Helgarpósturinn - 18.07.1985, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 18.07.1985, Blaðsíða 8
Þeir eru ófáir sem þekkja hina nagandi tilfinningu vanmáttar, ótta og öryggisleysis, þegar rukk- anir hlaðast upp í stöflum, en eng- ir peningar eru til. Lengi vel er haldið í horfinu með því að fram- lengja lán eða slá undir með nýj- um lántökum. Stundum lenda menn í öngstræti. Engin virðist út- leiðin. En á öllum málum eru vitanlega tvær hliðar. Af skiljanlegum ástæðum vilja þeir sem lána pen- inga fá þá til baka á gjalddaga. Að vísu finnst æði mörgum sem hags- munir skuldaranna séu fyrir borð bornir í þeim viðskiptum; þeir sem peningana hafi undir hönd- um og láni þá, hafi í raun öll tromp á hendi. Sérstaklega er í því sam- bandi vitnað til vaxtaorkursins, hávaxtastefnu lánastofnana með verðtrygginguna í bakhöndinni, sem geri það að verkum að lána- stofnanir fái fjármagn vel rúmlega til baka, enda þótt reiknað sé með verðlagsþróun hverju sinni. Þessa umræðu þekkja velflestir. Sérstaklega hefur mönnum orðið starsýnt á vanda húsbyggjenda og íbúðakaupenda í þessu sam- bandi. Fleiri eru þeir þó sem hart eru keyrðir vegna erfiðrar skulda- stöðu. Staðreyndin er sú, að þeir sem hafa orðið að taka á sig skuld- ir á síðustu misserum, eru fallnir í pytt, sem ekki er alltof auðvelt að komast upp úr. Það eru hins vegar fleiri aðilar að þessu máli heldur en þeir sem skulda og hinir sem lána. Þriðji hópurinn er sá sem fitnað getur vel, þegar fólk lendir í greiðsluerf- iðleikum með fjárskuldbindingar sínar. Það er nefnilega orðið al- gengara en margir gera sér grein fyrir, að lögfræðingar og útsendar- ar þeirra taki að sér að ná inn skuldum lántakenda, þegar dreg- ist hefur úr hömlu að greiða fjár- kröfur. Og það er langt því frá að það sé gamanmál, þegar fólk í greiðsluerfiðleikum missir skuld- bindingar sínar í þar til kvadda innheímtumenn — tyrst og fremst lögmenn í landinu. Þegar það ger- ist, getur tiltölulega lág upphæð hækkað til mikilla muna á einum degi. Það er kostnaðarsamt að missa málin í lögfræðing. Já, þá er aldeilis dýrt að vera fátækur. En það eru ekki aðeins lögmenn sem mala gull þegar sverfur að hjá fólki og það nær ekki að standa við skuldbindingar. Stundum er hreinlega ekki hægt að bjarga við málum og eignir skuldara eru boðnar upp. Og nauðungarupp- boð gefur vel í aðra hönd fyrir uppboðshaldara borgar- og bæjar- fógeta og sýslumenn; þeir fá 2% af söluandvirði íbúða við uppboð. Þessu hefur verið breytt með kjaradómi, en starfandi uppboðs- haldarar fá aðlögun til 1995. Þá loks verða þessar bónusgreiðslur vegna uppboða aflagðar. Þversagnir? Óréttlæti að aðilar njóti verndar og lagastoðar við að dafna á neyð annarra? Fráleitt að slíkt skuli nánast staðfest í lögum hvað varðar bónusgreiðslur til sýslumanna og bæjarfógeta? Oeðlilegt að lögmenn geti nánast verðlagt þjónustu sína við inn- heimtur eftir hendinni? Skrýtið að það skuli vera stjórn Lögmannafé- lags íslands sem úrskurði í málum, þegar fólk er ekki sátt við inn- heimtukostnað lögfræðinga? Sið- laust að Iögmenn kaupi kröfur á fólk af skuldareigendum á spott- prís og helli sér síðan sem hræ- gammar yfir fólk með kröfur á hendi og vilji „sitt“ refjalaust? En eins dauði er kannski annars brauð. Skammta sjálfum sér laun Ef skuldir eru gjaldfallnar og koma til innheimtu hjá lögfræð- ingi, þá fellur um leið á umtals- verður aukakostnaður. Lögfræð- ingurinn vill sitt. Til er nokkuð sem heitir Gjaldskrá Lögmannafé- lags Islands. Þessi gjaldskrá þarf ekki staðfestingu eins né neins ut- an lögmanna sjálfra í sínu félagi. Þeir ráða því m.ö.o. hversu mikla þóknun þeir reikna sér fyrir unnin störf. Helgarpósturinn kannaði það sérstaklega hjá dómsmálaráðu- neytinu og Verðlagsstofnun hvort gjaldskráin kæmi ekki þar til skoð- unar og álita, en á báðum stöðum var svarið: nei, þetta er alfarið á hendi Lögmannafélags íslands. Hins vegar staðfestir dómsmála- ráðherra rétt lögmanna til útgáfu eigin gjaldskrár með staðfestingu á reglugerð Lögmannafélagsins. Umrædd gjaldskrá lögmanna er allítarleg og þar má finna verðlag fyrir hin ýmsu viðvik og aðgerðir sem á hendi lögfræðinga eru. Það vekur hins vegar athygli, að í þriðju grein þessarar gjaldskrár segir orðrétt: „Skrá sú, sem hér fer á eftir, er leiðbeinandi um endur- gjald fyrir störf lögmanna, og má víkja frá henni til hækkunar eða lækkunar." Þetta merkir að lögmenn geta, ef þeim býður svo við að horfa, hækkað verulega reikninga fyrir innheimtukostnað. ísamtölum við fjölmarga lögmenn kom skýrt fram, að í þeirra röðum er litið á gjaldskrá Lögmannafélagsins sem lágmarksgjaldskrá, þannig að komið sé í veg fyrir að einstakir lögmenn undirbjóði á markaðn- um. Innheimtukostnaður er venju- lega greiddur alfarið af skuldara. Kröfueigandi tekur að vísu á sig ábyrgð á greiðslum til innheimtu- manna og þarf að greiða þóknun, ef krafan innheimtist ekki; en það heyrir til undantekninga. I samtali við nokkra skuldareigendur kom og enda í ljós, að erfiðlega gengi að fá lögmenn til innheimtustarfa, ef þeim sýndist sem málin væru flókin og tímafrek í innheimtu. Þúsundir króna fyrir að senda bréf í gjaldskránni eru innheimtu- málin ekki flokkuð, þannig að sama upphæð er innheimt, jafnvel þótt einungis eitt viðvörunarbréf liggi að baki hjá innheimtumönn- um. Það eru því fljótteknir pening- ar sem renna inn hjá lögmönnum, ef auðveldlega gengur að inn- heimta. Skuld upp á 140 þúsund með dráttarvöxtum gefur rúm- lega 12 þúsund krónur í aðra hönd fyrir lögmenn, enda þótt útlagður kostnaður þeirra hafi verið eitt frí- merki og vinna þeirra fólgin í að póstleggja viðvörunarbréfið og síðan móttaka andvirði kröfunnar úr hendi skuldara. Og að mati við- mælenda Helgarpóstsins er senni- legt að um 50—60% krafna inn- heimtist fljótt og vel eftir að lög- fræðingar eru komnir í spilið. í mesta lagi er þá þörf á nokkrum hótunarbréfum og símtölum. Önnur mál eru hins vegar þyngri í vöfum og kalla á talsverða vinnu fyrir lögmenn. En gjaldskrá- in metur slíkt. Þegar kröfur eru komnar af frumstigi innheimtunn- ar og fjárnám eða jafnvel uppboð eru aðgerðir sem gripið er til, þá gerir gjaldskrá Lögmannafélags- ins ráð fyrir sérstöku endurgjaldi í því sambandi. í seinni tíð hefur þessum aðgerðum fjölgað veru- lega. Viðmælendur HP í hópi lög- manna voru mjög á varðbergi, þegar þessi innheimtumál bar á góma. Margir þeirra viðurkenndu að margt mætti betur fara í þess- um efnum. „Upp hafa komið mál, sem eru þess eðlis, að viðkomandi lögmönnum ætti tafarlaust að víkja úr stétt lögmanna," sagði einn lögfræðingur í samtali við HP. Vísaði hann þá einkanlega til mála þar sem lögmenn hefðu inn- heimt kröfur fyrir skjólstæðinga, en síðan látið ógert að endur- greiða peninga til kröfuhafanna. Nokkur mál af því tagi hafa komið til umfjöllunar hjá stjórn Lög- mannafélags íslands. Kröfur keyptar af lögmönnum í samtölum við lögmenn kom ennfremur fram, að þeir inn- heimtumenn væru til, sem keyptu kröfur af fyrirtækjum sem væru með víxla eða skuldabréf á við- skiptavini, sem ekki hefðu greitt á gjalddaga. Þessir lögmenn keyptu upp kröfurnar, á ef til vill 50% af nafnverði. Þeir gengju síðan í skrokk á skuldurum, hirtu dráttar- vexti og innheimtulaun. Þegar beðið var um nöfn á lögmönnum sem stunduðu þessa iðju, kom hins vegar hik á viðmælendur HP. „Ég vil ógjarnan nefna nöfn og draga kollega mína fram í dags- ljósið," voru algeng tilsvör. með eftirgangsmunum komu hins veg- ar upp nöfn Ólafs Thoroddsen og Arna Einarssonar lögmanna, sem samkvæmt upplýsingum ’ ðmæl- enda HP væru ötulir í innheimtu-1 störfum ogkeyptu upp kröfur með áðurgreindum hætti (sjá viðtal við Ólaf Thoroddsen annars staðar á opnunni). Sumir lögmenn hafa komið sér upp harðsnúnu liði innheimtu- manna, en eru sjálfir minna í eld- línunni. Enda þarf ekki emb- ættispróf í lögfræði til að stunda innheimtustörf, a.m.k. ekki á frumstigi. Þegar hins vegar málin eru komin á svið fjárnáms og upp- boða, þá verður lögfræðingur að taka við. Stór innheimtustofnun á borð við Lögheimtuna, þar sem tveir lögmenn standa að baki, ku t.a.m. að mestu vera rekin af fjölda skrifstofustúlkna frá degi til dags, en þó undir umsjá lögmannanna. Auglýsingastríð í farvatni Enda hefur sú orðið raunin á, að fleiri en lögmenn vilja sitja að kök- unni og taka sinn skerf af inn- heimtulaununum. Þannig eru t.a.m. aðilar á borð við ,,SkuldaskU“ þar sem ekki eru lögmenn, komnir í harða samkeppni við stétt lögmanna. Þessir aðilar hafa auglýst þjónustu sína. Það var m.a. af þeim sökum sem Lögmannafélagið samþykkti breytingar á reglugerð sinni, þannig að nú geta lögmenn auglýst þjónustu sína í þessum efnum. Það má því kannski búast við auglýsingum frá lögmönnum þar sem segir: „Ég rukka víxilinn á þremur vikum. Harðar og ákveðnar innheimtuaðgerðir. Reyndu þjónustuna." En hvaða upphæðir er hér um að tefla? Það veit enginn gjörla. Ómögulegt virðist að ráða í það, hversu hátt hlutfall lána og ann- arra fjárskuldbindinga greiðist ekki á gjalddögum og fer til inn- heimtu hjá lögmönnum. í banka- kerfinu fékk HP þær upplýsingar, að ef slá ætti á einhverja tölu í þeim efnum, þá væri ekki fráleitt að ætla að svona 5% af öilum skuldbindingum rynnu að lokum til lögfræðinga til frekari inn- heimtu. Bankamenn tóku þó skýrt fram að hér væri um hreina ágisk- un að ræða. í því sambandi má geta, að Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður spurði um þessi atriði á þingi í vetur, en fékk engin svör. Bankakerfið vékst undan því að svara til um innheimtukostnað. Ljóst er þó af tölum frá banka- kerfinu, um tekjur þess af dráttar- vöxtum, að það hefur færst mjög í vöxt að lán gjaldfalli og sum hver lenda hjá lögfræðingum. Það er og enda mjög í samræmi við upp- lýsingar frá lögmönnum sem sögðu verkefni á þessum sviðum hafa stóraukist, en að sama skapi hefði erfiðum málum og seinunn- um fjölgað. Mál hjá borgarfógeta af þessu tagi eru meira en 10 þús- und á ári að mati kunnugra. Inn- heimtumál skipta þá tugþúsund- um á ári. Sumar bankastofnanir hafa eig- in lögfræðinga innan bankanna í þessum innheimtustörfum, en aðrar senda kröfurnar út í bæ. Algengt er og að lögmenn hafi fyrirtæki á sinni könnu, t.d. fyrir- tæki sem selja vörur með afborg- unarskilmálum. Fólk stendur ekki við gerða samninga og afborganir upp á nokkur þúsund krónur geta margfaldast eftir að lögfræðingar hafa farið höndum um þær og sett á sinn innheimtukostnað. Hjá Húsnæðisstofnun spurði HP eftir því hvort nokkrar tölulegar upplýsingar lægju fyrir um hlutfall innheimtukostnaðar af vanskilum umsækjenda, en eins og kunnugt er hefur stofnunin rekið nokkurs- konar ráðgjafarþjónustu fyrir hart keyrða íbúðakaupendur hina síð- ustu mánuði. Grétar Gumundsson ráðgjafi sagðist engar tölur hafa þar um, en hinu væri ekki að leyna að í sumum tilfellum væri innheimtukostnaður orðinn óheyrilega hár hjá fólki í greiðslu- erfiðleikum. Ákveðinn hluti viðbótarlána gengi beint til lög- manna. Ábatasamt starf En innheimtustörf gefa vel af sér þegar innheimtist. Um það er eng- um blöðum að fletta. Og um síðir fá lögmenn endurgjald fyrir inn- heimtustörfin, enda þótt krafan innheimtist kannski alls ekki. Þá verður skuldareigandi að borga brúsann. Það er kannski vegna góðrar af- komu í innheimtunni, sem ásókn- in í lögfræðistörf er jafnmikil og raun ber vitni. Að minnsta kosti er ljóst að fjöldi lögfræðinga hér á landi er miklum mun meiri en gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum. A Is- Iandi eru hvorki fleiri né færri en 73 lögmenn á hverja hundrað þús- und íbúa, og er þá einungis átt við þá sem eru í praxís og þarmeð inn- heimtustörfum. í Finnlandi er þessi tala aðeins 17 og í Svíþjóð 20. Þennan samanburð var að finna í ræðu Þórs Vilhjálmssonar, for- seta Hæstaréttar, frá síðasta hausti. Ástæður fyrir þessum mis- mun á fjölda lögmanna sagði Þór ekki fullljósar. Hann sagði hugsan- legt að „ólíkir viðskiptahættir" gætu ráðið þar einhverju um. Hvort þessir ólíku viðskiptahætt- ir birtast í þeirri staðreynd að lög- menn fá talsvert fyrir sinn snúð við rukkunarstörf, skal ósagt látið. En réttlætið er oft dýru verði keypt. Og auðvitað verður þá sölu- verðið á þessu sama réttlæti að vera í réttu hlutfalli. Eða hvað? Helgarpósturinn kannar innheimtustörf lögmanna 8 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.