Helgarpósturinn - 18.07.1985, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 18.07.1985, Blaðsíða 22
 Föstudagur 19. júlí 1985 19.25 S$gan af rebba. Þýðandi Kristín ífíðntylá. Ævintýri Berta. 1. þáttur. Nýr . sænskur teiknimyndaflokkur. | 19 jb Fréttaágrip á táknmáli. 2QLOO Fréttir og veður. 2Ö.30 Auglýsingar og dagskrá. f 20.40 Skonrokk. 21.1 jHeiöaharmur. Bresk heimildamynd f sem greinir frá þeim spjöllum sem jf skosku heiðarnar hafa orðið fyrir af manna völdum á síöustu áratugum. 22.05 Þrumufleygur og Lóttfeti. (Thund- erbolt and Lightfoot). Bandarísk bíó- mynd frá árinu 1974. Leikstjóri: Mich- ael Cimino. Aðalhlutverk: Clint East- wood, Jeff Bridges og George Kenne- dy. Harðsoðinn bankaræningi sleppur úr fangelsi. Hann kynnist bílaþjófi nokkr- um við sérkennilegar aðstæður. Þeir félagar hyggjast endurheimta þýfi bankaræningjans en ýmis Ijón verða á vegi þeirra. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 23.55 Fréttir í dagskrárlok. Laugardagur 20. júlí 1985 1$30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felix- # son. J?Í9J5 Kalli og sælgætisgerðin. 1#0. Fréttaágrip á táknmáli. i.QP Fróttir og veður. Augiýsingar og dagskrá. j).35 Allt í hers höndum. (Allo, Allo!) Annar þáttur. Breskur gaman- myndaflokkur í átta þáttum. 21.00 Ævintýralandið. (Never Never Land). Bresk sjónvarpsmynd frá 1984. Leikstjóri: Paul Arnett. Aðalhlutverk: Petula Clark, Cathleen Nesbitt, Anne Seymour, Evelyn Laye og Roland Cul- j* ver. Átta ára stúlka er send í fóstur til frænku sinnar vegna skilnaðar for- eldra sinna. Þar kynnist hún litlum frænda sínum og tekst með þeim góð vinátta. Þýðandi Ragna Ragnars. Flótti Logans. (Logan's Run). Banda- rísk bíómynd frá árinu 1976. Leikstjóri: Michael Anderson. Aðalhlutverk: Michael York, Richard Jordan, Jenny Agutter, Farrah Fawcett-Majors og Peter Ustinov. Myndin gerist á 23. öld í samfélagi þar sem mönnum er meinað að lifa lengur en til þrítugs. Logan og Francis eru lögreglumenn sem eiga að sjá til þess að lögum þessum sé framfylgt. Þýðandi Björn Baldursson. 00.25 Dagskrárlok. y 22.30 Sunnudagur 21. júlí 1985 18.00 Sunnudagshugvekja. Séra Geir Waage, Reykholti, flytur. 18.10 Halastjarnan. Bandarísk teikni- Jrhynd, byggð á sögu eftir Jules Verne. £ Þýðandi Eva Hallvarðsdóttir. 18,50 Hló. 19-50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fróttir og veður. 120.25 Auglýsingar og veður. 20.40 Sjónvarp næstu viku. 20.55 Samtímaskáldkonur. Fyrsti þátt- ur: Svava Jakobsdóttir. Sjónvarps- stöðvarnar á Norðurlöndum (Nordvis- ion) hafa í samvinnu gert þáttaröðina Samtímaskáldkonur og senda út nú í vor og sumar. Gerir hver stöð tvo þætti, annan um skáldkonu í heima- • landinu og hinn um skáldkonu utan Norðurlanda. Þættirnir eru því 10 tals- ins. Myndaflokkurinn hefst á því, að sýndur verður fyrri þáttur íslenska Sjónvarpsins, sem er um Svövu Jakobsdóttur, og lýkur í september- lok með þeim síðari, en hann er um írsku skáldkonuna Iris Murdoch og j/tir tekinn í Bretlandi. Hver þáttur er /um 40 mínútur að lengd. Umsjónarmaður viö gerð íslensku þáttanna var Steinunn Sigurðardóttir, en upptöku stjórnaði Elín Þóra Frið- finnsdóttir. 21.40 Demantstorg. (La Plaza del Diam- ante). Annar þáttur. Spánskur fram- haldsmyndaþáttur í fjórum þáttum, gerður eftir samnefndri skáldsögu eft- ir Merce Rodoreda. 22.35 Delta Rhythm Boys. Tónleikar kvartettsins í kirkju í Helsinki. 23.25 Dagskrárlok. 0 Fimmtudagur 18. júlí 12.20 Fréttir. 14.00 ,,Úti í heimi", endurminningar dr. Jóns Stefánssonar. 14.30 Miðdegistónleikar. 15.15 Af Austurlandi. 16.00 Fréttir. 16.20 Á frívaktinni. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Barnaútvarpið. 18.00 Tónleikar. 19.00 Kvöldfréttir. Daglegt mál. 20.00 Leikrit: ,,Gamlir menn á strönd" eftir Jörg-Michael Koerbl. 20.50 Blásarakvintett eftir Carl Nielsen. 21.15 Langt gengið. 21.40 „Myndir á sýningu", tónverk eftir Modest Mussorgský. 22.15 Fréttir. 22.35 Brot. 23.00 Kvöldstund í dúr og moll. Föstudagur 19. júlí 07.00 Fréttir. Bæn. Morgunútvarpið. 07.20 Lfiikfimi. 07.55 Daglegt mál. 08.00 Fréttir. Morgunorð. 09.00 Fréttir. 09.05 Morgunstund barnanna: ,,ömmustelpa" eftir Ármann Kr. Einarsson. 09.20 Leikfimi. Val Benedikts Halldórssonar, 15 ára pilts úr Garöabæ Maður hlustar náttúrlega á Rás 2. Ég kveiki alltaf á útvarpinu eftir vinnu — og reyndar er tækið iðulega opið i vinnunni; einhver hefur tæki með sér. Rás 1? Eiginlega hlusta ég aldrei á gömlu rásina. Nema þá Lög unga fólksins og Óskalög sjúklinga. Þegar ég hlusta á Lög unga fólksins hef ég oft heyrnartól á höfðinu og sit og horfi á fréttirnar í Sjónvarpinu. Sjónvarpið horfir maður á hvert kvöld. Þar mættu vera fleiri popp- þættir. Ég er mikið fyrir músík, held að unglingar séu það almennt. Svo fylgist maður með fréttum og ég horfi á breskar og bandarískar bíómyndir. En svissnesk/franskar myndir finnst mér gjörsamlega ferlega ómögulegar. Og Dallas — já, ég horfi stundum á það, sérstaklega / ef J.R. er nógu mikill prakkari. Ég ætla svo að horfa á nýja ' framhaldsþáttinn sem byrjar á laugardaginn. Mér finnst annars að það mætti vera meira um íslenskt efni í Sjónvarpinu. 10.00 Fréttir. 10.45 ,,Það er svo margt að minnast á". 11.15 Morguntónleikar. 12.20 Fréttir. 14.00 ,,Úti í heimi", endurminningar dr. Jóns Stefánssonar. 14.30 Miðdegistónleikar. 15.15 Létt lög. 16.00 Frétjir. 16.20 4;öautjándu stundu. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Öarnaútvarpið. 17.35 Frá A til B. Létt spjall um umferðar- f mál. 18É5 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfróttir. Daglegt mál. 19.55 Lög unga fólksins. Þóra Björk Thoroddsen kynnir. 20.35 Kvöidvaka. 21.25 Frá tónskáldum. 22.00 Hestar. 22.15 Fréttir. 22.35 Úr blöndukútnum. — Sverrir Páll Erlendsson. RÚVAK. 23.15 Frá tónleikum Evrópubandalags útvarpsstöðva 1985. 00.50 Fréttir. Nætprútvarp frá Rás 2 til kl. 03.00. Laugardagur 20. júlí 0£00 Fréttir. Bæn. Tónleikar. Qj7.55 Daglegt mál. 08.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð. 09.00 Fréttir. 09.30 óskalög sjúklinga. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 11.00 Drög að dagbók vikunnar. Um- sjón: Páll Heiðar Jónsson. 12.20 Fróttir. 14.00 Inn og út um gluggann. 14.20 Listagrip. 15.20 ,,Fagurt galaði fuglinn sá". 16.00 Fréttir. 16.20 Síðdegistónleikar. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Helgarútvarp barnanna. Stjórn- andi: Vernharður Linnet. 17.50 Síðdegis í garðinum með Hafsteini Hafliðasyni. 19.00 Kvöldfréttir. 19.35 Sumarástir. 20.00 Harmonikuþáttur. 20.30 Útilegumenn. 21.00 Kvöldtónleikar. 21.40 Útvarpssagan: „Leigjandinn" eftir Svövu Jakobsdóttur. 22.15 Fréttir. 22.35 Náttfari. 23.35 Eldri dansarnir. 24.00 Miðnæturtónleikar. Umsjón: Jón örn Marinósson. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá Rás 2 til kl. 03.00. Fimmtudagur 18. júlí -21.00 Vinsældalisti hiustenda R£sar 2. ífí.00#.00 Gestagangur. 22.0#23.00 Rökkurtónar. 23.jfQ-00.00 Kvöldsýn. Föstudagur 19. júlí 10.00-12.00 Morgunþáttur. “ -4.00-16.00 Pósthólfið. 16.00-18.00 Léttir sprettir. Þriggja mínútna fréttir sagðar klukkan: 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. 2,0.00-21.00 Lög og lausnir. 21.00-22.00 Bergmál. 22.00-23.00 Á svörtu nótunum. 23IÍO-03.00 Næturvaktin. Laugardagur 20. júlí 0.00-12.00 Morgunþáttur. 4.00-16.00 Við rásmarkið. 16.00-17.00 Listapopp. 17.00-18.00 Hringborðið. 20.00-21.00 Línur. 21.00-22.00 Stund milli stríða. 22.00-23.00 Bárujárn. 23.00-00.00 Svifflugur. 00.00-03.00 Næturvaktin. Sunnudagur 21. júlí 13.30-15.00 Krydd í tilveruna. ip.00-16.00 Dæmalaus veröld. 0.00-18.00 Vinsældalisti hlustenda Rásar 2. ÖTVARP eftir Magdalenu Schram • • „Oll þessi þjónusta“ SJÓNVARP eftir Halldór Halldórsson Djarft en vel heppnaö „Útvarpið, Rás 1, sendir út í 16-17 klst. á dag; Rás 2, sem enn er í uppbyggingu, út- varpar í 6 klst. daglega og sjónvarpað er að jafnaði 5 klst. á dag, sex daga vikunnar, ár- ið um kring. Fyrsta landshlutaútvarpið tók tii starfa á Akureyri 1. marz s.l. Afnotagjald fyrir alla þessa þjónustu var tæpar 15 kr. á dag fyrri hluta yfirstandandi árs. Til sam- anburðar má geta þess að dagblað í lausa- sölu kostar tvöfalda þessa upphæð." Svo sagði í bréfi, sem Ríkisútvarpið sendi lands- mönnum með vinsemd og virðingu undir helgina. Og það er líklega það minnsta sem hver maður getur gert til að standa við bakið á útvarpinu sínu; að tilkynna afnotin og borga gjöldin skilvíslega. En það var kaldhæðnislegt að loknum lestrinum um „alla þessa þjónustu" að heyra tilkynning- una í útvarpinu þess efnis að Rás 2 myndi detta út vegna skorts á tæknimönnum á sunnudag. Af sömu sökum féll „fimmtu- dagsumræðan" niður, sem að þessu sinni átti að vera um fíkniefnamál. I staðinn voru spilaðar plötur. Laun starfsmanna Útvarps og Sjónvarps greiðast úr ríkissjóði og eru háð samning- um. Þó svo að Ríkisútvarpið hafi sjálfstæð- an fjárhag að einhverju leyti og hlustendur geti lappað upp á hann með því að standa vel í skilum, eru kjör starfsfólksins þar komin undir launastefnu ríkisstjórnarinnar hverju sinni. Rétt eins og kjör kennara og hjúkrunarfræðinga, svo tekið sé nærtækt dæmi. Rúmin standa tóm á spítölum, tæknideildir Ríkisútvarpsins eru að tæm- ast líka. Tæknimennirnir, sem ekki voru til staðar á Rás 2 um helgina, munu hafa um 20 þúsund krónur í grunnlaun. Til þess að endar nái saman fara yfirvinnustundirnar í allt að 120, jafnvel 190 á mánuði. Fyrir fólk sem vill vera heima hjá sér, þótt ekki sé nema öðru hvoru, jafnvel komast í sumar- frí einu sinni á árinu, er þetta langur vinnu- tími, sem ætti raunar að vera útilokað að krefja nokkurn um. Svo ekki skal hér sak- ast við vinnuþrælana, heldur þrælahald- arana. í rauninni er það undarlegt að Ríkis- útvarpið skuli enn standa upprétt! Á með- an það kiknar í liðunum, þyrpist reynda starfsfólkið inn á nýju og „frjálsu" fram- tökin, hverra frelsi felst líklega einkum í því að vera aðeins óbeint háð launastefnunni í landinu. Á sunnudagskvöld sýndi Sjónvarpið síð- ari hluta þáttar, sem bar yfirskriftina Saga og samtíð í umsjón Harðar Erlingssonar félagsfræðings. í þessum tveimur þáttum ,,renndi“ Hörður sér í gegnum mikið efni á stuttum tíma og gerði það vel. Maðurinn o- g híbýli hans frá landnámi til vorra daga er efni í nokkrar bækur og því nokkuð djarft uppátæki að ætla sér að afgreiða málið á svo skömmum tíma. Tæknilega þóttu mér þættirnir fremur flatir og myndmöguleikar ekki nýttir til fulls þannig, að áhorfandinn fengi sterkari tilfinningu fyrir efninu. En mér skilst, að mannfæð hjá Sjónvarpinu kunni að vera skýringin á því, að einhverju leyti. Á undanförnum árum hefur áhugi fólks vaxið gífurlega á varðveizlu gamalla húsa. Þessi varðveizluhugsun hefur, svo merki- lega, sem það kann að hljóma, einskorðazt nær eingöngu við dönsk timburhús með bárujárni eða hömruðu járni, sem ein- kenna gömlu bæjarhverfin í Reykjavík, Ak- ureyri, Seyðisfirði og ísafirði, svo clæmi séu tekin. Áhuginn hefur einskorðast við hús í þéttbýli, sem eru íbúðarhæf fyrir bæjar- og borgarbörn. Með þáttum sínum hefur Hörður Erlings- son vakið athygli á öðrum húsum, sem ekki mega týnast og gleymast. Bóndinn að Hofi í Öræfasveit var þess raunar meðvit- aður, að rétt væri að varðveita eitthvað af þessum gömlu húsum, „þau sem líta skást út“, eins og hann orðaði það. Þannig töluðu „háhýsamenn" í Reykjavík til skamms tíma, sem vildu eiga sýnishorn af nokkrum húsum en rífa restina. í sveitum landsins horfir þetta öðru vísi við. Þar getur verið mest ástæða til að varðveita einmitt hús- kofana, sem hallast mest. Hörður Ágústs- son fornhúsafræðingur (nýtt fræðingsheiti í mínum eyrum) gerði vel grein fyrir ástæð- um þessa í þáttunum tveimur. Hins vegar fannst mér hann ganga einum of langt, þegar hann bar saman og setti nánast samasemmerki á milli Bókmenntaarfsins og Húsagerðarlistarinnar. f bókmenntaarfinum væri varðveittur hugarheimur hins germanska menningar- svæðis, og sama væri að segja um húsa- gerðarlistina, þar sem sérstaða íslendinga væri jafnvel enn meiri. En látum það liggja á milli hiuta. Þótt hugsunin með því að hverfa úr sveit- inni á mölina og tengja þannig byggingar- list til sveita og í þéttbýli saman sé rökræn, þá þótti mér stökkið svolítið bratt í seinni þættinum enda var tiltölulega lítið að græða á samtali umsjónarmanns og Guð- rúnar Jónsdóttur arkitekts um einkenni húsbygginga í Reykjavík. En ef ég hefði verið spurður spurningarinnar um það hvað sagt yrði á 25. öldinni um byggingar- listina t.d. í Reykjavík þessi árin, þá hefði ég sagt, að hún fengi einkunnarorðin: villuráf- andi kaos. Ég vil að lokum hvetja Sjónvarpið til þess að hafa fleiri þætti af þessum toga. Hins vegar set ég spurningarmerki við útsend- ingartímann. Ég leyfi mér að efast um, að sjónvarpsstöð í samkeppni (sem er væntan- leg) geti leyft sér að setja fræðsluþátt á bezta útsendingartíma kvöldsins á bezta útsendingarkvöldinu. Sjónvarpið ætti að fara að laga sig að væntanlegri samkeppni strax. 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.