt að fólk hefði að einhverju að hverfa í útlandinu oa jafnframt að brottflutningur til útlanda nentaði fjölskyldunni. Miðað við íbúatölu á Islandi táknar niðurstaða þessarar könnunar, að rösk- lega 40 þúsund Islendingar (börn með talin) vilji flytja út til frambúðar, rösk- lega 70 þúsund vilji flytja í minnst fimm ár, eða samanlagt 110-120 þúsund sem vilja flytjast af landinu í fimm ár eða meira. Aldursskiptingin skipti miklu um svör fólks. Þeir sem eldri eru vildu almennt ekki flytjast út: „Island er mitt land", var algengt svar, ,,hér er fjölskyldan mín öll", „ég hef gott starf" eða „við höfum reynt þetta". Þó brá fyrír svörum eins og þessu: „Eg færi hiklaust, ef ég væri ynari." Þeir, sem kváðust reiðubúnir til þess að fara fyrir fullt og allt, hikuðu ekki í svör- um. Hjá því fólki voru hreinar línur með það, að betra væri að búa erlendis en hér á landi, iafnvel þótt viðkomandi væri með stóra fjölskyldu. Einn svaraði á þessa leið: „Við erum einmitt að fara út úr dyr- unum!" I miðhópnum, þ.e. þeim sem vill dvelja í að minnsta kosti 5 ár erlendis, kom fram areinileg óánæaja með efnahagsástandið, fólk sættir sig ekki við lífskjörin, er óánægt með starf sitt, launin, sér daufa framtíoarmöguleika og þar fram eftir götunum. Að öðru leyti tala töflurnar sínu máli, auk greinargerðar SKÁÍS. HH eftir Halldór Halldórsson og Sigmund Erni Rúnarsson mynd Jim Smart Alitsgerð SKAIS f skoðanakönnun sem gerð var fyrir Helgarpóstinn í síðasta mánuði voru 800 einstaklingar spurðir hvort þeir myndu setjast að erlendis stæði þeim til boða starf við sitt hæfi, eða sem hentaði fjölskyldunni, þar sem það átti við. I þessari símakönnun voru menn beðnir að svara eftirfarandi spurn- ingu: Ef þér stæði til boða starf vð þitt hæfi erlendis, eða sem hentaði fjölskyldunni, myndir þú þiggja það? Gerður var grein- armunur á því hvort menn gætu hugsað sér að flytjast búferlum og setjast að erlendis til til frambúð- ar eða aðeins til reynslu í minnst 5 ár. Eins og fram kemur í meðfylgj- andi töflum er fjöldi þeirra, sem tók afgerandi afstöðu mjög stór. Aðeins 22 einstaklingar, eða 2,8% spurðra treysti sér ekki til að svara spurningunni. Af þeim 40 sem ekki vildu svara spurningunni voru flestir, eða 30, utan Stór- Reykjavíkursvæðisins. Enginn telj- andi mismunur (marktækur) kom fram í afstöðu karla og kvenna. Hins vegar var mismunurinn mjög áberandi eftir aldurshópum. Þetta kemur sérstaklega fram þegar litið er á svör þeirra, sem nú kjósa í fyrsta sinn. (Sjá töflu, Nýju kjós- endurnir.) Þar kemur fram að ein- ungis 9,9% spurðra myndu ekki þiggja starf erlendis og 31,9% myndu kjósa að setjast að erlendis til frambúðar. Ef litið er á eldri ald- urshópana, þ.e. 60 ára og eldri, verður hið gagnstæða upp á ten- ingnum. Þeir fáu, sem vildu gjarn- an setjast að erlendis, telja sigi komna á þann aldur að slíkt sé' með öllu óraunhæft. Ef litið er á svæðin þrjú, sem sérstaklega eru tekin fyrir, þ.e. Reykjavík, Reykja- nes og landsbyggðin, kemur í ljós, að mun hærra hlutfall landsbyggð- arfólks en fólks í Reykjavík og á Reykjanesi, myndi ekki þiggja starf erlendis, jafnvel ekki í 5 ár til reynslu. Meðfylgjandi töflur skýra sig að öðru leyti sjálfar. _ Skoðanakannanir á Islandi — SKÁÍS sáu um framkvæmd. Allt landið (100% kjósenda) Reykjavík (38,1% kjósenda) Fjöldi Hlutfall af úrtakinu Hlutfall þeirra sem tóku afstöðu Myndi ekki þiggja starf erlendis 384 48,0 52,0 Myndi þiggja starf erlendis, en þó ekki til frambúðar 230 28,8 31,2 Myndi þiggja starf erlendis með framtíðar- búsetu í huga 124 15,5 16,8 Óákveðin(n) 22 2,8 — Vil ekki svara 40 5,0 — Reykjanes (22,9% kjósenda) Landsbyggðin (39,0% kjósenda) Hlutfall af úrtakinu Hlutfall þeirra sem tóku afstöðú Myndi ekki þiggja starf erlendis 42,6 45,0 Myndi þiggja starf erlendis, en þó ekki til frambúðar 35,7 37,7 Myndi þiggja starf erlendis með fram- tíðarþúsetu í huga 16,4 17,3 Óákveðin(n) 3,0 — Vil ekki svara 2,3 — Nýju kjósendurnir (11,4% kjósenda) Hlutfall af úrtakinu Hiutfall þeirra sem tóku afstöðu Myndi ekki þiggja starf erlendis 44,8 46,6 Myndi þiggja starf erlendis, en þó ekki til frambúðar 29,0 30,1 Myndi þiggja starf erlendis með fram- tíðarbúsetu í huga 22,4 23,3 Óákveðin(n) 2,2 — Vil ekki svara 1,6 — Hlutfall af úrtakinu Hlutfall þeirra sem tóku afstöðu Myndi ekki þiggja starf erlendis 55,1 63,0 Myndi þiggja starf erlendis, en þó ekki til frambúðar 21,8 24,9 Myndi þiggja starf erlendis með fram- tíðarbúsetu í huga 10,6 12,1 Óákveðin(n) 2,9 — Vil ekki svara 9,6 — Hlutfall af úrtakinu Hiutfall þeirra sem tóku afstöðu Myndi ekki þiggja starf erlendis 9,9 10,1 Myndi þiggja starf erlendis, en þó ekki til frambúðar 56,0 57,3 Myndi þiggja starf erlendis með fram- tíðarbúsetu í huga 31,9 32,6 Óákveðin(n) 1,1 — Vil ekki svara 1,1 — 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.