Helgarpósturinn - 18.07.1985, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 18.07.1985, Blaðsíða 14
FREE STYLE FORMSKi M LOREAL Jd — nýja lagningarskúmið frá L'ORÉAL! og hárgreiðslan verður leikur einn. Framúrakstur á vegum úti krefst kunnáttu og skynsemi. Sá sem ætlar framúr þarf að gefa ótvírætt merki um vilja sinn, og hinn sem á undan ekur þarf að hægja ferð. Stefnuljósin er sjálfsagt að nota. Minnumst þess að mikil inngjöf leiðir til þess að steinar takast á loft, og ef hratt er fariö ökum við á þá í loftinu. «1 UMFERÐAR RÁÐ Harðviðarval hf. er flutt að Krókhálsi 4, Rvík. Sími 67-10-10 Stærsta sérverslun landsins meö Tarkett parket. Gamlir og nýir viöskiptavinir velkomnir. S. 67-10-10 Harðviðarval hf. Krókhálsi 4. S. 67-10-10 SYNINGAR Árbæjarsafn Sumarsýningin er farandsýning frá þjóð- minjasafni Grænlendinga og lýsir græn- lensku bátunum „qajaq" og „umíaq". Hún er hingað komin á vegum Útnorðursafnsins, en svo nefnist samstarf nokkurra menning- arsögulegra safna í Færeyjum, á Grænlandi og áíslandi. Sýningin er opin á opnunartíma safnsins frá kl. 13.30 til 18 alla daga nema mánudaga. Ásgrímssafn Sumarsýning: Úrval verka Ásgríms. Opið alla daga nema laugardaga kl. 13.30 — 16. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 Á sumarsýningu gallerísins gefur að líta um 100 myndverk, aðallega grafík, pastelmynd- ir, vatnslitamyndir og teikningar eftir alla helstu listamenn þjóðarinnar, einnig list- muni úr keramiki og gleri. Þessi fjölbreytta sýning verður opin í júlí og ágúst virka daga frá kl. 12 til 18, og mun taka einhverjum breytingum frá degi til dags. Gallerí Borg veröur lokiö um helgar í júlí og ágúst, nema með sérstöku samkomulagi við einstaklinga eða hópa. Gallerí Langbrók Amtmannsstíg 1 Sumarsýning fram í miðjan ágúst. Þetta er sölusýning og á henni eru grafíkmyndir, keramík, glermyndir, vatnslitamyndir, textíl o.fl... Opið kl. 12—18 virka daga og 14—18 um helgar. Kjarvalsstaðir við Miklatún í Kjarvalssal er sýning á verkum meistarans sjálfs, Jóhannesar S. Kjarvals, 30 málverk og teikningar í eigu safnsins. Þar á meðal eru verk sem ekki hafa sést opinberlega fyrr. Kjarvalssýningin er opin daglega frá kl. 14—22 fram til júlfloka. í Vestursal og á göngum Kjarvalsstaða er sýning á 165 Ijósmyndum rússnesk-franska Ijósmyndarans Vladimirs Sichov af íslensk- um listamönnum. Sýningin er opin kl. 14 — 22 daglega til 28. júlí. Listmunahúsið Lækjargötu 2 Lokað til 17. ágúst. Listasafn Einars Jónssonar Hnitbjörgum við Njarðargötu Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30—16. Höggmyndagarður safnsins er opinn daglega frá kl. 11—17. Listasafn (slands Viö Suðurgötu I tilefni 100 ára afmælis Listasafns íslands var efnt til sýningar í safninu á verkum fjög- urra frumherja í íslenskri málaralist; þeirra Þórarins B. Þorlákssonar, Ásgríms Jónsson- ar, Jóns Stefánssonar og Jóhannesar S. Kjarvals. Sýningin er opin fyrst um sinn um helgar frá 1:30 til 22 en virka daga frá kl. 1:30 til 18 og stendur til ágústloka. Norræna húsið Sýning á grafíkmyndum Gottorms Gott- ormsgaard frá Noregi til 29. júlí í anddyrinu. Norræna húsið Sumarsýning í sýningarsal Norræna húss- ins. Sjávarmyndir eftir Gunnlaug Scheving. Sýningunni lýkur 25. júlí. Nýlistasafnið Vatnsstíg 3b Sýning hollenska listamannsins Douwes Jans Bakker til 21. júlí frá kl. 16 til 20 alla daga. Þjóðminjasafn íslands í Bogasal stendur yfir sýningin Meö silfur- bjarta nál, íslenskar hannyröakonur og handverk þeirra. Á sýningunni eru hannyrðir íslenskra kvenna undanfarinna alda. Opið kl. 13.30 — 16 daglega. Galierí Salurinn Vesturgötu 3 I dag, fimmtudaginn 18. júlí, verður opnuð teiknisýningin Kynlíf íslenskra karlmanna. Hún stendur til 7. ágúst alla daga nema mánudaga frá kl. 13 — 18. BÍÓIN ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ ágæt ★ ★ góð ★ þolanleg o léleg Háskólabíó Vitnið (The Witness) Sjá umsögn í Listapósti. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Tarzan Sýnd um helgina kl. 3. Nýjabíó Ævintýrasteinninn (Romancing the Stone) ★★★ Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Einnig sýnd kl. 3 sunnudag. Útlaginn (The Outlaw) Sýnd kl. 7 þriðjudaga og föstudaga. Regnboginn Stjörnuglópar Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Korsíkubræöurnir Bráöfjörug, ný gamanmynd með hinum vin- sælu Cheech og Chong sem allir þekkja úr „Up the Smoke" (í svælu og reyk). Aðalhlutverk: Cheech Martin og Thomas Chong. Leikstjóri: Thomas Chong. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11:15. Bönnuð innan 16 ára. Fálkinn og Snjómaðurinn (The Falcon and the Snowman) ★★★ Handrit: Steven Zaillian eftir sögu Robert Lindsay. Tónlist: Pat Mathen/Lyle Mays. Framleiðendur: Gabriel Katzka/John Schlesinger. Leikstjórn: John Schlesinger. Aðalhlutverk: Timothy Hutton, Sean Penn, Pat Hingle, Richard Dysart, David Suchet, Boris Leskin o.fl. Fálkinn og Snjómaðurinn er bæði spenn- andi og skemmtileg mynd, og það er ekki síst að þakka afbragðsleik þeirra Penn og Suchet, að ógleymdu vönduðu handverki, sérstaklega klippingu. -IM. Sýnd kl. 3.05, 5.30 og 9.05. Bönnuð innan 12 ára. Löggan í Beverly Hills (Beverly Hills Cop) ★★★ Bandarísk, árgerð 1984. Aöalhlutverk Eddie Murphy Þrælgóður að vanda. Leikstjóri Martin Brest. Sýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.10 og 11.10. Tortímandinn ★ James Cameron notar hér fáar en fjöltroön- ar leiðir í framsetningu efniviðarins, sem leiðir til vægast sagt einhæfra átaka sem aft- ur byggjast á þessu þrennu: Eltingaleik, oltn- um bflum og skothríðum. Ekki þar fyrir að Schwarzenegger fer það djöfulli vel að leika vélmenni. __ SER. Sýnd kl. 3.15, 5.15, 7.15, 9.15 og 11.15. Bönnuð innan 16 óra. Bíóhöllin Salur 1 Víg í sjónmáli A View to a Kill ★★ Leikstjórn: John Glen. Handrit: Richard Mai- baum og Michael G. Wilson. Kvikmyndun: Alan Hume. Tónlist: John Barry og Duran Duran. Aðalhlutverk: Roger Moore, Christo- pher Walken, Grace Jones, Tanya Roberts. Framleiðandi: Albert R. Broccoli og Michael G. Wilson. Þessi mynd nær samt aldrei sama risi og flestar fyrri Bond-myndirnar. Það sem helst veldur því er skortur á spennu, húmor og þessum villtu atriöum sem jafnan hafa nálg- ast fáránleikann á sinn barnalega en bros- lega hátt. A Wiew to A Kill er þó síður en svo alvondafþreying.... — SER. Sýnd kl. 5, 7.30, 10. Salur 2 Skrattinn og Max Devlin (Devil and Max Devlin) Grínmynd um náunga sem gerir samkomu- lag við skrattann. Hann ætlar sér alls ekki að standa við þann samning og þá er auðvitað skrattinn laus.. . Aðalhlutverk: Elliott Gold, Bill Gosby, Adam Rich og Susan Anspach. Sýnd kl. 5, 7:30 og 10. Salur 3 Gulag Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Salur 4 Hefnd Busanna (The Revenge of the Nerds) Sýnd kl. 5 og 7.30. Arnarborgin Where Eagles Dare) Aðalhlutverk: Richard Burton, Clint East- wood. Sýnd k. 10. Bönnuð börnum innan 12 ára. Salur 5 Næturklúbburinn (The Cotton Club) ★★★ Leikstjóri: Francis Ford Coppola. Hrá og mugnuö, hlaöin stemmningu ekki ósvipað því sem gerist í Ameríkumyndum Sergio Leone þar sem hann fjallar um þetta sérkennilega tímaskeið í sögu Bandaríkj- anna. Og tónlistin svíkur ekki. Sýnd kl. 5, 7:30 og 10. Sagan endalausa Sýnd kl. 2.30 um helgina. Einnig eru 2.30 sýningar á myndunum í hin- um sölunum um helgina. Laugarásbíó Salur A Myrkraverk (Into the night) Áöur fyrr átti Ed erfitt með svefn; eftir að hann hitti Díönu á hann erfitt með að halda lífi. Nýjasta mynd'John Landis (Animal house, American werewolf og Trading places). Aðalhlutverk: Jeff Goldblum (The big chill) og Michelle Pfeiffer (Scarface). Aukahlut- verk: Dan Aykroyd, Jim Henson, David Bowie o.fl. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Bönnuð innan 14 ára. Salur B Áin (The River) ★★ Leikstjórn: Mark Rydell. Handrit: Robert Dill- on. Kvikmyndun: VilmosZsigmond. Tónlist: John Williams. Aðalleikarar: Mel Gibbson, Sissy Spacek, Scott Glenn. Rydell tekst aö draga upp einkar huggulega mynd að Kfi þessa fólks við ána, en sýna jafnframt fram á innri átök þeirra á milli. At- burðarásin fylgir takti sjálfrar náttúrunnar, persónurnar eru markaðar af umhverfinu. __SER Sýnd kl. 5, 7:30 og 10. Salur C í háalofti Ný spennandi og skemmtileg bandarísk grísk mynd um bandaríska skiptinema í Grikklandi. Ætla þeir í feröalag um eyjarnar áður en skólinn byrjar, en lenda í njósna æv- intýri. Aöalhlutverk: Daniel Hirsch, Clayton Nor- cros, Frank Schultz. Leikstjóri: Noco Mast- orakis. Dolby stereo. Sýnd kl. 5 og 7.30. Undarleg paradís Sýnd kl. 10. Austurbæjarbíó Salur 1 Sveifluvaktin (Swing Shift) Gáfaða Ijóskan Goldie Hawn í aðalhlutverki. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur 2 Raunir sakiausra (Ordeal by Innocence) ★★ Handrit: Alexander Stuart eftir sögu Agöthu Christie. Tónlist: Dave Brubeck. Framleið- endur: Meneham Golan/Yoram Globus. Leikstjóri: Desmond Davis. Aðalhlutverk: Donald Sutherland, Faye Dunaway, Chris- topher Plummer, lan McShane, Sarah Miles, Diana Quick, Anette Crosbie, Michael Elpick o.fl. Ég verð að viöurkenna eitt strax: Ég hef aldrei veriö yfir mig hrifinn af Agöthu Christ- ie. .. En sennilega er ég bara vondur leyni- lögreglumaður... Enskt og bandarískt stjörnulið prýðir hlutverkaskrána, en allt kemur fyrir ekki, þessi formúla gengur því miöur ekki upp, og myndin veröur bæði stemmnings- og spennulaus. En kannski mætti segja að þetta væri saklaus skemmt- un. — IM. Bönnuð innan 12. ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur 3 Týndir í orrustu (Missing in Action) Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 9 og 11. When The Raven Flies (Hrafninn flýgur) Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 7. Tónabíó Purpurahjörtun (Purple Hearts) Sjá umsögn í Listapósti. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.15. Bönnuð innan 12 ára. Stjörnubíó Saiur A Síðasti drekinn (The Last Dragon) Bandarísk karatemynd með dundurmúsík. Fram koma De Barge (Rhythm of the Night), Vinity og flutt er tónlist með Stevie Wonder, Smokey Robinson, og The Temptations, Syreeth Rockwell, Charlene, Wille Hutsch og Alfie. Aðalhlutverk: Vanty og Taimak karatemeist- ari. Tónlistin úr myndinni hefur náð geysilegum vinsældum og er verið að frumsýna mynd- ina um heim allan. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Einnig kl. 3 um helgar. Salur B Flótti (Runaway) ★ Sýnd kl. 9. Bönnuð innan 16 ára. Prúðuleikararnir slá í gegn. Sýnd kl. 5 og 7. ^Einnig kl. 3 um helgar. Staðgengillinn (Body Double) Aldrei þessu vant klikkar Brjánn Pálma. Máttlausir kaflar of margir til þess að maður hafi fiðring af. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 11. Hafnarfjarðarbíó Heilamaðurinn Sýnd kl. 9. LEIKLIST Stúdentaleikhúsið Félagsstofnun stúdenta v/Hringbraut Sýningar á Draumleik Augusts Strindberg í þýðingu Sigurðar Grímssonar. Kári Halldór er leikstjóri, Árni Harðarson stjórnandi Há- skólakórsins samdi tónlistina,. Draumleikur verður sýndur öll þriðjudags-, fimmtudags- og sunnudagskvöld í júlí og hefst sýning kl. 22 öll kvöldin. VIÐBURÐIR Rokktónleikar í Hljómskála- garðinum Næstkomandi sunnudag verða haldnir rokk- tónleikar í Hljómskálagarðinum í Reykjavík, frá kl. 13.30 til kl. 17.30, undir kjöroröi Árs æskunnar: Þátttaka, þróun, friður. Tón- leikarnir eru haldnir í tengslum við Reykja- víkurmót barnanna eöa Fjördaginn, sem haldið er á sama tíma. Milli átta og tíu hljóm- sveitir munu spila á tónleikunum, þar á meðal: Voice, Twilight boys, No Time, Sverrir Stormsker, Fítus, Quadro, Quitzi, quitzi, quitzi og Special Treatment. Að- gangseyrir er enginn. Kramhúsið v/ Bergstaðastræti Adrienne Hawkins, dansari, danskennari og -höfundur, heldur námskeiö í djass- og afró- dansi 20. júlí — 1. ágúst. Á sama tíma veröa 4 listamenn frá Senegal í Kramhúsinu, og munu standa fyrir dans- og leiksmiðju dagana 23., 24., 30. og 31. júlí og 1. ágúst. 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.