Helgarpósturinn - 18.07.1985, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 18.07.1985, Blaðsíða 9
Helgarpósturinn kannar innheimtustörf lögmanna Ólafur Thoroddsen lögmaður: „Ekki kaup á kröfum, heldur tilhögun a uppgjorr — Kaupir þú kröfur á niður- settu verði og innheimtir síðan sjálfur? „Þetta er ekki rétt. Ég hef hins vegar heyrt þessu fleygt. Ef þú getur hins vegar bent á eitt einasta dæmi þess að ég eða einhver hér á lögmannsstofunni hafi keypt kröfu með afföllum af skuldareig- anda, þá býð ég þér til Mallorca. Sannleikurinn er sá að þessi kjaftasaga á ekki við rök að styðj- ast. Við tökum helst ekki að okkur innheimtu fyrir einstaklinga, held- ur erum við í viðskiptum við fyrir- tæki, mörg þeirra stór. Og sam- skiptin við sum þessi fyrirtæki eru með ákveðnum og sérstökum hætti. Það er svona ákveðin upp- gjörsaðferð sem notuð er. Við fá- um í hendur innheimtu frá þessum fyrirtækjum og í sumum tilvikum tryggjum við þessum fyrirtækjum greiðslu á tilteknum tíma með út- gáfu víxils, sem gæti t.d. verið 80% af nafnverði kröfunnar, en það er hámark. Hins vegar rofna tengsl kröfuhafa og skuldara alls ekki meðan á innheimtuaðgerð- um stendur og dráttarvextir koma í hlut fyrirtækjanna þegar upp er gert. Þannig er hér um að ræða sérstaka tilhögun á uppgjöri, en ekki kaup á kröfum. Það er ljóst. Ég vil líka alfarið hafna því að þessi innheimtustörf okkar lög- manna séu einhver gullgrafara- störf, þar sem peningar renna inn í stríðum straumum, fyrirhafnar- lítið. Við erum búniráð vera í þessu í 8 ár og þekkjum þetta út og inn.“ — En leggst ekki lítið fyrir lögfrædinga að hella sér út í rukkarastörf af þessu tagi eftir viðamikið og erfitt nám í lög- fræði? „Hver segir að lögfræðinám sé erfitt? Ég varð ekki var við það. Hitt er rétt, að lögfræðinámið er öðruvísi en praxísinn er í reynd. Ég er sjálfur ekki mikið í málflutn- ingi, satt er það, en á einhverju verða menn að lifa. Það er skemmtilegra að stunda mál- flutningsstörf, en einhvern veginn þróuðust mál á þann veg að inn- heimtustörfin komu í minn hlut.“ — Er gjaldskrá Lögmannafé- lagsins aðeins viðmiðun, eða hækkar þú og lækkar þóknan- ir eftir aðstæðum samkvæmt heimildum gjaldskrár? „Nei, ég hef engar heimildir til að breyta gjaldskrá. Sveigjanleiki er ekki í þessum efnum, heldur Ólafur Thoroddsen lögmaður er fyrst og fremst innheimtulögmaður. Hann segir starfið þó ekkert gullgrafarastarf. farið alfarið eftir ákvæðum gjald- skrárinnar. Ég vil taka það fram, að ég hef ekkert á móti því að tala við Helg- arpóstinn um þessi mál. Fagna raunar því tækifæri að fá að bera til baka áðurgreindar gróusögur um mig og lögmannsstofuna. Það sparar þá mönnum sporið við að koma hingað og reyna að koma kröfum í verð með slíkum hætti og mér og mínu fólki tíma og fyrir- höfn við slíkar móttökur og höfn- un á slíkum kröfukaupatilboðum." Hafþor Ingi, framkvæmdastjóri Lögmannafélags íslands: „Sérdómstoll um eigin mál## Hafþór Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Lögmannafélagsins, segir flesta lögmenn fpraxís,170 talsins, stunda innheimtustörf; sumir eru nær eingöngu á þeim vettvangi. — í gjaldskrá Lögmannafé- lags íslands er að finna hugtak, sem nefnist „vísitala lög- mannsstofa". Hækkar gjald- skrá lögmanna, sem lögmenn sjálfir setja saman, eftir ein- hverri heimatilbúinni vísitölu? „Gjaldskrá lögmanna þarf að hækka eins og aðrir hlutir. Jú, rétt er það, vísitala lögmannsstofa er ákveðin viðmiðun í þeim efnum. Þar eru fjórir þættir lagðir til grundvallar, þar sem reynt er að mæla launahækkanir og hækkun rekstrarkostnaðar. Laun lögfræð- inga hjá ríkinu samkvæmt BHM- taxta vega 50% í vísitölunni, laun skrifstofumanna samkvæmt taxta VR vega 25%, bensínverð á hverj- um tíma vegur 12.5% og húsaleiga atvinnuhúsnæðis 12.5%.“ — Hefur þessi sérstaka vísi- tala lögmanna stigið jafnhratt og ýmsar aðrar á undanförn- um misserum? „Ég hef nú ekki á takteinum þró- un vísitölu lögmannsstofa, en hins vegar geri ég fastlega ráð fyrir að þessi vísitala hafi hækkað minna en t.a.m. lánskjaravísitalan." — En talsvert meira en kaup- gjaldsvísitalan? „Sennilega eitthvað meira, já.“ — Var afráðið að breyta nafni gjaldskrár lögmanna, frá því að vera Iágmarksgjaldskrá sem óheimilt var að undir- bjóða, yfir í venjubundna heit- ið gjaldskrá, vegna þess að verðlagsyfirvöld sökuðu ykk- ur um ólögmæta viðskipta- hætti með lágmarksgjald- skránni? „Það er rétt að verðlagsyfirvöld gerðu athugasemdir við lág- marksgjaldskrána á sínum tíma og um líkt leyti var þessu breytt. Hins vegar hafnaði stjórn Lögmannafé- lagsins rökstuðningi verðlagsyfir- valda. Það var af ýmsum öðrum orsökum sem heitinu var breytt á sínum tíma.“ — Hvers vegna er þá ekki hægt að láta gjaldskrána standa upp á punkt og prik, þannig að fólk viti upp á hár að hverju það gengur? Hvers vegna eru ákvæði um sveigjan- leika upp úr og niður úr í gjald- skránni? „Hér er ekki um tæmandi gjald- skrá að ræða. Þess utan er vinna við tiltekin verkefni mjög misjöfn. Sum verkefni geta verið mjög ein- föld og auðveld í vinnslu, en önn- ur tímafrekari og erfiðari. Þess vegna er nauðsyn á sveigjan- leika.“ — Sum mál auðveld í inn- heimtu, segir þú. Gæti t.d. skuldari meö einhverjum rétti farið fram á lækkun frá gjald- skrá, ef augljóst er að lögmað- ur hefur ekki lagt fram aðra vinnu við innheimtu kröfunn- ar, en að sleikja frímerki á bréf og senda kröfuna í pósti til skuldara, sem siðan greiðir um leið? „Það gæti átt sér stað að þessar aðstæður leiddu til lækkunar, en um það get ég ekkert sagt. Um þetta verður þú að spyrja lögmenn í praxís, sem þekkja aðstæður hverju sinni. Ég get entar beinar yfirlýsingar gefið um aðstæður og forsendur lækkunar eða hækkun- ar frá gjaldskrá hverju sinni.“ — En er þaö réttlátt að þínu mati, að skuldara sé gert að greiða þúsundir króna í inn- heimtukostnað, þegar það ligg- ur fyrir að Iögmaður með kröf- una í innheimtu hefur ekki þurft að leggja neina vinnu né fjármagn í innheimtuna, utan póstburðargjaldið? „Ég get ekki svarað því. Það er engin flokkun í gjaldskránni varð- andi þessi innheimtustörf, eftir því hvort um er að ræða auðveldar eða erfiðar innheimtur. Það er álitamál hvort slík flokkun ætti ef til vill heima í gjaldskránni." — Nú er stjórn Lögmannafé- lagsins heimilt að úrskurða í deiluefnum varðandi endur- gjald fyrir málflutningsstörf, og þeim úrskurði verður að- eins áfrýjað til Hæstaréttar? Er stjórn Lögmannafélagsins samsvarandi sérdómstóli? „Já, hvað varðar ágreining um endurgjald fyrir málflutningsstarf er um að ræða sérdórristól. í öðr- um málum sendir stjórnin hins vegar frá sér álitsgerðir. En úr- skurðarréttur stjórnarinnar er bundinn í lögum. Hann mun þó ekki aðfararhæfur. Hins vegar vek ég athygli á þvi að fólki er að sjálfsögðu frjálst að fara hina venjubundnu dómstóla- leið, ef það kýs svo. Lögmannafé- lagið býður það hins vegar endur- gjaldslaust að skila álitsgerð um mál sem ágreiningur hefur komið upp í vegna gjaldskrár og inn- heimtukostnaðar." — Eins dauði er annars brauð. Fitna lögmenn eins og púkinn á fjósbitanum, þegar harðnar á dalnum hjá launa- fólki í landinu og því gengur erfiðlega að standa við skuld- bindingar sínar? „Innheimtumálum hefur vafa- laust fjölgað í kjölfar óeðlilegs þjóðfélagsástands, þar sem harðn- að hefur á dalnum hjá fólki. Það merkir líka að verr gengur að ná inn kröfunum. Hins vegar er rétt að minna á, að lögmenn eru að- eins verktakar skuldareigenda og auðvitað ber að gæta hagsmuna þeirra sem kröfurnar eiga eins og hinna, sem eiga að greiða. Það var jú, samið um ákveðinn gjalddaga, þegar viðskiptin voru gerð i upp- hafi.“ — Lifa margir lögfræðingar á innheimtustörfum? „Um það get ég ekki sagt. í fé- lagi lögmanna eru um 270 manns, þar af um 160 sem stunda sinn praxís. Allflestir þeirra eru með innheimtustörf á sinni hendi, þó í mjög misjafnlega ríkum mæli. Sumir hafa þau störf fyrst og fremst á hendi, hjá öðrum er það lítill þáttur starfseminnar." — Hvaða augum lítur Lög- mannafélagið þá iðju ákveð- inna lögfræðinga að kaupa kröfur á niðursettu verði hjá kröfueigendum, og sækja síð- an málið fast og ákveðið á hendur skuldurum með eigin hagsmuni í huga: geta þá hirt allan pakkann; nafnverð og dráttarvexti, að ógleymdum innheimtukostnaði? „Ég hef heyrt óstaðfestar fréttir af því tagi sem þú nefnir. Hins veg- ar hefur stjórn Lögmannafélags- ins ekki fengið svona mál inn á sitt borð.“ — En myndir þú ekki líta á þetta sem brot á siðareglum lögmanna? „Ég get ekki svarað því. Það mætti hugsanlega líta á þetta sem viðskipti.á frjálsum markaði, en önnur sjónarmið, sem fordæma vinnubrögð af þessu tagi, eru vafa- laust einnig til.“ — Er ekki fráleitt að lögf ræð- ingar setji ekki aðeins saman eigin gjaldskrá án nokkurra af- skipta yfirvalda, heldur dæmi einnig í eigin sök, þar sem stjórn Lögmannafélags Islands er? Stjórnin býður upp á þjónustu hvað varðar úrskurði og álitsgerð- ir, en fólk getur vitanlega leitað til dómstóla ef það kýs frekar. Hvað varðar gjaldskrána sjálfa, þá eru vitanlega margar aðrar stéttir sem ákveða sína gjaldskrá sjálfar." — Hvers vegna er gjaldskrá Lögmannafélags Islands al- mennt hulin sjónum almenn- ings? Hvers vegna fær fólk ekki að sjá svart á hvítu á hverju krafa um innheimtu- kostnað á hendur því er grund- völluð? „Lögmenn hafa allir þessa skrá og mér vitanlega er hún ekkert leyniplagg og á alls ekki að vera það.“ HELGARPÖSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.