Helgarpósturinn - 18.07.1985, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 18.07.1985, Blaðsíða 2
FRETTAPOSTUR Útvarpsstjóri á máli tæknimanna Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur átt viðræður við fjármálaráðuneytið um úrhætur á kjörum tæknimanna sem starfa hjá Ríkisútvarpinu. Undanfarna daga hafa dag- skrárliðir fallið niður þar eð tæknimenn eru að gefast upp á ge.gpdarlausri eftirvinnu og lágum launum. Yfirstjórn Ríkisútvarpsins hefur lýst stuðningi við tæknimenn, sem hafa „farið sér hægt“ við störf sin undanfarið — og náð at- hygli. Vísindalegum veiðum mótmælt Nú stendur yfir alþjóðleg ráðstefna um hvalveiðar í London. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra situr fundinn. Fram hefur komið að íslendingar hyggjast veiða 80 lang- reyðar og 40 sandreyðar í vísindalegum tilgangi eftir að hann við hvalveiðum hefur tekið gildi, sem verður næsta ár. Yfir- standandi hvalvertíð er sú síðasta í sögunni. Náttúruvernd- armenn hafa mótmælt „vísindaveiðum" íslendinga. Sam- kvæmt samþykkt Alþjóða hvalveiðiráðsins getur hver aðild- arþjóð sjálf ákveðið hve mikið þarf að veiða í vísindalegum tilgangi. Laugaveginum breytt Laugaveginum í Reykjavík —- einhverri lengstu verslunar- götu á Norðurlöndum — verður nú hreytt á kafla. Reyndar er þegar búið að grafa upp götuna á kaflanum milli Skóla- vörðustígs og Klapparstígs. Þarna er ráðgert að hafa gang- stéttir breiðar, trjágróður íðilfagran og næði fyrir gangandi vegfarendur. Aðeins ein akrein verður um götuna, hugsuð fyrir strætó. Enga „minibari" íslenska áfengislöggjöfin er viðsjárverð — og ekki hægt að horfa framhjá henni á hvaða hátt sem er. Komið hefur í ljós að samkvæmt henni má ekki hafa svokallaða „minibari" á hótelherbergjum; þ.e. hótelhaldari má ekki koma fyrir kæli- skáp í herbergjum gesta sinna og hafa þar á boðstólum smá- flöskur með áfengi. Ýmsum hefur þótt þessi löggjöf götótt, t.d. er lífleg verslun á bjórkrám um allt ísland og ölið kneyfað, þótt bannað sé að selja sterkt öl í landinu. Víkingahátíð fauk Norðanveðrið um síðustu helgi varð fjári fautalegt. Og verst var það fyrir norðan og austan — en angi af því lagði leið sína yfir Suðurlandið og skellti um koll leiktjöldum við Laugar- vatn, þar sem danskir léku víkingaleikinn svokallaða, um Hagbarð og Signýju, fyrir sumargesti. Aðgangur að víkinga- hátíðinni átti að vera kr. 1.000 og í rokinu urðu fáir til að tjalda nærri víkingum fyrir þann prís. Danska prinsessan, Elísa- bet Knútsdóttir, var kuldaleg ásýndum á svæðinu og hvarf brátt af velli. Ferðamálaráð styrkti hátíðahöldin með fjár- framlagi. 33% verflbólga á íslandi Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 8,41% frá júní til júlí og er bensínhækkun helst kennt um. Verðbólgan mælist þá vera 33%. Herliflið borgar mörgum laun Herlið Bandaríkjanna í Keflavík er stærsti atvinnurekand- inn á íslandi. Hjá Könum þiggja 1000 íslendingar sitt lífs- viðurværi. Auk þessara 1000 vinna önnur 500 (og upp í 1000 yfir sumarið) hjá verktökum sem aftur lifa á fram- kvæmdum fyrir Kanann. Forseti íslands á Austurlandi Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, ferðast nú um Aust- urland í opinberri heimsókn. Heimsókn forsetans hófst í hráslagalegasta veðri sem sögur fara af á þessum árstíma þar eystra; roki, kulda og snjó. Senda þurfti snjóruðnings- tæki á móti bílalest forestans þegar ekið var um Möðrudals- öræfi til Vopnafjarðar. Heimsóknin hófst í veðuráhlaupinu miðju s.l. laugardag, en síðan hefur veður skánað og orðið með skaplegu móti síðari hluta heimsóknarinnar. • Vart hefur orðið laxadauða í Elliðaánum. Vísindamenn velta fyrir sér möguleika á sýkingu. Leikmenn telja að lax- inn kviðrífi sig í teljaranum. Ritstjóri Þjóðviljans fann fyrstu sýktu laxana. Borgarstjórinn í Reykjavík hefur og fundið sýkta laxa. • Ungur fornleifafræðingur hefur fundið keltneskar bæjar- eða klausturrústir á Dagverðarnesi í Dalasýslu og með at- hugunum sínum telur hann að hugsanlega bendi rústirnar til búsetu fólks á íslandi fyrr en landnám hefur verið talið hefjast — jafnvel 800 árum fyrr. • 1.5 milljónir króna söfnuðust um síðustu helgi í Eþíópíu- söfnun. Mest mun hafa safnast fyrir tilstilli Band Aid- hljómleikanna í Sjónvarpinu á laugardaginn. • Mánaðarlaun forsætisráðherra íslands nema nú 110.000 krónum. Laun ráðherra hækkuðu fyrir tilstilli Kjaradóms- úrskurðar í síðasta mánuði. Almenn ráðherralaun eru 108 þúsund kr. Óbreyttir þingmenn hafa nú 61.818 kr. í laun. • Þriðji hver íslendingur veikist af krabbameini á ævinni. Árlega eru nú skráð um 700 ný tilfelli. Eða svo segir í grein lærðra manna í síðasta hefti Heilbrigðismála. • Einar Vilhjálmsson spjótkastari kastaði spjóti sínu 86,52 metra í keppni Norðurlanda og Sovétríkjanna í gær. Hann varð annar, en Norðmaðurinn Lorentsen varð fyrsti. Hann kastaði jafnlangt og Einar. Skoðanakönnun ER BLAÐRAh HJÁ ALÞÝÐU Helgarpósturinn hefur látið gera skoðanakönnun á fylgi stjórnmálaflokkanna og stöðu rík- isstjórnarinnar. Stærsta breytingin frá því við gerðum síðustu könnun á undan þessari fyrir tveimur og hálfum mánuði er sú, að dregið hefur stóriega úr gífurlegri fylgis- aukningu Alþýðuflokksins, sem mátti lesa út úr öllum skoðana- könnunum. Samkvæmt niðurstöðu okkar núna fengi Alþýðuflokkurinn 15,5% atkvæða, en sýndi þann 24. apríl í vor 22,3% fylgi.í millitíðinni gerði DV skoðanakönnun og þá naut Alþýðuflokkurinn 19% fylgis þeirra kjósenda, sem tóku afstöðu. Ekkert verður fullyrt um það hvort farið sé að draga úr aðdrátt- arafli krata og Jóns Baldvins Hannibalssonar. Enda þótt ekki sé langt frá þinglokum á að heita mitt sumar og þá liggja pólitískir þank- ar gjarnan í láginni. Þessi róleg- heit virðast koma niður á „felli- bylnum krata", eins og við höfum kallað fylgisaukningu Alþýðu- flokksins hér í blaðinu. Athyglisvert er, að Sjálfstæðis- flokkurinn gnæfir yfir aðra flokka í könnuninni núna með 41,6% fylgi. Flokkurinn hefur raunar verið yfir 40% markinu í síðustu könnun HP og síðustu könnun DV. Sjálfstæðisflokkurinn virðist halda velli sem hinn stóri sterki borgaraflokkur, sem ekkert fær þokað. Sömu sögu er að segja af öðrum flokkum. Alþýðuflokkurinn er ennþá næststærstur, eins og skoð- anakannanir hafa sýnt, en bilið á milli krata, og svo Alþýðubanda- lagsins, Framsóknarflokksins, Samtaka um kvennalista og Bandalags jafnaðarmanna, virðist sífellt minnka. Þannig eiga BJ og Kvennalistinn ekki langt í 10% markið og virðast hafa fest sig í sessi á kostnað „gömlu flokk- anna“ á miðjunni og vinstra megin við hana. Nýju flokkarnir, Kvennalistinn og Bandalag jafnaðarmanna, eru þeir tveir flokkar, sem koma e.t.v. BJ og Kvenna Jafntefíi andstæðin mest á óvart í þessari skoðana- könnun. Kvennalistinn fengi á landsvísu 9,7%, og er þá gert ráð fyrir því að listinn yrði borinn upp í öllum kjördæmum, en svo var ekki í síðustu kosningum. Listinn hefur náð sér aftur á strik í Reykja- vík og á Reykjanesi. Bandalag jafnaðarmanna fengi 8,6% á öllu landinu, mest á Reykjanesi. En merkilegast er, að fylgi BJ er nánast jafnmikið í Reykjavík og á landsbyggðinni, eða 7,6% í Reykjavík, 7,7% á landsbyggðinni, en 11,9% á Reykjanesi. Hingað til hefur BJ sótt mest fylgi í þéttbýlið, en það virðist vera að beytast talsvert. Bæði Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkurinn virðast þurfa að taka sig saman í andlit- inu. Alþýðubandalagið fengi 12,6% á öllu landinu en Fram- sóknarflokkurinn 11,7%. Miðað við kosningarnar 1983 er um hrun að ræða. Miðað við síðustu HP-könnun hefur Framsókn aðeins bætt stöðu sína á landsbyggðinni, en staða Alþýðubandalagsins versnað eilítið og þéttbýlisfylgið enn í lágmarki. Ef við lítum aðeins á þessar tölur mætti spyrja hvort út úr þeim megi lesa upphaf að róttækum breytingufn á miðju og vinstri væng íslenzkra stjórnmála? I þessari skoðanakönnun spurð- um við einnig um fylgi og and- stöðu við ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Niðurstaðan varð nánast jafntefli, eins og verið hefur í síðustu könnunum. Þannig eru stjórnarandstæðingar 50,2%, en stuðningsmenn stjórnarinnar 49,8% af þeim sem tóku afstöðu. Greinarg Taflal Staða flokkanna núna skv. HP-könnuninni, Hagvangskönnun sem Morgunbladid birti í gær, auk tveggja HP-kannana og tveggja DV-kannana á þessu ári: HP nú Helgina 6. og 7. júlí var gerð skoðanakönnun á fylgi flokkanna og stöðu ríkisstjórnarinnar. Þessi skoðanakönnun var gerð með svipuðum hætti og fyrri kannanir sem birst hafa í Helgarpóstinum. Hringt var í 800 einstaklinga, 18 ára og eldri, með jafnri skiptingu milli kynja, samkvæmt tölvuúr- taki sem unnið var eftir skrá Land- símans um símnotendur (fyrirtæki og stofnanir undanskilin). Úrtakið Alþýðuflokkur 15.5% Alþýðubandalag 12.6% Bandalag jafnaðarm. 8.6% Framsóknarflokkur 11.7% Samtök um kvennalista 9.7% Sjálfstæðisflokkur 41.6% Onnur framboð 0.2% DV HP DV Kosn. Hagv. nú 10. júní 24. apr. 2. apr. 1983 16.0% 19.0% 22.3% 19.9% 11.7% 12.0% 10.5% 13.2% 15.1% 17.3% 7.7% 7.9% 5.6% 5.6% 7.3% 11.0% 14.3% 10.8% 16.2% 18.5% 9.1% 6.4% 5.4% 6.7% 5.5% 43.6% 40.9% 41.8% 36.1% 38.7% 0.6% 0.9% 0.9% 0.3% 1.0% Tafla III Þingstyrkur flokkanna nú og nidurstöður þriggja síðustu skoðanakannana HP Alþýðuflokkur Þingstyrkur flokkanna 6 Framsóknarflokkur 14 Bandalag jafnaðarmanna 4 Sjálfstæðisflokkur 23 Alþýðubandalag 10 Samtök um kvennalista 3 HP könnun HP könnun HP könnun janúar ’85 apríl ’85 júlí ’85 9(10) 14 (14) 9(10) 11 (11) 7 ( 7) 7 ( 7) 3(4) 3(4) 5 ( 6) 24 (25) 25 (26) 25 (26) 9 ( 9) 8 ( 8) 8 ( 8) 4(4) 3(4) 6( 6) Skýring: Tölurnar innan sviga miðast við 63 þingmenn, þ.e. sama fjölda og þeir verða eftir næstu alþingiskosningar. Fremri tölurnar miðast við 60 þingmenn eins og nú er. Rolf Johansen & Co. kosta j 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.