Helgarpósturinn - 18.07.1985, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 18.07.1985, Blaðsíða 15
USTAPOSTURIWN * Islensk kvikmyndastofnun í burðarliðnum? ^ FRAMKVÆMDASTJORI KVIKMYNDASJÓÐS RÁÐINNINNAN SKAMMS # Mun annast Kvikmyndasafnið, sölu- og markaðsmál ís- lenskra kvikmynda erlendis og framkvœmdastörf fyrir Kvikmyndasjóð. # „Lít á þetta sem uppsögn,“ segir Erlendur Sveinsson, for- stöðumaður Kvikmyndasafnsins. # „Erlendur víkur úr starfi að eigin ósk,“ segir Knátur Halls- son ráðuneytisstjóri. „Til efs að einn maður geti gegnt störf- um bæði fyrir Kvikmyndasafnið og Kvikmyndasjóð," segir Erlendur Sveinsson. Nœstu daga verður aug- lýst eftir umsóknum um starf framkvœmdastjóra Kvikmyndasjóðs. Starf þessa framkvœmdastjóra verður œði viðamikið og grundvallast á nýjum lög- um, sem m.a. ná yfir Kvik- myndasafn Islands. Nýi framkvœmdastjórinn á að annast safnið, auk þess sem hann á að selja eða koma íslenskum kvik- myndum á framfœri er- lendis. Þar að auki á hann að sinna framkvœmda- stjórastörfum fyrir Kvik- myndasjóð, aðstoða um- sækjendur við að semja sínar umsóknir, gera áœtl- anir o.fl. sem að fram- leiðslu og sölu kvikmynda lýtur. í raun er hér um að ræða vísi að stofnun ís- lenskrar kvikmyndastofn- unar. Knútur Hallsson ráðuneytisstjóri sagði Helgarpóstinum að þessa dag- ana væri verið að ganga frá væntan- legri auglýsingu um starfið, ákvarða launakjör væntanlegs starfsmanns o.fl. sem að þessu starfi lýtur. Hingað til hefur Erlendur Sveins- son verið forstöðumaður Kvik- myndasafns íslands og gegnt því starfi í hálfri stöðu. „Samkomulag" mun hafa náðst við Erlend um að hann víki úr sínu starfi þann 1. febr- úar 1986 og að þá taki nýr maður við. „En Erlendur getur að sjálf- sögðu sótt um nýja starfið eins og aðrir,“ sagði Knútur Hallsson. Um- sóknarfrestur um nýju stöðuna verður veittur til 1. nóvember n.k. og reiknað með að sá eða sú sem ráðin verður muni njóta leiðsagnar Erlends varðandi nýja starfið fyrstu mánuðina, hvað varðar starfsemi Kvikmyndasafnsins. HP spurði Knút Hallsson hvort einn starfsmaður fyrir sjóðinn og safnið væri nóg — hvort nýi fram- kvæmdastjórinn þyrfti ekki starfs- lið. „það verður nú bara einn maður núna,“ sagði Knútur. „Það er í raun um að ræða tvær hálfar stöður — og Erlendur víkur úr starfi að eigin ósk. í lögunum er gert ráð fyrir því að einn af starfsmönnum sjóðsins ann- ist málefni safnsins — þegar því vex fiskur um hrygg og fjárveitingar leyfa. Ætli við stefnum ekki að því að það verði þá einhver maður laus- ráðinn til þess að sjá um safnið." Erlendur Sveinsson sagði að með nýjum lögum um Kvikmyndasjóð og safnið hlyti hann að víkja. „Þetta svokallaða „samkomulag" er ekk- ert annað en uppsögn," sagði Er- lendur. „Mér er það reyndar til efs ^ð það finnist maður sem búi yfir því sem þarf til að gegna störfum jafnt fyrir sjóðinn og safnið,“ sagði Erlendur, sem sagðist alfarið á móti þessu nýja fyrirkomulagi. En nýju lögin sem ná bæði yfir sjóðinn og safnið voru keyrð í gegnum Alþingi í fyrravor á methraða. „Eg lít svo á að ekki hafi verið hugað að þörfum safnsins sem skyldi þegar þessi nýju iög voru sett," sagði Erlendur Sveinsson, sem sagðist óttast að safnið yrði útundan og vanrækt með hinu nýja fyrirkomulagi. „Það er mín skoðun að Kvikmyndasafnið eigi að vera sjálfstæð stofnun og stjórnað af eigin framkvæmda- stjóra," sagði Erlendur. — GG. „SOLDIÐ FRÆGUR Kristján Markersen, stjarna úr „Ottó Nashyrningi" — „hef mestan áhuga á að verða flugmaður." I DANMORKU“ ,,Ottó er nashyrningur“ heitir dönsk kvikmynd sem sýnd var viö miklar vinsœldir á kvikmyndahátíö í vor. Myndin var gerð fyrir tveimur árum og varö strax feikilega vinsœl í Danmörku. Annaö aðalhlutverkiö í myndinni lék tólfára strákur, hálf- ur Islendingur og hálfur Dani, Kristján Markersen að nafni. Móðir Kristjáns er íslensk — og öll fjöl- skyldan stödd hér á landi um þessar mundir. Kristján vildi lítið gera úr leikara- ferli sínum, þegar HP-maður spjall- aði við hann. Hann er orðinnn fjór- tán ára og hefur engan sérstakan áhuga á leiklist eða bíómyndum, segir hann. En 1982, þegar myndin var gerð, var hann valinn í hlutverk- ið úr hópi 300 barna, sem áhuga höfðu. „Ætii ég hafi ekki verið valinn vegna þess að ég var svo lítill eftir aldri." — Var þetta ekki skemmtileg reynsla? „Þetta var skemmtilegt og ekkert erfitt. Kvikmyndatakan stóð yfir í tvo og hálfan mánuð, allt tekið upp í Kaupmannahöfn." Kristján er fæddur og uppalinn í Danmörku, talar enga íslensku og sagði að sér fyndist skemmtilegt að heimsækja ísland, „þrátt fyrir kuld- ann.“ — Heldurðu að þú veröir leikari?" „Nei.“ — Hvað œtlarðu að veröa? „Flugmaður". — Kafteinn hjá SAS? „Já.“ — Hvers vegna? „Held bara að það sé skemmti- legt.“ — Skemmtilegt að fljúga — eða skemmtilegt að vera í einkennisbún- ingi? „Hvort tveggja." — Ertu ekki heimsfrægur maður í Danmörku eftir leikinn í „Ottó nas- hyrningi?" „Soldið". — En vilt ekki verða heimsfrœgur leikari? „Nei, flugmaður." — Heimsfrœgur flugmaður kannski? „Það væri ekki verra." Kristján sagði að honum hefði ekki borist tilboð um frekari kvik- myndaleik, enda hefði hann engan áhuga á þannig störfum. Það sem framundan væri, væri stærðfræði- deild menntaskóla — flugnám — og þó fyrst og fremst sumarfríið á ís- landi. -GG HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.