Helgarpósturinn - 18.07.1985, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 18.07.1985, Blaðsíða 24
kð undanförnu hafa sprottið upp á síðum Lögbirtings alls kyns fyrirtæki, sem virðast ætla að leggja út á útvarps-, myndbanda- og sjón- varpsmarkaðinn, fyrir svo utan öll litlu kynningarfyrirtækin. í nýleg- um Lögbirtingi rákumst við á nýtt fyrirtæki, Frétta- og fræðsluþjón- ustuna, sem hefur að tilgangi: fjöl- miðlun, myndbandagerð og út- gáfustarfsemi. Hér er á ferðinni einkafyrirtæki Rafns nokkurs Jónssonar flugmanns, sem áður var fréttamaður á Útvarpinu og síð- ar Sjónvarpinu. . . Þ essa dagana er innheimtu- deild Ríkisútvarpsins að senda út til- boð, þar sem fólki er boðið að gefa upp óskrásett viðtæki og um leið lofað að felld verði niður afnota- gjöld, ef fólk taki þessu boði, og ein- ungis verði krafist gjalds fyrir seinni hluta árs. En þetta mun víst eitthvað ganga á skjön við lög um Ríkisút- varpið, þar sem gert er ráð fyrir þungum viðurlögum vegna óskráðra tækja og lagaskylda er um upptöku þeirra. Hér virðist vera komið athugunarefni fyrir Markús Örn útvarpsstjóra, Theódór Georgsson innheimtustjóra, sem hlýtur að eiga frumkvæðið að þessu, eða þá Eirík Tómasson, hdl., sem gefur Útvarpinu lagaráð gegn launum... U tvarpshópur BSRB mun vera ævareiður þessa dagana. Eins og við höfum áður skýrt frá í HP, er undirbúningur að útvarpi launþega- samtakanna, með BSRB og ASI í fararbroddi, í fullum gangi. Fyrsti fundur launþegahreyfinganna tveggja var haldinn fyrir tveimur vikum og voru málin reifuð vítt og breitt. Meðal annars lagði starfshóp- ur BSRB-manna fram ítarlegar áætl- anir, hugmyndir og skipulagsdrætti að hinni nýju útvarpsstöð. Einn af fulltrúum ASÍ-hópsins sem hlustaði með athygli á hugmyndir BSRB- manna var Pröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Dagsbrúnar. Sama kvöld hrukku hins vegar fundarmenn illilega við, og þó sér- staklega BSRB-mennirnir sem höfðu lagt hartnær árs undirbúning í fyrirhugaða útvarpsstöð. í kvöld- fréttum Utvarpsins hafði nefnilega Ólafur E. Friðriksson ítarlegt við- tal við Þröst Ólafsson, þar sem hann skýrði frá hugmyndum sínum og fé- 24 HELGARPÓSTURINN laga um útvarp launþegahreyfing- arinnar. Mun BSRB forystan hafa nær sturlast af reiði, og hafa síma- línurnar verið logandi undanfarnar tvær vikur. Eru uppi háværar raddir í BSRB um að slíta samstarfinu við ASÍ í útvarpsstöðvarmálinu og jafn- vel kröfur á lofti um að Þresti Ólafs- syni verði vikið úr sameiginlegri út- varpsnefnd launþegahreyfingar- innar. Enn hefur ekki verið haldinn fundur eftir uppþotið, en menn bíða spenntir eftir framhaldinu... Ijá Bandalagi jafnaðar- manna er fundað allnokkuð þessa dagana og vikurnar og rýnt í grund- vallarmálin. í blöðum hefur verið talað um ágreining og/eða klofning í BJ, en staðreyndin mun hins vegar vera sú, að hin svokallaði „andófs- hópur“ setur sig einkum upp á móti málflutningi eins (eða tveggja) í flokknum. Hér er átt við Kristófer Mó Kristinsson, formann lands- nefndar BJ, en ýmsir Bandalags- menn hafa átt erfitt með að sætta sig við greinar sem hann hefur skrif- að í DV, einkum seinni hluta vetrar og í vor. í þessum greinum þykir Kristófer hafa lagt of ríka áhershi á hugmyndir frá bernsku BJ um stjórnsýsluna og farið í óþarfa stríð við þingræðið. Þótt þingmennirnir eigi inni einhverjar skammir hjá „andófshónnum". svGkaiíaða, þá múnu það vera veigalitlar athuga- semdir undir sjónarhorni eilífðar- innar. Annars mun þetta skýrast allt saman í kvöld, fimmtudag, því þá munu þau Guðmundur Einars- son, Stefán Benediktsson, Kol- brún Jónsdóttir og Kristín Kvaran þingmenn flokksins hitta hópinn að máli. Annars erum við ekki frá því, að á fundinum ræði menn og gleðjist aðallega yfir fylgisaukningu BJ skv. skoðanakönnun HP í dag... V ið heyrum stöðugt afreks- sögur af yfirvöldum þessa lands. Sú nýjasta er af framtakssemi stjórn- valda varðandi fyrirgreiðslu til lax- eldis á íslandi. Fiskeldisstöðin Laxa- lón hefur verið rekin með miklum sóma í áratugi. Einkum hefur stöðin verið fræg fyrir svonefndan regn- bogasilung, og hafa deilur staðið um þann stofn. Menn muna eflaust að árið iS77 fyrirskípaði veiðimála- stjóri útrýmingu þessa stofns, þar sem hann viðurkenndi fiskinn ekki inn í íslenskt lífríki. Hins vegar var stofninum ekki endanlega eytt. Nú hefur forstöðumönnum Laxalóns tekist að rækta upp stofninn að nýju og hafa haft uppi áætlanir um að flytja silung úr landi og drýgja gjald- eyristekjur þjóðarinnar. I vor sáu forstöðumenn Laxalóns fram á að geta klakið út fyrirmyndarsilung úr ca. 300 kílóum hrogna, en skorti fjármagn til þessa. Þeir skrifuðu rík- isstjórninni bréf, þar sem þeir bentu m.a. á að með nauðsynlegum lán- um tækist þeim að rækta söluvöru sem tuttugufaldaði verð hrognanna sem þeir höfðu þegar í höndum. Jafnframt ítrekuðu forstöðumenn- irnir að fyrirgreiðslan mætti ekki berast síðar en 1. júní, ef hún ætti að nýtast þeim. Ríkisstjórnin hunsaði umleitan Laxalóns, og fór svo að for- ráðamennirnir neydHMS* *■; sejja nrogn sín úr landi. Söluverðið mun hafa verið um hálf milljón. Hrognin voru seld til Noregs og munu Norð- mennirnir rækta silunginn í Norður- Noregi í eitt ár, flytja hann síðan flugleiðis til Bandaríkjanna og selja þar á markaði sem bíður æstur eftir þessum fræga silungastofni. Næsta sumar geta því stjórnendur íslands litið til lofts og séð norsku flugvél- arnar fljúga yfir með íslenska sil- unginn sem var fyrir ári 500 þúsund króna virði sem hrogn á íslandi en er nú orðinn norskur silungur að söluverðmæti einn milljarður króna. . . HÁDEGI KOMDU íHÁDEGINU OG NJÓTTU ÞESS BESTA, ÞAÐ KOSTAR EKKI MEIRA EN HVERSDAGSLEG MÁLTÍÐ ANNARS STAÐAR. Skúli Hansen matreiöslumeistari Hvort sem þú vilt ræða viðskipti yfir léttri máltíð eða eiga ánægjulega stund með vinnufélögum eða vinum, þá geturðu gengið að því sem vísu að á Arnarhóli sé maturinn fyrsta flokks og þjónustan ekki sfðri. Hvort sem þú velur þér tvíréttaða máltíð af matseðli dagsins fyrir 420 krónur eða dýrustu rétti af aðal-matseðli, þá veistu ávallt að við munum einungis bera þér það besta. C\ ARNARHÓLL j/L VEITINGAHÚS Við sláum hvergl af kröfunum— Iftt-franska Ifnan á Arnarhóli — í hádeglnu. ^ —-— HverfisgötuH-IO Sími: 18833

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.